Jafnvel þó Icesave lögin verði felld, þá munu Bretar og Hollendingar alltaf fá greitt 6.4B Evra!

Jafnvel þó Icesave lögin verði felld í þjóðaratkvæðinu, þá munu Bretar og Hollendingar ALLTAF fá greitt allar eignir gamla Landsbankans, núna áætlaðar 6.4 milljarða evra (1164 ma. ISK), sem er meira en nóg til að greiða alla Icesave "skuldina" 4.0 milljarða evra (720 ma. ISK).  Það er því út í hött að halda því fram að við ætlum ekki að borga, eins og sumir í Bretlandi og Hollandi hafa verið að halda fram.  Við eigum að koma þessu atriði stanslaust á framfæri erlendis í gegnum aðila sem styðja okkar málstað, eins og til dæmis Richard Quest.

Það má finna meiri útskýringar um þetta sérstaka atriði í eftirfarandi færslu:

Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!

Ég bætti síðan við annari mjög ítarlegri færslu, þar sem ég skýrði út okkar málstað á ensku og lagði upp nokkrar lausnir, sem auðvelt er að sannfæra erlenda aðila um, og mætti mögulega ná með frekari lítilli fyrirhöfn:

The Icesave Paradox: How can Iceland be against the current Icesave agreement, and still be absolutely committed to fulfill all its obligations?


mbl.is Quest tekur málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Bjarni. Ætli það fólk sem hrópar hæst hér heima, að við eigum ekki að borga þessa skuld, hafi gert sér grein fyrir þessari staðreynd. Þetta mál er gert svo flókið og það er búið að lita það svo mikið af "þjóðernis sinnuðum áróðri" að margir vita ekki í raun hvað er rétt og hvað ekki.

Ég man þegar fyrst var verið að segja að eignir LB myndu dekka mestann hluta skuldarinnar (Sigurjón Árnason o.fl) að fólk ætlaði vitlaust að verða og æpti að þetta væri bull og þvættingur. Hver trúir Sigurjóni og annað í þeim dúr. En hver er raunin?

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.1.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Ég er sammála þér Bjarni. Það þarf að vinna okkar málstað brautargengi erlendis. Innanlands er aðalmálið að fá Samfylkingu og VG til að vinna með málstað Íslands.

Guðmundur St Ragnarsson, 12.1.2010 kl. 18:19

3 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Sæl Hólmfríður,

Ég hefði í sjálfu sér ekkert á móti því að sleppa við að borga þessa skuld, og hef vissa samúð með þeim sem berjast fyrir því og þeirra rökum. 

Að mínu áliti, ef við getum fengið Ragnar Hall ákvæðið aftur inn að fullu (200+ milljarðar), og einhvern vegin möndlað með útreikninginn á vöxtunum, þannig að hann lækki um eitthvað nálægt 100 milljarða (sjá t.d. tillögurnar í ensku færslunni), þá ættum við líklega að geta höndlað þá 100-200 milljarða sem eftir eru. 

Ef við reynum hinsvegar að berjast til síðasta blóðdropa og losna við alla skuldina, sem gæti í sjálfu sér tekist að lokum, þá hafa Bretar og Hollendingar ekkert gagn að samningnum, og geta tafið málið endalaust.  Þetta er bara kalt raunsæismat á okkar stöðu. 

Ragnar Hall ákvæðið er að mínu ófrávíkjanlegt krafa og réttlætismál fyrir okkur, og við síðan þurfum einhverskonar lausn á vöxtunum, en ef við fáum þessi tvö atriði í gegn, þá eigum við að mínu áliti að semja, til að klára málið.

Varðandi hvort eignir LBI dekki mestann hlutann af Icesave skuldinni, þá er það að nokkru leiti rétt hvað varðar Íslenska hlutann (6.4B > 4.0B), en þær duga ekki alveg ef við teljum með Breska/Hollenska hlutann (6.4B < 7.3B).  Þeir verða því fyrir tjóni að þessu líka, sem er sjálfsagt, því þetta mál var ekki BARA Íslendingum að kenna.  Allir þurfa að bera einhverjar byrðar hérna. 

Restin af kröfuhöfunum (19.0-7.3=11.7B) fá síðan ekki neitt, þannig staðan hjá LBI og Sigurjóni, er nú ekkert endilega sérstaklega til að hrósa sér af.

Bjarni Kristjánsson, 12.1.2010 kl. 21:32

4 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Sælir Guðmundur,

Já, það er alveg ótrúlegt að margir halda enn að ef samningurinn er felldur, þá muni Íslendingar ekki greiða neitt.  Það er eins og þessar 6.4B Evra hafi einfaldlega týnst!

Bjarni Kristjánsson, 12.1.2010 kl. 21:35

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu

Sjá greinIceland needs international debt management

Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.

Prófill Sweder van Wijnbergen

Fáum þennann mann til landsins!!!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband