Loksins, loksins, er Jóhanna farin að skýra út okkar málstað erlendis!

Mjög jákvætt að sjá loksins viðtal við Jóhönnu í erlendum fjölmiðli.  Við höfum einfaldlega enga möguleika á að ná viðunandi niðurstöðu í þessu máli ef við skýrum ekki út okkar málstað opinberlega.

En betur má ef duga skal.  Almenningur erlendis les því miður ekki reglulega Financial Times og Bloomberg News.  Eins og komið hefur hér fram áður, til dæmis þessari blogg-færslu, þá verðum við að fara í viðtöl reglulega í mörgum erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.  Og ekki bara Jóhanna, heldur einnig aðrir ráðherrar í ríkisstjórninni auk þingmanna, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu.  Sérstaklega væri gott að sjá viðtöl við þá þingmenn sem stóðu að baki samningu fyrirvarana til að skýra út af hverju þeir voru nauðsynlegir til að Alþingi gæti samþykkt samninginn.

Við verðum að fá almenningsálitið í þessum löndum á okkar band, sem mundi mynda þrýsting stjórnir viðkomandi landa.  Það dugar einfaldlega ekki að ræða aðeins við embættismenn og samninganefndir þeirra í "trúnaði" þar sem þeir hafa yfirhöndina.

Bretar og Hollendingar hafa bara tvo raunverulega kosti í stöðunni.  Annað hvort samþykkja þeir IceSave samninginn með þeim öllum fyrirvörum sem Alþingi setti, eða þeir fella samninginn sem táknar að við byrjum allan ferilinn upp á nýtt.  Það er mikilvægt að þeir skilji fullkomlega að við höfum þegar teygt okkur eins langt og við mögulega gátum.  Ef þeir vilja gera breytingar á samningnum, þá eru fjöldamörg atriði og mistök í samningnum sem við munum krefjast að breytt verði einnig.  Þessu verður að koma á framfæri mjög skýrt opinberlega, þannig að allir skilja hver raunverulega staðan er.

 


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband