Hvort skiptir meira máli: 200 milljarðar eða 25 milljón króna reikningur frá Mishcon de Reya?

Nú er kominn reikningur frá lögmannstofunni Mishcon de Reya og fólk er að fjargviðrast yfir upphæðinni 25 milljónir króna. Erlend lögfræðiaðstoð kostar auðvitað sitt og allir sem hafa horft á lögfræðiþætti í sjónvarpinu eiga ekki að vera neitt undrandi yfir þessar upphæð.

Reiknað yfir í bresk pund gera þetta rétt rúmlega 120 þúsund pund. Það kemur ekki fram í fréttinni hvaða "hourly rate", Mishcon de Reya er með, en 500 pund á tímann væri líklega nærri lagi miðað við hvað tíðkast í Bretlandi. Þetta eru því eitthvað nálægt 200-300 tímar til að gera 86 blaðsíðna skýrslu. Raunverulega má álykta að þetta sé frekar ódýrt, miðað við alvarleika málsins, fjárhagslega framtíð Íslands.

Spurningin á ekki að vera hvort 25 milljónir séu of mikið, heldur hvort skýrslan sem Mishcon de Reya skrifaði sé gagnleg og geti mögulega hjálpað okkur að lækka Icesave greiðslurnar.

Flestir heyrðu aðeins af þessari skýrslu, þegar hún kom út rétt fyrir jól og olli miklu uppsteiti á Alþingi.  Þetta var miður þar sem skýrslan sjálf var mjög vandlega gerð og ýtarleg.  Hérna er eintak af skýrslunni sem ég ráðlegg öllum sem hafa áhuga á Icesave að lesa vandlega:

http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=138&malnr=76&dbnr=835&nefnd=fl

Skýrslan var gerð að beiðni Alþingis og var ætlað að greina lögfræðilega og svara spurningum um fyrirfram ákveðin atriði:

  1. Lögfræðileg ráðgjöf varðandi skilmála Icesave samningsins og seinni breytingar
  2. Áhrif á Icesave samninginn að vera sett undir ensk einkaréttalög
  3. Áhrif á Icesave samninginn ef lögum og reglum ES verður breytt seinna hvað varðar innistæðutryggingar
  4. Ráðgjöf hvernig megi höndla áframhaldið samningslega ef Icesave samningurinn er felldur

Þar sem skýrslan er frekar löng, þá er hérna er efnisyfirlit fyrir helstu kaflana til að auðvelda yfirlestur:

    Instructions1
    Biographies3
    Background4
    Mishcon de Reya Advice10
       Chapter 1 - Terms of the Icesave Agreement10
             1. UK Settlement Agreement10
             2. UK Loan Agreement27
             3. Dutch Loan Agreement45
       Chapter 2 - Jurisdictional Issues53
       Chapter 3 - European Legislation57
       Chapter 4 - Matters to be considered by Althingi 66
    Appendix 1: Advice of Matthew Collings QC 72
    Appendix 2: Mishcon de Reya - Terms of Advice    80

Mikilvægasti kaflinn er líklega 1. UK Settlement Agreement, sem fjallar mjög ýtarlega um 4.2(b), það sem hefur verið kallað Ragnar Hall ákvæðið á Íslandi. Eitt og sér eykur þetta eina ákvæði, algjörlega að óþörfu, fjárhagslegar skuldbindingar Íslands líklega yfir 200 milljarða, eins og ég fjallaði um í þessari færslu:

Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!

Ef við getum nýtt skýrslu Mishcon de Reya til að lækka okkar skuldbindingar um 200 milljarða eða jafnvel meira, þá eru þessar 25 milljónir króna vel þess virði!


mbl.is Tífalt hærri reikningur en vænst var
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Mér finnst alveg sprenghlægilegt að þeir hafi gert ráð fyrir 1.5milljón króna reikningi. Þetta fólk er alveg veruleikafirrt.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.2.2010 kl. 18:56

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Bjarni málið snýst ekki um upphæðina heldur hvernig hún varð til talað var um 1.5 milljón en hún varð 15 milljónir ef vinnubrögðin eru svona og þetta er það sem skal standa hverju eigum við að treysta? Það er mitt mat að við getum ekki treyst á þau stjórnvöld eða stjórnendur sem vinna svona ekki veit ég til að mikið hafi verið farið  eftir þessari skýrslu allavega þegar ég var á alþingi þann 30.12.2009 var ekki mikið mark tekið á þessari skýrslu og skeyti frá Reya stöðvuð. Ef forsetin hefði ekki synjað icesave undirskriftar hefði þessi gjörningur verið samþykktur hvað þá með þessa lögfræðiaðstoð gerði hún eitthvað gagn?

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 19:00

3 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Sælir Sigurður,

Það var örugglega gerður samingur við Mishcon de Reya, þar sem kveðið var á um hve mikið var rukkað á tímann.  Þessi 4 lögfræðilegu atriði sem Mishcon de Reya var beðið um að greina voru mjög yfirgripsmikil og ég efast um að hægt hefði verið að skrifa svona viðamikla skýrslu á aðeins 20-30 tímum. 

Við þurfum að sjá upprunalega samninginn sem gerður var, til að sjá hvort það voru sett inn einhver skilyrði hve miklum tíma Mishcon de Reya mátti setja í þetta verkefni.  Mig grunar að þar sem skrifstofustjóri Alþingis segi að það sé EKKI ágreiningur um upphæðina, að þá sé þetta samkvæmt samningnum.

Ef þeir sem báðu um skýrsluna (Alþingi) ákveður síðan að fara ekki eftir ráðleggingum skýrslunnar, þá er það ekki við neina aðra en þá sjálfa að sakast. 

Þar sem forsetinn synjaði undirskrift á Icesave, er enn tækifæri á að lesa skýrsluna og nýta sér hana í þriðju umferð samninganna (ef af verður).

Bjarni Kristjánsson, 8.2.2010 kl. 19:34

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Akkúrat Bjarni alþingi ætlaði með gjörningum sýnum að salta þessa skýrslu með niðurstöðu kostnagana með öðrum orðum þá var þessi lögfræðiaðstoð skrípaleikur við borgum. Eins og þú segir þá er við alþingi og ríkisstjórn að sakast þessi vinnubrögð sem viðhöfð voru á alþingi eru ekki boðleg lýðræðinu. Eins og ég hef áður sagt landráð.

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 23:06

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Bjarni. Takk fyrir að birta þessa skýrslu og þó mig skorti málakunnáttu til að lesa hana mér til gagns, þá minu margir geta lesið hana og það er gott.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.2.2010 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband