Hver reiknaði Icesave greiðslurnar rétt út: Jón Daníelsson vs. Vilhjálmur Þorsteins?

Það eru búnar að vera þó nokkrar umræður hérna á netinu hvaða vextir og greiðslur eru af Icesave lánunu.  Sýnist sitt hverjum og mikið reiknað.

Nýlega skrifaði Jón Daníelsson grein í Morgunblaðinu, "Áhættunni af Icesave verður ekki eytt eftir á", þar sem hann kom með nýja útreikninga á vöxtunum og greiðslubyrði ríkissjóðs.  Niðurstaðan hjá honum var að heildarkostnaður ríkissjóðs mundi verða nálægt 507 milljarðar króna, eða að meðaltali 63 milljarðar á ári milli 2016-2024. 

Það sem var samt athyglisverðast við greinina var að mínu áliti var ekki endilega niðurstaðan sjálf, heldur skjal sem hann vísaði í frá vefsíðu Alþingis, þar sem gefið var upp áætlað "cash-flow" frá Landsbankanum (LBI) til kröfuhafa næstu árin:

http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=138&malnr=76&dbnr=842&nefnd=v

Þessar upplýsingar sem ég hafði ekki séð áður, eru mjög mikilvægar, þar sem tímasetning greiðslna frá LBI hafa gríðarlega mikil áhrif á hve mikið ríkissjóður þarf að greiða í vexti af Icesave-láninu.  Í mínum fyrri útreikningum, t.d. hér og hér, hafði ég gert ráð fyrir jöfnum greiðslum frá LBI á tímabilinu 2009-2016.  Þetta var náttúrlega alltaf vitað að þetta væri frekar ónákvæm forsenda, en á þeim tíma var því miður ekki aðrar upplýsingar að finna. 

Ennfremur kemur fram í skýrslu skilanefndar Landsbankans að engar greiðslur verði ynntar af hendi, fyrr en öllum deiluefnum og mögulegum málsóknum er lokið (bls. 59):

http://www.lbi.is/Uploads/document/LBI_report_on_moratorium_021209.pdf

Jón gerir því ráð fyrir í sínum útreikningum, að fyrstu greiðslurnar verðiþví ekki ynntar af hendi fyrr en 2011, sem líklega verður að teljaströkrétt.  Þetta er ekki góðar fréttir fyrir okkur, þar sem á meðan beðið er eftir greiðslunum frá LBI, reiknast fullir vextir á allri Icesave skuldinni. 

Vilhjálmur Þorsteinsson, sem fjallar oft um skuldabyrði Íslands og Icesave lánið, birti síðan á föstudaginn blogg-færslu, þar sem hann fjallaði um "Erlendar skuldir - stóra myndin".  Þar var sýnt flott graf af afborgunum og vöxtum á öllum erlendum lánum Íslands alveg til 2023. 

Tölurnar á bak við voru því miður ekki gefnar upp, en ef grafið er skoðað nákvæmlega má sjá að greiðslurnar fyrir Icesave eru að meðaltali eitthvað nálægt 36 milljarðar á ári, eða samtals 290 milljarðar fyrir öll greiðslu árin (2016-2024).

Í gær birti Vilhjálmur síðan aðra blogg-færslu, "Um útreikninga Jóns Daníelssonar á Icesave", þar sem hann gerir ýmsar athugasemdir á útreikningum Jóns. Samt þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar, er alls ekki augljóst af hverju það munar svona miklu á milli þeirra.

Því má spyrja, hvernig má það vera að það skakkar svona ótrúlega miklu á milli þeirra tveggja, þar sem Jón fær nær tvöfalt hærri greiðslur heldur en Vilhjálmur?  Báðir kunna nú náttúrulega vel að reikna út vaxtagreiðslur af lánum (ekki eins viss um Gylfa Magnússon), þannig að þessi munur hlýtur því að koma einhvers annars staðar frá. Liggur þá beint við að skoða hvaða forsendur þeir gefa sér í útreikningunum.  Vilhjálmur gefur upp í sinni færslu að hann noti fast verðlag og gengi, 88% endurheimtur, enga núvirðingu, og raunvexti 4.0% (1.5% evru verðbólga). Jón notar að mestu leiti sömu grunnforsendur, en hann miðar við 5.55% nafnvexti, og að krafa TIF til LBI sé alltaf föst upphæð í krónum miðað við íslensk gjaldþrotalög.  

Til að kanna betur hvernig þeir fengu hver út sínar niðurstöður, uppfærði ég reiknilíkanið mitt, sem ég nota mikið við minar greiningar, út frá nýjustu forsendum sem eru til reyðu í dag:

  1. Bresku og hollensku lánin eru samtals 3.964 milljarða evra miðað við gengi punds 1.119 evrur
  2. Vextirnir eru 5.55% reiknaðir af höfuðstólnum frá 1. janúar 2009
  3. Endurheimtur úr Landsbankanum eru 88% af Icesave innistæðum, samtals 1164 milljarðar
  4. Engar greiðslur eru framkvæmdar frá þrotabúi Landsbankans þar til 2011 vegna lögsókna
  5. TIF fær í sinn hlut 51% af endurheimtunum á tímabilinu 2011-2020, samtals 594 milljarðar
  6. Vextirnir eru reiknaðir eftir tveimur mismunandi aðferðum, eftir því hvort þær eru fyrir eða eftir júní 2016
  7. Júní 2016 tekur ríkistryggingin við á eftirstöðvunum auk áunnina vaxta
  8. Á tímabilinu frá júní 2016 til 2024 eru 32 ársfjórðungslegar greiðslur
  9. Hver greiðsla er jöfn upphæð reiknuð út frá eftirstöðvum og vöxtum 2016
  10. Auk þess þarf að greiða jafnóðum vexti á eftirstöðvum fyrir hvern ársfjórðung eftir júní 2016

Þessar forsendur eru allar samkvæmt upprunalegu lánasamningunum, og nýjustu upplýsingum sem liggja nú fyrir frá skilanefnd Landsbankans.

Hérna er útreikningurinn fyrir vextina fram til júní 2016.  Fyrsta tímabilið er frá janúar 2009 til 5. júní 2009 þegar upprunalegi samningurinn var undirritaður.  Síðan eru sex tímabil, hvert eitt ár, frá júní 2009 til júní 2016. Þetta er gert svona til að auðvelda útreikning á vöxtunum, eins og þeir eru tilgreindir í samningnum.

ÁrHöfuðstóll
byrjun
LBI
greiðslur
Vextir
5.55%
Safnaðir
vextir
Höfuðstóll
plús vextir
20093964
0
93
93
4057
2009-103964
0
225319
4282
2010-113964
890
238556
3630
2011-123074
221
201
758
3611
2012-132853
516
200
958
3296
2013-142337
156
183
1141
3323
2014-152182
575
1841325
2932
2015-161606
188
163
14882906
Samtals1418
25451488

Eins og sést af þessari töflu þá verða eftirstöðvarnar á höfuðstólnum 1418 milljónir evra og samtals uppsafnaðir vextir 1488 milljónir evra.  Heildarskuldin verður samkvæmt þessu 2906 milljónir evra í júní 2016, þegar ríkisábyrgðin tekur við á Icesave láninu.

En það eru ekki aðeins reiknaðir vextir af láninu fyrstu 7 árin, heldur einnig næstu 8 árin allt til 2024.  Ef við leggjum útreikninginn hér að ofan til grundvallar, þá tekur ríkistryggingin yfir 2906 milljónir evra (höfuðstóll 1418 plús 1488 uppsafnaðir vextir) í júní 2016, sem greiða þarf upp ásamt vöxtum næstu 8 árin með 32 ársfjórðungsgreiðslum.  Hérna er útreikningarnir fyrir tímabilið 2016-2024:

ÁrHöfuðstóll
byrjun
LBI
greiðslur
Ríkissjóður
greiðslur
Vextir
5.55%
Ríkissjóður
samtals
201629069488
79
167
20172725
188
175
144
319
20182361
188
175
124
299
20191998
188
175
103
279
20201635
94
269
83
352
20211272
0
363
63
426
2022908
0
363
43
406
2023545
0
363
23
386
2024182
0
182
4
185
Samtals0753
21546652819

Hérna fáum við út heildargreiðslur ríkissjóðs 2819 milljónir evra, þar af 665 milljónir evra í vexti fyrir tímabilið 2016 til 2024.  Heildarvextirnir fyrir allt tímabilið 2009-2024 eru 2154 milljónir evra (1488 + 665), á meðan greiðslurnar af láninu sjálfu eru aðeins 665 milljónir evra (2819 - 2154).

Hérna er sami útreikningurinn, þar sem allar upphæðirnar hafa verið færðar yfir í íslenskar krónur á evru-genginu 180.

ÁrHöfuðstóll
byrjun
LBI
greiðslur
Vextir
5.55%
Safnaðir
vextir
Höfuðstóll
plús vextir
2009713
0
17
17
730
2009-10713
0
41
57
771
2010-11713
160
43
100
653
2011-12553
40
36
136
650
2012-13514
93
36
172
593
2013-14421
28
33
205598
2014-15393
104
33
239
528
2015-16289
34
29
268
523
Samtals255
458
268

Samkvæmt þessu, þá verða eftirstöðvarnar á höfuðstólnum 255milljarðar króna og samtals uppsafnaðir vextir 268 milljarðar. Heildarskuldin verður samkvæmt þessu 523 milljarðar í júní 2016, þegarríkisábyrgðin tekur við.

ÁrHöfuðstóll
byrjun
LBI
greiðslur
Ríkissjóður
greiðslur
Vextir
5.55%
Ríkissjóður
samtals
2016523
17
16
14
30
2017490
34
32
26
57
2018425
34
32
22
54
2019360
34
32
19
50
2020294
17
48
15
63
2021229
0
65
11
77
2022163
0
65
8
73
202398
0
65
4
69
202433
0
33
133
Samtals0135
388120507

Hér fáum við út heildargreiðslur ríkissjóðs507 milljarðar, þar af 120 milljarðar í vexti fyrir tímabilið 2016 til2024. Heildarvextirnir fyrir allt tímabilið 2009-2024 eru 388 milljarðar (268 + 120), á meðan greiðslurnar af Icesave láninu sjálfu eru aðeins 119 milljarðar króna (507 - 388).

Ég fæ því greinilega út nákvæmlega sömu niðurstöðu í mínum útreikningum, eins og Jón Daníelsson, eða 507 milljarðar. 

Af hverju var Vilhjálmur þá með aðra niðurstöðu?  Til að kanna hvaða áhrif vaxtaprósentan sem Vilhjálmur notaði hafði, uppfærði ég reiknilíkanið miðað við 4% raunvexti.  Við það minnkaði heildarkostnaður ríkissjóðs niður í 402 milljarða króna eða 50 milljarða að meðaltali fyrir hvert ár.  Það vantaði því ennþá 110 milljarða upp á. 

Ég prófaði síðan að breyta greiðslunum frá Landsbankanum, þannig að þær yrðu 7 jafnar greiðslur á tímabilinu 2010-2016, sem er sama aðferðin og ég notaði áður en "cash-flow" skjalið kom í leitirnar.  Þá fékk ég út heildarkostnað upp á 350 milljarða, þannig að enn vantaði 60 milljarða upp á.

Að lokum breytti ég prósentunni sem Vilhjálmur notar við að reikna út endurheimturnar. Samkvæmt skýrslu skilanefndarinnnar, þá er viðmiðunargengið sem kröfur eru metnar á miðað við 22. apríl 2009, þegar evran var 169.20 krónur.  Allar kröfur Landsbankans verður að gera upp í íslenskum krónum á því gengi samkvæmt ákvörðun skilanefndar, sem byggð er á íslenskum gjaldþrotalögum. Nú er gengið hins vegar 180 krónur, þannig að samkvæmt því fær TIF ekki lengur fullar 88% af kröfunni reiknað í evrum, heldur aðeins rúm 83% (Jón fjallar um þetta nánar í greininni sinni).   Eftir þessa leiðréttingu þá fékk ég loksins út nokkurn vegin sama heildarkostnaðinn og Vilhjálmur var með í grafinu sínu, 290 milljarða. 

Ég er á því að Jón Daníelsson hafi rétt fyrir sér, hvað varðar seinni atriðin tvö um endurgreiðslurnar frá Landsbankanum. Síðan, hvort reikna eigi með nafnvöxtum (5.55%) eða raunvöxtum (4.0%), má hins vegar deila um.

Niðurstaðan er samt sem áður, báðir reiknuðu Icesave greiðslurnar "rétt" út, en þeir gáfu sér einfaldlega mismunandi forsendur.  Lærdómurinn af þessu öllu saman er því, að forsendurnar skipta öllu máli þegar verið er að reikna út og meta stór mál eins og Icesave.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Takk fyrir þetta.

Hvernig sem á þetta er litið og hverjar svo sem endanlegar tölur verða er þó ljóst að þessi samningur er afar lélegur. Það sem upp úr stendur er að hagsmunum og réttarstöðu Íslands er enginn gaumur gefinn. Þessum samningi verður að hafna.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 25.1.2010 kl. 09:26

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir mjög fróðlegar upplýsingar Bjarni.

Það er gaman að sjá hlutlausa staðfestingu á mismuninn á vinnubrögðum Jóns og Vilhjálms.  En það var hægt að nálgast dæmið út frá mannlegu eðli og hagsmunum.

Segjum að Vilhjálmur og flokkur hans væri á móti ICEsave og íhaldið og framsókn í stjórn.  Og þeir hefðu báðir reiknað út, Jón og Vilhjálmur.

Þá hefði Jón ennþá fengið út sína 507 milljarða, hann er jú fræðimaður.  Og Vilhjálmur hefði hugsanlega líka fengið tölu út á bilinu 500-550 milljarða, en líklegra þó er að hann hefði fundið sér forsendu til að koma henni yfir 600 milljarða, jafnvel 700 milljarða.

Í svona deilu verður alltaf að skoða hvað rekur menn áfram.  Þess vegna er reynt að vitna í fræðimenn, en þeir verða að vera ótengdir deiluaðilum.  Á Íslandi eru þeir vandfundnir, en hvað rekur erlenda fræðimenn, til dæmis breska og hollenska til að fullyrða að þjóðin ráði ekki við ICEsave skuldirnar, ofaná það sem fyrir er?????  Hvað fær þá til að segja að krafa breta og Hollendinga byggist ekki á Evrópulöggjöf????

Í flóknum heimi þurfa menn að sjá samhengi hlutanna áður en þeir draga ályktanir af fyrirliggjandi upplýsingum.  En þá yrði kannski lítil eftirspurn eftir spunakörlum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.1.2010 kl. 09:47

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Góð færsla, Bjarni.  Samkvæmt því sem Huginn Þorsteinsson sagði í Silfri Egils í gær, þá kemur í hlut Íslendinga að greiða um 60% af 1.300 milljörðum og allt sem ekki endurgreiðist af Landsbankanum greiðist af ríkissjóði.  Skyldutryggingin er um 2,35 milljarðar punda og 1,3 milljarðar evra eða um 704 milljarðar króna.  Bretar borga 2,25 milljarða punda og Hollendingar um 300 milljónir evra eða um 504 milljarðar króna.  Eftir standa því um 90 milljarðar sem samkvæmt Hugin falla á íslenska skattgreiðendur.  Þessa tölu vantar inn í útreikningana.

Ég hef aldrei geta skilið hvers vegna við fáum ekki fyrst greitt inn á ábyrgð íslenska tryggingasjóðsins áður en komi að hinum að fá endurgreitt.  Ef það fyrirkomulag væri, þá væru vextirnir sem féllu á Íslandrúmlega 100 milljarðar og þá mætti greiða jafnóðum.  Ég hef heldur ekki skilið hvers vegna þessir 90 milljarðar eiga að falla á okkur, en ekki a.m.k. skiptast á milli aðila eða hreinlega vera kröfur sem ekki fæst greitt upp í.  (90 milljarðarnir eru vegna innistæðna sem tryggingagreiðslur Breta og Hollendinga náðu ekki til.)

Marinó G. Njálsson, 25.1.2010 kl. 11:04

4 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Takk fyrir góða greiningu.

Hvað vextina varðar þá gerir samningurinn ráð fyrir 5,5% föstum vöxtum á erlenda mynt. Það er því réttur útreikningur. Áætluð verðbólga og þar með ímyndaðir raunvextir í Hollandi, Bretlandi breytir ekki þeirri upphæð. Hinsvegar má velta fyrir sér upphæðinni í íslenskum krónum, sem að sjálfsögðu er háð gengisskráningu krónunnar.

Sigurbjörn Svavarsson, 25.1.2010 kl. 11:18

5 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Jón reiknar rétt, enda hlutlaus í málinu, en hinn aðilinn er "innmúraður Samspillingarmaður" og setur viljandi fram "blekkingar" til að afvega umræðurnar.  Svo notuðu spunameistar Samspillingarinnar þessar blekkjandi útreikninga í fréttum sínum til að sýna fram á lága skuldabirgði.  Samspillingin er stórhættulegur FL-okkur, þeir hafa í mínum huga verið í "RuslFlokk" frekar lengi og eru að reyna að koma samfélaginu niður í ruslflokk með glæpsamlega lélegri verkstjórn Jóhönnu & SteinFREÐS..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 25.1.2010 kl. 11:41

6 Smámynd: Jón Þór Helgason

Labbaðu í bankann þinn og biddu með lán með raunvöxtum.

það er ekki til, bara nafnvextir. Það er bara til raunvextir þegar menn eru að skoða vexti aftur í tímann þegar þú veist verðbólguna.

Jón Þór Helgason, 25.1.2010 kl. 11:51

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mjög áhugavert.

Gríðarlega áhættusamt dráttur á upphaf greiðsla úr eignasafni LB.

Er ekki alveg eins líklegt, að upphaf greiðsla dragist lengur en til 2011, í ljósi dómsmála?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.1.2010 kl. 12:34

8 identicon

Kærar þakkir fyrir útreikningana, 507 milljarðar þýða í mínum augum, að hvert mannsbarn á íslandi á að greiða uþb 10.000 kr. að meðaltali á mánuði í 14 ár, fyrir eitthvað sem ekki er einu sinni víst að okkur beri að greiða. 

Fanney Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 12:55

9 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Bjarni: Ég myndi gera eftirfarandi athugasemdir við útreikningana hjá þér:

Endurgreiðsluáætlun skilanefndar LBI sem þú byggir á er miðuð við gengi krónunnar á þeim degi þegar slitameðferð hófst, 22. apríl 2009.  Réttast er að miða höfuðstól skuldarinnar við sama gengi, þ.e. 674 milljarða en ekki 713 milljarða.  Svo geta menn fært niðurstöðutöluna í lokin yfir á það gengi sem menn kjósa, en útreikningarnir verða að fara fram á einu og sama genginu.

[TIF mun alltaf fá tiltekið hlutfall af endurheimtum upp í forgangskröfur.  Endurheimturnar eru ekki fastar í krónum, þær sveiflast með gengi (eigur búsins eru að verulegu leyti í gjaldeyri) en þó aldrei upp fyrir 100% heimtur.  Við erum hér að tala um 88% heimtur svo það kemur ekki til álita í þessu dæmi.  Það er sem sagt ekki krónuþak á endurheimtunum meðan þær eru undir 100%.]

Mér sýnist tímarammi þinn vera a.m.k. 6 mánuðum of seint.  Heimtur á almanaksári 2009 voru áætlaðir 97 milljarðar (á gengi apríl 2009), 2010 eru það 63 milljarðar, og 2011 er talan 40 milljarðar.  Við erum sammála um að þessar tölur safna vöxtum meðan þær eru geymdar á vegum slitastjórnar en verða ekki greiddar út fyrr en 2011 þegar dómsmálum lýkur.  Það þýðir að á almanaksárinu 2011 verða greiddir 200 milljarðar (plús vextir).

Þú ert einnig með rangan endurgreiðsluferil á skuldabréfi NBI til LBI.  Það bréf verður greitt á 5 árum, 2014-2018 að báðum meðtöldum.  Bréfið safnar vöxtum, fyrst LIBOR+175 og svo LIBOR+290 seinni 5 árin.  Það verður að taka þessar vaxtatekjur inn í myndina, þær eru ekki innifaldar í endurheimtuáætlun skilanefndar.

Þá ítreka ég að ef þú vilt fá út eina tölu á föstu verðlagi er réttara að miða við raunvexti, þ.e. draga frá erlendu verðbólguna miðað við fasta punktinn.

Svo væri líka unnt að gefa niðurstöðuna upp sem núvirta tölu, þ.e. þá upphæð sem þú þyrftir að taka frá í dag og leggja á vexti til að geta staðið skil á því sjóðflæði sem um ræðir.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 12:58

10 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Sælir Marinó,

Eins svo margir aðrir, þá "glossaði" Huginn algjörlega yfir vextina, sem eru og hafa alltaf verið stóra vandamálið.  Talaði bara um fasta langtíma vexti miðað við skammtímavexti.

Samkvæmt samningnum eins og hann er í dag munum við alltaf þurfa að greiða einhversstaðar á milli 1.5B til 2.5B evra í vexti.  Miðað við útreikningingana hér að ofan er vaxtaupphæðin núna metin 2.15B evra, sem er nokkuð hærri heldur en fyrri tölur sem birtar hafa verið. Þar vegur mest, seinkunin sem verður núna líklega á endurgreiðslum Landsbankans og óhagstæð gengisþróun krónu.

Upphaflega heildarskuldin er eitthvað í kring um 700 milljarða, og síðan tala menn um (þar með talið Huginn), um að við þurfum aðeins að greiða 10% af þeirri upphæð, vegna þess að við fáum svo hátt hlutfall (nýjasta mat 88%) endurgreitt frá Landsbankanum.  Jafnvel þó við eigum alls ekki raunverlega að greiða þessi 10% (samkvæmt Ragnar Hall), þá er það ekki stóra vandamálið.  Vextirnir, sem verða á bilinu 270 milljarðar til 450 milljarðar eru aðalmálið.

Þessa 90 milljarða sem þú nefnir kannast ég ekki við.  Samkvæmt samningnum við Breta og Hollendinga mun TIF fá 594 milljarða (51% ekki 60%) af heildar-endurheimtum Landsbankans, sem eru áætlaðir 1194 milljarðar miðað við 88% endurheimtu-hlutfall (af 1320 milljörðunum sem Huginn nefndi réttilega).

Ef Jón Daníelsson og skilanefndin hefur rétt fyrir sér varðandi íslensk gjaldþrotalög, þá mun TIF ekki getað fengið meira heldur en þessar 594 milljarða, jafnvel þótt gengi krónunnar lækki. Viðmiðunar-gengið þann 22. Apríl 2009, var 169.2 krónur.  Ef við reiknum út frá genginu í dag, þá mun TIF ekki lengur fá 88% (594 / 676), heldur bara 83% (594 / 713).  Á meðan verður lánið alltaf reiknað 4.0B í Evrum, óháð gengi krónunnar (nema ef GBP/EUR gengið breytist eitthvað).  Mismuninn á 4.0B evra og 594B ISK verður síðan það sem við munu alltaf þurfa að greiða, ásamt auðvitað vöxtunum margnefndu.

Bjarni Kristjánsson, 25.1.2010 kl. 13:03

11 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Sælir Vilhjálmur,

Hérna eru svör við fyrstu þremur punktunum þínum, restin kemur seinna í dag:

Endurgreiðsluáætlun skilanefndar LBI sem þú byggir á er miðuð við gengi krónunnar á þeim degi þegar slitameðferð hófst, 22. apríl 2009. 

Samkvæmt glærunni, þá kemur fram á henni að "Áætlað Cash-flow eftir myntum m.v. 30.09.2009", þannig að ég efast um að það sé rétt að miða við 22. April gengið. 

TIF mun alltaf fá tiltekið hlutfall af endurheimtum upp í forgangskröfur. Endurheimturnar eru ekki fastar í krónum, þær sveiflast með gengi (eigur búsins eru að verulegu leyti í gjaldeyri) 

Samtals endurheimtu-upphæðin 1164 milljarðar (88% af 1319ma.) er einnig birt með skýringunni "Áætlað verðmæti eigna 30.9.2009" í skýrslu skilanefndarinnar. Samkvæmt Icesave samningnum, eins og hann er skrifaður í dag (án Ragnar Hall), mun TIF alltaf á 51% af þessari endurheimtu-upphæð. Það er rétt hjá þér að ef gengið sveiflast, þá munu erlendu eignirnar í samræmi við það.  En þar sem vextirnir eru alltaf stærsti hlutinn sem TIF/Ríkissjóði ber að greiða þá er ég ekki viss um að það hjálpi mikið.  Það yrði gaman samt að gera næmnisgreiningu á því til að sjá hvað tölurnar eru raunverulega.

Mér sýnist tímarammi þinn vera a.m.k. 6 mánuðum of seint.  Heimtur á almanaksári 2009 voru áætlaðir 97 milljarðar (á gengi apríl 2009), 2010 eru það 63 milljarðar, og 2011 er talan 40 milljarðar. 

Það er náttúrulega spurning hvenær nákvæmlega þessar endurheimtur koma inn til Landsbankans, og hvenær síðan nákvæmlega þær verða greiddar út til kröfuhafa. Ég gerði stuttlega athugun á hvaða áhrif það hefði að færa allar greiðslurnar frá LBI fram um 6 mánuði, og fékk lækkun á heildargreiðslum, sem nam um það bil 125M evra (22ma. ISK). Vandamálið við þettaa nýja greiðsluflæði-"plan" frá Landsbankanum er hve mikið það seinkar stóru greiðslunum, miðað við það sem allar fyrri áætlanir gerðu ráð fyriir.

Bjarni Kristjánsson, 25.1.2010 kl. 13:51

12 Smámynd: Offari

Eigum við ekki bara að slá þessu máli í 7 ára frest, Skoða þá hvernig staðan lítur út og gera upp þrotabúið. Ef þá verða litlar upphæðir sem greinir á skiftir vart fyrir miklu hvort við borgum eða þeir.

Offari, 25.1.2010 kl. 13:55

13 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Takk nafni fyrir mjög skýra útreikninga, hvar ekki er leitað skjóls í hugsanlegum heimtum, heldur skoðað hvernig staðan er og reikna út frá þeim punkti, raunar eina punkrtinum, sem varkárir tölfræðingar nota.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.1.2010 kl. 14:42

14 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Það er kannski réttast að reikna bæði eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðli, og færa svo tölurnar yfir í krónur í lokin.  Þetta flakk milli mismunandi gengis ISK gerir heildarmyndina óskýrari.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 15:21

15 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Vilhjálmur,

Alveg sammála.  Ég oft fjallað um það hér hve mikilvægt er að gera alla Icesave útreikninga fyrst í erlendri mynt, þar sem lánin sjálf eru í pundum og evrum.  Ef reiknað er í krónum, er einfaldlega of margt sem getur farið úrskeiðis, og mun auðveldara að rugla með hluti, viljandi eða óviljandi.

Auk þess, um leið og gengið breytist, verða allir útreikningarnir þá um leið úreldir. Erlendu gengin eru einfaldlega mun stöðugri heldur en krónan, þó pundið eigi það reyndar til að fara á flakk öðru hverju.

Að sjálfsögðu, yrði síðan þá einnig að reikna allar eignir og útflutning/innflutning í erlendum gjaldeyri.

Bjarni Kristjánsson, 25.1.2010 kl. 16:08

16 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Vilhjálmur,

Hérna kemur restin af svörunum:

Þú ert einnig með rangan endurgreiðsluferil á skuldabréfi NBI til LBI.  Það bréf verður greitt á 5 árum, 2014-2018 að báðum meðtöldum.  Bréfið safnar vöxtum, fyrst LIBOR+175 og svo LIBOR+290 seinni 5 árin.  Það verður að taka þessar vaxtatekjur inn í myndina, þær eru ekki innifaldar í endurheimtuáætlun skilanefndar.

Því meira sem ég finn út um þetta NBI skuldabréf, því meira undrandi verð ég.  Þó þetta sé bókstaflega hálft Icesave (1.9B Evra), þá hefur varla verið minnst á það, hvorki í fréttum eða blogginu. 

  • Í fyrsta lagi, af hverju í ósköpunum er þetta lán í evrum, þegar nær allar eignirnar Landsbankans sem NBI tók yfir frá LBI voru upprunalega í íslenskum krónum?
  • Hvað skeður, ef það kemuir í ljós seinna að Landsbankinn ræður ekki við greiðslurnar? 
  • Ef það verður greiðslufall, þá þarf ríkisstjórnin að gera upp við sig hvort hún vilji dæla aukagjaldeyri í NBI, svo þeir geti borgað, akkúrat á þeim tíma sem við erum að fara að borga fyrir Icesave.
  • Ef við látum nýja NBI fara í þrot, þá mun það valda sjálfkrafa lækkun á endurgreiðslum til LBI, sem þá að minnsta kosti að hluta til lendir aftur á ríkissjóði í gegnum Icesave samninginn.
  • Samkvæmt síðustu skýrslu skilanefndarinnar, þá er líklegt að 340 milljarðar sé vægt mat, og hægt er að hækka skuldina sem nemur 90 milljörðum í viðbót.
  • Og rétt hjá þér, það vantar vaxtatekjurnar af láninu á matinu í endurheimturnar.  Það má búast við að þær verði á bilinu 10 til 15 milljarðar á ári.

Þá ítreka ég að ef þú vilt fá út eina tölu á föstu verðlagi er réttara að miða við raunvexti, þ.e. draga frá erlendu verðbólguna miðað við fasta punktinn.

Ástæðan fyrir því að ég geri alla útreikninga á föstu verðlagi, er:

  • íÍ fyrsta lagi að það er mun einfaldara að skýra það út, þar sem allar tölur er hægt að reikna beint
  • I öðru lagi að ekki þarf að meta hver verðbólgan er í framtíðinni, þannig að þar sem unnið er með raunverulegar greiðslutölur.
  • Í þriðja lagi er aðaltilgangurinn að komast að því hvort við ráðum við greiðslurnar í framtíðinni, ekki að meta virði þær eru í dag. 
  • Í fjórða lag, er þessi verðbólga erlend, og mögulega gæti haft frekar lítil áhrif hér á landi og kjör okkar í viðskiptum erlendis.

Náttúrulega þurfum við að vera viss um þegar eigna/tekjuhliðin er metin, að við notumst þá þar einnig við raunverulegar tölur og væntanlega hækkun á þeim vegna verðbólgu.

Svo væri líka unnt að gefa niðurstöðuna upp sem núvirta tölu, þ.e. þá upphæð sem þú þyrftir að taka frá í dag og leggja á vexti til að geta staðið skil á því sjóðflæði sem um ræðir. 

Ég er algjörlega á móti því að núvirða Icesave skuldbindingar, sérstaklega eins og sumir hafa verið að gera, með því að nota án nokkurs rökstuðnings 5.55% prósentuna sem er í samningnum.  Hefðu þeir notað 10% í staðin ef það hefði verið sú prósenta sem um samdist?

Eins og fram kom hér að ofan, tilgangurinn með þessum útreikningum, er ekki að meta núvirði skuldbindarinnar, heldur meta hvort við ráðum við þær raunverulegu greiðslur í framtíðinni sem samningurinn kveður á um (300-4200 milljónir evra á ári).  Náum við að auka útflutning okkar nógu mikið mælt í evrum (með verðbólgu), og haldið innflutningi niðri, þannig að við getum borgað þessa upphæð ásamt öllum hinum lánunum og vöxtunum af þeim?

Bjarni Kristjánsson, 25.1.2010 kl. 17:27

17 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég segi takk fyrir þennan pistil Bjarni og þessa greiningu og þessa útreikninga þína.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 25.1.2010 kl. 23:27

18 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir þessa vönduðu færslu!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.1.2010 kl. 00:08

19 Smámynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir þetta Bjarni, afar áhugavert að lesa þetta að viðbættum athugasemdum.

Fróðlegt væri að skoða hver áhrifin eru af því að senda allar þessar tekjur vegna útflutnings í framtíðinni, beint úr landi aftur. Mun það draga úr framleiðslu? Heilbrigðis- og menntaþjónustu?  Nýsköpun?

Það mun a.m.k. án nokkurs vafa draga verulega úr innlendri fjárfestingu, sem aftur hefur þau áhrif að það hægist verulega um í hagkerfinu, sem aftur hefur þá þau keðjuáhrif að enn erfiðara verður að standa við skuldbindingarnar.

Veistu til þess Bjarni að þetta hafi verið greint?

Baldvin Jónsson, 26.1.2010 kl. 11:47

20 Smámynd: Guðmundur Jónsson

"Lærdómurinn af þessu öllu saman"

ætti að vera sá að líkönin (ef þau eru rétt sem ég efast ekki um) eru góð tæki til að meta áhættuna og þessi líkön sýna svo ekki verður um villst að áhættan í ícesave samningnum er mikil.

Guðmundur Jónsson, 26.1.2010 kl. 13:40

21 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Baldvin:

Það er auðvitað miklu auðveldara að reikna út greiðslur af lánasamningi, heldur en að reyna að meta hvaða áhrif hann hefur á fjárfestingar, velferðakerfið, hagkerfið, keðjuáhrif, o.s.frv. Ég hef ekki séð neinar formlegar greiningar ennþá á þessu, en það gæti verið að einhverjir af hagfræðingunum okkar hafi þegar birt eitthvað.

Ég held að það sé enginn vafi að þegar niðurskurðurinn fer að koma að alvöru þá mun hann hafa mjög mikil neikvæð áhrif á allt hagkerfið.  Við erum aðeins rétt að byrja að kroppa í þetta núna með tiltölulega einföldum aðgerðum, eins og lokun sendiráða, lægri framlög í kvikmyndasjóði, fækkun þyrluáhafna, og fleira í þeim dúr, en þetta eru hreinir smámunir miðað við það sem mun þurfa að skera niður að lokum. 

Við erum þegar með halla upp á hundruði milljarða sem við verðum einhvern vegin að fylla upp í, á meðan við höfum mjög takmarkaðan aðgang að lánsfé.  Vilhjálmur hafði að því leiti rétt fyrir sér, að við horfum fram á gífurlegar upphæðir í erlendum lánum, sem við verðum einhvern vegin að greiða á næstu árum, sama hvernig fer með Icesave.

Þó ég hafi náttúrulega mínar skoðanir, þá virðist mitt hlutverk vera meira að sjá til þess að við séum allavega vinna með "réttar" tölur.

Bjarni Kristjánsson, 26.1.2010 kl. 20:10

22 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

@Vilhjálmur Þorsteinsson, 25.1.2010 kl. 12:58

"Þá ítreka ég að ef þú vilt fá út eina tölu á föstu verðlagi er réttara að miða við raunvexti, þ.e. draga frá erlendu verðbólguna miðað við fasta punktinn."

Er þá ekki rétt að gera ráð fyrir verðhjöðnun upp á 1.5% til að sjá ALLA mögulega sveifluna þ.e 4.05% til 7.05% raunvexti.

http://en.wikipedia.org/wiki/Deflation

Eggert Sigurbergsson, 26.1.2010 kl. 23:47

23 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarni, munum líka að hagkerfið sjálft hefur verið sært alvarlegu svöðusári:

  • 50% fyrirtækja, skv. fréttum rétt fyrir jól, hafa fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði - frysting/eða lækkun. En, hér er um sömu tilboð og almenningur hefur fengið.
  • 2/8 fyrirtækja voru sögð skv. þeirri frétt, í vandræðum - sem væntanlega þíðir að ofangreindar aðgerðir voru ekki nægar.
  • Þetta kemur heim og saman við, að skv. skýrslu AGS séu rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.
  • Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
  • Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.
  • Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.
  • Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.
  • Rétt fyrir helgi, kom fram hjá Samtökum Atvinnulífsins, að stefndi í að á árinu 2010 myndi verða minnst innlend fjárfesting frá því að landið varð Lýðveldi. Svona lagað, er kallað "depression".
  • Það ætti öllum að vera ljóst, að mikil aukning atvinnuleysis er á leiðinni - og að tímabundin lækkun á greiðslum sem mörg fyrirtæki og einstklingar fengu á síðasta ári, einungis frestar vandanum, seinkar þeim samdrætti er ekki varð á síðasta ári þangað til e-h aðeins seinna - en, ekki verður hann umflúinn. En,ekki er nokkur séns á öðru, en stór prósenta þessara 60% fyrirtækja muni á endanum rúlla. Við höfum val um, að taka þetta út á skömmum tíma eða á löngum - þá annaðhvort mjög djúpa kreppu í tiltölulega skemmri tíma, eða langvarandi stöðnun ala Japan.

 -------------------------------------------------

Þ.e. algerlega ljóst, að aðgerðir ríkisstjórnarinnar er veittur fyrirtækjum og öðrum, tímabundna lækkun greiðslubyrði, er ástæðan að samdráttur var nokkru minni í fyrra en hafði verið spáð.

Á hinn bóginn, hefur þetta nákvæmlega þá sömu galla, og þ.s. almenningur sér, þ.e. mismunur á afborgunum, er bara færður aftan á lánin. Þannig, að raungreisðlubyrði hækkar - en í svipinn er hún lægri.

Slíkar lausnir ganga bara til skamms tíma. Ef við ímyndum okkur, að ríkisstjórnin bregðist við með þeim hætti, að framlengja þetta gagnvart hvort tveggja almenningi og fyrirtækjum; þá sem sagt hækkar enn á bak við stífluna.

Á endanum, verður e-h að gefa sig. Þ.s. þá gefur sig, er tiltrú gagnvart getu ríkissjóðs til að standa undir innlendum skuldbindingum.

Ísland, er ekki að fá nein lán erlendis frá, þ.e. tiltrú gagnvart ríkissjóði, er þegar hrunin hvað erlend lán varðar. Þ.e. aðilar trúa ekki, að hann standi undir frekari lánum.

En, ef tiltrú hrynur einnig ganvart innlendum skuldbindingum, þá hrynur einnig innanlands kerfið og við tekur efnahagslegt upplausnar ástand ásamt óðaverðbólgu.

------------------------------------------------

Þ.s. þarf að gera, er að skera kerfið úr þeirri snöru sem þ.e. í. 

Þvert á þ.s. sagt er, eru bankarnir enn hrunbankar. Landsbanki fjármagnaður með lánsloforði á ríkissjóð, sem er einskis virði - næstum því. Hinir bankarnir, færðir til baka yfir til þrotabúanna - og nú hafa þeir enga formlega eigendur, og að sjálfsögðu enga, er skuldbinda sig til að tryggja þeim fjármagn. En, kröfuhafar er hafa kröfu til þeirra, fara ekki að skuldbinda sig, fyrr en formlega hefur verið gengið frá búi Landsbanka sáluga.

Því miður, sé ég enga undankomuleið, en að leyfa mjög stórri gjaldþrotahrynu af fara um þjóðfélagið.

Því, ég get með engu móti séð, að ríkissjóður hafi fjármagn, til að standa undir þeim gríðarlegu afskriftum, er þurfa að fara fram, svo hin fjölmörgu fyrirtæki, sem enn eru á gjaldþrots brúninni - lyfi.

Þess í stað, verði þau að deyja.

Þá kemur stór viðbótar bylgja af atvinnuleysi. En, eftir það - þá er bara eftir þ.s. mun lifa, og geta dagnað þaðan í frá.

----------------------------------

Þetta mun þó sennilega, krefjast þess að Ísland fari í þrot - því atvinnuleysi verður um 20% til 20% + .

Geta hagkerfisins, til að greiða af erlendum skuldbindingum, verður mjög - mjög lítil.

Þ.e. hið eiginlega vandamál.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.1.2010 kl. 23:55

24 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Einar Björn:

Þetta er einmitt spurning sem ég hef verið að velta nokkuð fyrir mér, ef við komumst kannski ekki hjá þjóðargjaldþroti, hvort yrði betra að fara í gegnum það núna 2011-13 eða seinna 2016-18?

Ef það tekst ekki að semja um Icesave, Norðlöndin neita í kjölfarið að aðstoða okkur, og endurfjármögnun á stóru lánunum klikkar, þá liggur nátturulega ljóst fyrir að það blasir við þjóðargjaldþrot 2011-13.  Við getum einfaldlega aldrei borgað 500-800 milljarða út í erlendum gjaldeyri á þremur árum.   Það verður aðeins gert með lánunum frá Norðurlöndunum.

Nú, ef það tekst að lokum að semja um Icesave, þá munum við fá lánin frá Norðurlöndunum, og all mun bara líta nokkuð vel út, þar til kemur að skuldadögunum 2016.  Þá sitjum við líklega ennþá uppi með AGS lánið (AGS samningurinn gerir ráð fyrir skammtíma láni með endurgreiðslu 2012-2013, en ég tel mjög ólíklegt að það takist), Norðurlandalánin, Orkufyrirtækin, nýja NBI-LBI skuldabréfið (mun fjalla meira um það seinna), og svo náttúrlega Icesave vextina. Samtals mun þetta gera eitthvað nálægt 8-9 milljarðar evra, eða um 1500 milljarða í erlendum lánum.  Ef við lendum í þjóðargjaldþroti 2016-18, þá getur útkoman líka mögulega orðið mun verri heldur en 2011-13, vegna þeirra þungu viðurlaga sem Icesave samningurinn kveður á um.

Það er rétt hjá Vilhjálmi að Icesave er ekki stærsta skuld Íslendinga og við höfum mörg önnur stór vandamál sem við verðum að leysa.  En það táknar samt ekki að við eigum að samþykkja hvaða Icesave samning sem er.  Það er lykilatriði að ná Ragnar Hall ákvæðinu inn og vöxtunum niður í eitthvað sem við ráðum kannski við.

Bjarni Kristjánsson, 27.1.2010 kl. 01:24

25 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Mín tilfinning, er að fyrr sé betra.

Það gengur í gegn stór hryna gjaldþrota - en síðan er það búið.

Stóra vandamálið, er að skipuleggja innflutning. Til þess þarf að tryggja aðgang að gjaldeyri. Þá, þarf samstarf við útflutnings aðila.

Í því samhengi, gengur ekki að vera að berjast við útgerðina, akkúrat núna.

Ég held, að svo fremi að innlendir útflutnings aðilar, hafa gjaldeyrisreikninga varðveitta í erlendum bönkum, þannig að þeir geti með þeim hætti haft aðgang að kredit, eigi alveg að vera gerlegt að tryggja lágmarks innflutning.

----------------------------------------

Mikilvægasti kosturinn við gjaldþrot, nánar tiltekið, greiðsluþrot - er skjólið sem í því felst:

En, eftir að gjaldþrots hryna gengur um garð, ætti stórfellt útstreymi gjaldeyris til að standa undir erlendum skuldbindingum, að hætta að mestu leiti.

Það þíðir, að það fjármagn er skapast, eftir þann dag hérlendis. Þ.e., það nýtt fjármagn, verður hér eftir og þannig, getur orðið uppspretta nýrrar uppbyggingar.

Þ.s. þarf að leggja áherslu á, er útflutningur og sköpun nýrra slíkra greina. Við verðum mjög ódýr þ.s. gengið krónu verður enn lægra en í dag. Þ.s. fjármagn sem nýr útflutningur skapar, verður hér eftir - í stað þess, að fara í afborganir lána, og því hverfa á brott úr hagkerfinu - þá geta skapast smám saman, forsendur fyrir nýjan hagvöxt - þ.e. sjálfsprottinn hagvöxt.

Þannig hefst smám saman, hefðbundin viðreisn hagkerfisins.

En, ég fær ekki séð, að hún geti farið fram, á sama tíma og við erum að dæla nær öllu umframfjármagni sem skapast, óðfluga á brott úr hagkerfinu.

Síðan, að nokkrum árum liðnum, en þennan tíma verður sennilega að telja í árum, er hægt væntanlega að íhuga að hefja á ný afborganir af skuldum - en, þá væri nauðsynlegt að fá afslátt.

-----------------------------------

Hugsanlegt er enn, að forðast gjaldþrot, en einungis með því, að fara þráðbeint í það verk, að leita eftir afslætti á erlendum skuldum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2010 kl. 01:43

26 identicon

Seðlabankinn á um 500 milljarða í gjaldeyri og lífeyrissjóðirnir um 520 milljarða. Einnig á Landsvirkjun um 50 milljarða í lausafé sem er í gjaldeyri.

Samtals er því heildargjaldeyrisforði landsins hátt í 1100 milljarðar.

Af því dreg ég þá áliktun að íslenska ríkið sé ekki að fara í greiðsluþrot á næstu 3 árum þótt engin önnur lán berast.

Ef við mundum skila láninu frá AGS þá mundi það spara ríkinu tugi milljarða á ári í vaxtagreiðslur. Það mundi aftur hafa áhrif á viðskiptajöfnuðinn sem færi í plús og þannig mundi safnast gjaldeyrir í Seðlabankann.

Eftir þvi sem maður hefur heyrt virðist ganga ágætlega hjá Landsvirkjun að semja um endurfjármögnun.

Ég held að skynsamlegast væri í dag að taka ekki fleiri gjaldeyrislán heldur einbeita sér að því að greiða niður þau lán sem fyrir eru. Eftir því sem lánin greiðast niður minnkar vaxtakosnaðurinn.

Stór hluri af gjaldeyrislánunum sem Seðlabankinn tók var til þess að hægt yrði að taka gjaldeyrishöftin af. Ef við ákveðum að hafa gjaldeyrishöftin á næstu ár þá þurfum við ekki allan þennan gjaldeyrisvarasjóð. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er dýr.

Viðskiptajöfnuðurinn var neikvæður um 45 milljarða 2009. Inni í þeirri tölu er vaxtakostnaður vegna IceSave sem er rúmlega 40 milljarðar.

Vöru og þjónustujöfnuðurinn 2009 var jákvæður um 120 milljarða. Ef vaxtagreiðslur lækka mun viðskiptajöfnuðurinn fljótt skila tugum milljarða í gjaldeyri til Seðlabankans á ári jafnvél slaga upp í 100 milljarða eftir því hvað gengið á krónunni verður.

Því held ég að það sé ekki raunveruleg hætta á greiðsluþroti ríkissins ef við gerum ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir mundu skipta gjaldeyri í krónur það er að segja ef vonlaust væri að fá lán frá útlöndum til að endurfjármagna eldri lán.

Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 01:32

27 identicon

Bjarni-

Takk fyrir gott innlegg.  Smá punktur.

Meðal verðbólga á evrusvæðinu frá 2000-2009 var um 2.1%  Á svipuðum tíma í BNA var hún um 2.6%.  Það er ekki hægt að líta framhjá því að lán sem greiða á eftir um 10 ár, með gjaldeyristekjum sem að mestu verða í evrum og dollurum mun hafa lækkað að raunvirði ef vextir eru ekki verðtryggðir. 

Það er ekki tækt að skoða greiðsluupphæðina í dag, án þess að taka tillit til þess að á hverju ári þá aukast evru/dollara tekjur Íslands að meðaltali um 2.25% einungis vegna verðbólgu (athugaðu að eins og þetta tengist Icesave er þetta óháð gengi, því tekjur og skuldir eru bæði í erlendum myntum). 

Skil vel að reikningsforsendurnar breytast ekki við þetta, en raunheims forsendurnar breytast mikið.  Það liggur fyrir að á 10 árum þá nemur þessi aukning um 20%  Þeas, þegar að til greiðslu á lánunum kemur þá verðum við að greiða rauntölu sem er 80% af nafntölunni.  Það munar um minna.  Ef við færum þetta í krónur (sem er flóknara þar sem gengismál koma inní) þá er 500 milljarða nafnskuld til greiðslu eftir 10 ár jafngildi 400 milljarða í dag.

Gengisþróun má svo deila um.  En Ísland hefur mjög hátt hlutfall þjóðartekna í erlendum myntum, og þegar rykið sest af bankahruninu er miklu líklegra að gengið styrkist frekar en veikist.  Það er líka miklu líklegra að gengið styrkist ef erlendir aðilar hafa trú á því að það sé óhætt að fjárfesta á Íslandi.  Fæstir fjárfestar geta haft þá trú í dag meðan meiriháttar þættir í ríkisútgjöldunum, og gjaldhæfni seðlabankans eru í vafa. 

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 02:47

28 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þórhallur - vill slátra lífeyrissjóðunum og umbreyta lífeyrismálum, sennilega yfir til gegnumstreymis kerfis.

Hann gerir sér ekki grein fyrir, að ríkið á ekki þetta fé. Það er varið, skv. eignaréttar-ákvæðum stjórnarskrár. Ef, á að reyna taka þetta fé, myndi ég sem dæmi, styðja aðila til að fara í einkamál gegn ríkinu, þ.s. 100% bóta væri krafist fyrir eingnasviptingu, ef bótaréttur lækkar af þessa sökum.

En, ríkið er bótaskilt skv. stjórnarskrá ef eiign er tekin eignámi.

Að auki, eru mjög ströng lög til staðar, um meðferð þessa eigna, sem beint er að Lífeyrissjóðunum sjálfum. Þeim er einfaldlega ekki heimilt, að haga eignasýslu með hætti, sem bersýnilega mun leiða til lækkunar virði eigna. 

Þeir geta verið bótaskyldir, jafnvel fyrir tap, sem leiðir af mistökum. En, klárlega í dæminu, þ.s. afleiðing skv. sanngyrni telst fyrirsjáanleg.

-------------------------------

Þannig að staðan er sú, að Lífeyrossjóðir hafa engann rétt til að skipta með öðrum hætti, en jöfn verðmæti fyrir jöfn verðmæti.

Þeir hafa boðist til að taka yfir Landsvirkjun- sem dæmi. Gegnt, því að leggja fé til atvinnu-uppbyggingar.

Ríkið hefur ekki viljað þetta.

-----------------------------

Þórhallur - hugmyndir þínar um að beita Lífeyrissjóðunum með þessum hætti eru fantasía.

Sem betur fer, vernda lögin og stjórnarskráin, okkur fyrir slíkri vitleysu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.1.2010 kl. 12:37

29 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri - verðbólga á Evrusvæðinu er um 0,5% um þessar mundir.

Líkur eru á áframhaldi mjög lágrar verðbólgu þar, næstu árin.

En, efnahagsástandið heldur næstu árin áfram að vera viðkvæmt, en eyðlsa almennings mun ná sér einungis smáma saman, þ.e. eftirspurn. Af þess völdum, mun verðbólguþrýstingur vera lítil - sennilega næsta áratuginn.

-------------------------------

Sama á við um Bretland. En, eins og hér, kom smá verðbólgubomba vegna gengissveiflu. Sú er að dala, og fer verðbólga þar lækkandi. 

Þar verður eftispurn einnig kreppt næstu árin, sem mun valda minni verðbólguþrýstingi að meðaltali næstu árin, en áratuginn á undan.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.1.2010 kl. 12:43

30 identicon

Einar:

Ég er ekki að tala um að lífeyrissjóðirnir munu gefa neina peninga. Ég er að tala um að ef ríkið stefnir í greiðsluþrot í GJALDEYRI þá gætu lífeyrissjóðirnir skipt hluta af sínum gjaldeyriseignum í krónur. Krónan er lágt skráð núna og því þarf það ekki að vera svo slæm ráðstöfun fyrir lífeyrissjóðina.

Það er einnig áhugaverð spurning hvar lífeyrissjóðirnir hafi fengið allan þennan gjaldeyri til þess að fjárfesta í erlendum eignum. Ætli hluti af gjaldeyrinum sem hingað barst og gekk undir nafninu krónubréf séu ekki núna í erlendum eignum lífeyrissjóðanna.

Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um hátt í 90 milljarða 2009 og ef þú bætir við þjónustujöfnuði þá eru þessir tveir þættir jákvæðir um 120 milljarða.

Viðskiptajöfnuðurinn er aftur á móti neikvæður vegna mikilla vaxtagreiðslna. Ef við byrjum að greiða niður erlend lán þá minkar erlendur vaxtakostnaður hratt og viðskiptajöfnuðurinn fer í plús. Þannig mun Seðlabankinn safna í gjaldeyrisvarasjóð.

Þórhallur Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:51

31 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Takk fyrir Andri,

Ég er auðvitað sammála því að Evra í dag er ekki eins mikils virði eins og Evra eftir 10-15 ár, hvort sem verðbólgan verður 0.5% eða 2% eða eitthvað annað.  Vandamálið samt við að núvirða Icesave-greiðslur, er að það er engin ein "rétt" prósenta, og sumir hafa jafnvel verið að nota 5.55% við þeirra útreikninga, bara af því að þar var prósentan í samningnum.  Vilhjálmur notaði þó 1.55% sem ég held að sé mun nærri raunveruleikanum. 

Allt þetta möndl með núvirði, hefur einfaldlega valdið því að hægt er að fá algjörlega sitt hvora niðurstöðuna, eftir því hvaða prósenta er valin.  Þetta gerir það að verkum að allur trúverðuleiki hverfur og venjulegt fólk hefur enga hugmynd um hverjum þeir eigi að trúa.

Það sem verður alltaf að muna, er að tilgangurinn með þessum útreikningum er að finna út ef íslenska ríkið getur raunverulega innt af hendi þær greiðslur sem falla á það í framtíðinni, en EKKI að finna út hvers "virði" þær eru í dag.  Einfaldlega, mun Ísland hafa nóg af evrum og pundum til greiða þetta?

Til þess að Ísland geti staðið undir þessum greiðslum, verðum við að auka okkar útflutningstekjur verulega (talið í "framtíðarevrum").  Við erum með tvo megin útflutningsflokka, sjávarafurðir og ál.  Framleiðsla, eftirspurn og raunverulegt verð á þessum ákveðnu útflutningsflokkum mun skipta miklu meira máli, heldur en hver verðbólgu-vísitalan verður fyrir evrur. 

Það sem ég gert hingað til, er að reikna allar Icesave-skuldbindingar á nafnverði í evrum, sem gerir það að verkum að mjög auðvelt er að staðfesta alla útreikninga (trúverðuleikinn aftur).  Síðan þegar við reynum að meta hvort Ísland geti raunverulega staðið undir þessum greiðslum, þá verðum við að gera raunhæft mat á þeirri aukningu sem þarf í útflutningi, sem auðvitað þarf þá að gera einnig á nafnverði í evrum.

Bjarni Kristjánsson, 29.1.2010 kl. 14:03

32 identicon

Bjarni-

Eins og ég ýjaði að fyrir ofan, þá get fallist á rökin að það sé mikilvægt að fyrst gera sér grein fyrir nafnverðstölunni, og það er sannarlega talan sem þarf að greiða.  En ef við ætlum að meta greiðslugetu eftir 10 ár, þá erum við örugglega líka sammála að það sem skiptir máli er nafnverð gjaldeyristekna á þeim tíma.  Reikningslega, þá er það er alveg sama í hvora átt við förum (núvirðing, eða framvirðing), reikningurinn er sá sami, og við verðum að gefa okkur forsendur um verðbólgu. 

Hérna er langloka sem sýnir hvernig er hægt að skoða þetta dæmi.  Ég hef gefið mér forsendur hérna til að sýna hvernig dæmið ætti að reiknast.  Án vafa eru til nákvæmar tölur til að reikna þetta út.  En aðal málið er að enginn ætti að reyna að reikna dæmið þannig að Ísland verði skuldlaust á næstu 15 árum.  Það getur ekki gerst.

Hugleiðing um endurgreiðslu:

Burtséð frá hvað aðilar telja sig geta gert til að bæta Icesave samninginn (bæði hvað varðar vaxtaprósentu og það sem kallað er "Ragnars Hall ákvæðið") þá held ég að það sé aðferðafræðilega rangt að líta einungis á endurfjámögnunarþörf hvers tíma, eða greiðslubyrði núverandi lána miðað við þau lán sem hafa verið tekin. 

Þeas., ef að meta á greiðslugetu íslenska ríkisins þá þarf að skoða eðlilega endurgreiðslu lána sem er í samhengi við hvað var verið að fjármagna.  T.d., þá er eðlilegt að fjármagna virkjanir og önnur mannvirki sem hafa 30+ ára líftíma á það löngum tíma.  Eins þá er skynsamlegt að velta fyrir sér hver sé rétt blanda ríkisins af langtíma og skammtíma fjármögnunarráðstöfunum, því að vextir geta verið mjög mismunandi eftir lánslengd (vextir geta verið hagstæðari með því að endurfjármagna lán margsinnis til skemmri tíma, en taka það einu sinni til lengri tíma).  

Í þessu samhengi má skoða ýmsar forsendur.  Gefum okkur t.d.,: nafnvextir erlendra lána eru 6%, endurgreiðslutími 30 ár, heildarlánaþörf 100% af ríkistekjum.  Þá væri greiðsla hvers árs að nafnvirði um 7.26% af ríkistekjum.  Raunvirði er talsvert lægra eins og fram hefur komið, þar sem við notum nafnvexti, ekki vexti að frádregnum verðbólguþætti.

Hef ekki séð skilgreint nákvæmlega hverjar erlendar skuldir ríkisins eru.  Á vef lánasýslunnar eru þær nefndar um 343 milljarðar, eða um 77% af þeim uþb. 450 milljörðum sem ríkið var með í tekjur 2009.  Icesave er varla inn í þessu, en NB, það verður að meta Icesave á því hverjar eftirstöðvarnar verða þegar það kemur til greiðslu eftir um 8 ár, ekki nafnupphæðinni eins og hún er í dag (þeas. fyrir endurheimtur frá LBI).

Ef við gefum okkur að nafnverð Icesave verði 400 milljarðar króna eftir 8 ár (hver sem vill getur skoðað aðra upphæð), þá væri heildarskuldastaða ríkisins eftir 8 ár nokkurn veginn að af þessum núverandi 343 milljörðum væri búið að greiða niður um 15 prósent (miðað við eðlilega endurgreiðslu lána), semsagt um 290 milljarðar.  Icesave legðist þá við, og heildarskuldir væru 690 milljarðar.  á sama 8 ára tímabili hafa tekjur ríkisins hækkað sem nemur verðbólgu/hagvexti/etc. segjum 5% ár ári (frá 1998-2008 jukust tekjur ríkisins um að meðalatali 10.5% per ár).  Þá orðnar um 665 milljarðar. 

Þannig að heildar erlendar skuldir ríkisins gætu verið orðnar um 104% af tekjum ríkisins. Árleg greiðsla á 30 árum samsvaraði þá um 7.5% af tekjum, eða 50 milljörðum.  Vel viðráðanleg greiðslubyrði fyrir landið. 

En þetta hangir allt á því að ná sáttum við umheiminn.  Við lánum okkur ekki erlendar myntir sjálf, og við höfum staðið í meiriháttar fjárfestingum í landinu og þær hafa verið fjármagnaðar með lánum, sem þarf að greiða.

P.s., ég geri mér grein fyrir því að þetta eru ofureinfaldaðir útreikningar. Vonandi hefur einhver aðgang að nákvæmari upplýsingum en ég hef notað hér og getur reiknað þetta dæmi.  En það er alveg ljóst að seðlabankinn og fjármálaráðuneytið og nágrannaþjóðir okkar og hollendingar og bretar og AGS hafa reiknað út greiðslumagnið og komist að því að ríkið ræður við þetta.  Enda er Ísland gífurlega efnað land.  En ekkert land er svo efnað að það geti því sem næst staðgreitt langtíma fjárfestingar, sem margir vilja virðast ætla í útreikningum um gjaldþrot þjóðarinnar.  

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 17:58

33 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri.

Hefur þú velt fyrir þér skaðaðri greiðslugetu Íslands?

En sköðuð greiðslugeta Íslands. er að mínu viti stærsti vandinn, því hann gerir skuldastöðu óbærilega sem annars væri hugsanlega viðráðanleg.

-----------------------------

En, gríðarlegar skuldir einstaklinga og fyrirtækja, minnka mjög hagvaxtargetu hagkerfisins.

Þetta spilar mjög stóra rullu, þegar pælt er í því hver staða ríkisins verður næstu árin og einnig greiðslugeta þess.

Plan AGS er þetta klassíska:

3,4 - 3,6% hagvöxtur frá 2012 og út áratuginn.

160-180 milljarða afgangur næsta áratuginn.

50 milljará árleg tekjuaukning ríkissjóðs, næstu 10 árin.

-----------------------------

Í öðru bloggi, og svari þínu að ofan, virðist þú vera að hugsa á þeim nótum, að ríkið borgi erlendar skuldir eingöngu með gjaldeyri.

Þ.s. þú þarf að hafa í huga, að aðrir en ríkið þurfa á honum einnig, til að standa undir sínum skuldum.

Ef, afgangur er ekki nægur fyrir skuldum ríkisins, og skuldum hinna; á sama tíma. Þá, getur skapast hættulegt ferli, þ.s. hagkerfðið skrúfast sífellt niður, vegna þess að á hverju ári verði hlutfall aðila sem ekki komast yfir gjaldeyri til að borga af sínum skuldum, gjaldþrota.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.1.2010 kl. 21:57

34 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Ég er ekki að tala um að lífeyrissjóðirnir munu gefa neina peninga. Ég er að tala um að ef ríkið stefnir í greiðsluþrot í GJALDEYRI þá gætu lífeyrissjóðirnir skipt hluta af sínum gjaldeyriseignum í krónur. Krónan er lágt skráð núna og því þarf það ekki að vera svo slæm ráðstöfun fyrir lífeyrissjóðina."

-------------------------

Eerm, þó hún sé lágt, miðað við árin á undan. Þá, er hún ekki enn nógu lág, miðað við núverandi ástand.

Í ljósi núverandi ástands hagkerfisins, þá væri slíkt mjög slæmur díll.

Þú getur svarað þessu sjálfur - var sölugengi krónunnar erlendis hærra/lægra, áður en Seðlabankinn lokaði fyrir viðskipti framhjá sér á seinni hluta síðasta árs?

"Það er einnig áhugaverð spurning hvar lífeyrissjóðirnir hafi fengið allan þennan gjaldeyri til þess að fjárfesta í erlendum eignum. Ætli hluti af gjaldeyrinum sem hingað barst og gekk undir nafninu krónubréf séu ekki núna í erlendum eignum lífeyrissjóðanna."

---------------------------

 Breytir engu um lagalega stöðu málsins.

"Vöruskiptajöfnuður var jákvæður um hátt í 90 milljarða 2009 og ef þú bætir við þjónustujöfnuði þá eru þessir tveir þættir jákvæðir um 120 milljarða.

Viðskiptajöfnuðurinn er aftur á móti neikvæður vegna mikilla vaxtagreiðslna. Ef við byrjum að greiða niður erlend lán þá minkar erlendur vaxtakostnaður hratt og viðskiptajöfnuðurinn fer í plús. Þannig mun Seðlabankinn safna í gjaldeyrisvarasjóð."

--------------------------------

Og, Icesave var ekki inni í þessu. Ekki heldur lánin frá AGS. Né lánin frá norðurlöndunum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.1.2010 kl. 22:47

35 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Takk Andri,

Væri möguleiki að þú gætir endirtekið útreikningana sem þú birtir í svari þínu í evrum, frekar en íslenskum krónum.  Eins og hefur komið fram hjá mér áður þá vil ég helst framkvæma alla útreikninga og rökræður varðandi Icesave í erlendri mynt þar sem lánin eru í pundum og evrum. Ég valdi upprunalega fyrir mína útreikninga, evrur frekar en pund þar sem sú mynt virðist vera stöðugri (hrun á pundi mundi þó líklega hjálpa okkur, allavega með Icesave). 

Út- og innflutning er einnig frekar einfalt að reikna yfir í evrur og þannig hægt að gera raunhæfan samanburð.  Samkvæmt hagstofunni, þá var útflutningur (vöru og þjónustu) alls 4.2B evra (754 ma.), innflutningur alls 3.5Bevra (628 ma.), og vöru- og þjónustuskiptajöfnuður því um 700M evra (126 ma.).  Þetta eru auðvitað tölur fyrir 2009, þannig að næsta skref verður að reyna að meta hvort og hve mikið þær geta mögulega breyst (að nafnvirði í evrum) næstu 10-15 árin.

Samkvæmt mínum útreikningi verða raunverulegu Icesave tryggingagreiðslurnar á bilinu 280-425M evra á ári, miðað við forsendurnar sem ég gaf í upprunalegu blogg-færslunni.  Grunnspurningin sem við verðum að lokum að svara á nafnverði fyrir tímabilið 2016-2024 er: Munum við hafa nægan afgang af gjaldeyri til að greiða Icesave skuldbingarnar ásamt öllum öðrum erlendum skuldum sem íslenska ríkið og aðrir innlendir aðilar þurfa að greiða þá? 

Bjarni Kristjánsson, 30.1.2010 kl. 00:06

36 identicon

Hafði reynt að senda þetta á föstudaginn en gekk ekki.  

Bjarni-

Til að reikna þetta heildarmódel með þeim hætti sem ég hefði gert þegar ég hafði svona anlýsur af lifibrauði, þá þyrfti ég að hafa 1) sögulegar upplýsingar um hvaðan þjóðartekjurnar hafa komið (bæði úr hvaða atvinnugeirum og í hvaða myntum), 2) hvernig skattstofnar ríkisins eru uppbyggðir, 3) greiningu á þáttum einka og samneyslunnar, og þá sérstaklega mat á hlutfalli einkaneyslu sem má kallast valneysla (e. discretionary) umfram lágmarks endurnýjun (e. above minimum replenishment rate), 4), upplýsingar um þróun erlendrar fjárfestingar á Íslandi, 5) samsetningu lána ríkisins og endurgreiðsluþörf.

Fyrir allar þessar ofangreindu sögulegu upplýsingar (sem og auðvitað verðbólgu, gengis, atvinnuleysis, hagvaxtar, vaxtaprósentu, gjaldeyrisforða, etc. etc. upplýsingar) þarf svo að meta líklega þróun.  Það er hægt að gera það annað hvort með því að byggja stöðulíkön (e. scenarios), eða með því að búa til innbyrðis orsakatengsl (e. covariance matrix), en hið síðara er mjög erfitt.   Svona líkan tekur svolítinn tíma að búa til, en ætti að vera til í bæði seðlabankanum og hjá fjármálaráðuneytinu. 

Þegar allar upplýsingarnar eru fengnar (og ég hef ekki nefnt allar upplýsingarnar sem þarf), þá þarf að búa til ítrekunarlíkan (Monte Carlo simulation) á kerfið.  Svo er líka mikilvægt að skoða hvaða þættir hafa mest áhrif á útkomuna (e. sensitivity analysis). 

Þær upplýsingar sem ég hef fundið hafa allar verið færðar í íslenskar krónur og án skilgreiningar á því hvernig það var gert eru þær því svolítið erfiðar í meðförum.  Ef einhver getur bent á betri upplýsingar væri það gott.

Það sem er alltaf erfiðast í svona reikningum er að menn reikna sig frá vel þekktum nútímanum inn í óvissa framtíðina.  Hvern ársfjórðung sem líður frá þá eykst óvissan hratt, bæði það sem maður getur kallað "known unknowns" en ekki síður það sem maður kallar "unknown unknowns."  Þess vegna er yfirleitt best að nota langtíma sögulegar upplýsingar beint, jafnvel þó þær virðist ekki eiga við um framtíðina, vegna þess að sveiflurnar í þeim rétta sig út með eðlilegri hætti en tilbúnar tölur.

Varðandi það að "greiðslugeta Íslands sé stórsködduð."  Ég veit ekki hvað er átt við.  Ef það sem er átt við er að þjóðin sé svo skuldsett erlendis að hún geti ekki fjárfest frekar í atvinnusköpun, þá er ýmislegt til í því.  En ef átt er við að íslendingar skuldi hverjum öðrum svo mikið í krónum, þá kemur það málinu lítið við.  Skuldir íslendinga til hvers annars í krónum hafa lítið með gjaldeyrissköpun að gera, það ræður bara innbyrðis eignahaldi íslendinga, en dregur ekki úr þeim efnislegu eignum (tól, tæki, innfrastrúktúr, etc.) sem til eru og gera fólkinu kleyft að skapa gjaldeyristekjur.

Það sem hefur gerst með falli gengisins er að innflutningur til einkaneyslu hefur hrunið.  Þannig hefur geta þjóðfélagsins til að greiða erlendar skuldir ekki skerst, heldur þvert á móti stóreflst.  Við sjáum sem hliðarverkanir að starfsemi innanlands sem byggðist á valneyslu hefur dregist mikið saman.  Aukið atvinnuleysi hefur einnig haft áhrif til lækkunar launaverðs, og aukið framboð á hæfu fólki.  Þetta allt saman gerir nýjar og arðbærar fjárfestingar mögulegar, og sérstaklega nýjar fjárfestingar erlendra aðila.  Það er hins vegar engin sérstök nauðsyn að nýjar fjárfestingar í nánustu framtíð séu fjármagnaðar af innlendum aðilum.  Erlendar fjárfestingar í dag, greiða hins vegar veginn fyrir nýrri íslenskri fjárfestingu þegar frá líður, þar sem það mun auka streymi gjaldeyris inn í landið.

En, eins og ég hef sagt oftar en ég get talið, þá hafa íslendingar sólundað næstum 1 1/2 ári af lágum vaxtarkjörum í heiminum og lágu gengi krónunnar, sem alla jafna hefðu laðað að sér fjárfestingar innanlands.  Þessi tími er horfinn og kemur aldrei aftur, en fórnarkostnaðurinn (e. opportunity cost) gæti vel verið orðinn hærri nú þegar en kostnaðurinn við Icesave.  Ofan á það bætist að Icesave er ekki að fara neitt, vaxtakjör ríkisins verða verri eftir því sem lengur líður, og erlendir fjárfestar eru stöðugt að fá þá mynd húðflúraða á augnalokin að Ísland sé ótryggur staður til að stunda viðskipti.

 

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 31.1.2010 kl. 13:15

37 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Andri - neitar að horfast í augu við stórskerta greiðslugetu Íslands.

En, skv. skoðun AGS, þá munu skuldir almennings, annars vegar, og skuldir banka; áfram um nokkurt skeið, vera dragbítur á hagvöxt.

Augljóst, að það sama á við um Íslands, nema að okkar ástand er verra, þ.s. skuldir almennings eru enn hærri hlutfallslega og bankakerfið enn veikara. Að auki, er mjög hátt hlutfall fyrirtækja, með mjög erfiða skuldastöðu.

-------------------------------------------

Greinilega, lítur Andri ekki svo á, að fyrirsjánlegur mjög lélegur hagvöxtur til næstur ára, muni verða vandamál í þessu samhengi.

En, alvarlegt atvinnuleysi til magra ára, mun þíða að þetta hæfa fólk er hann ræðir um, að sé nú nóg framboð af, mun í auknum mæli flytja úr landi. En, langvarandi atvinnuleysi, leiðir til að hæfni til vinnu tapast, svo þetta fólk flytur m.a. úr landi, í því skyni að viðhalda sjálfu sér, eigin samkeppnishæfni, og einnig til að viðhalda því tekjustigi sem þ.e. vant.

Síðan ofan á þetta, alvarlegar skuldir fyrirtækja, þíðir að skortur verður á fjármagni, til að viðhalda samkeppnishæfni; þ.e. vöruþróun, viðhald tækja og húsa, kaup á endurmenntunar námskeiðum fyrir starfsfólk, o.s.frv.

Þ.s. hæst hlutfall skulda, húseigenda, er á meðal þeirra sem tiltölulega nýlega hafa verið að stækka við sig eða kaupa sitt fyrsta húsnæði; þ.e. barnafólk - fjölskyldufólks á aldrinum 25-40 ára - sem einnig er verðmæstasta fólkið á vinnumarkaðinum og að auki, það fólk sem stendur undir stórum hluta neyslu.

Barnafólkið, mikilvægasti aldurshópurinn á vinnumarkaðinum, einnig mikilvægasti hópurinn í einkaneyslu; mun þurfa héðan í frá og jafnvel ævina á enda, að lifa skv. ítrasta sparnaði, þannig að börnin hafa færri tækifæri í lífinu - sbr. þekktar afleiðingar fátæktar aukinni tíðni afbrota hegðunar, félagslegra vandamála, lélegri menntunar o.s.frv. - kynslóðin sem fékk ekki tækifærin. Að, þessi ítrasti sparnaður þíðir, að neysla þeirra jafnvel ævina á enda, verður miklu mun minni en áður. Að auki, þíðir þessi ítrasti sparnaður, að það hefur síður efni á endurmenntun, þ.e. á því að viðhalda eigin samkeppnishæfni á vinnumarkaðinum.

Þetta ástand, verður viðvarandi, þangað til ný kynslóð fjölskyldufólks er kominn, cirka 15 ár a.m.k. 

I gegnum allt það tímabil, verða horfur Íslands til efnahags framvindu, stórskertar.

-------------------------------------

Ég er að tala um þróun í átt að vaxandi fátækt, raunverulega fátækt hjá stórum hópi fólks, börnum þeirra og þekktar afleiðingar þeirrar fátæktar.

Allt þetta mun valda, að tekjur ísl. þjóðfélags, verða skertar sennilega um áratugi.

Ég verð að segja, að mér líst ekki á þessa framtíð, sem Andri virðist láta sér í léttu rúmi ríkja.

------------------------------------------

Síðan gleymir Andri einu til viðbótar, en þ.e. stórfelldar skattahækkanir, í ofanálag, við öll hin vandamálin. En, skattahækkanir leiða til þess, að aðilar bera minna úr bítum, fyrir sínar fjárfestingar.

Prof. Sweder van Wijnbergen

Iceland needs international debt management

Payment of gigantic debts requires extremely high taxation, which chases away investors and leads to zero growth for decades. Iceland would be cast into a vicious circle: high debt, high taxation, low growth, low payment capacity and thus even more debt. This is called debt overhang.

Demanding full repayment in such circumstances leads to such turmoil that creditors end up with less than if they had been more modest in their demands.
 

Að auki, skipta framtíðar horfur mjög miklu máli, fyrir fjárfesta. Þeir, horfa á þ.s. gerist á morgun, miklu mun frekar, en þ.s. gerðist í gær.

Þ.s. þeir munu sjá, er samfélag sem smám saman er að glata samkeppnishæfni, þ.e.:

Þ.e. grunn innviðir -samgöngukerfi, skólakerfi, flutningskerfi og heilbrigðiskerfi- eru að grotna niður, vegna skorts á fjármagni. Sá, skortur verði fyrirsjáanlega áfram viðvarandi.

Menntunarstig fer hrakandi af þessa völdum. Atvinnulíf, er einnig að fara aftur úr. 

Landið, er smáma saman aftur, að breytast í þ..s það var, fyrir 1980 - þ.e. verstöð, pitstop fyrir verskmiðjur sem níta orku, og síðan er ferðamennska.

That's it.

-------------------------------------------

"Ofan á það bætist að Icesave er ekki að fara neitt, vaxtakjör ríkisins verða verri eftir því sem lengur líður, og erlendir fjárfestar eru stöðugt að fá þá mynd húðflúraða á augnalokin að Ísland sé ótryggur staður til að stunda viðskipti."

Að sjálfsögðu, versna vaxtakjör enn frekar eftir því sem frá líður, tekjur samfélagsins minnka, og enn dregur úr væntingum um hag framtíðar.

Þ.e. leið úr þessu, þ.e. að brjótast úr þessari, fullkomlega fyrirsjáanlegu skuldagildru hið fyrsta, í stað þess að ganga í gegnum þ.s. nokkur lönd í 3. heiminum gengu í gegnum á 9. áratugnum, og fengu að lokum eftirgjöf skulda að hluta skv. honu svokallaða Brady Plan.

Við eigum að sleppa skuldakreppunni. Þ.e. ekkert við hana, sem er eftirsóknarvert. Default er skárri útkoma, en þetta að ofan.

Þá er hægt að hefja uppbyggingu á ný, því þá streymir ekki allt fjármagn er verður til, jafnóðum úr landi landinu til einskis gagns, heldur þvert á móti verður það eftir og mjög venjuleg endur-uppbygging eftir kreppu getur hafist.

Síðan, semjum við nokkrum árum seinna, um skulda-aðlögun. Þ.e. ef slíkir samningar nást ekki, áður en við gerum heiminum grein fyrir stöðu okkar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.1.2010 kl. 16:21

38 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Getum við ekki einhvern veginn virkjað kommu-takkann á lyklaborðinu hans Einars Björns?  Þá yrði vandinn strax mun viðráðanlegri.

En að öllu gamni slepptu, þá er greining Andra mjög skörp að vanda og sérstaklega ábending hans um tækifæris-fórnina (opportunity cost) af 15 mánaða þjarki og orkusóun vegna Icesave. Þetta er dýrmætur tími sem hefði þurft að nota í skipulega uppbyggingu, m.a. að sannfæra erlenda fjárfesta og banka um að óhætt sé að treysta Íslandi.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 2.2.2010 kl. 02:58

39 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Engin spurning, það hefur tvímælalaust verið mikill fórnarkostnaður við þá töf sem orðið hefur á Icesave samningsgerðinni.  Þeir sem eru á móti samningnum segja að það sé allt því að kenna hve upprunalegi samningurinn var ómögulegur, á meðan þeir sem vija samþykkja samningninn segja að það sé allt leikaraskað hjá stjórnarandstöðunni að kenna. Og svo tala menn í kross og ekkert gerist.

Varðandi tilvísanirnar í alla skemmtulegu aðferðirnar úr aðgerðargreiningunni, þá hlýnaði mér óneitanlega um hjartaræturnar.   

Ég er nú samt á því að það eigi að vera hægt að reikna út allar helstu stærðirnar sem skipta mestu máli, án þess að gera hlutina of flókna eða mynda of mikla ónákvæmni. Og ef útreikningarnir á lánunum ásamt gjaldeyrisjöfnðui eru gerðir í erlendri mynt, minnka möguleikarnir á skekkju mjög mikið.

Mín skoðun, sem ég hef sett áður fram, er að við þurfum að setja saman sem fyrst nýja óháða samninganefnd sem hefur stuðning frá bæði stjórn og stjórnarandstöðu.  Finna einhverja grjótharða nagla, sem kunna raunverulega að semja, kunna vel íslensku gjaldþrotalögin, láta ekki auðveldlega ráðskast með sig, og síðast en ekki síst, kunna að reikna út vexti.

Bjarni Kristjánsson, 2.2.2010 kl. 04:20

40 identicon

Bjarni-

Ég virði það að vilja semja, og finna góða samningamenn.  Vandamálið er að það verður ekki bæði haldið og sleppt.  Ef marka má orð sem hafa komið frá Hollandi og Íslandi eftir síðasta fund milli landanna, þá hefur engin breyting orðið á viðmóti gagnaðilanna.  OG tíminn er ekki vinur okkar, þvert á móti.

Skuldatryggingaálag ríkisins hefur farið stórhækkandi, Ísland er ekki að fara eftir þeim pakka sem AGS hefur ráðlagt, helstu vinaþjóðum okkar sýnist misboðið hvernig íslendingar haga sér, forsetinn hefur lýst því yfir að þjóðþingið hafi ekki vald til að stofna til lánasamninga, og forsetinn fer um heiminn ausandi fúkyrðum yfir þá sem fjármögnuðu það að forða Íslandi frá greiðsluþroti.  Það er ærandi að reyna að sjá nokkra leið útúr þessu öngstræti.

Það líkan sem ég lýsti að ofan er ekki strangt til tekið nauðsynlegt til að meta stöðuna.  En í samningum, alveg eins og í skák, þá er rétt stöðumat yfirleitt lykillinn að góðri niðurstöðu -- ef við gefum okkur að báðir leikmenn hafi góða tæknilegan bakgrunn. Hollendingar og Bretar hafa án efa fengið slíkt módel frá sínum ráðgjöfum.  Íslendingar hafa vonandi byggt svona módel--sennilega ástæðan fyrir því hversu ötullega fjármálaráðherra berst fyrir samningum.

Vandamálið er að íslendingar eru búnir að ráða í sína samninganefnd fullt af fólki (um 200.000 ef kjörskrár eru réttar).  Flest af þessu fólki hefur hvorki tíma, þekkingu, né upplýsingar til að meta stöðuna.  Margt af þessu fólki er líka reitt útaf ýmsum hlutum alls ótengdum Icesave og leitar einhverrar leiðar til að finna þeirri reiði útrás.  En það er engin leið að ætla að slíka samninganefnd nái bestu fjárhagslegu niðurstöðunni.  En það yljar kannski sumum að geta fengið útrás fyrir óánægju.  

En það er líklegt að úrræði sem etv. áttu við í upphafi þessara mála, að reyna að finna samning sem leyfði verðbólgu að éta höfuðstólinn, séu okkur úr greipum runnin.  Það eru auðvitað einhverjar líkur, aðeins stærri en núll, að finna megi betri samning.  En það er alger spekúlation að veðja á slíkt.  Nákvæmlega þetta er vandinn í íslenskum hugsunarhætti -- menn eru alltaf að ljúga að sjálfum sér hversu líklegt það sé að þeir fái rétta teningskastið. 

Það þyrftu að vera yfirgnæfandi líkur á meiriháttar bótum á samningnum til að halda þessu þrefi áfram.  Enginn hefur komið með nokkrar upplýsingar sem benda til að síkt sé í stöðunni.  Það besta sem við getum gert er að ganga frá þessum málum og feta fram stíginn.  Ef vel gengur þá getum við greitt.  Ef illa gengur þá verðum vð að semja á ný.  En það er alveg víst að ef við semjum ekki, þá verður þrautarganga íslendinga löng og hörð og algerlega fyrir heimatilbúinn bjánaskap.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 05:26

41 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Sælir aftur Andri,

Þó hlutirnir geti ennþá breyst, þá er það nú orðið nokkuð ljóst samkvæmt skoðannakönnunum að núverandi samningur verður felldur í þjóðarathvæðinu.  Því þurfa Bretar og Hollendingar annarsvegar, og Íslendingar hinsvegar að vega og meta hvað er hægt að gera í stöðunni.

Einn möguleikinn er að semja upp á nýtt, annar að fara í harðan slag.  Báðir aðilar hagnast á þeim fyrri, á meðan báðir tapa á þeim seinni.  Samkvæmt leikjafræðinni (game theory), ætti því niðurstaðan að liggja nokkuð ljóst fyrir...

Bjarni Kristjánsson, 2.2.2010 kl. 08:21

42 identicon

Bjarni- Mjög góður punktur :) Ég hafði að vísu sagt einhvers staðar að það væri engin sérstök ástæða fyrir alþingi að virða forsetann. Stjórnin hefði bara getað lýst því yfir að forsetinn hefði ekki leyfi til að neita lánasamningum samþykkis. En kannski það hefði ekki verið vinsælt.

En semsagt, það sem ég var að segja fyrir ofan er að ef (og sennilega þegar) samningurinn er felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er ekki endilega rétt mat að halda að mál séu komin á byrjunarreit og að Ísland geti búist við betri niðurstöðu. Það er vel hægt að ímynda sér að harkað verði í 6 mánuði og niðurstaðan verði Icesave II +/- einhver smáatriði. Það væri þá enn frekari sóun á tíma.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 12:47

43 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Andri,

Ég held að það sé nú nokkuð öruggt, að algjör stjórnarkreppa hefði orðið á Íslandi, ef ríkisstjórnin hefði neitað að fara með málið í þjóðarathvæði eftir synjun forsetans á undirskrift.

Það má auðvitað setja ýmislegt út á stjórnarskrána varðandi þetta ákveðna ákvæði (26. grein), sérstaklega hversu lítið hún segir til um hvernig þjóðarathvæðagreiðslan eigi raunverulega að fara fram.  En þangað til henni verður breytt, þá stendur stjórnarskráin eins og hún er skrifuð, og samkvæmt henni er enginn efi, það verður að fara fram þjóðarathvæðagreiðsla um málið. Mér fannst Alþingi höndla það mál bara nokkuð vel í þetta skipti.

Eina mögulega undartekningin á þessu væri, er það fordæmi sem kom upp í fjölmiðlamálinu, þar sem lögin voru að lokum dregin til baka. Ég er þó alls ekkert viss um að sá gjörningur raunverulega stóðst samkvæmt stjórnarskránni, en það var aldrei látið á það reyna.

Bjarni Kristjánsson, 2.2.2010 kl. 17:52

44 identicon

Bjarni-

Sammála að það hefði orðið stjórnarkreppa. Enda segi ég þetta í hálfkæringi. Það er þó þannig að í Danmörku (landinu sem skrifaði stjórnarskrána að langmestu leyti), og ýmsum löndum þar sem erfðakóngar eru tæknilega með neitunarvald, þá myndi þing líklega ekki taka neitanir kónga eða drottninga gildar.

Þeir gallar sem eru á um 26. greininni eru allt um stjórnarskránna, þeas. hún er mjög óljóst plagg sem grundvöllur stjórnarfars í landinu. Varðandi þessa grein sem slíka, þá er túlkun þingsins (ef þingið vildi hafa aðra túlkun) alveg jafngild túlkun forsetans. Þetta er allt saman bara þykjustuleikur því að það hefur aldrei verið útfært hvað vald forsetans er. Þannig að með því að víkja þá er þingið í raun að leyfa forsetanum að taka sér vald sem hann hafði ekki áður nema í abstrakt.

En það er kannski meira um vert að þessi frávísun forsetans hefur sett af stað keðjuverkun sem ekki sér fyrir endann á. Í raun er hann viðsemjandinn í dag. Þar sem hann hefur sagt að hann einn geti ákveðið hvort að samningar ríkisins samræmist vilja þjóðarinnar, þá er hann í raun "the decider." En stjórnvaldsleg hefð á Íslandi hefur verið sú að forsetinn hefur ekki pólítískt umboð til að fara á móti ríkisstjórninni. Í þessu máli er hann komið nokkuð langt á veg, því að hann er hérna farinn að seilast inn á svið löggjafans einnig.

Það er ágætt orð til -hringavitleysa- um þetta ástand.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 20:04

45 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. rétt Bjarni - að skv. leikjafræði, og ísköldu stöðumati, þá græða Bretar og Hollendingar, meira á að semja en að semja ekki.

Staða Íslendinga, er ekki alveg eins skýr, hvað það varðar. Það, fer eftir mati á heildar skuldar/greiðslu stöðu.

Þ.e. sannarlega rétt ábending að "opportunity cost" er mikilvægt atriði. Mér sýnist, að mjög mikil mistök hafi verið gerð í upphaflegu samningaferli - og síðan hafi ríkt,  mjög íllskiljanleg sauðþrjóska hjá núverandi stjórnvöldum.

En, þegar upphafleg drög af samingum voru gerð, sem oft er vísað til, að ríkisstjórninni þegar Geiri og Solla enn sátu að völdum, þá var fyrirliggjandi mat á skuldum umtalsvert lægra svo munaði ríflegri þjóðarframleiðslu.

Í dag, stendur það sama mat, í 320% VÞF.

Sanngjarnt fólk, hefði nú talið, að slík skekkja gerði alla fyrirliggjandi útreikninga, um skuldaþol og greiðslustöðu, algerlega ónýta - og þar með einnig, drög af samingum, er byggðust á þeim grundvelli.

Svo hið augljósa er: það átti, að hefja saminga alveg að nýju, og gersamlega óskiljanleg, neitun ísl. stjórnvalda alveg frá byrjun, þ.e. núverandi, að horfast í augu við þetta.

Að sjálfsögðu, gefa Hollendingar og Bretar, ekkert annað til kynna, en að núverandi samingar eigi að standa. Enda, er það ekki skynsöm samingatækni af þeirra hálfu að gera annað, á meðan þeir telja enn nokkra von um, að samingar líkum núverandi, sé hægt að þröngva upp á Íslendinga.

Aðilar, rétta aldrei slík tilboð upp í hendurnar. Þ.e. okkar hlutverk að fara fram á slíkt, ekki þeirra að leggja það fram af fyrra bragði.

En, hafandi í huga, að rökrétt er fyrir Hollendinga og Breta að semja, þá hef ég alltaf talið, og tel enn; að þeir muni semja þó svo núverandi samningar, standi eftir sem ónýtt plagg, að lokum.

-----------------------------------

Og, ég er einfaldlega ósammála því, að staða okkar sé veik.

Hún er það ef við höldum það sjálf.

Þetta snýst einfaldlega um, hvaða fórnir við erum til í að færa, fyrir betri samninga.

Ég tel alveg "Default" vera áhættunnar virði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.2.2010 kl. 22:42

46 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"

En það er kannski meira um vert að þessi frávísun forsetans hefur sett af stað keðjuverkun sem ekki sér fyrir endann á. Í raun er hann viðsemjandinn "í dag. Þar sem hann hefur sagt að hann einn geti ákveðið hvort að samningar ríkisins samræmist vilja þjóðarinnar, þá er hann í raun "the decider." En stjórnvaldsleg hefð á Íslandi hefur verið sú að forsetinn hefur ekki pólítískt umboð til að fara á móti ríkisstjórninni. Í þessu máli er hann komið nokkuð langt á veg, því að hann er hérna farinn að seilast inn á svið löggjafans einnig. "

----------------------------------

Andri - þetta er þvættingur.

Stjórnskipun okkar, er sú að aðalreglan er Þingræði. En, þ.s. forsetinn er einnig þjóðkjörinn er hann formlega jafnrétthár og - það virðist hafa verið skilningur þeirra er sömdu stjórnarskrána - og að tilgangurinn með varnaglaákvæðinu, hafi verið að forsetinn myndi raunverulega nota það.

Nú, við skulum muna að það koma fyrir á árum áður, að danakonungar notuðu sambærilegt neitunarvald, er þeir höfðu skv. stjórnarskránni frá 1918. Það, að slíkt ákvæði er sett inn í Lýðveldisstjórnarskrána, er skýrt merki um, að slíkt var ekki talin óeðlileg notkun af hálfu þeirra er sömdu hana.

Athugaðu, ég er stjórnmálafræðingur einnig eins og ímsir er hafa um þetta atriði tjáð, þetta er einfaldlega umdeilt atriði. En, mín skoðun er sú, að forsetinn hafi alltaf haft þetta vald, og tal um að hann taki sér vald, sé þar með ekki á rökum reist.

Ég var alltaf og er enn, ósáttur við túlkun Vigdísar, á sínum tíma.

----------------------------------------

Eins og þetta virkar, þá er þetta leið til að láta vilja þjóðarinnar koma fram, þegar mjög umdeilt mál er fyrir Alþingi. Slík notkun á varnaglaákvæðinu er 100% concistent við anda þeirra hugmynda, er stóðu á bak við þegar stjórnarskráin var samin.

Allt og sumt, sem stjórnmálamenn þurfa að gera, til að forðast virkjun varnaglaákvæðisins, er að vinna fylgi með þjóðinni - þegar hugsanleg umdeild mál eiga í hlut.

Þ.e. einmitt hin lýðræðislega leið.

Ef þjóðin vill það ekki, þá er það einnig hennar réttur að segja "Nei" - jafnvel þó það væri óskynsamlegt í einhverjum skilningi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.2.2010 kl. 22:54

47 identicon

Einar Björn-

Gott að þú hefur svona öruggar skoðanir á því sem þú telur líka vera umdeilt vafamál.

Íslensk stjórnskipan er eitthvert mesta fúsk sem hægt er að ímynda sér. Þegar lýðveldið var stofnað var því sem næst engu breytt, nema að embætti forseta var skotið inn fyrir konung. Þar var engu bætt við um hvernig fara ætti með utanríkismál (sem aldrei höfðu verið á könnu Ísland), né heldur hvernig ætti að skipuleggja dómskerfið, o.s.frv. Enda var ýmislegt skrafað um það að laga þyrfti stjórnarskránna hið fyrsta. En í 65 ára sögu lýðveldisins voru einungis gerðar frekar smávægilegar breytingar nokkrum sinnum.

Ég er mjög fylgjandi því að framkvæmdavaldið sé kosið beint, í stað þessa þingskipulags sem er í landinu í dag. Hún hefur ekki reynst vel, sérstaklega þar sem flokkarnir eiga í raun þingmannahópinn, og einstaka þingmenn svara ekki beint til kjósenda (þeas. ekki einmenningskjördæmi).

Það sem ég var að benda á er að þegar fólk hefur gengið til kosninga á Íslandi þá hefur ekki verið nein skýr mynd um pólitískt valdsvið forseta. Þess í stað þá hefur verið eitthvað froðusnakk um "sameiningartákn þjóðarinnar." Eins og forsetinn sé einhver Íslandsklukka. Þegar kosið er til embættis án þess að kjósendur hafi grunn upplýsingar um valdsvið og áhrif embættisins, þá er ekki hægt að tala um að slíkur fulltrúi hafi pólitískt vald frá þjóðinni.

Þar fyrir utan er hlægilegt að tala um túlkun á stjórnarskránni -- hver á að skera út um túlkunina? Það er enginn stjórnskipulegur grundvöllur til að skera úr um slíkan ágreining. Það sem ég er að benda á er einfaldlega það að frá stofnun lýðveldisins hafa flokkarnir haft sjálfsdæmi um það hvernig landskipanin er. Árangurinn er eftir því, enda hefur almenningur á Íslandi aldrei litið á stjórnmál sem annað en íþróttakeppni, eða leið til að koma vinum og vandamönnum í bitlingavald.

Það væri annars ágætt í lokin ef þú gætir bent mér á -- stjórnvaldslega -- hvert vald þingsins til að semja um Icesave er í dag? Forsetinn hefur ákveðið upp á sitt einsdæmi að hann ráði ferðinni, því marki að hann getur alltaf hótað að setja nýjan samning í atkvæðgreiðslu. Er þá ekki eina rökrétta leiðin að hann setji saman þau samningsatriði sem þarf að ná fram til að hann samþykki gerninginn? Eða heldurðu að hollendingar og bretar gangi frá öðrum samning með fyrirvara um þjóðaratkvæðisgreiðslu?

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 23:32

48 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Það væri annars ágætt í lokin ef þú gætir bent mér á -- stjórnvaldslega -- hvert vald þingsins til að semja um Icesave er í dag? Forsetinn hefur ákveðið upp á sitt einsdæmi að hann ráði ferðinni, því marki að hann getur alltaf hótað að setja nýjan samning í atkvæðgreiðslu. Er þá ekki eina rökrétta leiðin að hann setji saman þau samningsatriði sem þarf að ná fram til að hann samþykki gerninginn? Eða heldurðu að hollendingar og bretar gangi frá öðrum samning með fyrirvara um þjóðaratkvæðisgreiðslu?"

----------------------------------------

Grunnreglan er þingræði. Þ.e. óbreytt.

Þannig, að Alþingi hefur þetta vald.  Afgreiðsla forsetans, hefur engu um það breytt.

Varnaglaákvæði stjórnarskrárinnar, kemur einungis til greina, ef ljóst er að þjóðin er mjög andvíg e-h tiltekinni afgreiðslu.

Það, að forseti bregðist við, og vísi máli til þjóðarinna, er í engu umbreyting á stjórnskipuninni - einungis notkun á möguleika sem stjórnskipunin kveður á um.

Forsetinn, er formlega með því, ekki endilega að lísa yfir andstöðu við ríkisstjórn. Né, er hann endilega að formlega að taka afstöðu, til þess þingmáls er á í hlut, þ.e. með þeirri aðgerð. Á hinn bóginn, benda yfirlísingar hans, síðan þá, að hann sé í reynd, andvígur þessu frumvarpi. En, aðgerðin sem slík, að vísa máli til þjóðarinnar, formlega séð - krefst ekki að forsetinn taki þannig séð afstöðu til viðkomandi máls.

Næg ástæða er, að skýr andstaða meirihluta þjóðar sé til staðar.

Forseti, fromlega séð, þarf ekki að tjá sig um efni máls, að öðru leiti en að vísa á þetta. Heppilegra hefði sennilega verið, að hann hefði tjáð sig mun minna um málið.

-------------------------------

Ég ítreka, að forsetinn er að starfa innan ramma stjórnskipunarinnar.

Mér finnst hún ekkert óskýr, hvað þetta varðar.

Hún er þessi:

  • Grunnregla; þingræði.
  • Varnaglaákvæði, takmarkandi þáttur.

Varnaglaákvæðið, þ.e. fráleitt að tala um að það afnemi þingræðið. Eða, að forsetinn sé að koma á forsetaræði.

Allt og sum, ég ítreka, sem stjórnvöld hvers tíma, þurfa að gera, til að komast hjá virkjun þessa ákvæðis, er að vinna málum fylgis meðal þjóðarinnar.

Þ.e. hin lýðræðislega leið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.2.2010 kl. 23:52

49 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Reynda má halda því fram, að það sé einmitt eitt af hlutverkum forsetans, sem sameingingartákn, að lágmarka klofning á meðal þjóðarinnar, þ.e. að stuðla að sáttum.

Að mínu mati, er þjóðaratkvæðagreiðsla um umdeilt mál, einmitt leið sem geti stuðlað að sátt um mál.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.2.2010 kl. 23:58

50 identicon

Einar Björn-

Það eina sem þú hefur gert er að skilgreina pólitíska ákvörðunartöku. ÓRG notaði einhverja aðferðarfræði sem hann þarf ekki að skýra fyrir neinum. Hann notaði það sem kallast á ensku 'discretion.' Almenna reglan í stjórnvaldsgerningum er að "discretion" er eitthvað sem enginn getur tekið sér án lagastoða.

Þegar forsetinn vísaði málinu til atkvæðagreiðslu vitnar hann til lagaákvæðis sem enginn getur skorið úr um hvort að sé gilt, og þá með hvaða hætti (það er enginn stjórnarskrárdómstóll á Íslandi, né nokkur önnur viðurkennd aðferðafræði til að skera úr um stjórnarskrárágreining).

Annars er þetta að verða þreytandi tuð. Ég var bara að benda á að í þessu efni er forsetinn á veikum grunni, og að alþingi hefði getað neitað þessari úrlausn og einfaldlega ítrekað niðurstöðu sína. Forsetaembættið hefur aldrei verið notað sem pólitískt apparat með þessum hætti og fólk hefur ekki gengið til kosninga með þennan skilning í huga.

En það sem skiptir máli núna, og ástæðan fyrir því að ég er að tuða enn, er að það er engin augljós stjórnsvaldleg lausn í þessu máli. Það eru nokkrar mögulegar leiðir ef Icesave fellur:

1. Forsetinn lýsir yfir að enginn samningur verði samþykktur án þjóðaratkvæðagreiðslu.

2. Forsetinn skýrir fyrir stjórninni hver samningsmarkmið hans eru fyrir hönd þjóðarinnar, svo að hægt sé að leita eftir þeim samningi (væntanlega gert opinberlega í lýðræðisanda).

3. Forsetinn lætur stjórn/þing semja á forsendum ríkisstjórnarinnar og þings og ákveður síðar meir hvort að hann vísar málinu til þjóðarinnar eða samþykkir lausnina, byggt á sínu persónulega mati á því hvort þjóðin vilji þann samning.

4. Forsetinn lýsir yfir að samningur sem fulltrúar allra flokka standi að, muni fá samþykkt hans, óháð skoðunum meirihluta þjóðarinnar (eða önnur sambærileg útfærsla)

Ef forsetinn segir ekkert, erum við de facto í stöðu #3. Sem gagnvart gagnaðilum þýðir að umboð samningamanna er ekki óskorað, og í raun tilgangslaust að semja við fulltrúa Íslands þar sem umboð þeirra er óvíst. Þetta er það sem ég á við þegar ég segi að forsetinn er í raun viðsemjandinn: hann ræður hvert þetta mál fer núna.

Þetta er það sem ég á við, og þetta er ástæðan fyrir því að eins og svo oft áður þá eru Íslendingar þremur leikjum á eftir sjálfum sér í flókinni skák. Það ætti enginn að tefla sem hefur þá strategíu að vona að andstæðingurinn leiki af sér. Þingið virðist ekki hafa hugsað málið til enda, og er að gefa forsetanum vald sem hann hefur ekki umboð til að taka.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 01:07

51 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Hann notaði það sem kallast á ensku 'discretion.' "

---------------------------------

Þ.s. ekki var nákvæmlega skilgreint notkun ákvæðisins, þá þíðir það að forsetinn, hefur umtalsvert svigrúm.

Ég bendi á, að ætíð hafa forsetaframbjóðendur lýst því yfir aðspurðri, að þeir líti á ákvæðið sem virkt.

Þegar forsetinn vísaði málinu til atkvæðagreiðslu vitnar hann til lagaákvæðis sem enginn getur skorið úr um hvort að sé gilt, og þá með hvaða hætti

---------------------------------------

Hæstiréttur er bær dómstóll.

Hinsvegar, getur vöntun á dómsúrskurði ekki virkað takmarkandi. Þ.e. ekki hin almenna regla hérlendis.

Ég var bara að benda á að í þessu efni er forsetinn á veikum grunni, og að alþingi hefði getað neitað þessari úrlausn og einfaldlega ítrekað niðurstöðu sína.

----------------------------------------------

Þá hefði komið til kasta Hæstaréttar, sem hefði þá úrskurðað skv. ákvæðum stjórnarskrár, sennilega með þeim hætti að sá gerningur væri "unconstitutional".

Forsetaembættið hefur aldrei verið notað sem pólitískt apparat með þessum hætti

-----------------------------------------

Þetta ákvæði hefur aldrei verið notað. En, á hinn bóginn er kolrangt, að aldrei hafi staðið pólit. styrr um embættið.

Sbr. var Kristján Eldjárn virkur forseti, ég nefni dæmi um umdeilda aðgerð hans myndun ríkisstjórnar þ.s. hluti Sjálfstæðisflokks myndaði ríkisstjórn, á meðan megnið af flokknum var í andstöðu.

Síðan, get ég nefnt eina dæmið um utanþingsstjórn. Vitað, er að Kristján var í eitt skipti kominn á fremsta hlunn, með að skipa slíka.

Svo, þ.e. einfaldlega kolrangt, að embættið hafi jafnan forðast pólitísk átök.

Þ.s. villir mönnum sýn, er embættistíð Viggu. Þ.e.. reyndar hennar tíð, sem var stílbrot.

fólk hefur ekki gengið til kosninga með þennan skilning í huga.

----------------------------------

Því er ég einnig ósammála. Ég bendi á, að ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að ávkæðið væri virkt, og var t.d. hundóánægður með skoðanir Viggu á því ákvæði og hef alltaf verið.

Var ánægður með ákvörðun Ólafs í bæði skiptin.

Ég bendi á, að 4 flokkurinn hefur einmitt verið ósamkvæmur sjálfum sér fullkomlega. Síðast voru kratar og VG fagnandi meða Sjálfstæðismenn og Frammarar voru með böggum hildar. Nú, er einfaldlega hlutverkum umsnúið.

Mér sýnist þvert á móti, að andstaðan við ákvæðið og notkun þess, sé pólitísk, þ.e. þegar aðilar eru í stjórn, vilja þeir ráða, og þá finnst þeim stafa ógn af þessu ákvæði.

Ég bendi á nærri því 100% samhljóm með rökfærslu þinni, og því sem margir Sjálfstæðismenn sögðu, rétt í kjölfar synjunar Ólafs á fjölmiðlalögunum.

Ég er einnig ósammála því, að flestir Íslendingar, hafi ekki talið ákvæðið virkt. Þvert á móti, þekki ég fullt af fólki, sem hefur haft svipaðar skoðanir og ég. Það fólk, er þá því marki brentt eins og er með mig, að hafa lengst af verið utan flokka. Sem sagt, óháðir.

-----------------------------------------------------

Ég lýsi þessa upptalningu þína frá 1 - 4 þvætting.

Er 100% ósammála henni.

Eins og ég sagði, í báðum tilsvörum, þá þíðir ákvæði þetta, að fylgis þarf að vinna með þjóðinni.

Það segir sig sjálft, að ef ekki er áberandi meirihluti almennings andvígur samningi við erlent ríki, sem ríkisstjórn hyggst gera. Þá, þarf ríkisstjórnin ekki að óttast þetta ákvæði.

Þannig, að þ.s. þarf að gera, er einmitt að útskýra málin fyrir þjóðinni. Vinna þeim fylgi.

Þetta kallast að auðsýna fólki tilhlýðilega virðingu, og ekki síst að sýna því virðingu, að valdið kemur frá fólkinu. Þetta er hin lýðræðislega leið.

Ég held að það sé einfalt í þessu tilviki, þ.e. að þjóðin hafi á réttu að standa, og blindir hagsmunapotarar og hræddir pólitíkusar, á röngu að standa.

-------------------------

Ég vísa á mína nýjustu færslu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.2.2010 kl. 03:24

52 identicon

Einar Björn-

Ég læt þessu hér með lokið að minni hálfu. Þú ert heppinn að sjálfsálit þitt er eins mikið og raun ber vitni. Það gefur sjálfhverfum skoðunum þínar þokkalegt pláss til að spóka sig. Víst er að þú hleypir engu öðru að.

Andri Haraldsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 03:43

53 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ja hérna hér, sumir þurfa mjög á því að halda, að líta í spegil.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.2.2010 kl. 16:20

54 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Það er búið að vera gaman að fylgjast með þessum rökræðum milli Andra og Einars Björns. 

Andri hefur áhyggjur að því hver langtímaáhrifin verða af því ef "forsetinn" getur hvenær sem er tekið fram fyrir framkvæmdavaldið eða fari að hegða sér eins og stjórnarandstaða. 

Á móti telur Einar Björn að þetta sé nauðsynlegur "varnagli" sem forsetinn getur notað ef ríkisstjórnin fer að gera hluti sem meirihluti þjóðarinnar er greinilega andvígur.

Verð nú bara að segja að báðir hafa nokkuð til síns máls. En þangað til stjórnarskránni er breytt, stendur hún eins og hún er skrifuð.  Og samkvæmt hennu hefur Forsetinn þetta vald til að skjóta lögum til þjóðarathvæðagreiðslu.  Ef menn telja að þetta ákvæði sé annaðhvort hættulegt eða ekki nægilega vel orðað, verðum við einfaldlega að breyta stjórnarskránni (sem reyndar er ekkert einfalt mál).

Bretar og Hollendingar hafa auðvitað rétt á að vita við hverja nákvæmlega þeir eru að semja og hvað við raunverulega viljum.   Ríkisstjórnin, sem fer auðvitað ennþá með framkvæmdavaldið, getur leyst það vandamál með því að hafa með í ráðum frá upphafi, aðila úr stjórnarandstöðunni og/eða hópum eins og InDefence, og raunverulega taka tillit til þeirra sjónarmiða sem þeir setja fram, ÁÐUR en skrifað er undir (í þriðja sinn).

Bjarni Kristjánsson, 3.2.2010 kl. 19:43

55 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt hjá þér, Bjarni.

Mín tilfinning er, að framkvæmdavaldinu hafi lengi verið í nöp við þetta vald forsetans; skynjað þ.s. ógn.

Það hafi, lengi haft þá tilneygingu, að siga á forsetann, sínum postulum, sem predika þetta dæmigerða - forsetinn eigi að vera sameiningartákn sem skilja ber með þeim hætti að hann eigi ekki að beita valdi sínu - að það ríki þingræði sem einnig ber að skilja með sama hætti - að ekki sé hefð fyrir beitingu þess (reyndar úrelt nú) sem var einnig skilaboð um að beita því ekki.

Í hvert sinn, sem forsetinn sýndi hina minstu tilburði, hófst þessi leiksýning, þ.e. maður gekk undir mann, hver postulinn á fætur öðrum, allir að sjálfsögðu með e-h hætti á ríkisjötunni - við sjáum þetta dæmigerða "repeat" einmitt í dag.

Rökin, eru alltaf mjög nálægt því sömu.

-----------------------------------

Eins og ég sagði Andra, þá er þetta pólitík.

Að sjálfsögðu, er forsetinn sakaður um að skipta sér af pólitík, og auðvitað af heilagri vandlætingu - en, heilög vandlæting er alltaf partur af þessari leiksýningu.

En, þegar menn beita þeirri ásökun, þá beita þeir mjög þröngri söguskoðun, því ef Vigga er fráskilinn, hafa allir forsetar Lýðveldisins beitt sér á einhverjum tímapunktir, með hætti, sem var með einhverjum hætti, umdeilt.

Vigga, hin þæga, var auðvitað og er fyrirmyndin, í augu fulltrúa framkvæmdavaldsins.

-------------------------------------------

Eins og ég sé það, þá hafði forsetinn ekki val um annað, ef hann átti að vera sjálfum sér samkvæmur.

Í almennu samhengi, telst það óskynsamlegt af svokölluðum lýðræðislegum stjórnvöldum, að leiða hjá sér svo sterkt "outcry" sem myndbyrtist með söfnun 60þ. undirskrifta.

Að auki, á það sama við, að leitast við að brjótast í gegn með mál, sem hefur svo almenna andstöðu.

----------------------------------------

En þ.e. menn leiða hjá sér, er hættan við það, að framkvæma þá athöfn, að leiða hjá sér svo víðtæka andstöðu.

Sögulega séð, þegar pólit. saga ímsra annarra landa er skoðuð, þá hafa svo djúpstæðar deilur sem þessar, valdið alvarlegum innanlands átökum.

Að sjálfsögðu er augljóst, ef fólk upplyfir það svo sterklega, að stjórnvöld vinni gegn grunnhagmunum þeirra, en þ.e. mjög almenn skoðun rétt/rangt að Icesave auki líkur á gjaldþroti landsins, og í kjölfarið umtalsverðri viðbótar lífskjara skerðingu. 

Hættan að sjálfsögðu er, að ef áfram er kynt undir - en þegar deilur eiga sér staða þá þarf að lágmarki 2 til - að miklu mun alvarlegri átök en þau sem áttur sér stað við lok árs 2008 og upphaf árs 2009, brjótist út.

Við höfum öll klassísku hættumerkin, þ.e. hratt vaxandi atvinnuleysi, lífskjaraskerðing eins langt og augað eygir = sterk undirliggjandi örvænting.

Mjög stór hópur almennings, sér enga von um skárri framtíð, ef ekki fer fram mjög umtalsverð stefnubreyting.

Ef aðilar, þverneita að taka tillit til slíks, þá fer sú hætta er ég tala um, áfram vaxandi.

Mín skoðun er að Ólfaur Ragnar, sem dr. í stjórnmálafræði, viti þetta fullt eins vel og ég.

------------------------------------------

Forsetinn, að mínu mati, hefur það hlutverk sem sameiningartákn, að íhuga heildarhagsmuni.

Mín skoðun, er að með ákvörðun sinni, hafi hann einmitt það gert - og, þannig dregið stórlega úr þeirri örvæntingu hið minnsta um tíma sem hafði verið að byggjast upp.

Menn verða að skilja, að ef alvöru þjóðfélagástök brjótast út, þá er ekki nokkur hlutur sem hefur meira "potential" til að valda okkur skaða.

Þ.e. ekkert, og ég meina, alls ekkert, mikilvægara en að koma í veg fyrir þau átök.

Því, sagan sýnir, að þegar þau brjótast úit, þá getur atburðarásin mjög hratt, þróast frá slæmu til verra.

Mjög hratt, er hægt að framkalla mikla eyðileggingu.

Þetta er þ.s. ég tel, ákvörðun forsetans, hafa ítt á frest.

--------------------------------

Eins og ég upplifi þetta, þá er ríkisstjórnin haltur leiðir blindann - þ.e. verra er af því tagi er neitar að sjá - og, það virkilega var verið að leiða okkur í átt, að hengiflugi.

Ákvörðun forsetans, hefur kippt okkur, aðeins smá vegalengd, frá því.

En, ef ekki tekst að ná samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu, getur það allt verið unnið fyrir gíg.

--------------------------------

Stjórnin verður að sætta sig við, að þjóðin vill nýjan samning. Og, þá á ég viðr raunverulega nýjan samning.

Mín skoðun, er að hættan við það að fara þá leið, sé sú minni.

En, ég ítreka - ekkert sögulega séð, veldur hagkerfi meira tjóni, en átök.

Pældu í því, hvað myndi koma fyrir ísl. túrisma, ef myndir myndu berast út um heim, af brennandi byggingum, bílum - niðri í bæ.

Ferðamanna iðnaðurinn, gæti hrunið mjög hratt.

-----------------------------------------

Hvet þig til að leta þetta:

Why Iceland Must Vote “No”

Þetta er skoðun þessa manns:

Alex Jurshevski

Alex Jurshevski - Managing Partner

Alex is the founder of Recovery Partners and has more than 20 years of experience in investment management, M&A and advisory work. Alex was formerly a Managing Director of Bankers Trust and prior to that he was with Nomura's Investment Banking Division, a member of the European Management Committee at NIplc and Chair of the Emerging Markets Trading Committee. In the early 90's Alex was recruited to turn around the portfolio management operations for the government of New Zealand. He was a member of the Advisory Panel on Government Debt Management and the World Bank's Government Borrowers Forum. He has been involved in over USD 40 billion of financial restructurings and over USD 20 Billion of primary transactions. Mr. Jurshevski is a current board member of the Toronto Chapter of the Turnaround Management Association and a director of a publicly traded (TSX) high-yield bond fund. His language skills include English, French, and German.

Ég held, að í ljósi hver hann er, eigum við að taka mikið mark á honum.

Kv.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.2.2010 kl. 23:25

56 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt enn.

Framkvæmdavaldið, lætur oft eins og Þingræðið sé "allt eða ekkert".

En, þ.e. mjög villandi. 

Mun skynsamlegra, að líta á þ.s. skala - frá miklu yfir í lítið.

--------------------------------

Skv. ísl. stj.skipan er þingræði aðalregla, en ákveðið varnaglaákvæði sem forseti getur beitt takmarkandi þáttur.

Hann, þ.e. forsetinn, er ákveðið tékk á vald Þingsins, og þ.s. oftast nær stýrir framkvæmdavaldið þinginu en ekki öfugt í krafti þingmeirihluta; þá er það sama og að vald forsetan sé tékk á vald framkvæmdavaldsins.

-----------------------------------

Staðreyndin er sú, að á Íslandi hefur verið mjög veik 3. skipting, þ.s. Alþingi er svo háð framkvæmdavaldinu oftast nær, að það hefur almennt séð ekki virkað sem skildi sem sér valdapóll - eins og t.d. danska þingið gerir.

Þannig, að það má líta á, vald forsetans sem algerlega nauðsynlegt, þar til 3. skipting valds hérlendis, hefur verið eflt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 3.2.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband