Jóhanna, ekki gleyma að þitt hlutverk er að vernda hagsmuni OKKAR, ekki Breta og Hollendinga!

Ég var að lesa yfir ræðuna þína, sem inniheldur ýmsa góða punkta, en þú virðist enn ekki skilja fullkomlega hvert hlutverk þitt er í samninga-viðræðunum við Breta og Hollendinga. 

    Ávarp:  Sókn til betra samfélags

Það er EKKI þitt hlutverk að reyna að sannfæra þjóðina um að við verðum bara að samþykkja IceSave samninginn, heldur sannfæra Breta og Hollendinga að ef þeir vilji fá eitthvað borgað, þá verði þeir að taka fullt tillit til okkar sérstöku aðstæðna og samþykkja breytingar á samningnum.  Það skiptir ekki máli hve lengi þetta tekur, það verður að semja um IceSave þannig að hann er ásættanlegur fyrir okkur og meirihluti Alþingis geti samþykkt ábyrgðina.

Ég hef hérna á blogg-inu (ásamt mörgum öðrum) hef bent ítrekað á marga hluti sem fór úrskeiðis í samningagerðinni.  Sjá til dæmis:

    Hvernig tókst okkur að semja svona illilega af okkur?

Það þjónar engum tilgangi að endurtaka í sífellu að við gátum ekki fengið betri niðurstöðu í samningunum.  Samningstaða okkar er bara slæm ef við gefum okkur að við verðum að klára samningana sem fyrst á þeirra forsendum.  Hérna í þessari færslu fjalla ég um hvernig við getum nýtt núverandi stöðu til að ná betri samningum:

    Var upprunalegi IceSave samningurinn kannski bara tær snilld?

Ég hef einnig ítrekað bent á hve nauðsynlegt væri að koma okkar málstað á framfæri erlendis.  Þó það væri gott fyrsta skref, þá er alls ekki nóg að skrifa eina grein í Financial Times.  Það verður að kynna okkar málstað stanslaust bæði í blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.  Sem dæmi um þau atriði sem við þurfum að koma fram, sjá til dæmis listann sem ég birti í þessari færslu:

    63 manna samninganefnd að semja við sjálfa sig!

Hérna er önnur uppástunga um mögulega lausn á núverandi pattstöðu:

    Gerum hrossakaup á IceSave: Lægri vexti gegn lengri greiðslutíma!

Hérna er svar við grein sem Hollendingur skrifaði í Fréttablaðið, sem rakti helstu atriði sem þeir hafa sett út á varðandi fyrirvarana:

    Mitt svar til Hollendingsins Thijs Peters á fyrirvörunum við IceSave (á ensku)

Og svona í lokin, endilega kenna líka Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra hvernig eigi að reikna út vaxtagreiðslur af lánum.  Í Morgunblaðs-grein sem hann skrifaði í sumar hélt hann því fram að vextirnir af IceSave mundu verða 1 milljarður evra sem er einfaldlega rangt út reiknað!  Rétt upphæð er 2 milljarðar evra eins og ég sýni hér fram á:

    Gerði Gylfi reiknisvillu upp á 1 milljarð evra (180 milljarða króna)?

Eins og kemur fram í ræðunni þinni þá verður það bæði erfitt og torsótt að ná fram lyktum í þessu máli sem er ásættanlegt fyrir okkur.  Það voru einfaldlega mistök að gera ráð fyrir einhverju öðru.  Ef þú vinnur að málinu á réttan hátt eru samt miklir möguleikar að raunveruleg "góð" niðurstaða næst á endanum. 


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meðal þeirra sem hafa í grundvallaratriðum neikvæða sýn á stjórnmálum er hugmyndin  um að þau ráðist af blekkingum og klækjum fyrirferðamikil. Samsæriskenningar eru þær kenningar nefndar sem telja mikilvæga pólitíska viðburði ráðast með leynilegum hætti. Þær er til í ýmsum útgáfum. Sumar halda því fram að stjórnmálabaráttan sé frasi vegna þess að á bak við leiktjöldin sitji hinir raunverulegu valdhafar með alla þræði í sínum höndum. ,, Við búum við nokkrs konar auðmagnssósíalisma, stjórnarfyrirkomulag þar sem pólitíkusarnir dingla í spottum auðmannanna.” segir til dæmis Jóhannes Björn Lúðvíksson ( 1979) í bók sinni falið vald. Og hann heldur áfram: ,, þar lengst til hægri er alræði stjórnvalda og lengst til vinstri er alræði stjórnvalda. Allt þar á milli er aðeins mismunandi  alræði stjórnvalda. Baráttan á milli þessara tveggja póla er skopleikur.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 27.9.2009 kl. 01:31

2 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Kristján Loftur, ég held nú að þetta IceSave vandamál snúist að litlu leyti um blekkingar, klæki, eða samsæri.  Þetta er einfaldlega viðskiptadeila milli landa um peninga þar sem spurningin er hvort við eigum og/eða getum borgað stórar upphæðir í framtíðinni.  Svarið við þeirri spurningu á ekki að vera háð því hvort menn séu á vinstri eða hægri væng stjórnmálana.  Það er allra hagur að við semjum rétt um málið þannig að tjónið verði sem minnst.

Bjarni Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 03:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband