Stórhættulegt ákvæði um að greiðslur vaxta falli ekki undir 6% hámarkið á hagvexti!

Ég var að lesa yfir samanburðinum á innihaldi samninganna sem birtur var í viðauka með fréttatilkynningu ríkisstjórnarinnar og hnaut strax um eina stórhættulega breytingu fyrir okkur Íslendinga.

http://www.mbl.is/media/70/1770.pdf

Eitt mikilvægasta atriðið með upprunalegu fyrirvörunum, voru hin svo kölluðu efnahagslegu viðmið, sem settu þak á mögulegar greiðslur Íslands.  Þetta ákvæði, að öllum hinum ákvæðunum ólöstuðum, var það sem verndaði okkur, þannig að hámarksgreiðslan yrði í mesta lagi 6% af uppsöfnuðum hagvexti frá 2008 til hvers greiðsluárs.  Ef lítill sem enginn hagvöxtur verður á tímabilinu, það er áframhaldandi kreppa, þá er þetta helsta ákvæðið sem getur leyft þjóðinni að forðast gjaldþrot, vegna IceSave.

Nú segir í viðaukanum:

"Ákveðið að þak innihaldi bæði höfuðstólsgreiðslur og vexti, en þó þannig að vextir verði alltaf greiddir að lágmarki."

Þessi breyting táknar að við mundum alltaf þurfa að borga vextina að fullu á hverju ári, hvort sem það verður aukning á hagvexti eða ekki!

Nú má spyrja, af hverju skiptir þetta atriði svona miklu máli?  Svarið við því er mjög einfalt.

Mest öll upphæðin sem við þurfum að borga samkvæmt samningnum eru ekki IceSave innistæðurnar sjálfar, heldur vextirnir.  Eins og ég fjallaði um í síðustu færslu, þá verða heildar-vextirnir 1690 milljónir evra (312 milljarðar ISK), á meðan IceSave greiðslurnar sjálfar verða "aðeins" 407 milljónir evra (75 milljarðar ISK), ef við miðum við 90% endurheimtur úr Landsbankanum.  Vextirnir eru yfir 80% af heildargreiðslunum, þannig að ef við neyðumst alltaf til að borga vextina að lágmarki, óháð hagvexti, þá virka fyrirvararnir einfaldlega ekki lengur!


mbl.is Lengra varð ekki komist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband