Færsluflokkur: Evrópumál

Vantar leiðréttingu á leiðréttingunni :-)

Í frétt Morgunblaðsins um gjaldþrot DSB og greiðslur úr tryggingasjóð Hollendinga, kemur núna fram eftirfarandi leiðrétting:

"ATH - tala leiðrétt um endurgreiðslu er 100 þúsund evrur ekki 10 þúsund evru líkt og fram kom í fréttinni."

Þetta er auðvitað rétt, þar sem tryggingarupphæðin í Hollandi er 100 þúsund evrur.  Allir geta gert mistök og það er hið besta mál hef þau eru leiðrétt hratt og örugglega. 

Eini gallinn er að greinin sjálf inniheldur ennþá upphæðina 1.8 milljónir króna, sem greinilega þarf að leiðrétta líka.  Nema evran sé nú allt í einu komin niður í 18 krónur :-).

UPPFÆRSLA: Tilvísunin í 1.8 milljónir króna hefur núna verið fjarlægð úr greininni, þannig allt sem kemur þar fram núna er orðið rétt!


mbl.is DSB gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju virka nýju IceSave fyrirvararnir ekki eins vel og þeir gömlu?

Með þessum breytingum á fyrirvörunum sem ríkisstjórnin kynnti í dag, þá er raunverulega verið að setja upprunalegu fyrirvarana sem Alþingi samdi, út af borðinu.  Ég hef þegar fjallað í þessari færslu hvernig núna eigi alltaf að greiða vextina á hverju ári, óháð 6% hámarkinu miðað við hagvöxt í erlendri mynt.

Upprunalegi tilgangurinn með fyrirvörunum var að vernda íslenska efnahagskerfið, ef við komumst ekki upp úr kreppunni og landsframleiðslan stendur í stað eða minnkar.  Það skiptir því miklu máli hvernig þetta hámarks-þak er reiknað út.

Því vaknar sú spurning sjálfkrafa upp, virka IceSave fyrirvararnir eins vel og þeir gömlu eftir þessar breytingar?

Til að svara því, þá þurfum við að skoða betur hvernig fyrirvararnir takmarka nákvæmlega hámarksgreiðsluna fyrir hvert ár.  Samkvæmt útreikningum í þessari færslu, þá var landsframleiðslan fyrir 2008, 11584 milljónir evra miðað meðalgengi krónu 127.46, en fyrir fyrri helming 2009, þá var landsframleiðslan 4434 milljónir evra miðað við meðalgengið 162.77.  Ef við áætlum að heildar-landsframleiðslan fyrir 2009 verði tvöföld miðað við fyrri helminginn reiknuð í evrum, þá fáum við út væntanlegar 8868 milljónir evra eða 23% lækkun frá viðmiðunar-árinu 2008 samkvæmt fyrirvörunum.

Ég setti upp reiknilíkan í Excel, sem reiknar út hve mikið við eigum að borga miðað við ákveðinn vöxt á landsframleiðslu næstu 15 árin.  Ef við gerum ráð fyrir 4% hagvexti á hverju ári allt tímabilið 2010-2024, þá fáum við til dæmis út eftirfarandi hámarksgreiðslur:

ÁrLandsfr.HagvöxtAukningSamtalsFyrirv.Hámark
200811584     
20098868-23%-2716-2716  
201092234.0%355-2361  
201195924.0%369-1992  
201299754.0%384-1609  
2013103744.0%399-1210  
2014107894.0%415-795  
2015112214.0%432-363  
2016116704.0%449863%3
2017121364.0%4675526%33
2018126224.0%48510386%62
2019131274.0%50515436%93
2020136524.0%52520686%124
2021141984.0%54626146%157
2022147664.0%56831826%191
2023153574.0%59137736%226
2024159714.0%61443873%132
Samtals  4387  1020


Samkvæmt þessum útreikningum, þá mundum við þurfa að borga lægri greiðslu á hverju ári 2016-2024, eða samtals "aðeins" 1020 milljónir evra (185 milljarðar króna).  Þetta er samanborið við 2097 milljónir evra (388 milljarða króna) sem við mundum þurfa að borga miðað við 90% endurheimtur úr Landsbankanum samkvæmt útreikningum sem ég gerði í þessari færslu.

Til að gera næmnisgreiningu á hvernig hagvöxturinn getur haft áhrif á hámarksgreiðslurnar, þá setti ég inn í reiknislíkanið prósenturnar 1% til 8%.  Hérna er tafla með niðurstöðunum:

 

     Hagvöxtur  Hámarksgr. 
    1%0
    2%18
    3%346
    4%1020
    5%1768
    6%2596
    7%3513
    8%4527

 

Eins og sjá má, þá mundi mjög lár hagvöxtur 1-2% (áfram kreppa) þýða að við þyrftum nær ekkert að borga samkvæmt upprunalegu fyrirvörunum, á meðan hár hagvöxtur 6-8% (aftur góðæri) þýða að öll upphæðin með vöxtum yrði greidd. 

En hvað skeður ef vextirnir eru ekki taldir með í hámarksgreiðslunum eins og núverandi breytingar gera ráð fyrir?  Þar sem vextirnir verða líklega alltaf stærsti hlutinn af greiðslunni (sjá þessa færslu), þá mundi það tákna að fyrirvararnir einfaldlega virki ekki lengur og greiðslurnar verði ekki lengur háðar því hvort efnahagur Íslands geti borið þær.


mbl.is Víða greint frá samkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver eru þessi efnahagslegu viðmið IceSave-samningsins sem nú er verið að breyta (eyðileggja)?

Nú hefur ríkisstjórnin kynnt breytingar frá Bretum og Hollendingum á fyrirvörunum sem Alþingi Íslendinga samþykkti í ágúst.  Áður en þetta er samþykkt, verðum við fyrst að ganga úr skugga um að þessar nýju tillögur valdi ekki mögulegum skaða á Íslensku efnahagslífi, sem upprunalegu fyrirvararnir áttu að koma í veg fyrir.

Efnahagslegu viðmiðin í fyrirvörunum sem Alþingi samþykkti með lögum 96/2009 í ágúst voru orðuð á eftirfarandi hátt í 3. grein:

http://www.althingi.is/altext/137/s/0358.html

"Ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum er miðuð við hámark á greiðslum úr ríkissjóði. Þetta hámark miðast á árabilinu 2017–2023 við 4% af vexti vergrar landsframleiðslu mælt í pundum vegna lánasamningsins við breska ríkið og 2% af vexti vergrar landsframleiðslu mælt í evrum vegna lánasamningsins við hollenska ríkið. Hlutföll þessi verða helmingi lægri árin 2016 og 2024. Greiðslur skulu endurskoðaðar um leið og endanlegar tölur um verga landsframleiðslu liggja fyrir.

Vöxtur á vergri landsframleiðslu Íslands skv. 3. mgr. skal mældur frá 2008 til greiðsluárs á árabilinu 2016–2024 annars vegar í pundum vegna lánasamningsins við breska ríkið og hins vegar í evrum vegna lánasamningsins við hollenska ríkið. Útreikningur á greiðslum skv. 3. mgr. skal byggjast á meðalgengi miðgengis Seðlabanka Íslands á pundi og evru gagnvart krónu á ársgrundvelli og mati á vergri landsframleiðslu samkvæmt skilgreiningu Eurostat.

Greiðsluskylda lánasamninganna skal aldrei vera meiri en hámark ríkisábyrgðar, sbr. 3. mgr. Nú virðist á einhverjum tíma stefna í að lánsfjárhæðin ásamt vöxtum verði ekki að fullu greidd í lok lánstímans vegna hinna efnahagslegu viðmiða og skulu aðilar lánasamninganna þá tímanlega eiga með sér viðræður um meðferð málsins og áhrif þess á samningana og skuldbindingar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta."

Til þess að skoða nákvæmlega hvaða áhrif þessi efnahagslegu viðmið hafa á greiðslur okkar, þurfum við fyrst að finna út hver landsframleiðslan var fyrir grunnárið 2008 í evrum, sem þarf smá útreikning.

Skoðum fyrst landsframleiðslu Íslands síðustu árin samkvæmt tölum Hagstofunnar:

http://www.hagstofan.is/Hagtolur/Thjodhagsreikningar/Thjodhagsreikningar

og klikka síðan á:

Landsframleiðsla eftir ársfjórðungum 1997-2009

Til að ná í tölurnar sem notaðar eru í grafinu, þá valdi ég "Mælikvarði: Verðlag hvers árs".  Þar sem ég gat ekki valið allt árið 2009, þá tók ég bara fyrstu tvo ársfjórðungana fyrir hvert ár (1999-2009).  Ég hefði líka getað notað tölurnar fyrir fullt ár, en þá hefði ég þurft að reikna einhvern vegin upp árið 2009, sem gæti valdið mögulegri skekkju vegna árstíðar-breytinga.

Landsframleiðsla Íslands 1999-2009 H1 (ISK)

Ef við skoðum grafið nánar þá virðist þetta ekki líta svo illa út.  Mikil hækkun síðasta áratuginn og núna er jafnvel orðinn jákvæður vöruskiptajöfnuður, sem jafnar út að hluta lækkunina á hinum liðunum.  Samkvæmt tölunum þá virðist vera aðeins smá fall í prósentum núna síðasta árið 2009.  Enda hafa ýmsir pólitíkusar verið að halda því fram opinberlega að ástandið sé nú raunverulega ekki svo slæmt, þar sem landsframleiðslan hafi aðeins fallið örfá prósent frá toppnum 2007-2008. 

Af hverju, er þá svona mikil kreppa á Íslandi, ef hún kemur ekki fram í landsframleiðslunni?  Svarið fellst í að skoða tölurnar í erlendri mynt, til dæmis evrum.  Hagstofan birtir, því miður, aðeins sínar tölur í íslenskum krónum, þannig að við þurfum að umreikna tölurnar yfir í evrur.  Til þess notaði ég meðalgengi fyrstu 6 mánuði hvers árs, sem hægt er að ná í á vefsíðu Seðlabankans hérna:

http://www.sedlabanki.is/?PageID=37

    ÁrMeðalgengi
    1999  78.77723 
    2000  71.37379 
    2001  83.27983 
    2002  87.06600 
    2003  84.46232 
    2004  87.45167 
    2005  80.69339 
    2006  85.42963 
    2007  87.58443 
    2008110.12600 
    2009162.77070 

Eins og sést hefur gengið verið frekar stöðugt í kring um 70-85 krónur síðustu 10 árin fyrir utan 2008-2009, þar sem það um það bil tvöfaldaðist.  Ef við umreiknum nú landsframleiðsluna yfir í evrur fyrir hvert ár, þá fáum við graf sem lítur mun verra út heldur en fyrra grafið með íslensku krónunum:

Landsframleiðsla Íslands 1999-2009 H1 (EUR)

Landsframleiðslan hefur því fallið frá toppnum 2007 um rúmlega 40% þegar hún er reiknuð út í evrum.  Þetta er einfaldlega kreppan í hnotskurn þar sem krónan hefur helmingast í virði!

Samkvæmt fyrirvörunum, þá er viðmiðunar-árið 2008.  Ef við notum sömu aðferð þá fáum við út að landsframleiðslan fyrir allt árið 2008 var 1476 milljarðar íslenskra króna, sem miðað við meðalgengið 127.4551 á evru, gefur 11584 milljónir evra.  Til samanburðar má geta að landsframleiðslan fyrsta helming 2009, var 722 milljarðar íslenskra króna, eða 4434 milljónir evra miðað við meðalgengið janúar-júní 162.7707.  Ef við áætlum til einföldunar að seinni helmingur verði nokkuð álíka og fyrri helmingurinn (mögulega ónákvæmt, þar sem lokatölurnar fyrir 2009 verða ekki birtar fyrr en á næsta ári), þá þýðir þetta væntanlega landsframleiðslu upp á 8868 milljónir evra eða lækkun upp á 23% milli ára mælt í evrum.

Af hverju er allir þessir útreikningar svona nauðsynlegir?  Jú, af því fyrirvararnir sem fjárlaganefnd Alþingis samdi voru raunverulega mjög snjallir og takmörkuðu greiðslu hvers árs við 6% af uppsöfnuðum hagvexti reiknuðum í pundum/evrum.  Til þess að við komumst í þá stöðu að við þurfum að byrja að borga, þarf efnahagur Íslands fyrst að vinna upp þessa 23% lækkun sem þegar hefur orðið síðan 2008.  Og það verður aðeins ef við komumst einhvern tíman upp úr kreppunni og/eða gengið fari að hækka aftur.

Ef fyrirvörunum er breytt núna, þannig að þessi efnahagslegu viðmið virka ekki lengur, þá getum við lent í því að borga, jafnvel þó allt sé hér enn í kalda koli.


mbl.is Óviðunandi niðurstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættulegt ákvæði um að greiðslur vaxta falli ekki undir 6% hámarkið á hagvexti!

Ég var að lesa yfir samanburðinum á innihaldi samninganna sem birtur var í viðauka með fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar og hnaut strax um eina stórhættulega breytingu fyrir okkur Íslendinga.

http://www.mbl.is/media/70/1770.pdf

Eitt mikilvægasta atriðið með upprunalegu fyrirvörunum, voru hin svo kölluðu efnahagslegu viðmið, sem settu þak á mögulegar greiðslur Íslands.  Þetta ákvæði, að öllum hinum ákvæðunum ólöstuðum, var það sem verndaði okkur, þannig að hámarksgreiðslan yrði í mesta lagi 6% af uppsöfnuðum hagvexti frá 2008 til hvers greiðsluárs.  Ef lítill sem enginn hagvöxtur verður á tímabilinu, það er áframhaldandi kreppa, þá er þetta helsta ákvæðið sem getur leyft þjóðinni að forðast gjaldþrot, vegna IceSave.

Nú segir í viðaukanum:

"Ákveðið að þak innihaldi bæði höfuðstólsgreiðslur og vexti, en þó þannig að vextir verði alltaf greiddir að lágmarki."

Þessi breyting táknar að við mundum alltaf þurfa að borga vextina að fullu á hverju ári, hvort sem það verður aukning á hagvexti eða ekki!

Nú má spyrja, af hverju skiptir þetta atriði svona miklu máli?  Svarið við því er mjög einfalt.

Mest öll upphæðin sem við þurfum að borga samkvæmt samningnum eru ekki IceSave innistæðurnar sjálfar, heldur vextirnir.  Eins og ég fjallaði um í síðustu færslu, þá verða heildar-vextirnir 1690 milljónir evra (312 milljarðar ISK), á meðan IceSave greiðslurnar sjálfar verða "aðeins" 407 milljónir evra (75 milljarðar ISK), ef við miðum við 90% endurheimtur úr Landsbankanum.  Vextirnir eru yfir 80% af heildargreiðslunum, þannig að ef við neyðumst alltaf til að borga vextina að lágmarki, óháð hagvexti, þá virka fyrirvararnir einfaldlega ekki lengur!


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnvel þó fengist 100% upp í forgangskröfur, mundum við samt þurfa að borga 1.5 milljarð evra (275 milljarða króna) í vexti!

Það er alltaf kostulegt að sjá þegar fjallað er um IceSave, hve margir horfa bara á prósentuna sem fæst upp í forgangskröfur, en sleppa því að reikna með vextina sem við þurfum borga einnig af láninu.  Það er auðvitað gott mál ef tekst að fá hærri upphæð greidda frá Landsbankanum, en hvort sem prósentan verður 75%, 90%, eða jafnvel 100%, þá munu vaxtagreiðslurnar alltaf verða lang-stærsti hlutinn af því sem við verðum að borga!

Það er ekkert flókið dæmi að reikna út vextinu af IceSave láninu. Heildar-upphæðin á láninu er u.þ.b. 4 milljarðar evra, sem fyrst greiðist ákveðin prósenta (oftast áætluð á bilinu 75%-90%) upp í forgangskröfur frá Landsbankanum.  Til einföldunar gerum við ráð fyrir að þessar greiðslur upp í forgangskröfur verði jafnar yfir næstu 7 árin (bjartsýn spá ef eitthvað er).  Árið 2016 eru eftirstöðvarnar ásamt uppreiknuðum vöxtum, færðar yfir á ríkisábyrgð, sem síðan er greidd með 32 jöfnum ársfjórðungsgreiðslum allt til 2024 ásamt vöxtum.  Hérna er tafla með útlistun á heildargreiðslunum reiknað fyrir prósenturnar 75%, 90%, og 100%:

    Prósenta75%90%100%
    Eftirstöðvar10184070
    Vextir 2009-16142112991217
    Ríkisábyrgð243917061217
    Vextir 2016-24558391279
    Heildargreiðsla299720971496

Af þessu sést að jafnvel þó allt fari á besta veg og við fengjum greitt 100% upp í forgangskröfur, þá mundum við samt þurfa að borga nálægt 1.5 milljarða evra eða 275 milljarða króna í vexti. Fyrir 90%, þá verða vextirnir samtals u.þ.b. 1.7 milljarðar evra og heildargreiðslan nálægt 2.1 milljarðar evra.  Þessir háu vextir, koma til út af því að samkvæmt IceSave samningnum, þá verðum við skuldbundin til að borga fulla vexti af allri upphæðinni, 4 milljörðum evra, öll 15 árin frá 2009, jafnvel þó vextir fáist ekki greiddir frá þrotabúinu.

Nánari útlistun á hvernig þessar upphæðir eru reiknaðar út má finna í þessari færslu.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna virðist hafa misreiknað sig illilega í gær!

Eftir gærdaginn voru margir að furða sig á hvað Jóhönnu gengi til með þeim ummælum að "stjórnarflokkarnir þyrftu í vikunni að ná niðurstöðu um hvort meirihluti sé fyrir málinu með þessum athugasemdum".  Nú vitum við niðurstöðuna!

Jóhanna gaf ekki upp hver þessi " tvö til þrjú atriði" væru sem stæðu út af borðinu varðandi athugasemdirnar.  Það greinilega skiptir öllu máli hverjar þessar athugasemdir eru, en þær hafa enn ekki verið birta opinberlega.   Ég skrifaði blogg um þetta mál í gær, þar sem krafist var að allar athugasemdirnar yrðu birtar áður en Alþingi tæki þær fyrir.  Spurði um leið ýmissa spurninga, þar á meðal hvort verið væri að neyða stjórnar-þingmenn til að samþykkja athugasemdirnar án opinberrar umræðu fyrst.

Stuttu eftir það þá kom eftirfarandi blogg-færsla frá Sigurði Sigurðarsyni, þar sem hann birtir lista með eftirfarandi atriði sem Bretar og Hollendingar hafa lýst andstöðu yfir:

  1. Niðurfelling ríkisábyrgðar á eftirstöðvum sem kunna að vera til staðar eftir 5. júní 2024 skv. 1. grein laganna um ríkisábyrgðina
  2. Hámark ríkisábyrgðar sem á að vera 4% af vexti vergrar landsframleiðslu á árunum 2017 til 2023, skv. 3 gr. laganna um ríkisábyrgðina
  3. Uppgjör Landsbanka Íslands hf. eða þrotabús hans skuli fara samkvæmt íslenskum lögum, skv. 4. gr.  laganna um ríkisábyrgðina

Ef þessi listi sem er óstaðfestur er réttur, þá er greinilegt að Bretar og Hollendingar eru að hafna fyrirvörunum nær algjörlega.  Þetta skýrir líka þau hörðu viðbrögð hjá Ögmundi að segja frekar af sér heldur en að samþykkja þetta.

Núna skiptir öllu máli hvernig við bregðumst við.  Þetta má skiptir meira máli heldur en hvort ríkisstjórning haldi velli.  Þar sem greinilegt er að við getum ekki orðið við þessum athugasemdum, þá þarf að láta Bretana og Hollendingana strax vita að fyrirvararnir standi óbreyttir og láta síðan þá um að ákveða hvort þeir felli IceSave samninginn úr gildi eða ekki. 

Ef Bretar og Hollendingar fella samninginn úr gildi (sem þeir greinilega vilja ekki gera) þá verða fréttirnar af því erlendis mun jákvæðari fyrir okkur, heldur en ef það erum við sem höfnum fyrst einhverjum athugasemdum sem ekki hafa verið birtar opinberlega.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna, ekki endurtaka aftur mistökin frá því sumar!

Mér sýnist við vera að fá slæmt "case of deja-vu" hérna.  Jóhanna segir að "að enn standi tvö til þrjú atriði út af borðinu í sambandi við athugasemdir Breta og Hollendinga við fyrirvarana í Icesave-samningnum." og síðan "Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir þurfi í þessari viku að ná niðurstöðu um það hvort meirihluti sé fyrir málinu með þessum athugasemdum."

  • Hver nákvæmlega eru þessi tvö til þrjú atriði í athugasemdum Breta og Hollendinga? 
  • Af hverju megum við ekki sjá þessar athugasemdir áður en þær verða teknar fyrir á Alþingi?
  • Er verið að neyða stjórnar-þingmenn til að samþykkja athugasemdirnar án opinnar umræðu fyrst?
  • Hvað gerist svo hræðilegt ef niðurstaða næst ekki fyrir helgi?
  • Hefur ríksstjórnin virkilega ekkert lært frá því í sumar?

Stór hluti af vandamálinu í sumar var að ríkisstjórnin vildi keyra IceSave-samninginn í gegn um þingið, án þess að það færi fram opin umræða fyrst um ákvæði samningsins.  Það var ekki fyrr en samningarnir voru gerðir opinberir, að öll vandamálin með þá komu upp á yfirborðið.

"Ég mun aldrei samþykkja þetta mál nema ég sé sátt við þá niðurstöðu og treysti mér til þess að fylgja henni fram fyrir íslenska þjóð með minni ríkisstjórn."

Það er ekki nóg að Jóhanna og ríkisstjórnin samþykki athugasemdirnar, við þurfum að greina þær og skoða vandlega til sjá hvort þær séu ásættanlegar ÁÐUR en Alþingi tekur þær fyrir!


mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins, er Jóhanna farin að skýra út okkar málstað erlendis!

Mjög jákvætt að sjá loksins viðtal við Jóhönnu í erlendum fjölmiðli.  Við höfum einfaldlega enga möguleika á að ná viðunandi niðurstöðu í þessu máli ef við skýrum ekki út okkar málstað opinberlega.

En betur má ef duga skal.  Almenningur erlendis les því miður ekki reglulega Financial Times og Bloomberg News.  Eins og komið hefur hér fram áður, til dæmis þessari blogg-færslu, þá verðum við að fara í viðtöl reglulega í mörgum erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.  Og ekki bara Jóhanna, heldur einnig aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni auk þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu.  Sérstaklega væri gott að sjá viðtöl við þá þingmenn sem stóðu að baki samningu fyrirvarana til að skýra út af hverju þeir voru nauðsynlegir til að Alþingi gæti samþykkt samninginn.

Við verðum að fá almenningsálitið í þessum löndum á okkar band, sem mundi mynda þrýsting stjórnir viðkomandi landa.  Það dugar einfaldlega ekki að ræða aðeins við embættismenn og samninganefndir þeirra í "trúnaði" þar sem þeir hafa yfirhöndina.

Bretar og Hollendingar hafa bara tvo raunverulega kosti í stöðunni.  Annað hvort samþykkja þeir IceSave samninginn með þeim öllum fyrirvörum sem Alþingi setti, eða þeir fella samninginn sem táknar að við byrjum allan ferilinn upp á nýtt.  Það er mikilvægt að þeir skilji fullkomlega að við höfum þegar teygt okkur eins langt og við mögulega gátum.  Ef þeir vilja gera breytingar á samningnum, þá eru fjöldamörg atriði og mistök í samningnum sem við munum krefjast að breytt verði einnig.  Þessu verður að koma á framfæri mjög skýrt opinberlega, þannig að allir skilja hver raunverulega staðan er.

 


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna, ekki gleyma að þitt hlutverk er að vernda hagsmuni OKKAR, ekki Breta og Hollendinga!

Ég var að lesa yfir ræðuna þína, sem inniheldur ýmsa góða punkta, en þú virðist enn ekki skilja fullkomlega hvert hlutverk þitt er í samninga-viðræðunum við Breta og Hollendinga. 

    Ávarp:  Sókn til betra samfélags

Það er EKKI þitt hlutverk að reyna að sannfæra þjóðina um að við verðum bara að samþykkja IceSave samninginn, heldur sannfæra Breta og Hollendinga að ef þeir vilji fá eitthvað borgað, þá verði þeir að taka fullt tillit til okkar sérstöku aðstæðna og samþykkja breytingar á samningnum.  Það skiptir ekki máli hve lengi þetta tekur, það verður að semja um IceSave þannig að hann er ásættanlegur fyrir okkur og meirihluti Alþingis geti samþykkt ábyrgðina.

Ég hef hérna á blogg-inu (ásamt mörgum öðrum) hef bent ítrekað á marga hluti sem fór úrskeiðis í samningagerðinni.  Sjá til dæmis:

    Hvernig tókst okkur að semja svona illilega af okkur?

Það þjónar engum tilgangi að endurtaka í sífellu að við gátum ekki fengið betri niðurstöðu í samningunum.  Samningstaða okkar er bara slæm ef við gefum okkur að við verðum að klára samningana sem fyrst á þeirra forsendum.  Hérna í þessari færslu fjalla ég um hvernig við getum nýtt núverandi stöðu til að ná betri samningum:

    Var upprunalegi IceSave samningurinn kannski bara tær snilld?

Ég hef einnig ítrekað bent á hve nauðsynlegt væri að koma okkar málstað á framfæri erlendis.  Þó það væri gott fyrsta skref, þá er alls ekki nóg að skrifa eina grein í Financial Times.  Það verður að kynna okkar málstað stanslaust bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.  Sem dæmi um þau atriði sem við þurfum að koma fram, sjá til dæmis listann sem ég birti í þessari færslu:

    63 manna samninganefnd að semja við sjálfa sig!

Hérna er önnur uppástunga um mögulega lausn á núverandi pattstöðu:

    Gerum hrossakaup á IceSave: Lægri vexti gegn lengri greiðslutíma!

Hérna er svar við grein sem Hollendingur skrifaði í Fréttablaðið, sem rakti helstu atriði sem þeir hafa sett út á varðandi fyrirvarana:

    Mitt svar til Hollendingsins Thijs Peters á fyrirvörunum við IceSave (á ensku)

Og svona í lokin, endilega kenna líka Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra hvernig eigi að reikna út vaxtagreiðslur af lánum.  Í Morgunblaðs-grein sem hann skrifaði í sumar hélt hann því fram að vextirnir af IceSave mundu verða 1 milljarður evra sem er einfaldlega rangt út reiknað!  Rétt upphæð er 2 milljarðar evra eins og ég sýni hér fram á:

    Gerði Gylfi reiknisvillu upp á 1 milljarð evra (180 milljarða króna)?

Eins og kemur fram í ræðunni þinni þá verður það bæði erfitt og torsótt að ná fram lyktum í þessu máli sem er ásættanlegt fyrir okkur.  Það voru einfaldlega mistök að gera ráð fyrir einhverju öðru.  Ef þú vinnur að málinu á réttan hátt eru samt miklir möguleikar að raunveruleg "góð" niðurstaða næst á endanum. 


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mitt svar til Hollendingsins Thijs Peters á fyrirvörunum við IceSave (á ensku)

The editor of the Dutch news web site www.z24.nl, Thijs Peters, wrote an interesting article today in Fréttablaðið where he described the main reasons why the Dutch are not so happy with the cut-off date of 2024 for the IceSave guarantee.  Although the article was actually published in Icelandic, I am assuming it was translated for him, so I am writing the response here in English, just in case he finds this blog and is interested in reading my response. 

For reference, here is a link to the original article in Fréttablaðið:

      http://www.visir.is/article/20090925/SKODANIR/885482803

First it should be mentioned that the basic underlying facts that Thijs states in his article are more or less correct: An agreement was made and signed with government of Iceland, then Alþingi refused to accept the agreement unchanged and passed the laws with several amendments.  These amendments did not change the original terms of the IceSave guarantee loan, but basically put instead a limit on the guarantee amount that Iceland would have to pay out based on future growth of the GDP.  Most of the amendments are acceptable to the Dutch, but the main sticking point seems to be at the end of the loan term 2024.  If the full loan amount with interest has not been paid by 2024, the countries will have take up negotiations again how any remaining amounts should be handled.

Now, for the points where I disagree with Thijs Peters:

1.  Thijs states that it was not a surprise, that Alþingi would want to make changes to the agreement, due to the severe recession it is currently going through. Just that the Dutch are unhappy how the changes were made unilaterally by Alþingi after the agreement in kind of take it or leave it fashion. 

Well, the reason for this unilateral action was very simple, Alþingi was not allowed to see the agreement until after it had been signed.  This was originally demanded by the British and Dutch negotiators and the agreements were actually supposed to be kept secret.  The intention was apparently to have the Alþingi accept the guarantee without making the agreements public.  Here is an email from one of the Dutch negotiators that was published on the popular Lára Hanna´s blog:

     http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/900581/

"If the suggestion of G [british negotiator suggesting to allow MP´s to view the agreement in closed room only] works, then I have no objection to it.  My slight worry of making everything public, is that this may cause a lot of outside-comment that will make the discussion even more complicated.  If however you really feel that your only possibility lies in making the arrangements public, I would be ready to consider that.  What should be clear is that we cannot renegotiate."

It is now clear that it was a very bad idea to try to keep the agreements secret from Alþingi and the public.  The Dutch negotiator actually ended up being correct.  When the agreements were finally made public it did cause a lot of outside comments, with good reason as it turned out. As Alþingi was not a direct party to the negotiations, in the end it was left with only three options, either accept the agreement completely as written (which soon became clear was not possible), reject them outright, or make changes to the guarantees through the amendments.

2.  Thijs and the Dutch are happy with the original IceSave agreement and think its very fair.

Unfortunately, there are a lot of people here in Iceland that are equally unhappy with it.  Here is a quick list of the main problem areas that have been raised in Iceland:

  • Full payment of the guarantee amount, irrespective of how much funds will be actually reclaimed from Landsbanki.
  • Unrevokable and absolute responsibility of Iceland to pay the full guarantee amount, without the dispute first being resolved in front of an independent international court.
  • Full payment of 5.55% interest from the beginning of 2009, even though interest payments are not recoverable from the Landsbanki bankruptcy proceedings.
  • Full waiving of all legal rights and any legal defences by Iceland if any disputes arise regarding the agreement.
  • Equal rate of payments to the Dutch and British deposit insurance funds from Landsbanki proceedings for deposits over 20K Euros, even though this is not correct according to Icelandic bankruptcy laws.
  • Large number of possible termination events, which would make it possible to recall the full loan and start seizing Icelandic assets, even though Iceland is still current with IceSave payments.
  • Full secrecy of the original agreement and the settlement terms (did not work).
  • Full waiving of the sovereign rights of Iceland.

Many of these problems were not fully addressed with the amendments, but they certainly would be raised if the IceSave agreement terms would be renegotiated.

3. Thijs states that it is quite likely that there will be enough GDP growth during the period, for the loan to be fully paid by 2024. 

I respectfully disagree.  Iceland suffered a major body blow to its economy during the crash last year.  All the banks, including the central bank had to be refinanced.  Many companies in Iceland have massive debt that has close to doubled during last year, as they are either indexed to foreign currencies or inflation.  Many people lost most of their savings in the market crash and have also mortgages and other loans that have increased greatly.  There is also now large unemployment which did not exist before.  The government which was running surplus before, is taking on a lot of debt (other than IceSave) and is now running massive deficits which will last for years.

4.  Thijs states that it is unfair to other poorer countries that Iceland is not willing to pay its debts.

Its important to remember, that Iceland is only agreeing to this loan guarantee because the previous government was pressured to accept it by the EU and the IMF, without allowing the dispute to be settled first by independent international court.  Unlike other countries that make the decision themselves to take a loan, typicially for some good reason, Iceland will get absolutely no economic benefit from this loan.  Instead, it will have to pay for the loan guarantee from its own battered economy that is now much poorer than it was before the crash.

5. Thijs also says, that the Dutch government has shown lot of willingness to change the original loan agreement, so it will lessen the economic hardship for Iceland. If Iceland needs longer time to pay, then that would be fine, but Iceland will always have to pay the full loan amount with interest.

Except for lowering the MoU interest rate from 6.7% to 5.55% and lengthening the loan term from 10 years to 15 years, I have seen no signs of the Dutch government offering any significant changes to the loan agreement. It is not enough to offer longer payment period if the interest payments are so high, Iceland will never be able to catch up. The only real way to solve the problem will probably be to lower the interest rate enough, so the tiny Icelandic economy can actually bear it.

6. Thijs says that the British and Dutch public is also suffering and will have to pay large amounts due their own bank failures.

If the Icelandic economy does not recover it will be impossible for Iceland to pay the interest payments, let alone the principal amount.  Assuming that the current estimated recovery rate of Landsbanki will be 75% for priority claimants is correct, the actual loan guarantee payments plus interest for both loans will be around 3 Billion Euros or about 10000 Euros per person in Iceland (see my last blog entry for the payment calculation).  Somehow I doubt that the Dutch tax-payers will have to pay anything close to 165 Billion Euros for their bank failures, which would be the corresponding amount for them.  Note also this amount is in foreign currency, not Icelandic kronas which are not worth very much anymore.

7. Finally Thijs says that it is simply too early to agree now to any reduction in payments, and we will just have to trust that the agreeable solution for Iceland will be found later if needed.

The purpose of the amendments by Alþingi are to protect the sovereign rights of Iceland, and make sure we will not be end up in a situation where we will not be able to pay our debts. Thijs wants us to leave it up to other countries to decide among themselves if Iceland suffers a sovereign default and how much it should pay. This was simply not acceptable to Alþingi.

How the original agreement was rejected, and the amendments were added, may all sound very unfair to Thijs and the Dutch, but this is unfortunately the situation as it is.  Hopefully everyone now realises, that any changes to the original agreement or the amendments will have to be accepted by Alþingi, as it is the only governing body in Iceland that is allowed to accept any loan guarantees on behalf of the country, according to the Icelandic constitution.

The people of Iceland, which are already suffering greatly, are getting very tired of being pushed around and told they will have to pay for IceSave also.  They certainly had nothing to do with running the banks, which were private companies with large part of their operations outside the country.  The Icelandic people are willing to do their fair share, but the amounts involved here are just too staggering for such a small country.  Accepting the IceSave agreement, without the amendments, would have meant putting everyone into debt for generations, with no way out.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband