Gerum hrossakaup á IceSave: Lægri vexti gegn lengri greiðslutíma!

Eitt af lykilatriðunum við samningu fyrirvarana á Alþingi, var að þeir breyttu ekki lánasamningnum sjálfum, heldur bara takmörkuðu ríkisábyrgðina.  Nú segjast Bretar og Hollendingar vilja breyta lánasamningnum, þannig að þá er ekkert til fyrirstöðu að við gerum það líka.  Aðalmálið fyrir þá virðist vera að þeir vilja að Íslendingar borgi alla IceSave tryggingar-upphæðina, sem verður líklega eitthvað nálægt 1 milljarður evra miðað við 75% endurgreiðslur frá Landsbankanum, eða u.þ.b. 180 milljarðar króna.

Vandamálið fyrir okkur eru miklu frekar vextirnir, heldur en upprunalega upphæðin.  Ef við gerum ráð fyrir að endurgreiðslurnar frá Landsbankanum dreifist jafnt á milli ára næstu 7 árin (sem er nokkuð mikil bjartsýni), þá munu hafa bæst við 1.4 milljarður evra í vexti 2016, og síðan bætast í viðbót aðrar 600 milljónir evra í vexti á milli 2016 og 2024.  Þetta gera því samtals 2 milljarða evra í vaxtagreiðslur (u.þ.b. 360 milljarðar króna), á meðan IceSave tryggingar-upphæðin sjálf er "aðeins" 1 milljarður evra.

Þess vegna legg ég til að við bjóðum Bretum og Hollendingum einföld hrossakaup: Við borgum upprunalega 1 milljarðinn á eins löngum tíma og þeir vilja (og við mögulega þurfum), ef þeir eru til í að lækka vextina á móti. Til dæmis á 2% vöxtum, mundi heildarupphæðin með vöxtum sem við endum á að borga út, minnka um það bil um helming, sem yrði mun viðráðanlegra fyrir okkur.  Þeir ættu samt að una vel við sínu, þar sem þeir fá eftir sem áður IceSave tryggingar-upphæðina greidda að fullu.

 


mbl.is Hollendingar bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband