63 manna samninganefnd að semja við sjálfa sig!

Það er mikilvægt að muna að þar sem frumvarpið var núna loksins samþykkt með fyrirvörum, þá er það algjörlega í höndum Breta og Hollendinga hvort þeir samþykkja þessa ríkisábyrgð.  Málinu verður tvímælalaust ekki lokið fyrr en eftir að þeir annaðhvort samþykkja fyrirvarana eða samið verður við þá upp á nýtt (allur hringurinn endurtekinn).

Eins og ég hef lýst hér áður, þá verður mjög mikilvægt, er hvernig kynningin á okkar málstað verður haldið fram erlendis.  Strax í dag verður þetta stórfrétt sem mun fara út um allan heim.  Við munum hafa í mesta lagi nokkra daga til að koma því á framfæri erlendis af hverju þessir fyrirvarar voru nauðsynlegir áður en Bretarnir og Hollendingarnir byrja að birta sínar skoðanir út frá þeirra eigin hagsmunum (sem fara alls ekkert endilega ekki saman við okkar).  Við þurfum að vera viðbúin þessu fyrirfram og svara um leið í erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.

Til dæmis væri góð hugmynd að skrifa bréf Evu-style, sem þingmenn úr öllum flokkum mundu skrifa undir og senda síðan beint til erlendra fjölmiðla.  Síðan þarf að velja nokkra þingmenn sem mundu bjóðast til að fara í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar.  Aðalmálið er að koma okkar málstað á framfæri eins fljótt og auðið er, áður en það er of seint.

Hérna eru nokkrar hugmyndir um hvað við þurfum að láta koma fram erlendis:

1. Ísland með þessu frumvarpi er tilbúið að tryggja lágmarksgreiðsluna 21K Evrur sem tiltekin er í EEA tilskipuninni.  Fyrirvararnir voru nauðsynlegir, þar sem upprunalegi samningurinn sem var undirritaður í Júní kvað á um greiðslur YFIR þessum 21K Evrum.

2. Upprunalegi samningurinn var gerður upphaflega í leynd.  Þetta voru greinileg mistök, þar sem Alþingi og almenningur á Íslandi gat þannig ekki séð samninginn þar til eftir að skrifað hafði verið undir hann.  Það var aðeins eftir að samningurinn hafði verið birtur og greindur af ýmsum óháðum sérfræðingum (og bloggheiminum), að villurnar og mistökin í honum komu upp á yfirborðið.

3. Bresku og Hollensku samninganefndirnar notuðu þeirra sterku samningsaðstöðu til að ná fram mjög óréttlátum samningi fyrir Ísland.  Fyrirvararnir eru nauðsynlegir til að leiðrétta sum af þessum ákvæðum.

4. Það er mikilvægt að ákvæði lokasamningsins, eru ekki svo erfið, að þau geti leitt til þjóðargjaldþrots.  Ákvæðin um að heildargreiðslur fari ekki fram úr 4%/2% af VEXTI þjóðarframleiðslu á þessum árum eru nauðsynleg til að tryggja þetta.

5. Alþingi Íslendinga, sem er lýðræðislega kosin af Íslensku þjóðinni, fer með lokavald (ásamt forsetanum) samkvæmt stjórnarskránni um hvað ábyrgðir Ísland getur tekið á sig, ekki einstakir stjórnmálamenn eða ríkisstjórnin sjálf.

 

 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já . þeir eru heitir stólarnir á þinginu .

Af hverju losnum við ekki við einhverja af þessum " ómögum " , þegar íslendingum er að fækka .Ég vildi geta flutt úr landi og GLEYMT því ( skerinu ).

SKÖMM !

Kristín (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:16

2 identicon

Bjarni ég á mjög erfitt með að sjá að eitthvað breytist nú í aðgerðum ríkisstjórnarinnar. Þeir hafa ekkert gert í PR málum hingað til. Það virðist vera stefna okkar að slökkva elda en ekki fyrirbyggja að það muni kvikna í.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 10:57

3 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Þórður, ég mundi nú orða það þannig að þeir hafi aðeins byrjað.  Jóhanna skrifaði greinina sem birt var í Financial Times fyrir um það bil tveimur vikum, sem var nokkuð góð, en þarf að gera miklu meira, sérstaklega með viðtölum við erlendar sjónvarpsstöðvar og greinaskrifum.  ´

Ég mundi einnig leggja til að þeir þingmenn, jafnvel í stjórnarandstöðunni, sem stóðu einna mest að koma fyrirvörunum inn (sem breyttu mjög slæmum samningi, í eitthvað sem við getum mögulega lifað við), taki að sér koma fram erlendis og skýra út okkar málstað á meðan tími gefst ennþá til. 

Aðalmálið er að þessu máli er alls ekki lokið, og núna er ekki rétti tíminn fyrir alþingismenn að fara í sumarfrí (jafnvel þó þeir eigi það nú kannski skilið).

Bjarni Kristjánsson, 29.8.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband