Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Af hverju ekki leggja Eignarskatt á aftur?
2.10.2009 | 00:29
Það er nú kannski engin undrun að margir finna eitthvað sem þeir eru ósáttir við í nýja Fjárlagafrumvarpinu. Það er alltaf mjög auðvelt að vera á móti nýjum skattaálögum og niðurskurði á útgjöldum og þjónustu ríkisins. Tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur, auðlindagjöld, niðurskurður í samgöngumálum, heilbrigðiskerfinu, löggæslunni, og svo framvegis.
Málið er náttúrulega að ríkisstjórninni er bundinn mjög þraungur stakkur. Tekjur hafa minnkað, gjöld hafa aukist, auk þess að ríkissjóður varð fyrir miklum bússifjum í bankahruninu. Og ekki er um auðugan garð að gresja til fjármagna þennan halla, þar sem hvergi er hægt fyrir Íslendinga að fá lán lengur.
En ég held samt að ríkisstjórnin sé á ákveðnum villigötum varðandi hvar hún reynir að finna auknar skattatekjur. Í þeirri miklu kreppu sem nú er í gangi þá verður mjög erfitt að fá auknar tekjur í ríkissjóð með tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti. Skattstofnarnir þar eru einfaldlega á hraðri niðurleið, þannig að jafnvel þó skattprósentan sé hækkuð, þá munu tekjurnar samt ekki hækka mikið. Ekki er ég heldur viss um að orku, umhverfi, og auðlindagjöldin muni skila af sér miklu raunvörulega í kassann.
Einhvern tíman seinna í framtíðinni, þegar við förum loksins að komast upp úr kreppudalnum, þá mun þessar álögur mögulega geta skilað verulega meiri skatttekjum, en því miður ekki eins og efnahagsástandið er í dag. Hvað er þá til ráða? Hvar er hægt að finna auknar tekjur fyrir ríkissjóð sem hann svo nauðynlega þarf?
Þá kemur upp sú spurning, af hverju ekki setja eignaskatt á aftur? Vissulega er hægt að setja margt út á eignarskattinn (eins og alla aðra skatta). Hann er óréttláttur, það er búið að skatta tekjurnar sem mynduðu eignina, hann fellur mest á eldri borgara með húseignir sínar, o.s.frv. En eignaskatturinn hefur samt tvo kosti í dag fram yfir flest alla aðra skatta:
- Hann mundi skila raunverulegum tekjum af skattstofni sem minnkar ekki eins hratt í kreppunni.
- Hann gefur kost á að skatta þær miklu eignir sem sumir aðilar náðu að safna sér á uppgangsárunum.
Síðari kosturinn mundi mögulega jafnvel gera hann frekar vinsælan hjá þjóðinni, sem ber núna miklar byrðar og vill sjá aukið réttlæti í skattlagningu. Það er ekki auðvelt að finna góða leið til að skatta þær miklu tekjur sem auðmennirnir fengu á síðustu árum, sem oft voru borgaðir mjög litlir skattar af (stundum t.d. aðeins 10% fjármagnstekjuskattur). Með því að leggja eignaskattinn á aftur, má mögulega leiðrétta þetta misræmi.
P.S. Ef einhverjir vilja skrifa athugasemdir um hve slæm hugmynd eignaskatturinn er, vinsamlegast komið þá með raunverlegar uppástungur um hvaða skatt á að leggja í staðinn. Aðeins skattar sem geta gefið af sér að minnsta kosti tugi milljarða í auknar tekjur á ári koma til greina. Góðar niðurskurðar-tillögur eru auðvitað alltaf líka vel þegnar.
Líst illa á fjárlögin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á hverju lifum við?
26.9.2009 | 16:17
Vegna þeirrar heitu umræðu sem nú er í gangi um kreppuna, atvinnumál, álver og svo framvegis, er mikilvægt að kynna sér raunverulegu tölurnar sem eru þar á bak við. Margir hafa mjög ákveðnar skoðanir og slá þá fram ýmsum fullyrðingum sem ekki eru alltaf byggðar á raunverulegum forsendum.
Ísland er lítið land sem byggir velferð sína að miklu leiti á útflutningi á sjávarafurðum og iðnaðarvörum (þ.m.t. ál). Þessi útflutningur er síðan notaður til að borga fyrir okkar innflutning sem inniheldur nær allt sem við notum okkur til viðurværis, þ.m.t. neysluvörur, mat, hráefni, bíla og annað.
Á uppgangs-tímabilinu síðustu árin var vöruskiptajöfnuður Íslendinga mjög óhagstæður, það er að við vorum að lifa langt um efni fram. Núna í kreppunni hefur þetta snúist við og jöfnuðurinn er núna hagstæður sem mun líklega hafa mjög jákvæð áhrif fyrir þjóðarbúið sem heild til lengri tíma, til dæmis gengi krónunnar. Tímabundið munu samt innflutningsfyrirtæki og aðrir sem vinna í greinum sem háðar eru innflutningi óneitanlega verða fyrir miklum búsifjum.
Til að skoða hverjar raunverulegu tölurnar eru, þá birtir Hagstofa Íslands reglulega skýrslu þar sem borinn er saman vöruskiptajöfnuður Íslands á milli ára, bæði á verðlagi hvers árs og einnig á föstu gengi. Hér er tilvísun í nýjustu skýrsluna:
Hagstofa Íslands - Hagtölur - Verðmæti inn- og útflutnings 2008-2009
Hérna er úrdráttur úr töflunni, sem gerir auðveldara að bera saman heildartölurnar (allar tölur eru FOB í milljónum króna fyrir fyrstu 6 mánuði ársins, álið er sýnt aðskilið frá öðrum iðnaðarvörum):
ÚTFLUTNINGUR | H1, 2008 | H1, 2009 | Breyting | Fast gengi | Hlutfall |
Sjávarafurðir | 89248 | 113227 | 26.9% | -13.8% | 45% |
Landbúnaðarafurðir | 2747 | 4225 | 53.8% | 4.6% | 2% |
Iðnaðarvörur | 30497 | 39100 | 28.2% | -12.8% | 15% |
Ál | 90329 | 84726 | -6.2% | -36.2% | 33% |
Aðrar vörur | 28701 | 12208 | -57.5% | -71.1% | 5% |
Útflutningur alls | 241522 | 253486 | 5.0% | -28.7% | 100% |
INNFLUTNINGUR | H1, 2008 | H1, 2009 | Breyting | Fast gengi | Hlutfall |
Mat og drykkir | 21469 | 23324 | 8.6% | -26.1% | 11% |
Hrá og rekstrarvörur | 85311 | 65454 | -23.3% | -47.8% | 31% |
Eldsneyti og smurolíu | 32640 | 27391 | -16.1% | -43.0% | 13% |
Fjárfestingarvörur | 63480 | 48853 | -23.0% | -47.7% | 23% |
Flutningatæki | 48481 | 15112 | -68.8% | -78.8% | 7% |
Neysluvörur | 38437 | 33252 | -13.5% | -41.2% | 16% |
Aðrar vörur | 195 | 299 | 53.5% | 4.3% | 0% |
Innflutningur alls | 290012 | 213685 | -26.3% | -49.9% | 100% |
Þegar þessar tölur eru skoðaðar þá kemur margt athyglisvert í ljós. Á meðan útflutningur virðist aukast um 5% milli ára á verðlagi hvers árs, þá dregst hann saman um 28.7% á föstu gengi. Þetta er vegna þess að meðalverð erlends gjaldeyris er 47,1% hærra mánuðina janúarjúlí 2009 en sömu mánuði fyrra árs og það varð verðlækkun á okkar helstu útflutningsvörum.
Á sama hátt má reikna að heildar innflutningur hefur dregist saman um 49.9% á föstu gengi, þar er við flytjum inn núna helmingi minna af vörum heldur en í fyrra. Þar vegur hæst að innflutningur á bílum og öðrum flutningstækjum hefur fallið 78.8%.
Vöruskiptajöfnuðurinn sem var u.þ.b mínus 48.5 milljarðar (-20%) á fyrri helmingi 2008, er núna kominn í plús 39.8 milljarðar (15.7%) sem er ótrúlegur viðsnúningur.
Aðalniðurstaðan er nú samt að enn í dag lifir Ísland eiginlega bara á Fiski (45%) og Áli (33%) sem eru okkar aðalútflutningsvörur (sem hafa því miður lækkað mikið í verði síðasta árið), svo við getum borgað innflutninginn: Matur (11%), Hráefni (31%), Eldsneyti (13%), Fjárfestingarvörur (23%), Flutningstæki (7%, var 17%), og Neysluvörur (16%).
Raunveruleikinn er því sá að ef við hefðum ekki fiskinn og álið til að flytja út væri þetta einfaldlega búið spil.
Viljayfirlýsing ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 27.9.2009 kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
63 manna samninganefnd að semja við sjálfa sig!
28.8.2009 | 14:42
Það er mikilvægt að muna að þar sem frumvarpið var núna loksins samþykkt með fyrirvörum, þá er það algjörlega í höndum Breta og Hollendinga hvort þeir samþykkja þessa ríkisábyrgð. Málinu verður tvímælalaust ekki lokið fyrr en eftir að þeir annaðhvort samþykkja fyrirvarana eða samið verður við þá upp á nýtt (allur hringurinn endurtekinn).
Eins og ég hef lýst hér áður, þá verður mjög mikilvægt, er hvernig kynningin á okkar málstað verður haldið fram erlendis. Strax í dag verður þetta stórfrétt sem mun fara út um allan heim. Við munum hafa í mesta lagi nokkra daga til að koma því á framfæri erlendis af hverju þessir fyrirvarar voru nauðsynlegir áður en Bretarnir og Hollendingarnir byrja að birta sínar skoðanir út frá þeirra eigin hagsmunum (sem fara alls ekkert endilega ekki saman við okkar). Við þurfum að vera viðbúin þessu fyrirfram og svara um leið í erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.
Til dæmis væri góð hugmynd að skrifa bréf Evu-style, sem þingmenn úr öllum flokkum mundu skrifa undir og senda síðan beint til erlendra fjölmiðla. Síðan þarf að velja nokkra þingmenn sem mundu bjóðast til að fara í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar. Aðalmálið er að koma okkar málstað á framfæri eins fljótt og auðið er, áður en það er of seint.
Hérna eru nokkrar hugmyndir um hvað við þurfum að láta koma fram erlendis:
1. Ísland með þessu frumvarpi er tilbúið að tryggja lágmarksgreiðsluna 21K Evrur sem tiltekin er í EEA tilskipuninni. Fyrirvararnir voru nauðsynlegir, þar sem upprunalegi samningurinn sem var undirritaður í Júní kvað á um greiðslur YFIR þessum 21K Evrum.
2. Upprunalegi samningurinn var gerður upphaflega í leynd. Þetta voru greinileg mistök, þar sem Alþingi og almenningur á Íslandi gat þannig ekki séð samninginn þar til eftir að skrifað hafði verið undir hann. Það var aðeins eftir að samningurinn hafði verið birtur og greindur af ýmsum óháðum sérfræðingum (og bloggheiminum), að villurnar og mistökin í honum komu upp á yfirborðið.
3. Bresku og Hollensku samninganefndirnar notuðu þeirra sterku samningsaðstöðu til að ná fram mjög óréttlátum samningi fyrir Ísland. Fyrirvararnir eru nauðsynlegir til að leiðrétta sum af þessum ákvæðum.
4. Það er mikilvægt að ákvæði lokasamningsins, eru ekki svo erfið, að þau geti leitt til þjóðargjaldþrots. Ákvæðin um að heildargreiðslur fari ekki fram úr 4%/2% af VEXTI þjóðarframleiðslu á þessum árum eru nauðsynleg til að tryggja þetta.
5. Alþingi Íslendinga, sem er lýðræðislega kosin af Íslensku þjóðinni, fer með lokavald (ásamt forsetanum) samkvæmt stjórnarskránni um hvað ábyrgðir Ísland getur tekið á sig, ekki einstakir stjórnmálamenn eða ríkisstjórnin sjálf.
Icesave-frumvarp samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 29.8.2009 kl. 03:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig tókst okkur að semja svona illilega af okkur?
11.8.2009 | 03:52
Ég er búinn að vera að hugsa nokkuð um það hvernig í ósköpunum Íslenska samninganefndin endaði á að samþykkja IceSave samninginn eins og hann var skrifaður, þar sem það er núna orðið nokkuð augljóst að þarna sömdum við illilega af okkur. Ég þekki náttúrlega ekki söguna innanbúðar, en með því að lesa á milli línanna ýmsar fréttir og greinar, þá er ég kominn með eftirfarandi kenningu um hvernig þetta skeði:
Bretarnir og Hollendingarnir greinilega notuðu mjög færa og reynda sérfræðinga í samningagerð, á meðan Ísland valdi sendiherra frá Danmörku, fyrrverandi stjórnmálamann, Svavar Gestsson, til að leiða Íslensku nefndina.
Mín kenning er sú að Bresku/Hollensku samningarmennirnir notuðu vel þekkt, en mjög snjallt samningsbragð. Fyrst, komu þeir inn í viðræðurnar á fullum krafti og krefjast endurgreiðslu á láninu á mjög skömmum tíma með háum vöxtum. Láta Íslendingana síðan svitna á þessu í nokkra mánuði.
Síðan gefa þeir allt í einu eftir með kröfur Íslendinga um lengri lánstíma og lægri vexti, jafnvel möguleika á að endursemja seinna ef forsendur breytast. Þetta var það sem Steingrímur J. kallaði betri niðurstöðu heldur við höfðum mátt búast við.
Í staðinn, vildu þeir fá út frá sanngirni nokkur atriði leyst: "jafna" meðferð fyrir þeirra eigin tryggingasjóði, gjaldfellingar-klásúlur með fullum rétti til að afturkalla lánin, leynd yfir samningunum sjálfum, og síðan algjört afsal á þjóðarréttindum Íslendinga.
Mín skoðun er að þessi niðurstaða hafi verið markmið þeirra allt frá byrjun og íslenska samninganefndin með reynsluleysi sínu og óþolinmæði, einfaldlega ekki gert sér grein fyrir þessu. Það var aðeins eftir að skrifað hafði verið undir samningana, sem voru síðan ekki birtir og greindir af óhaðum sérfræðingum fyrr en þó nokkru seinna, að vandamálin komu upp á yfirborðið, en þá var það því miður orðið of seint.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 04:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Secret Settlement Agreement fyrir IceSave Lekið á Netið
10.8.2009 | 06:01
Vil vekja athygli á svokölluðum "Settlement Agreement" sem er leyni-samningurinn sem Trygginastofnun gerði við FSCS í Bretlandi. Gunnar Tómasson "lak" þessum samningi á netið um daginn. Sjá góða greiningu á samningnum frá Gunnari og skjalið sjálft settlement_agreement.pdf á:
http://www.vald.org/greinar/090728.html
Það er vísað í þennan samning nokkrum sinnum í hinum upprunalega breska "Loan Agreement" með tilvísuninni "Financial Documents".
Ein skrautlegasta klásúlan í "Settlement" samningnum, er 4.2(b), sem segir í stuttri þýðingu að jafnvel þótt TIF (Íslenski Tryggingasjóðurinn), fái forgang samkvæmt íslenskum lögum, þá skuli samt renna SAMA hlutfall til FSCS. Þessu á að ná fram síðar með VIÐBÓTARGREIÐSLU á milli sjóðanna.
Þar sem lítill möguleiki er á að FSCS muni nokkurn tíma fá greitt meira hlutfallslega frá Landsbankanum, heldur en TIF, þá virkar þetta ákvæði líklega bara í hina áttina. Það er góður möguleiki, miðað við Íslensku gjaldþrotalögin, að TIF fái greitt hærra hlutfall, þannig að þetta mun þýða að FSCS getur krafist viðbótargreiðslu seinna til jöfnunar frá TIF.
Bretarnir og Hollendingarnir hafa líklega fengið þetta atriði í gegn í samningaviðræðunum, einmitt með því að setja það upp sem "sjálfsagða" jafnræðisreglu og okkar menn fallið fyrir því, þó ég þekki það nátturulega ekki beint.
Við höfum nokkrir Íslendingar verið að rökræða þetta og önnur atriði varðandi IceSave síðustu vikur við ýmsa Breta og aðra útlendinga á Icenews.is, sjá til dæmis eftirfarandi færslu og eftirfarandi komment:
Viðskipti og fjármál | Breytt 11.8.2009 kl. 04:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)