Jóhanna, ekki endurtaka aftur mistökin frá því sumar!

Mér sýnist við vera að fá slæmt "case of deja-vu" hérna.  Jóhanna segir að "að enn standi tvö til þrjú atriði út af borðinu í sambandi við athugasemdir Breta og Hollendinga við fyrirvarana í Icesave-samningnum." og síðan "Ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir þurfi í þessari viku að ná niðurstöðu um það hvort meirihluti sé fyrir málinu með þessum athugasemdum."

  • Hver nákvæmlega eru þessi tvö til þrjú atriði í athugasemdum Breta og Hollendinga? 
  • Af hverju megum við ekki sjá þessar athugasemdir áður en þær verða teknar fyrir á Alþingi?
  • Er verið að neyða stjórnar-þingmenn til að samþykkja athugasemdirnar án opinnar umræðu fyrst?
  • Hvað gerist svo hræðilegt ef niðurstaða næst ekki fyrir helgi?
  • Hefur ríksstjórnin virkilega ekkert lært frá því í sumar?

Stór hluti af vandamálinu í sumar var að ríkisstjórnin vildi keyra IceSave-samninginn í gegn um þingið, án þess að það færi fram opin umræða fyrst um ákvæði samningsins.  Það var ekki fyrr en samningarnir voru gerðir opinberir, að öll vandamálin með þá komu upp á yfirborðið.

"Ég mun aldrei samþykkja þetta mál nema ég sé sátt við þá niðurstöðu og treysti mér til þess að fylgja henni fram fyrir íslenska þjóð með minni ríkisstjórn."

Það er ekki nóg að Jóhanna og ríkisstjórnin samþykki athugasemdirnar, við þurfum að greina þær og skoða vandlega til sjá hvort þær séu ásættanlegar ÁÐUR en Alþingi tekur þær fyrir!


mbl.is Þarf niðurstöðu fyrir helgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

VANHÆF RÍKISSTJÓRN ! ! !

Axel Pétur Axelsson, 29.9.2009 kl. 16:06

2 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Það tók ekki lengi!

Sigurður Sigurðarson á sigsig.blog.is birti núna rétt áðan þau þrjú atriði sem Bretar og Hollendingar eru á móti:

  1. Niðurfelling ríkisábyrgðar á eftirstöðvum sem kunna að vera til staðar eftir 5. júní 2024 skv. 1. grein laganna um ríkisábyrgðina
  2. Hámark ríkisábyrgðar sem á að vera 4% af vexti vergrar landsframleiðslu á árunum 2017 til 2023, skv. 3 gr. laganna um ríkisábyrgðina
  3. Uppgjör Landsbanka Íslands hf. eða þrotabús hans skuli fara samkvæmt íslenskum lögum, skv. 4. gr.  laganna um ríkisábyrgðina

Sigurður fjallar síðan nánar um þessi atriði í blogg-færslu sinni.  

Bjarni Kristjánsson, 29.9.2009 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband