Af hverju liggur svona ofboðslega mikið á að skrifa undir Icesave?

Ætlar ríkisstjórnin virkilega að endurtaka sömu mistökin frá því í sumar, með því að skrifa undir nýja samkomulagið núna strax, án þess að við fáum að lesa það fyrst?  Það er búið að birta yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, samanburð við fyrri samning, og yfirlit um réttindi og skyldur Íslands, en ekki samninginn sjálfann!

Það var ekki fyrr en allir þrír samningarnir (við Breta, við Hollendinga, auk "leyni"-settlement samningurinn) voru birtir opinberlega, eftir mikið ströggl um sumarið, að öll vandamálin við þá fóru að koma upp á yfirborðið. Núna þegar hefur komið í ljós að vaxtagreiðslurnar eru undanskildar frá 6% þakinu sem efnahagslegu viðmiðin settu fram. Þetta gerir upphaflegu fyrirvarana meira og minna gagnslausa, þar sem vextirnir eru langstærsti hlutinn af heildargreiðslunum, eins og ég sýndi fram á í þessari færslu.

Það er eitt að gera mistök, annað og mun verra er að endurtaka þau aftur og aftur.


mbl.is Kvittað fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband