Nei Steingrímur, þess vegna VERÐUM við að semja aftur við Breta og Hollendinga!

Það þýðir ekkert að stinga höfðinu í sandinn og tönnlast alltaf á sama hlutnum.  Þessi samningur er tapað spil og verður ekki samþykktur. Það er því núna ákveðið tækifæri til að semja upp á nýtt, ef við erum nógu kjörkuð til að láta reyna á það. 

Ég skrifaði nýlega nokkuð langa færslu, þar sem ég stakk upp á raunverulegum lausnum, sem má taka upp við Breta og Hollendinga:

Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!

Ég bætti síðan við annari mjög ítarlegri færslu, þar sem ég skýrði út okkar málstað á ensku og lagði upp nokkrar lausnir, sem auðvelt er að sannfæra erlenda aðila um, og mætti mögulega ná með frekari lítilli fyrirhöfn:

The Icesave Paradox: How can Iceland be against the current Icesave agreement, and still be absolutely committed to fulfill all its obligations?

Þessar lausnir byggði ég á margra mánaða rökræðum sem ég tekið mikinn þátt í, við erlenda aðila á Icenews.is vefsíðunni. Þetta eru raunverulegar lausnir, sem ég veit út frá þessari sérstöku reynslu, að virka gagnvart aðilum sem halda málstað Breta og Hollendinga stíft fram!

Eina sem þarf er jákvætt hugarfar og raunverulegan vilja til að leysa málið!

mbl.is „Ekki einhliða innanríkismál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Kvað er að nú er mál að linni.

Sigurður Haraldsson, 11.1.2010 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband