Af hverju virka nýju IceSave fyrirvararnir ekki eins vel og þeir gömlu?

Með þessum breytingum á fyrirvörunum sem ríkisstjórnin kynnti í dag, þá er raunverulega verið að setja upprunalegu fyrirvarana sem Alþingi samdi, út af borðinu.  Ég hef þegar fjallað í þessari færslu hvernig núna eigi alltaf að greiða vextina á hverju ári, óháð 6% hámarkinu miðað við hagvöxt í erlendri mynt.

Upprunalegi tilgangurinn með fyrirvörunum var að vernda íslenska efnahagskerfið, ef við komumst ekki upp úr kreppunni og landsframleiðslan stendur í stað eða minnkar.  Það skiptir því miklu máli hvernig þetta hámarks-þak er reiknað út.

Því vaknar sú spurning sjálfkrafa upp, virka IceSave fyrirvararnir eins vel og þeir gömlu eftir þessar breytingar?

Til að svara því, þá þurfum við að skoða betur hvernig fyrirvararnir takmarka nákvæmlega hámarksgreiðsluna fyrir hvert ár.  Samkvæmt útreikningum í þessari færslu, þá var landsframleiðslan fyrir 2008, 11584 milljónir evra miðað meðalgengi krónu 127.46, en fyrir fyrri helming 2009, þá var landsframleiðslan 4434 milljónir evra miðað við meðalgengið 162.77.  Ef við áætlum að heildar-landsframleiðslan fyrir 2009 verði tvöföld miðað við fyrri helminginn reiknuð í evrum, þá fáum við út væntanlegar 8868 milljónir evra eða 23% lækkun frá viðmiðunar-árinu 2008 samkvæmt fyrirvörunum.

Ég setti upp reiknilíkan í Excel, sem reiknar út hve mikið við eigum að borga miðað við ákveðinn vöxt á landsframleiðslu næstu 15 árin.  Ef við gerum ráð fyrir 4% hagvexti á hverju ári allt tímabilið 2010-2024, þá fáum við til dæmis út eftirfarandi hámarksgreiðslur:

ÁrLandsfr.HagvöxtAukningSamtalsFyrirv.Hámark
200811584     
20098868-23%-2716-2716  
201092234.0%355-2361  
201195924.0%369-1992  
201299754.0%384-1609  
2013103744.0%399-1210  
2014107894.0%415-795  
2015112214.0%432-363  
2016116704.0%449863%3
2017121364.0%4675526%33
2018126224.0%48510386%62
2019131274.0%50515436%93
2020136524.0%52520686%124
2021141984.0%54626146%157
2022147664.0%56831826%191
2023153574.0%59137736%226
2024159714.0%61443873%132
Samtals  4387  1020


Samkvæmt þessum útreikningum, þá mundum við þurfa að borga lægri greiðslu á hverju ári 2016-2024, eða samtals "aðeins" 1020 milljónir evra (185 milljarðar króna).  Þetta er samanborið við 2097 milljónir evra (388 milljarða króna) sem við mundum þurfa að borga miðað við 90% endurheimtur úr Landsbankanum samkvæmt útreikningum sem ég gerði í þessari færslu.

Til að gera næmnisgreiningu á hvernig hagvöxturinn getur haft áhrif á hámarksgreiðslurnar, þá setti ég inn í reiknislíkanið prósenturnar 1% til 8%.  Hérna er tafla með niðurstöðunum:

 

     Hagvöxtur  Hámarksgr. 
    1%0
    2%18
    3%346
    4%1020
    5%1768
    6%2596
    7%3513
    8%4527

 

Eins og sjá má, þá mundi mjög lár hagvöxtur 1-2% (áfram kreppa) þýða að við þyrftum nær ekkert að borga samkvæmt upprunalegu fyrirvörunum, á meðan hár hagvöxtur 6-8% (aftur góðæri) þýða að öll upphæðin með vöxtum yrði greidd. 

En hvað skeður ef vextirnir eru ekki taldir með í hámarksgreiðslunum eins og núverandi breytingar gera ráð fyrir?  Þar sem vextirnir verða líklega alltaf stærsti hlutinn af greiðslunni (sjá þessa færslu), þá mundi það tákna að fyrirvararnir einfaldlega virki ekki lengur og greiðslurnar verði ekki lengur háðar því hvort efnahagur Íslands geti borið þær.


mbl.is Víða greint frá samkomulaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þarna er SAMSPILLINGUNNI rétt lýst enn og aftur standa þeir fyrir KLÆKJASTJÓRNMÁLUM....allt skal gert til að tryggja að við komust inn í EB.  UK & Holland taka ekki í mál að taka okkur inn í EB, nema þeir fái sitt í gegn, þetta veit félagi Össur...!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.10.2009 kl. 09:08

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú hefur sannarlega legið yfir málinu Bjarni og átt þakkir skyldar. Þú bendir réttilega á mikilvægi þess að vextirnir standi ekki útundan þakinu. Skilyrðin verða merkingarlaus ef það er gert.

Með samþykkt ábyrgðarinnar á Icesave-samningnum, þótt með skilyrðum væri, var boðið upp á hættur af þessu tagi. Meðal annars þess vegna var ég algjörlega andvígur allri ábyrgð.

Nú er komin upp algjörlega ný staða í málinu, því að það er að renna út á tíma. Að mínu mati mun Alþingi ekki afgreiða málið fyrir 23. þessa mánaðar og þar með fellur Icesave-krafan á Tryggingasjóðinn, eins og við höfum alltaf óskað. Sumir hafa orðað þetta þannig að málið sé dautt.

Í texta Icesave-stjórnarinnar er talað um "að vextir verði alltaf greiddir að lágmarki". Hvað þetta lágmark merkir finnst mér ekki ljóst. Getur þú útskýrt það ?

<><><>

Staðfest að greiðslur miðist við samanlagt 6% af uppsöfnuðum hagvexti. Tæknilegri útfærslu breytt.

Ákveðið að þak innihaldi bæði höfuðstólsgreiðslur og vexti en þó þannig að vextir verði alltaf greiddir að lágmarki. Ennfremur staðfest að þakið gildir áfram eftir 2024.

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.10.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Loftur & Bjarni lesið vel blogg færslu Sigurðar Kára alþingismanns XD um þetta nýja samnings frumvarp - ég tek heilshugar undir alla þá gagnrýni sem Sigurður Kári, Bjarni & þú Loftur setjið fram á Icesave.  Þetta mál er búið að vera skelfilegt klúður fyrrverandi & núverandi stjórnvalda.  Ömurlegt að verða vitni af jafn óvönduðum vinnubrögðum, ítrekað.  Ef Jóhanna & Össur væru að vinna hjá einkafyrirtæki þá væri auðvitað fyrir löngu búið að reka þau..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 19.10.2009 kl. 11:47

4 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Loftur,

Ég skil setninguna þannig, að bæði höfuðstólsgreiðslurnar og vextirnir verði bornir saman við 6% hámarkið.  Ef samanlögð upphæðin er hærri heldur en þakið, þá lækkar höfuðstólsgreiðslan sem nemur mismuninum, en vextirnir verði alltaf greiddir að fullu samkvæmt samningnum, óháð þakinu.

Það er ekki enn fullkomlega ljóst út frá þessum stutta texta, hvort vextirnir bæði fyrir og eftir 2016 teljist sem vextir í þessu lágmarki.  Það er möguleiki að túlka setninguna þannig, að áunnir vextir fram til ársins 2016 muni leggjast við höfuðstólinn sem ríkisábyrgðin tekur yfir og teljist því ekki með í þessu lágmarki. Ég gerði ráð fyrir því í blogg-færslunni, að allar vaxtagreiðslurnar teljist með í þessu lágmarki, þar sem ekkert annað var tekið fram.

Þangað til við fáum að sjá viðauka-samninginn sjálfan, sem við eigum náttúrulega að eiga fullan rétt á, verður erfitt að segja til um hvor túlkunin er endanlega rétt.

Bjarni Kristjánsson, 19.10.2009 kl. 17:26

5 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Jakob,

Ég reyni oftast að leiða hjá mér þann pólitíska skotgrafarhernað sem fer nú fram frá öllum hliðum, og einbeiti mér frekar að því að við séum að vinna með réttar tölur og staðreyndir.  

Það vinnur gegn okkar hagsmunum ef við eyðum öllu okkar púðri í að koma höggi á þá sem eru ósammála eða standa annars staðar í pólitík, í stað þess að vinna saman að lausn sem væri ásættanleg fyrir þjóðina í heild eins og tókst nú nokkuð vel í sumar.

Eftir að hafa lesið yfir blogg-færsluna hans Sigurðar Kára sem þú minntist á:

http://sigurdurkari.blog.is/blog/sigurdurkari/entry/967101/

get ég sagt að hún virðist setja vel fram alla helstu vankantana sem finna má á nýja samkomulaginu.  Hún er bara nokkuð málefnaleg, þó óneitanlega sé hann að nota tækifærið til að skjóta líka aðeins á ríkisstjórnina.

Bjarni Kristjánsson, 19.10.2009 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband