Vantar leiðréttingu á leiðréttingunni :-)

Í frétt Morgunblaðsins um gjaldþrot DSB og greiðslur úr tryggingasjóð Hollendinga, kemur núna fram eftirfarandi leiðrétting:

"ATH - tala leiðrétt um endurgreiðslu er 100 þúsund evrur ekki 10 þúsund evru líkt og fram kom í fréttinni."

Þetta er auðvitað rétt, þar sem tryggingarupphæðin í Hollandi er 100 þúsund evrur.  Allir geta gert mistök og það er hið besta mál hef þau eru leiðrétt hratt og örugglega. 

Eini gallinn er að greinin sjálf inniheldur ennþá upphæðina 1.8 milljónir króna, sem greinilega þarf að leiðrétta líka.  Nema evran sé nú allt í einu komin niður í 18 krónur :-).

UPPFÆRSLA: Tilvísunin í 1.8 milljónir króna hefur núna verið fjarlægð úr greininni, þannig allt sem kemur þar fram núna er orðið rétt!


mbl.is DSB gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband