Á hverju lifum við?

Vegna þeirrar heitu umræðu sem nú er í gangi um kreppuna, atvinnumál, álver og svo framvegis, er mikilvægt að kynna sér raunverulegu tölurnar sem eru þar á bak við.  Margir hafa mjög ákveðnar skoðanir og slá þá fram ýmsum fullyrðingum sem ekki eru alltaf byggðar á raunverulegum forsendum.

Ísland er lítið land sem byggir velferð sína að miklu leiti á útflutningi á sjávarafurðum og iðnaðarvörum (þ.m.t. ál).  Þessi útflutningur er síðan notaður til að borga fyrir okkar innflutning sem inniheldur nær allt sem við notum okkur til viðurværis, þ.m.t. neysluvörur, mat, hráefni, bíla og annað. 

Á uppgangs-tímabilinu síðustu árin var vöruskiptajöfnuður Íslendinga mjög óhagstæður, það er að við vorum að lifa langt um efni fram.  Núna í kreppunni hefur þetta snúist við og jöfnuðurinn er núna hagstæður sem mun líklega hafa mjög jákvæð áhrif fyrir þjóðarbúið sem heild til lengri tíma, til dæmis gengi krónunnar.  Tímabundið munu samt innflutningsfyrirtæki og aðrir sem vinna í greinum sem háðar eru innflutningi óneitanlega verða fyrir miklum búsifjum.

Til að skoða hverjar raunverulegu tölurnar eru, þá birtir Hagstofa Íslands reglulega skýrslu þar sem borinn er saman vöruskiptajöfnuður Íslands á milli ára, bæði á verðlagi hvers árs og einnig á föstu gengi. Hér er tilvísun í nýjustu skýrsluna:

Hagstofa Íslands - Hagtölur - Verðmæti inn- og útflutnings 2008-2009

Hérna er úrdráttur úr töflunni, sem gerir auðveldara að bera saman heildartölurnar (allar tölur eru FOB í milljónum króna fyrir fyrstu 6 mánuði ársins, álið er sýnt aðskilið frá öðrum iðnaðarvörum):

ÚTFLUTNINGURH1, 2008H1, 2009Breyting Fast gengiHlutfall
Sjávarafurðir8924811322726.9%-13.8%45%
Landbúnaðarafurðir2747422553.8%4.6%2%
Iðnaðarvörur304973910028.2%-12.8%15%
Ál9032984726 -6.2%-36.2%33%
Aðrar vörur2870112208-57.5%-71.1%5%
Útflutningur alls 241522 253486 5.0% -28.7% 100%


INNFLUTNINGURH1, 2008H1, 2009BreytingFast gengiHlutfall
Mat og drykkir21469233248.6%-26.1%11%
Hrá og rekstrarvörur8531165454-23.3%-47.8%31%
Eldsneyti og smurolíu 3264027391-16.1%-43.0%13%
Fjárfestingarvörur6348048853-23.0%-47.7%23%
Flutningatæki4848115112-68.8%-78.8%7%
Neysluvörur3843733252-13.5%-41.2%16%
Aðrar vörur19529953.5%4.3%0%
Innflutningur alls290012213685-26.3%-49.9%100%


Þegar þessar tölur eru skoðaðar þá kemur margt athyglisvert í ljós.  Á meðan útflutningur virðist aukast um 5% milli ára á verðlagi hvers árs, þá dregst hann saman um 28.7% á föstu gengi.  Þetta er vegna þess að meðalverð erlends gjaldeyris er 47,1% hærra mánuðina janúar–júlí 2009 en sömu mánuði fyrra árs og það varð verðlækkun á okkar helstu útflutningsvörum. 

Á sama hátt má reikna að heildar innflutningur hefur dregist saman um 49.9% á föstu gengi, þar er við flytjum inn núna helmingi minna af vörum heldur en í fyrra.  Þar vegur hæst að innflutningur á bílum og öðrum flutningstækjum hefur fallið 78.8%. 

Vöruskiptajöfnuðurinn sem var u.þ.b mínus 48.5 milljarðar (-20%) á fyrri helmingi 2008, er núna kominn í plús 39.8 milljarðar (15.7%) sem er ótrúlegur viðsnúningur.

Aðalniðurstaðan er nú samt að enn í dag lifir Ísland eiginlega bara á Fiski (45%) og Áli (33%) sem eru okkar aðalútflutningsvörur (sem hafa því miður lækkað mikið í verði síðasta árið), svo við getum borgað innflutninginn: Matur (11%), Hráefni (31%), Eldsneyti (13%), Fjárfestingarvörur (23%), Flutningstæki (7%, var 17%), og Neysluvörur (16%).

Raunveruleikinn er því sá að ef við hefðum ekki fiskinn og álið til að flytja út væri þetta einfaldlega búið spil.


mbl.is Viljayfirlýsing ekki framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Las smá grein í fréttablaðinu um daginn þar sem verið var að fara yfir svipaða hluti. Þar var í fyrsta skipti sem ég man eftir, (loksins) tekið fram að um þriðjungur þess verðmætis sem fengist fyrir álið færi til hráefniskaupa og hagnaður framleiðslunnar endaði svo hjá eigendum fyrirtækjanna - sem eru jú erlendir.

Það er því fráleitt að tala um ál og fisk í sama vettvangi eins og þú gerir því fiskinn eigum við jú sjálf (ennþá).

Hendi hér inn tengli á gamla færslu um svipað efni

http://harring.blog.is/blog/harring/entry/794029/

Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2009 kl. 00:56

2 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Aðalhráefnið sem flutt er inn fyrir álframleiðsluna er súrál.  Samkvæmt skýrslum hagstofunar, þá var á fyrri helmingi 2008 flutt inn súrál fyrir 17.9 milljarða (CIF), og síðan 21.4 milljarða á fyrri helmingi 2009.  Þetta gerir því hlutfall hráefniskostnaðar 19.8% fyrir H1, 2008 og 25.2% fyrir H1, 2009, sem táknar að eftir verður 75-80%.  Fyrir iðnaðarframleiðslu verður þetta bara að teljast nokkuð eðlilegt hlutfall.

Jafnvel fyrir fiskvinnsluna er erlendur kostnaður, til dæmis eldsneyti og kaup á togurum.  Fyrir báða liðina (fisk og ál) er líka vaxtakostnaður á erlendum lánum, en þeir koma að sjálfsögðu ekki fram í þessum útreikningum, heldur í þáttatekjujöfnuði.

Hagnaður er reiknaður út frá allt öðrum forsendum, og hjá hverjum hann endar hefur náttúrulega engin áhrif á vöruskiptajöfnuðinn.

Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti öðrum útflutningi frekar en álframleiðslu og það væri gott mál að vera ekki svona háðir einni tegund af iðnaði.  En ef við ætlum að skipta yfir í einhverja aðra framleiðslu, þá verður hún að gefa af sér hreinar útflutningstekjur upp á tugi milljarða til að skipta einhverju máli.  Flestar hugmyndir sem ég hef heyrt nefndar hingað til hafa ekki komist neitt nálægt því.

Bjarni Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 02:04

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Bjarni

Arðsemi af raforkusölu hefur verið ágæt hér á landi, skv. samantekt Melland Partners að beiðni Landsvirkjunar, og ef horft er til arðsemi af rekstri Nesjavallavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur. Meðalarðsemi eigin fjár Landsvirkjunar var 17,2% árin 2003 til 2007, sem er mun hærra en gerist í Bandaríkjunum og Evrópu, ef marka má nýlega áfangaskýrslu Sjónarrandar ehf. fyrir fjármálaráðuneytið. Svipað má segja ef horft er á arðsemi heildarfjármagns Nesjavallavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur, sem er um 14%, en arðsemi bandarískra orkufyrirtækja var á þessum tíma að jafnaði um 10% og evrópskra um 13%.Útflutningsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings . Vitna ég í Kaupþing á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja. Iðnaðarráðuneytið hefur áætlað að yfir 40%  af heildarveltunni verði eftir í íslensku hagkerfi úttekt sem var kynnt í fyrirspurna tíma á þingi gaf töluna 42 til 44% verði eftir af heildarveltunni verði eftir í íslensku hagkerfi.

Veltan er af áliðnaði er um 190 milljarðar eftir verða í hreina gjaldeyristekjur um 75 til 82 milljarðar.

Það sem skiptir máli er sá hluti sem skilar sér i þjóðarbúi án þess að reiðtoga verð á aðföngum.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 08:59

4 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Sælir Sigurjón,

Þakka gott innlegg.  Eins og kom fram í blogg-færslunni, þá hefur umræðan um útflutningsiðnaðinn, þar með talin álver, ekki alltaf verið út frá raunverulegum forsendum.  Fólk hefur náttúrulega ákveðnar skoðanir á álverum og virkjanagerð, sem er í sjálfu sér hið besta mál, en ef þær eru ekki byggðar á raunverulegum tölum, þá getur umræðan auðveldlega leiðst út af leið. 

Það má fjalla endalaust um raforkuverð, álverð, arðsemi, hagnað, hráefnisverð, umhverfisáhrif, erlenda eigendur, aðra möguleika, o.s.frv., en það sem að lokum skiptir mestu máli fyrir Ísland, er hvort að heildar-útflutningur okkar beri af sér meiri hreinar gjaldeyristekjur, heldur en innflutningurinn.  Vöruskiptajöfnuðurinn, ásamt þjónustujöfnuðinum og þáttatekjujöfnuðinum (meira um þá seinna), eru þær stærðir sem skipta þar mestu máli og það góða við þær er að það ekki auðvelt að rugla með þær.

Svo má ekki gleyma IceSave.  Ef við ætlum einhvern tíman að greiða jafnvel eitthvern hluta af IceSave ábyrgðinni, þá getur það aðeins komið frá jákvæðum gjaldeyrisjöfnuði.  Samkvæmt útreikningi sem ég gerði í þessari blogg-færslu hér, þá verða heildargreiðslurnar á hverju ári á bilinu 330 til 430 milljónir evra, eða sem svarar um 60 til 80 milljarða króna á ári miðað við núverandi gengi.

Bjarni Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 10:28

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Bjarni var nú búin að lesa þessa grein þína en það vanta en svar frá Gylfa til að fá endalegar niðurstöðu fannst gein góð og athyglisverð.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 14:17

6 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Sælir Sigurjón,

Þess væri óskandi að Gylfi, viðskiptaráðherra landsins, mundi alltaf birta þær forsendur sem hann notar í útreikningum sínum, sérstaklega þegar hann skrifar opinberar greinar eins og þá sem hann sendi í Morgunblaðið.  Þá yrði mjög einfalt að ganga úr skugga um að allt væri rétt reiknað.  Það er nú heldur ekki að svona vaxta-útreikningur eigi að vera of flókinn fyrir lærðan hagfræðing eins og Gylfa.

Þar sem það er nú frekar ólíklegt að Gylfi muni svara blogg-færslu beint á netinu, væri ég fyllilega sáttur við að einhver óháður með góða kunnáttu í vaxtaútreikningi á lánum, mundi fara yfir útreikningana hjá mér og staðfesta hvort þeir séu ekki örugglega réttir.

Bjarni Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband