Vextirnir af Icesave eru 110 milljónir hvern einasta dag!

Á sama tíma og Icesave skuldbindingin fyrir íslenska skattgreiðendur eykst um 110 milljónir hvern einasta dag vegna álagðra vaxta, þá er verið að kvarta yfir einum "litlum" 25 milljón króna lögfræðireikningi.  Þetta er alveg ótrúleg skammsýni.

Það er ekki mjög flókið mál að reikna út daglegu vextina af Icesave:

    Heildarlánsupphæð:4000 milljónir evra
    Gengi evru: 180 krónur
    Lánsupphæð í krónum:720 milljarðar króna
    Icesave vextir:5.55%
    Vextir á ári:40 milljarðar króna
    Vextir á dag:110 milljónir króna

Til samanburðar má geta að ef vaxtaprósentan sem samið var um hefði verið aðeins örlitlu lægri, 5.54% í stað 5.55%, þá við það eitt mundu sparast yfir 70 milljónir á ári í vexti.  Ef vaxtaprósentan væri lækkuð um eitt prósent niður í 4.55% mundu sparast yfir 7 milljarðar á ári.  Þetta sýnir glögglega hversu gífurlegu máli vextirnir gegna.

Þegar þetta er skrifað (9. feb 2010) eru 405 dagar síðan byrjað var að reikna vexti af Icesave lánunum, sem táknar að nú þegar hafa bæst við yfir 44 milljarðar við skuldbindingar Íslands.  Þessir vextir munu halda áfram að leggjast á að fullu hvern einasta dag þar til skilanefnd Landsbankans byrjar að greiða út til kröfuhafa, sem verður (vonandi) einhvern tíman á næsta ári.

Heildarvextirnir yfir allt lánstímabilið verða nær örugglega einhvers staðar á bilinu 1.5B til 2.5B evra (270 til 450 milljarðar) eftir því hve hratt endurheimturnar úr gamla Landsbankanum koma inn og hvenær skilanefndin byrjar að greiða út.  Miðað við nýjustu upplýsingar sem komu frá skilanefndinni í desember, má búast við að vextirnir verði frekar í hærri kantinum á þessu bili.

Ef farið verður í þriðju umferð samningaviðræðnana, þá er lækkun á vaxtabyrðinni það sem mun skipta mestu máli fyrir Ísland.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég held það þurfi að fara að gera eitthvað róttækt í máum íslenskrar alþýðu.

Sjá boggið mitt: http://isleifur.blog.is/blog/isleifur/entry/1017013

Ísleifur Gíslason, 10.2.2010 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband