Steingrímur, þú verður nú að vera með aðeins meira bein í nefinu!

Það er og verður aldrei neitt öruggt í þessu máli, en það er búið að liggja fyrir nokkuð lengi að það er góður möguleiki að Bretar/Hollendingar muni hafna fyrirvörunum. En það er líka góður möguleiki að þeir muni samþykkja þá, þar þetta er líklega sú besta niðurstaða sem þeir geti fengið samþykkt af Alþingi, eins og staðan er þar í dag. 

Það er ekki Bretum og Hollendingum í hag að keyra Ísland í kaf, ef þeir vilja hafa nokkurn möguleika á að fá IceSave einhvern tíman borgað í framtíðinni.  Það mundi einfaldlega stríða gegn þeirra eigin hagsmunum.  Ef þeir ákveða að fella samninginn þá verður staðan einfaldlega aftur sú sama og hún var í byrjun júní, áður en skrifað var undir IceSave samningana. 

Ef svo fer, þá skiptir öllu máli að rétt sé haldið á spilunum af ríkisstjórninni.  Hún verður gera það sem þarf til þess að það verði sest aftur að samningaborðinu.  Í þetta skiptið verður Íslenska samninganefndin vonandi betur undirbúin og skilur betur að þetta er stærsta mál sem nokkurn sinnum hefur verið samið um fyrir hönd Íslendinga.  Notast verður við bestu sérfræðinga í alþjóðlegri samningagerð bæði innanlands og utan sem völ er á.  Ekki væri vitlaust að fá einhverja meðlimi Indefence hópsins með líka þar sem þeir hafa greinilega sýnt hæfileika sína í samningagerð síðustu mánuði.  Sem sjálfstæð fullvalda þjóð þá höfum við sjálfkrafa mikil réttindi sem við eigum ekki að gefa frá okkur.  Lokasamningurinn verður að vera jafn-ásættanlegur fyrir Íslendinga eins og fyrir Breta og Hollendinga. 

Vissulega mundu ríkisfjármálin verða mun erfiðari ef það verður frekari seinkun á lánum frá AGS og Norðurlöndunum og ekki eru þau nú góð fyrir!  Miklar skattahækkanir yrðu nauðsynlegar, frekari niðurskurður á ríkisútgjöldum, og svo fram vegis. En það er ekki lausn á vandanum að láta undan Bretum og Hollendingum og samþykkja lánasamninga og ríkisábyrgðir sem þjóðin hvorki getur né vill borga fyrir.  Fyrirvararnir voru einfaldlega nauðsynlegir til að Alþingi samþykkti samningana, og það er þitt hlutverk sem fjármálaráðherra að skýra það út fyrir Bretum og Hollendingum þannig að þeir skilji.

Hvað þú og aðrir í ríkisstjórninni segja opinberlega skiptir máli, bæði gagnvart Íslendingum og erlendis. Það er mikilvægt að meðlimir ríksstjórnarinnar og aðrir alþingismenn, sérstaklega þeir sem tóku þátt í að semja fyrirvarana, fari reglulega í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar og aðra erlenda miðla til að koma okkar málstað á framfæri.  Allar yfirlýsingar um að við mundum bara lenda í algjörri upplausn ef Bretarnir og Hollendingarnir samþykki ekki fyrirvarana, vinnur einfaldlega gegn okkar hagsmunum.  Þeir fylgjast með fréttum eins og allir aðrir.

Ef þú lítur betur á málið, þá sérðu að samningsstaðan okkar er raunverulega sterkari en þú heldur. Þjóðin mun standa á bak við þig, svo fremi sem þú stendur í lappirnar gagnvart Bretum og Hollendingum, í stað þess að reyna að mála skrattan á vegginn.

 


mbl.is Upplausn hér verði Icesavelögum hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Steingrímur er löngu búin að gefast upp. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur hann í taumi.

Það er skelfilegt að þjóðin skuli ekki hafa leiðtoga sem hefur bein í nefinu til þess að standa með henni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.9.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Það er einmitt þessi uppgjafartónn í Steingrími sem ég hef áhyggjur af.  Það er engin spurning að ef Bretarnir og Hollendingarnir fella samninginn og fara aftur með málið í hart, þá verður mjög erfitt að eiga við afleiðingarnar.  En það táknar alls ekki að við eigum bara að gefast upp.

Ef samningurinn verður felldur, þá missa líka Bretar og Hollendingar mikið, þar sem upprunalegi IceSave lánasamningurinn frá því júní var nær fullkominn sigur fyrir þá.  Sama hvernig fer, þá verður enginn samningur gerður aftur án þess að Alþingi Íslendinga samþykki hann og þetta vita Bretarnir og Hollendingarnir núna.  Þess vegna er samningstaða okkar betri en margir halda.

Bjarni Kristjánsson, 5.9.2009 kl. 22:02

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það vantaði ekki kjaftinn á SJS þegar hann var í stjórnarandstöðu. Núna lyppast hann niður eins og óþægt barn gagnvart Bretum og Hollendingum.

Guðmundur St Ragnarsson, 5.9.2009 kl. 23:20

4 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Guðmundur, það er alltaf auðveldara að vera í stjórnarandstöðu, heldur en að vera ráðherra í ríkisstjórn.  Sem fjármálaráðherra, ber Steingrímur ábyrgð á flestu sem viðkemur fjármálum ríkissins og getur þar af leiðandi einfaldlega ekki látið gammin geysa eins og áður.  Táknar samt ekki að hann eigi að láta Breta og Hollendinga vaða yfir sig og samþykkja allt sem þeir vilja.

Bjarni Kristjánsson, 5.9.2009 kl. 23:57

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það sýndi sig í Landhelgisdeilunni að þá reyndu bretar að draga okkur fyrir dómstóla. Þessi óskoraði réttur okkar sem sjálfstæðs ríkis hindraði að það gekk eftir og okkar beinhörðu stjórnmálamenn þess tíma sögðu einfaldlega nei ! Ríki útkljá mál sín fyrir dómstólum eingöngu þá þegar þau samþykkja bæði að fara þá leið. Alveg eins og núna, núna vilje bretar og hollendingar ekki fyrir dómstóla.... íþessu tilfelli væntalega af því að þeirra mál er haldlítið. Ég held því að þeir samþykki báðir fyrirvara Alþingis og sætti sig við að fá eitthvað, í stað þess sem Innistæðusjóðurinn gat boðið...sem er nánast ekkert.

Haraldur Baldursson, 14.9.2009 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband