Færsluflokkur: Fjármál

Jóhanna, ekki gleyma að þitt hlutverk er að vernda hagsmuni OKKAR, ekki Breta og Hollendinga!

Ég var að lesa yfir ræðuna þína, sem inniheldur ýmsa góða punkta, en þú virðist enn ekki skilja fullkomlega hvert hlutverk þitt er í samninga-viðræðunum við Breta og Hollendinga. 

    Ávarp:  Sókn til betra samfélags

Það er EKKI þitt hlutverk að reyna að sannfæra þjóðina um að við verðum bara að samþykkja IceSave samninginn, heldur sannfæra Breta og Hollendinga að ef þeir vilji fá eitthvað borgað, þá verði þeir að taka fullt tillit til okkar sérstöku aðstæðna og samþykkja breytingar á samningnum.  Það skiptir ekki máli hve lengi þetta tekur, það verður að semja um IceSave þannig að hann er ásættanlegur fyrir okkur og meirihluti Alþingis geti samþykkt ábyrgðina.

Ég hef hérna á blogg-inu (ásamt mörgum öðrum) hef bent ítrekað á marga hluti sem fór úrskeiðis í samningagerðinni.  Sjá til dæmis:

    Hvernig tókst okkur að semja svona illilega af okkur?

Það þjónar engum tilgangi að endurtaka í sífellu að við gátum ekki fengið betri niðurstöðu í samningunum.  Samningstaða okkar er bara slæm ef við gefum okkur að við verðum að klára samningana sem fyrst á þeirra forsendum.  Hérna í þessari færslu fjalla ég um hvernig við getum nýtt núverandi stöðu til að ná betri samningum:

    Var upprunalegi IceSave samningurinn kannski bara tær snilld?

Ég hef einnig ítrekað bent á hve nauðsynlegt væri að koma okkar málstað á framfæri erlendis.  Þó það væri gott fyrsta skref, þá er alls ekki nóg að skrifa eina grein í Financial Times.  Það verður að kynna okkar málstað stanslaust bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.  Sem dæmi um þau atriði sem við þurfum að koma fram, sjá til dæmis listann sem ég birti í þessari færslu:

    63 manna samninganefnd að semja við sjálfa sig!

Hérna er önnur uppástunga um mögulega lausn á núverandi pattstöðu:

    Gerum hrossakaup á IceSave: Lægri vexti gegn lengri greiðslutíma!

Hérna er svar við grein sem Hollendingur skrifaði í Fréttablaðið, sem rakti helstu atriði sem þeir hafa sett út á varðandi fyrirvarana:

    Mitt svar til Hollendingsins Thijs Peters á fyrirvörunum við IceSave (á ensku)

Og svona í lokin, endilega kenna líka Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra hvernig eigi að reikna út vaxtagreiðslur af lánum.  Í Morgunblaðs-grein sem hann skrifaði í sumar hélt hann því fram að vextirnir af IceSave mundu verða 1 milljarður evra sem er einfaldlega rangt út reiknað!  Rétt upphæð er 2 milljarðar evra eins og ég sýni hér fram á:

    Gerði Gylfi reiknisvillu upp á 1 milljarð evra (180 milljarða króna)?

Eins og kemur fram í ræðunni þinni þá verður það bæði erfitt og torsótt að ná fram lyktum í þessu máli sem er ásættanlegt fyrir okkur.  Það voru einfaldlega mistök að gera ráð fyrir einhverju öðru.  Ef þú vinnur að málinu á réttan hátt eru samt miklir möguleikar að raunveruleg "góð" niðurstaða næst á endanum. 


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hverju lifum við?

Vegna þeirrar heitu umræðu sem nú er í gangi um kreppuna, atvinnumál, álver og svo framvegis, er mikilvægt að kynna sér raunverulegu tölurnar sem eru þar á bak við.  Margir hafa mjög ákveðnar skoðanir og slá þá fram ýmsum fullyrðingum sem ekki eru alltaf byggðar á raunverulegum forsendum.

Ísland er lítið land sem byggir velferð sína að miklu leiti á útflutningi á sjávarafurðum og iðnaðarvörum (þ.m.t. ál).  Þessi útflutningur er síðan notaður til að borga fyrir okkar innflutning sem inniheldur nær allt sem við notum okkur til viðurværis, þ.m.t. neysluvörur, mat, hráefni, bíla og annað. 

Á uppgangs-tímabilinu síðustu árin var vöruskiptajöfnuður Íslendinga mjög óhagstæður, það er að við vorum að lifa langt um efni fram.  Núna í kreppunni hefur þetta snúist við og jöfnuðurinn er núna hagstæður sem mun líklega hafa mjög jákvæð áhrif fyrir þjóðarbúið sem heild til lengri tíma, til dæmis gengi krónunnar.  Tímabundið munu samt innflutningsfyrirtæki og aðrir sem vinna í greinum sem háðar eru innflutningi óneitanlega verða fyrir miklum búsifjum.

Til að skoða hverjar raunverulegu tölurnar eru, þá birtir Hagstofa Íslands reglulega skýrslu þar sem borinn er saman vöruskiptajöfnuður Íslands á milli ára, bæði á verðlagi hvers árs og einnig á föstu gengi. Hér er tilvísun í nýjustu skýrsluna:

Hagstofa Íslands - Hagtölur - Verðmæti inn- og útflutnings 2008-2009

Hérna er úrdráttur úr töflunni, sem gerir auðveldara að bera saman heildartölurnar (allar tölur eru FOB í milljónum króna fyrir fyrstu 6 mánuði ársins, álið er sýnt aðskilið frá öðrum iðnaðarvörum):

ÚTFLUTNINGURH1, 2008H1, 2009Breyting Fast gengiHlutfall
Sjávarafurðir8924811322726.9%-13.8%45%
Landbúnaðarafurðir2747422553.8%4.6%2%
Iðnaðarvörur304973910028.2%-12.8%15%
Ál9032984726 -6.2%-36.2%33%
Aðrar vörur2870112208-57.5%-71.1%5%
Útflutningur alls 241522 253486 5.0% -28.7% 100%


INNFLUTNINGURH1, 2008H1, 2009BreytingFast gengiHlutfall
Mat og drykkir21469233248.6%-26.1%11%
Hrá og rekstrarvörur8531165454-23.3%-47.8%31%
Eldsneyti og smurolíu 3264027391-16.1%-43.0%13%
Fjárfestingarvörur6348048853-23.0%-47.7%23%
Flutningatæki4848115112-68.8%-78.8%7%
Neysluvörur3843733252-13.5%-41.2%16%
Aðrar vörur19529953.5%4.3%0%
Innflutningur alls290012213685-26.3%-49.9%100%


Þegar þessar tölur eru skoðaðar þá kemur margt athyglisvert í ljós.  Á meðan útflutningur virðist aukast um 5% milli ára á verðlagi hvers árs, þá dregst hann saman um 28.7% á föstu gengi.  Þetta er vegna þess að meðalverð erlends gjaldeyris er 47,1% hærra mánuðina janúar–júlí 2009 en sömu mánuði fyrra árs og það varð verðlækkun á okkar helstu útflutningsvörum. 

Á sama hátt má reikna að heildar innflutningur hefur dregist saman um 49.9% á föstu gengi, þar er við flytjum inn núna helmingi minna af vörum heldur en í fyrra.  Þar vegur hæst að innflutningur á bílum og öðrum flutningstækjum hefur fallið 78.8%. 

Vöruskiptajöfnuðurinn sem var u.þ.b mínus 48.5 milljarðar (-20%) á fyrri helmingi 2008, er núna kominn í plús 39.8 milljarðar (15.7%) sem er ótrúlegur viðsnúningur.

Aðalniðurstaðan er nú samt að enn í dag lifir Ísland eiginlega bara á Fiski (45%) og Áli (33%) sem eru okkar aðalútflutningsvörur (sem hafa því miður lækkað mikið í verði síðasta árið), svo við getum borgað innflutninginn: Matur (11%), Hráefni (31%), Eldsneyti (13%), Fjárfestingarvörur (23%), Flutningstæki (7%, var 17%), og Neysluvörur (16%).

Raunveruleikinn er því sá að ef við hefðum ekki fiskinn og álið til að flytja út væri þetta einfaldlega búið spil.


mbl.is Viljayfirlýsing ekki framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mitt svar til Hollendingsins Thijs Peters á fyrirvörunum við IceSave (á ensku)

The editor of the Dutch news web site www.z24.nl, Thijs Peters, wrote an interesting article today in Fréttablaðið where he described the main reasons why the Dutch are not so happy with the cut-off date of 2024 for the IceSave guarantee.  Although the article was actually published in Icelandic, I am assuming it was translated for him, so I am writing the response here in English, just in case he finds this blog and is interested in reading my response. 

For reference, here is a link to the original article in Fréttablaðið:

      http://www.visir.is/article/20090925/SKODANIR/885482803

First it should be mentioned that the basic underlying facts that Thijs states in his article are more or less correct: An agreement was made and signed with government of Iceland, then Alþingi refused to accept the agreement unchanged and passed the laws with several amendments.  These amendments did not change the original terms of the IceSave guarantee loan, but basically put instead a limit on the guarantee amount that Iceland would have to pay out based on future growth of the GDP.  Most of the amendments are acceptable to the Dutch, but the main sticking point seems to be at the end of the loan term 2024.  If the full loan amount with interest has not been paid by 2024, the countries will have take up negotiations again how any remaining amounts should be handled.

Now, for the points where I disagree with Thijs Peters:

1.  Thijs states that it was not a surprise, that Alþingi would want to make changes to the agreement, due to the severe recession it is currently going through. Just that the Dutch are unhappy how the changes were made unilaterally by Alþingi after the agreement in kind of take it or leave it fashion. 

Well, the reason for this unilateral action was very simple, Alþingi was not allowed to see the agreement until after it had been signed.  This was originally demanded by the British and Dutch negotiators and the agreements were actually supposed to be kept secret.  The intention was apparently to have the Alþingi accept the guarantee without making the agreements public.  Here is an email from one of the Dutch negotiators that was published on the popular Lára Hanna´s blog:

     http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/900581/

"If the suggestion of G [british negotiator suggesting to allow MP´s to view the agreement in closed room only] works, then I have no objection to it.  My slight worry of making everything public, is that this may cause a lot of outside-comment that will make the discussion even more complicated.  If however you really feel that your only possibility lies in making the arrangements public, I would be ready to consider that.  What should be clear is that we cannot renegotiate."

It is now clear that it was a very bad idea to try to keep the agreements secret from Alþingi and the public.  The Dutch negotiator actually ended up being correct.  When the agreements were finally made public it did cause a lot of outside comments, with good reason as it turned out. As Alþingi was not a direct party to the negotiations, in the end it was left with only three options, either accept the agreement completely as written (which soon became clear was not possible), reject them outright, or make changes to the guarantees through the amendments.

2.  Thijs and the Dutch are happy with the original IceSave agreement and think its very fair.

Unfortunately, there are a lot of people here in Iceland that are equally unhappy with it.  Here is a quick list of the main problem areas that have been raised in Iceland:

  • Full payment of the guarantee amount, irrespective of how much funds will be actually reclaimed from Landsbanki.
  • Unrevokable and absolute responsibility of Iceland to pay the full guarantee amount, without the dispute first being resolved in front of an independent international court.
  • Full payment of 5.55% interest from the beginning of 2009, even though interest payments are not recoverable from the Landsbanki bankruptcy proceedings.
  • Full waiving of all legal rights and any legal defences by Iceland if any disputes arise regarding the agreement.
  • Equal rate of payments to the Dutch and British deposit insurance funds from Landsbanki proceedings for deposits over 20K Euros, even though this is not correct according to Icelandic bankruptcy laws.
  • Large number of possible termination events, which would make it possible to recall the full loan and start seizing Icelandic assets, even though Iceland is still current with IceSave payments.
  • Full secrecy of the original agreement and the settlement terms (did not work).
  • Full waiving of the sovereign rights of Iceland.

Many of these problems were not fully addressed with the amendments, but they certainly would be raised if the IceSave agreement terms would be renegotiated.

3. Thijs states that it is quite likely that there will be enough GDP growth during the period, for the loan to be fully paid by 2024. 

I respectfully disagree.  Iceland suffered a major body blow to its economy during the crash last year.  All the banks, including the central bank had to be refinanced.  Many companies in Iceland have massive debt that has close to doubled during last year, as they are either indexed to foreign currencies or inflation.  Many people lost most of their savings in the market crash and have also mortgages and other loans that have increased greatly.  There is also now large unemployment which did not exist before.  The government which was running surplus before, is taking on a lot of debt (other than IceSave) and is now running massive deficits which will last for years.

4.  Thijs states that it is unfair to other poorer countries that Iceland is not willing to pay its debts.

Its important to remember, that Iceland is only agreeing to this loan guarantee because the previous government was pressured to accept it by the EU and the IMF, without allowing the dispute to be settled first by independent international court.  Unlike other countries that make the decision themselves to take a loan, typicially for some good reason, Iceland will get absolutely no economic benefit from this loan.  Instead, it will have to pay for the loan guarantee from its own battered economy that is now much poorer than it was before the crash.

5. Thijs also says, that the Dutch government has shown lot of willingness to change the original loan agreement, so it will lessen the economic hardship for Iceland. If Iceland needs longer time to pay, then that would be fine, but Iceland will always have to pay the full loan amount with interest.

Except for lowering the MoU interest rate from 6.7% to 5.55% and lengthening the loan term from 10 years to 15 years, I have seen no signs of the Dutch government offering any significant changes to the loan agreement. It is not enough to offer longer payment period if the interest payments are so high, Iceland will never be able to catch up. The only real way to solve the problem will probably be to lower the interest rate enough, so the tiny Icelandic economy can actually bear it.

6. Thijs says that the British and Dutch public is also suffering and will have to pay large amounts due their own bank failures.

If the Icelandic economy does not recover it will be impossible for Iceland to pay the interest payments, let alone the principal amount.  Assuming that the current estimated recovery rate of Landsbanki will be 75% for priority claimants is correct, the actual loan guarantee payments plus interest for both loans will be around 3 Billion Euros or about 10000 Euros per person in Iceland (see my last blog entry for the payment calculation).  Somehow I doubt that the Dutch tax-payers will have to pay anything close to 165 Billion Euros for their bank failures, which would be the corresponding amount for them.  Note also this amount is in foreign currency, not Icelandic kronas which are not worth very much anymore.

7. Finally Thijs says that it is simply too early to agree now to any reduction in payments, and we will just have to trust that the agreeable solution for Iceland will be found later if needed.

The purpose of the amendments by Alþingi are to protect the sovereign rights of Iceland, and make sure we will not be end up in a situation where we will not be able to pay our debts. Thijs wants us to leave it up to other countries to decide among themselves if Iceland suffers a sovereign default and how much it should pay. This was simply not acceptable to Alþingi.

How the original agreement was rejected, and the amendments were added, may all sound very unfair to Thijs and the Dutch, but this is unfortunately the situation as it is.  Hopefully everyone now realises, that any changes to the original agreement or the amendments will have to be accepted by Alþingi, as it is the only governing body in Iceland that is allowed to accept any loan guarantees on behalf of the country, according to the Icelandic constitution.

The people of Iceland, which are already suffering greatly, are getting very tired of being pushed around and told they will have to pay for IceSave also.  They certainly had nothing to do with running the banks, which were private companies with large part of their operations outside the country.  The Icelandic people are willing to do their fair share, but the amounts involved here are just too staggering for such a small country.  Accepting the IceSave agreement, without the amendments, would have meant putting everyone into debt for generations, with no way out.

 

 


Gerði Gylfi reiknisvillu upp á 1 milljarð evra (180 milljarða króna)?

Ég var að skrifa síðustu blogg-færslu, þar sem kom fram að vextir af IceSave láninu yrðu samtals eitthvað nálægt 2 milljörðum evra, þegar ég mundi eftir því að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafði skrifað grein í sumar, þar sem hann reiknaði út frá að vextirnir yrðu u.þ.b. 1 milljarður evra. 

Það er það mikill munur á þessum tveimur upphæðum (1 milljarður evra er 180 milljarðar króna á núverandi gengi), að hann verður ekki skýrður út svo einfaldlega með mismunandi reikniaðferðum eða forsendum.

Ég fann á vefsíðu fjármálaráðuneytisins upprunalegu grein Gylfa sem birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2009:

Í fimmtu málsgrein kemur fram eftirfarandi:

    "Dugi eignir Landsbankans gamla til að greiða 75% af forgangskröfum fellur því rétt um milljarður evra af höfuðstólnum á íslenska tryggingasjóðinn. Því til viðbótar koma vextir sem væru einnig rétt um milljarður evra eða samtals um tveir milljarðar evra."

Ekki er gefið upp í greininni hvernig Gylfi reiknaði út aðeins 1 milljarð evra í vöxtum.  Til að kanna betur hvor vaxta-upphæðin er rétt, setti ég upp reiknilíkan miðað við eftirfarandi forsendur:

  1. Bresku og hollensku lánin eru samtals upp á rétt rúmlega 4 milljarða evra
  2. Vextirnir eru 5.55% reiknaðir af höfuðstólnum frá 1. janúar 2009
  3. Greiðslurnar eru eftir tveimur mismunandi aðferðum eftir því hvort þær eru fyrir eða eftir júní 2016
  4. 3 milljarðar (75%) fáist greiddar beint úr Landsbankanum fram til 2016
  5. Júní 2016 tekur ríkistryggingin við á eftirstöðvunum auk áunnina vaxta
  6. Á tímabilinu frá júní 2016 til 2024 eru 32 ársfjórðungslegar greiðslur
  7. Hver greiðsla er jöfn upphæð reiknuð út frá eftirstöðvum og vöxtum 2016
  8. Auk þess þarf að greiða jafnóðum vexti á eftirstöðvum fyrir hvern ársfjórðung eftir júní 2016

Þessar forsendur eru allar samkvæmt upprunalegu lánasamningunum, þannig að Gylfi ætti að vera að nota þær sömu.

Hérna er útreikningurinn á fyrstu 7 og hálfu árunum til júní 2016.  Til einföldunar geri ég fyrst ráð fyrir að Landsbankinn greiði sömu upphæð árlega, sem er líklega frekar bjartsýn spá ef eitthvað er.

    ÁrHöfuðstóll
    byrjun árs
    Landsbanki
    greiðslur
    Vextir
    5.55%
    Ógreiddir
    vextir
    Höfuðstóll
    plús vextir
    200940724072262263891
    201036654072164423700
    201132584072056473498
    201228504071948413285
    2013244340718210243060
    2014203640717011932822
    2015162940715713502572
    201612222047114212439
    Samtals101830541421

Eins og sést af þessari töflu þá eru eftirstöðvarnar á höfuðstólnum 1018 milljónir evra og samtals áunnir ógreiddir vextir 1421 milljónir evra í júní 2016.  Jafnvel þó greiðslurnar frá Landsbankanum komi hraðar inn þá verða vextirnir nær alltaf yfir einum milljarði evra.  Eina leiðin til að koma vöxtunum niður í eitthvað nálægt einum milljarði væri ef það tækist að gera Landsbankann upp á aðeins þremur árum.  Það er, greiddar yrðu 3 milljarðar evra úr þrotabúinu fyrir lok 2011, sem er náttúrulega enginn möguleiki.

En það eru ekki aðeins greiddir vextir fyrstu 7 árin, heldur einnig næstu 8 árin allt til 2024.  Ef við leggjum útreikninginn hér að ofan til grundvallar, þá tekur ríkistryggingin yfir 2439 milljónir evra (höfuðstóll 1018 plús 1421 ógreiddir vextir) í júní 2016, sem greiða þarf upp með vöxtum næstu 8 árin með 32 ársfjórðungsgreiðslum.

    ÁrHöfuðstóll
    byrjun árs
    Ógreiddir
    vextir
    Höfuðstóll
    plús vextir
    Jafnar
    greiðslur
    Vextir
    5.55%
    201610181421243915267
    201795413332287305121
    201882711551982305104
    2019700977167730587
    2020573800137230570
    2021445622106730553
    202231844476230536
    202319126745730519
    202464891521523
    Samtals0002439558

Ég sé því ekki betur heldur en að Gylfi hafi einfaldlega gleymt að bæta við vextina upp á 558 milljónir evra fyrir árin 2016-2024.  Ef við leggjum saman vextina 1421 og 558 þá fáum við samtals 1979 eða rétt undir 2 milljarða evra.

Ef einhver getur sýnt fram á hvernig Gylfa tókst að reikna vextina niður í 1 milljarð evra eða að ég hafi gert einhver mistök, þá væri gaman að heyra af því hérna að neðan í athugasemdunum.  Annars verðum við bara að gera ráð fyrir að Gylfi hafi gert reiknisvillu í greininni upp á 180 milljarða króna!

 


Gerum hrossakaup á IceSave: Lægri vexti gegn lengri greiðslutíma!

Eitt af lykilatriðunum við samningu fyrirvarana á Alþingi, var að þeir breyttu ekki lánasamningnum sjálfum, heldur bara takmörkuðu ríkisábyrgðina.  Nú segjast Bretar og Hollendingar vilja breyta lánasamningnum, þannig að þá er ekkert til fyrirstöðu að við gerum það líka.  Aðalmálið fyrir þá virðist vera að þeir vilja að Íslendingar borgi alla IceSave tryggingar-upphæðina, sem verður líklega eitthvað nálægt 1 milljarður evra miðað við 75% endurgreiðslur frá Landsbankanum, eða u.þ.b. 180 milljarðar króna.

Vandamálið fyrir okkur eru miklu frekar vextirnir, heldur en upprunalega upphæðin.  Ef við gerum ráð fyrir að endurgreiðslurnar frá Landsbankanum dreifist jafnt á milli ára næstu 7 árin (sem er nokkuð mikil bjartsýni), þá munu hafa bæst við 1.4 milljarður evra í vexti 2016, og síðan bætast í viðbót aðrar 600 milljónir evra í vexti á milli 2016 og 2024.  Þetta gera því samtals 2 milljarða evra í vaxtagreiðslur (u.þ.b. 360 milljarðar króna), á meðan IceSave tryggingar-upphæðin sjálf er "aðeins" 1 milljarður evra.

Þess vegna legg ég til að við bjóðum Bretum og Hollendingum einföld hrossakaup: Við borgum upprunalega 1 milljarðinn á eins löngum tíma og þeir vilja (og við mögulega þurfum), ef þeir eru til í að lækka vextina á móti. Til dæmis á 2% vöxtum, mundi heildarupphæðin með vöxtum sem við endum á að borga út, minnka um það bil um helming, sem yrði mun viðráðanlegra fyrir okkur.  Þeir ættu samt að una vel við sínu, þar sem þeir fá eftir sem áður IceSave tryggingar-upphæðina greidda að fullu.

 


mbl.is Hollendingar bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinsamlegast lekið þessum hugmyndum í "trúnaði" strax!

Eitt af stóru vandamálunum í síðustu umferð, var þessi krafa um trúnað sem Bretar og Hollendingar gerðu um IceSave samninginn í Júní.  Þetta gerði það að verkum að þeir náðu yfirhöndinni í samningaviðræðunum og gátu óhræddir sett inn ýmis skrítin og ósanngjörn atriði í samninginn, sem þoldu ekki dagsbirtu. Þetta var einfaldlega hluti af samningatækni þeirra. 

Ég vona að okkar menn hafi nú lært af fyrri mistökum, og þessar hugmyndir Breta og Hollendinga verði gerðar opinberar eins fljótt og auðið er.  Ef ekki, þá verður einhver  þingmaður einfaldlega að taka sig til og leka þessu strax!

 


mbl.is Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur, þú verður nú að vera með aðeins meira bein í nefinu!

Það er og verður aldrei neitt öruggt í þessu máli, en það er búið að liggja fyrir nokkuð lengi að það er góður möguleiki að Bretar/Hollendingar muni hafna fyrirvörunum. En það er líka góður möguleiki að þeir muni samþykkja þá, þar þetta er líklega sú besta niðurstaða sem þeir geti fengið samþykkt af Alþingi, eins og staðan er þar í dag. 

Það er ekki Bretum og Hollendingum í hag að keyra Ísland í kaf, ef þeir vilja hafa nokkurn möguleika á að fá IceSave einhvern tíman borgað í framtíðinni.  Það mundi einfaldlega stríða gegn þeirra eigin hagsmunum.  Ef þeir ákveða að fella samninginn þá verður staðan einfaldlega aftur sú sama og hún var í byrjun júní, áður en skrifað var undir IceSave samningana. 

Ef svo fer, þá skiptir öllu máli að rétt sé haldið á spilunum af ríkisstjórninni.  Hún verður gera það sem þarf til þess að það verði sest aftur að samningaborðinu.  Í þetta skiptið verður Íslenska samninganefndin vonandi betur undirbúin og skilur betur að þetta er stærsta mál sem nokkurn sinnum hefur verið samið um fyrir hönd Íslendinga.  Notast verður við bestu sérfræðinga í alþjóðlegri samningagerð bæði innanlands og utan sem völ er á.  Ekki væri vitlaust að fá einhverja meðlimi Indefence hópsins með líka þar sem þeir hafa greinilega sýnt hæfileika sína í samningagerð síðustu mánuði.  Sem sjálfstæð fullvalda þjóð þá höfum við sjálfkrafa mikil réttindi sem við eigum ekki að gefa frá okkur.  Lokasamningurinn verður að vera jafn-ásættanlegur fyrir Íslendinga eins og fyrir Breta og Hollendinga. 

Vissulega mundu ríkisfjármálin verða mun erfiðari ef það verður frekari seinkun á lánum frá AGS og Norðurlöndunum og ekki eru þau nú góð fyrir!  Miklar skattahækkanir yrðu nauðsynlegar, frekari niðurskurður á ríkisútgjöldum, og svo fram vegis. En það er ekki lausn á vandanum að láta undan Bretum og Hollendingum og samþykkja lánasamninga og ríkisábyrgðir sem þjóðin hvorki getur né vill borga fyrir.  Fyrirvararnir voru einfaldlega nauðsynlegir til að Alþingi samþykkti samningana, og það er þitt hlutverk sem fjármálaráðherra að skýra það út fyrir Bretum og Hollendingum þannig að þeir skilji.

Hvað þú og aðrir í ríkisstjórninni segja opinberlega skiptir máli, bæði gagnvart Íslendingum og erlendis. Það er mikilvægt að meðlimir ríksstjórnarinnar og aðrir alþingismenn, sérstaklega þeir sem tóku þátt í að semja fyrirvarana, fari reglulega í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar og aðra erlenda miðla til að koma okkar málstað á framfæri.  Allar yfirlýsingar um að við mundum bara lenda í algjörri upplausn ef Bretarnir og Hollendingarnir samþykki ekki fyrirvarana, vinnur einfaldlega gegn okkar hagsmunum.  Þeir fylgjast með fréttum eins og allir aðrir.

Ef þú lítur betur á málið, þá sérðu að samningsstaðan okkar er raunverulega sterkari en þú heldur. Þjóðin mun standa á bak við þig, svo fremi sem þú stendur í lappirnar gagnvart Bretum og Hollendingum, í stað þess að reyna að mála skrattan á vegginn.

 


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var upprunalegi IceSave samningurinn kannski bara tær snilld?


Ég hef verið að velta því nokkuð fyrir mér núna síðustu daga af hverju Bretar og Hollendingar hafa ekki enn gefið álit sitt á þeim fyrirvörunum sem samþykktir voru á ríkisábyrgðinni.  Á þessum tímapunkti hafa their ekkert gefið upp opinberlega og virðast aðeins hafa byrjað óformlegar viðræður milli embættismanna og við ríkistjórnina í kyrrþey.  Af hverju þessi leynd aftur?  Getur það verið að þeir séu komnir í hnút með samninginn og eigi kannski ekkert gott svar í stöðunni?

Skoðum málið aðeins út frá sjónarhóli Breta og Hollendinga:

1. Fyrst semja þeir við íslensku samninganefndina í vor, sem óneitanlega stóð sig mjög illa, og fengu í gegn nær bókstaflega allt það sem þeir mögulega vildu:

a) Full endurgreiðsla á tryggingarupphæðinni óháð endurheimtum frá Landsbankanum

b) Óafturkallanleg og skilyrðislaus ábyrgð Íslenska ríkisins á allri tryggingarupphæðinni

c) Greiðslur á vöxtum fyrir allri trygginarupphæðinni frá byrjun 2009, jafnvel þó þeir fáist ekki greiddir úr þrotabúinu

d) Fullt afsal á öllum mögulegum lagalegum réttindum Íslendinga og fall frá öllum mögulegum vörnum ef málið fer einhversstaðar fyrir dóm

e) Jafnræði á greiðslum fyrir sína eigin tryggingasjóði jafnvel þó það samrýmist ekki íslenskum gjaldþrotalögum

f) Mörg og mjög víðtæk vanefndartilvik sem gefa þeim góða möguleika á að afturkalla allt lánið nær hvenær sem er

g) Full leynd á efni samningsins (sem nokkuð síðar voru opinberaðir)

h) Full eftirgjöf á friðhelgi og öðrum þjóðréttindum Íslendinga

(Öll þessi atriði komu smátt og smátt í ljós yfir sumarmánuðina, þegar samningarnir voru loksins gerðir opinberir og farið var yfir þá af óháðum aðilum og ýmsum sérfræðingum, auk ótalins fjölda af bloggurum.  Við þetta myndaðist ómótstæðileg pressa á þingmenn bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, og varð þess valdandi að málið komst aðeins í gegn með sterkum fyrirvörum).

2. Alþingi Íslendinga eftir miklar rökræður og samningsþóf, samþykkir að lokum ríkisábyrgðina með fyrirvörum.  Af öllum fyrirvörunum, eru þrír mikilvægastir:

a) Ríkisábyrgðin takmarkast á hverju ári við 6% af VEXTI þjóðarframleiðslu í pundum/evrum á tímabilinu frá árinu 2008. Þar sem búast má við að þjóðarframleiðsla íslendinga muni ekki hækka mikið næstu árin og jafnvel minnka, þá mögulega takmarkar þetta ákvæði mjög, hve mikið við munum þurfa að borga.

b) Að kröfu Indefence hópsins, var undir lokin bætt við ákvæði sem tiltekur að ríkisábyrgðin sjálf tekur aðeins gildi ef Bretar og Hollendingar samþykkja fyrst fyrirvarana.

c) Allar eftirstöðvar lánsins sem eru ekki greiddar árið 2024 falla niður.

3. Bretar og Hollendingar líta svo á að þeir hafi samið beint við Íslensku ríkisstjórnina, samningurin við hana hafi þegar verið undirritaður, og að það var alfarið hennar hlutverk að koma ríkisábyrgðinni óbreyttri í gegnum þingið.  Þetta greinilega tókst ekki!

Spurningin er þá hvaða mögulega kosti hafa Bretar og Hollendingar, miðað við þessa stöðu sem komin er upp núna?

A) Þeir geta samþykkt fyrirvarana óbreytta.  Þetta gerir það að verkum að í stað þess að fá greitt frá Íslendingum um það bil 300 milljón pund/evra á ári í afborganir og vexti þessi átta ár milli 2016 og 2024, verða greiðslurnar á hverju ári háðar aukningu á þjóðarframleiðslu í pundum og evrum, miðað við árið 2008.  Til dæmis ef þjóðarframleiðslan eykst um 2% ári næstu 15 árin, verður þetta u.þ.b 150 milljón pund/evra á ári, eða nálægt helmingur.  Ef vöxturinn verður meiri eða minni, þá hækka/minnka greiðslurnar sem því nemur.

B) Þeir geta neitað að samþykkja fyrirvarana.  Þá fellur ríkisábyrgðin sjálfkrafa niður  og samningurinn þar með líka.  Þetta er augljóslega frekar slæmur kostur fyrir þá, þar sem upprunalegi samningurinn innihélt allt það sem þeir vildu fá fram eins og kom fram hér að ofan.

C) Þeir geta reynt áfram að nota AGS sem þvingun á Íslendinga til að fá alla upphæðina greidda.  Vandamálið fyrir þá er að það er nú þegar komið fram í fréttum út um allan heim, að Íslendingar hafi samþykkt ríkisábyrgðina, jafnvel þó það væru mikil mótmæli innanlands gegn því.  það yrði því erfitt að halda því fram ennþá að Íslendingar neiti alfarið að borga.

D) Þeir geta haldið því fram að við höfum brotið upprunalega samninginn.   Þetta er möguleiki og ef svo fer, þá verðum við um leið að koma okkar sjónarmiðum strax á framfæri erlendis.  Sjá fyrri færslu 63 manna samninganefnd að semja við sjálfa sig! þar sem nánar er fjallað um þetta.

E) Þeir geta reynt að semja upp á nýtt við Íslensku ríkisstjórnina.  Þetta er það sem líklega verður úr að lokum.  Í þetta skipti yrði þó líklegt að íslenska samninganefndin mundi vera mun betur undirbúin og samþykki ekki sjálfkrafa lélegan samning sem ekki væri hægt að koma í gegnum þingið.

Af þessu má sjá að samningsstaða Íslendinga er nú mögulega orðin mun betri heldur en hún var í upphafi.  Þetta er þrátt fyrir að allt ferlið hafi í raun verið samfelld röð af stórum mistökum sem gátu haft skelfilegar afleiðingar.  Niðurstaðan varð samt að lokum líklega eins og best var á kosið.

Í raun má því kannski kalla upprunalega IceSave samninginn bara "tær snilld", og þá alls ekki með sömu meiningu eins og hjá einum af Landsbanka-stjórnandanum fyrir hrunið  Smile.

 


mbl.is InDefence: Aum frammistaða stjórnvalda í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðiálit Andra og Helgu á mannamáli

Eftir að hafa brotist í gegnum 14 síður af lögfræðigreiningunni frá Andra og Helgu, þá virðist það vera aðalspurningin hvort Íslenski tryggingasjóðurinn "yfirtaki" eða fái "framselda" upprunalegu kröfurnar, en að lokum kemst hann að því á blaðsíðu 9. að það skipti raunverulega ekki máli, þær verði alltaf jafnréttháar.

Helga skoðar síðan málið út frá því hvort Evrópuréttur hafi áhrif og hvort Íslensk lög samræmist EES samningnum, sem hún kemst að það gerir svo fremi sem Íslenski tryggingasjóðurinn fái ekki forgang.  

Það sem mér finnst samt athyglistverðast eru eftirfarandi setningar úr kafla XI:

"Kröfuhöfum er hins vegar heimilt að semja sín á milli um það hvernig þeir ráðstafa þeim fjármunum sem þeim er úthlutað úr þrotabúinu.  Tryggingasjóðirnir eiga því aðeins sama rétt gagnvart þrotabúinu og fylgdi þeim kröfum sem þeir fengu framseldar og sjóðirnir geta aðeins samið sín á milli um skiptingu á fjármunum sem þeim verður úthlutað úr þrotabúinu."

og kafla XII:

"Að lokum skal geta þess að ICESAVE samningarnir fela í sér samninga milli tiltekinna aðila um fjármögnun og greiðslu tiltekinna krafna sem þeir hafa yfirtekið.  Með þessu hafa þessir aðilar samið um hvernig þeir muni skipa á milli sín greiðslum sem þeir eiga rétt á úr þrotabúi Lansbanka Íslands hf."

Hérna er leyni-settlement-samningurinn sem Gunnar Tómasson birti (lak) um daginn:

http://www.vald.org/greinar/090728.htm

Í honum er þessi klásúla:

"4.2(b) in the event that, for any reason whatsoever (including, without limitation, any preferential status accorded to TIF under Icelandic law), following the assignment of a proportion of the Assigned Rights in respect of any given claim to TIF, either TIF or FSCS experiences a greater pro rata level of recovery, in respect of such claim, than that experienced by the other, TIF or FSCS (as appropriate) shall, as soon as practicable, make such balancing payment to the other party as is necessary to ensure that each of the Guarantee Fund's and FSCS's pro rata level of recovery of such claim is the same as the other's."

Þannig að óháð lögfæðingálitinu og hvort Íslenski tryggingasjóðurinn (TIF) fái hærra hlutfall af Icesave greiðslum úr þrotabúinu, þá mundi TIF alltaf þurfa að borga mismuninn til baka til FSCS.


mbl.is Njóta ekki sérstaks forgangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki nóg að setja athugasemdir við IceSave

Það sem ekki hefur verið mikið talað um ennþá, en verður samt mjög mikilvægt, er hvernig kynningin á okkar málstað verður haldið fram eftir að Alþingi samþykkir samninginn með fyrirvörum.  Strax sama dag verður þetta stórfrétt sem mun fara út um allan heim.  Við munum hafa í mesta lagi 1-2 daga til að koma því á framfæri af hverju þessir fyrirvarar voru nauðsynlegir.

Bretar og Hollendingar munu ekki sitja auðum höndum á meðan og munu strax halda því fram að við höfum brotið samninginn.  Við þurfum að vera viðbúin þessu fyrirfram og svara um leið í erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu. 

Við höfum góðan málstað, en ef við látum Bretana og Hollendingana eina um hitunina, þá mun hann ekki koma fram.  Þeir munu að sjálfsögðu aðeins skýra út málið út frá sínum forsendum.

Þar sem ríkisstjórnin sjálf stóð fyrir samningnum sem ekki var samþykktur, verður það sjálfkrafa mjög erfitt fyrir hana að skýra okkar málstað út á við.  Þess vegna verður það einna helst að koma í hlut einstakra þingmanna sem stóðu að fyrirvörunum að kynna málið. 

Til dæmis væri góð hugmynd að skrifa bréf Evu-style, sem þingmenn úr öllum flokkum mundu skrifa undir og senda síðan beint til erlendra fjölmiðla.  Síðan þarf að velja nokkra þingmenn sem mundu bjóðast til að fara í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar.  Aðalmálið er að koma okkar málstað á framfæri eins fljótt og auðið er, áður en það er of seint.

Varðandi hvað gæti komið fram í bréfinu, þá eru nokkrar hugmyndir ræddar hér í eftirfarandi athugasemd á icenews.is:

http://www.icenews.is/index.php/2009/07/29/more-members-of-parliament-against-the-icesave-deal/#comment-88161


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband