Vinsamlegast lekið þessum hugmyndum í "trúnaði" strax!

Eitt af stóru vandamálunum í síðustu umferð, var þessi krafa um trúnað sem Bretar og Hollendingar gerðu um IceSave samninginn í Júní.  Þetta gerði það að verkum að þeir náðu yfirhöndinni í samningaviðræðunum og gátu óhræddir sett inn ýmis skrítin og ósanngjörn atriði í samninginn, sem þoldu ekki dagsbirtu. Þetta var einfaldlega hluti af samningatækni þeirra. 

Ég vona að okkar menn hafi nú lært af fyrri mistökum, og þessar hugmyndir Breta og Hollendinga verði gerðar opinberar eins fljótt og auðið er.  Ef ekki, þá verður einhver  þingmaður einfaldlega að taka sig til og leka þessu strax!

 


mbl.is Hugmyndir Breta og Hollendinga kynntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég man rétt þá kom krafan um trúnað ekki frá Bretum og Hollendingum heldur Íslenskum ráðamönnum sem tóku þátt í samningaviðræðunum.

Endilega leiðréttið mig ef ég fer með rangt mál.

Hrafna (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Það voru tvímælalaust Bretar og Hollendingar sem vildu halda leynd yfir samningunum.  Sjá til dæmis email-in sem Lára Hanna "skúbbaði" í júní

http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/900581/

Bjarni Kristjánsson, 17.9.2009 kl. 16:27

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Bretar og hollendingar, vanir samningamenn sem þeir eru, tóku ekki afstöðu til fyrirvara Alþingis, fyrr en þeir voru frágengnir þaðan. Gerum það sama, tökum ekki afstöðu til krafna breta og hollendinga, fyrr en hún liggur fyrir opinberlega. Það væru mikil mistök að fjalla um kröfur þeirra opinberlega fyrr en þær eru formlega komnar á okkar borð. Sýnum yfirvegun góðra samningamanna. Bíðum eftir opinberu svari þeirra og gefum ekkert upp hvað við viljum gera..... en þegar svarið berst opinberlega, þá skal það birt opinberlega.
Reynum að klúðra ekki málum að nýju !
Áfram Ísland ekkert ESB !

Haraldur Baldursson, 18.9.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband