Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010
Af hverju ekki bara leggja á sérstakan nefskatt, 200 þúsund á hvern skattgreiðanda, til að borga vextina af Icesave?
27.1.2010 | 00:33
Þetta er auðvitað fáranleg spurning, en ég legg hana fram hérna til að sýna hve fáranlegir vaxtabyrðarnar af Icesave skuldinni raunverulega eru.
Útreikningarnir sjálfir eru frekar einfaldir:
Heildarlánsupphæð: | 4000 milljónir evra |
Gengi evru: | 180 krónur |
Lánsupphæð í krónum: | 720 milljarðar króna |
Icesave vextir: | 5.55% |
Vextir á ári: | 40 milljarðar króna |
Vextir á dag: | 110 milljónir króna |
Skattgreiðendur: | 200 þúsund |
Árlegur nefskattur: | 200 þúsund krónur |
Nefskattur í evrum: | 1100 evrur |
Ég er reyndar ekki alveg viss hve margir skattgreiðendur eru á Íslandi, en nálægt 200 þúsund einstaklingar sem raunverulega greiða skatta ætti líklega að vera eitthvað nærri lagi.
Ef allir borguðu þennan nefskatt á hverju ári (minnkar reyndar þegar Landsbankinn fer að loksins greiða úr þrotabúinu), yrðum við í þeirri "góðu" stöðu 2016 að eiga aðeins eftir að borga þessi 10-12% (70-90 milljarða) sem innheimtist væntanlega ekki úr Landsbankanum.
En auðvitað mundi þetta aldrei ganga upp, þar sem við eigum einfaldlega ekki fyrir þessu. Þess vegna verður Ísland við að taka lán fyrir þessu, og síðan önnur lán til að borga þau til baka, og svo áfram koll af kolli þar til að lokum enginn vill lengur lána okkur meira.
Lausnin á Icesave deilunni er ekki að segja Nei, við viljum ekki borga, eða Já, við verðum að borga.
Lausnin, er að setja saman NÝJA samninganefnd. Finna einhverja grjótharða nagla, sem kunna raunverulega að semja, kunna vel íslensku gjaldþrotalögin, láta ekki auðveldlega ráðskast með sig,
og síðast en ekki síst, kunna að reikna út vexti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hver reiknaði Icesave greiðslurnar rétt út: Jón Daníelsson vs. Vilhjálmur Þorsteins?
25.1.2010 | 08:03
Það eru búnar að vera þó nokkrar umræður hérna á netinu hvaða vextir og greiðslur eru af Icesave lánunu. Sýnist sitt hverjum og mikið reiknað.
Nýlega skrifaði Jón Daníelsson grein í Morgunblaðinu, "Áhættunni af Icesave verður ekki eytt eftir á", þar sem hann kom með nýja útreikninga á vöxtunum og greiðslubyrði ríkissjóðs. Niðurstaðan hjá honum var að heildarkostnaður ríkissjóðs mundi verða nálægt 507 milljarðar króna, eða að meðaltali 63 milljarðar á ári milli 2016-2024.
Það sem var samt athyglisverðast við greinina var að mínu áliti var ekki endilega niðurstaðan sjálf, heldur skjal sem hann vísaði í frá vefsíðu Alþingis, þar sem gefið var upp áætlað "cash-flow" frá Landsbankanum (LBI) til kröfuhafa næstu árin:
http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=138&malnr=76&dbnr=842&nefnd=v
Þessar upplýsingar sem ég hafði ekki séð áður, eru mjög mikilvægar, þar sem tímasetning greiðslna frá LBI hafa gríðarlega mikil áhrif á hve mikið ríkissjóður þarf að greiða í vexti af Icesave-láninu. Í mínum fyrri útreikningum, t.d. hér og hér, hafði ég gert ráð fyrir jöfnum greiðslum frá LBI á tímabilinu 2009-2016. Þetta var náttúrlega alltaf vitað að þetta væri frekar ónákvæm forsenda, en á þeim tíma var því miður ekki aðrar upplýsingar að finna.
Ennfremur kemur fram í skýrslu skilanefndar Landsbankans að engar greiðslur verði ynntar af hendi, fyrr en öllum deiluefnum og mögulegum málsóknum er lokið (bls. 59):
http://www.lbi.is/Uploads/document/LBI_report_on_moratorium_021209.pdf
Jón gerir því ráð fyrir í sínum útreikningum, að fyrstu greiðslurnar verðiþví ekki ynntar af hendi fyrr en 2011, sem líklega verður að teljaströkrétt. Þetta er ekki góðar fréttir fyrir okkur, þar sem á meðan beðið er eftir greiðslunum frá LBI, reiknast fullir vextir á allri Icesave skuldinni.
Vilhjálmur Þorsteinsson, sem fjallar oft um skuldabyrði Íslands og Icesave lánið, birti síðan á föstudaginn blogg-færslu, þar sem hann fjallaði um "Erlendar skuldir - stóra myndin". Þar var sýnt flott graf af afborgunum og vöxtum á öllum erlendum lánum Íslands alveg til 2023.
Tölurnar á bak við voru því miður ekki gefnar upp, en ef grafið er skoðað nákvæmlega má sjá að greiðslurnar fyrir Icesave eru að meðaltali eitthvað nálægt 36 milljarðar á ári, eða samtals 290 milljarðar fyrir öll greiðslu árin (2016-2024).
Í gær birti Vilhjálmur síðan aðra blogg-færslu, "Um útreikninga Jóns Daníelssonar á Icesave", þar sem hann gerir ýmsar athugasemdir á útreikningum Jóns. Samt þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar, er alls ekki augljóst af hverju það munar svona miklu á milli þeirra.
Því má spyrja, hvernig má það vera að það skakkar svona ótrúlega miklu á milli þeirra tveggja, þar sem Jón fær nær tvöfalt hærri greiðslur heldur en Vilhjálmur? Báðir kunna nú náttúrulega vel að reikna út vaxtagreiðslur af lánum (ekki eins viss um Gylfa Magnússon), þannig að þessi munur hlýtur því að koma einhvers annars staðar frá. Liggur þá beint við að skoða hvaða forsendur þeir gefa sér í útreikningunum. Vilhjálmur gefur upp í sinni færslu að hann noti fast verðlag og gengi, 88% endurheimtur, enga núvirðingu, og raunvexti 4.0% (1.5% evru verðbólga). Jón notar að mestu leiti sömu grunnforsendur, en hann miðar við 5.55% nafnvexti, og að krafa TIF til LBI sé alltaf föst upphæð í krónum miðað við íslensk gjaldþrotalög.
Til að kanna betur hvernig þeir fengu hver út sínar niðurstöður, uppfærði ég reiknilíkanið mitt, sem ég nota mikið við minar greiningar, út frá nýjustu forsendum sem eru til reyðu í dag:
- Bresku og hollensku lánin eru samtals 3.964 milljarða evra miðað við gengi punds 1.119 evrur
- Vextirnir eru 5.55% reiknaðir af höfuðstólnum frá 1. janúar 2009
- Endurheimtur úr Landsbankanum eru 88% af Icesave innistæðum, samtals 1164 milljarðar
- Engar greiðslur eru framkvæmdar frá þrotabúi Landsbankans þar til 2011 vegna lögsókna
- TIF fær í sinn hlut 51% af endurheimtunum á tímabilinu 2011-2020, samtals 594 milljarðar
- Vextirnir eru reiknaðir eftir tveimur mismunandi aðferðum, eftir því hvort þær eru fyrir eða eftir júní 2016
- Júní 2016 tekur ríkistryggingin við á eftirstöðvunum auk áunnina vaxta
- Á tímabilinu frá júní 2016 til 2024 eru 32 ársfjórðungslegar greiðslur
- Hver greiðsla er jöfn upphæð reiknuð út frá eftirstöðvum og vöxtum 2016
- Auk þess þarf að greiða jafnóðum vexti á eftirstöðvum fyrir hvern ársfjórðung eftir júní 2016
Þessar forsendur eru allar samkvæmt upprunalegu lánasamningunum, og nýjustu upplýsingum sem liggja nú fyrir frá skilanefnd Landsbankans.
Hérna er útreikningurinn fyrir vextina fram til júní 2016. Fyrsta tímabilið er frá janúar 2009 til 5. júní 2009 þegar upprunalegi samningurinn var undirritaður. Síðan eru sex tímabil, hvert eitt ár, frá júní 2009 til júní 2016. Þetta er gert svona til að auðvelda útreikning á vöxtunum, eins og þeir eru tilgreindir í samningnum.
Ár | Höfuðstóll byrjun | LBI greiðslur | Vextir 5.55% | Safnaðir vextir | Höfuðstóll plús vextir |
2009 | 3964 | 0 | 93 | 93 | 4057 |
2009-10 | 3964 | 0 | 225 | 319 | 4282 |
2010-11 | 3964 | 890 | 238 | 556 | 3630 |
2011-12 | 3074 | 221 | 201 | 758 | 3611 |
2012-13 | 2853 | 516 | 200 | 958 | 3296 |
2013-14 | 2337 | 156 | 183 | 1141 | 3323 |
2014-15 | 2182 | 575 | 184 | 1325 | 2932 |
2015-16 | 1606 | 188 | 163 | 1488 | 2906 |
Samtals | 1418 | 2545 | 1488 |
Eins og sést af þessari töflu þá verða eftirstöðvarnar á höfuðstólnum 1418 milljónir evra og samtals uppsafnaðir vextir 1488 milljónir evra. Heildarskuldin verður samkvæmt þessu 2906 milljónir evra í júní 2016, þegar ríkisábyrgðin tekur við á Icesave láninu.
En það eru ekki aðeins reiknaðir vextir af láninu fyrstu 7 árin, heldur einnig næstu 8 árin allt til 2024. Ef við leggjum útreikninginn hér að ofan til grundvallar, þá tekur ríkistryggingin yfir 2906 milljónir evra (höfuðstóll 1418 plús 1488 uppsafnaðir vextir) í júní 2016, sem greiða þarf upp ásamt vöxtum næstu 8 árin með 32 ársfjórðungsgreiðslum. Hérna er útreikningarnir fyrir tímabilið 2016-2024:
Ár | Höfuðstóll byrjun | LBI greiðslur | Ríkissjóður greiðslur | Vextir 5.55% | Ríkissjóður samtals |
2016 | 2906 | 94 | 88 | 79 | 167 |
2017 | 2725 | 188 | 175 | 144 | 319 |
2018 | 2361 | 188 | 175 | 124 | 299 |
2019 | 1998 | 188 | 175 | 103 | 279 |
2020 | 1635 | 94 | 269 | 83 | 352 |
2021 | 1272 | 0 | 363 | 63 | 426 |
2022 | 908 | 0 | 363 | 43 | 406 |
2023 | 545 | 0 | 363 | 23 | 386 |
2024 | 182 | 0 | 182 | 4 | 185 |
Samtals | 0 | 753 | 2154 | 665 | 2819 |
Hérna fáum við út heildargreiðslur ríkissjóðs 2819 milljónir evra, þar af 665 milljónir evra í vexti fyrir tímabilið 2016 til 2024. Heildarvextirnir fyrir allt tímabilið 2009-2024 eru 2154 milljónir evra (1488 + 665), á meðan greiðslurnar af láninu sjálfu eru aðeins 665 milljónir evra (2819 - 2154).
Hérna er sami útreikningurinn, þar sem allar upphæðirnar hafa verið færðar yfir í íslenskar krónur á evru-genginu 180.
Ár | Höfuðstóll byrjun | LBI greiðslur | Vextir 5.55% | Safnaðir vextir | Höfuðstóll plús vextir |
2009 | 713 | 0 | 17 | 17 | 730 |
2009-10 | 713 | 0 | 41 | 57 | 771 |
2010-11 | 713 | 160 | 43 | 100 | 653 |
2011-12 | 553 | 40 | 36 | 136 | 650 |
2012-13 | 514 | 93 | 36 | 172 | 593 |
2013-14 | 421 | 28 | 33 | 205 | 598 |
2014-15 | 393 | 104 | 33 | 239 | 528 |
2015-16 | 289 | 34 | 29 | 268 | 523 |
Samtals | 255 | 458 | 268 |
Samkvæmt þessu, þá verða eftirstöðvarnar á höfuðstólnum 255milljarðar króna og samtals uppsafnaðir vextir 268 milljarðar. Heildarskuldin verður samkvæmt þessu 523 milljarðar í júní 2016, þegarríkisábyrgðin tekur við.
Ár | Höfuðstóll byrjun | LBI greiðslur | Ríkissjóður greiðslur | Vextir 5.55% | Ríkissjóður samtals |
2016 | 523 | 17 | 16 | 14 | 30 |
2017 | 490 | 34 | 32 | 26 | 57 |
2018 | 425 | 34 | 32 | 22 | 54 |
2019 | 360 | 34 | 32 | 19 | 50 |
2020 | 294 | 17 | 48 | 15 | 63 |
2021 | 229 | 0 | 65 | 11 | 77 |
2022 | 163 | 0 | 65 | 8 | 73 |
2023 | 98 | 0 | 65 | 4 | 69 |
2024 | 33 | 0 | 33 | 1 | 33 |
Samtals | 0 | 135 | 388 | 120 | 507 |
Hér fáum við út heildargreiðslur ríkissjóðs507 milljarðar, þar af 120 milljarðar í vexti fyrir tímabilið 2016 til2024. Heildarvextirnir fyrir allt tímabilið 2009-2024 eru 388 milljarðar (268 + 120), á meðan greiðslurnar af Icesave láninu sjálfu eru aðeins 119 milljarðar króna (507 - 388).
Ég fæ því greinilega út nákvæmlega sömu niðurstöðu í mínum útreikningum, eins og Jón Daníelsson, eða 507 milljarðar.
Af hverju var Vilhjálmur þá með aðra niðurstöðu? Til að kanna hvaða áhrif vaxtaprósentan sem Vilhjálmur notaði hafði, uppfærði ég reiknilíkanið miðað við 4% raunvexti. Við það minnkaði heildarkostnaður ríkissjóðs niður í 402 milljarða króna eða 50 milljarða að meðaltali fyrir hvert ár. Það vantaði því ennþá 110 milljarða upp á.
Ég prófaði síðan að breyta greiðslunum frá Landsbankanum, þannig að þær yrðu 7 jafnar greiðslur á tímabilinu 2010-2016, sem er sama aðferðin og ég notaði áður en "cash-flow" skjalið kom í leitirnar. Þá fékk ég út heildarkostnað upp á 350 milljarða, þannig að enn vantaði 60 milljarða upp á.
Að lokum breytti ég prósentunni sem Vilhjálmur notar við að reikna út endurheimturnar. Samkvæmt skýrslu skilanefndarinnnar, þá er viðmiðunargengið sem kröfur eru metnar á miðað við 22. apríl 2009, þegar evran var 169.20 krónur. Allar kröfur Landsbankans verður að gera upp í íslenskum krónum á því gengi samkvæmt ákvörðun skilanefndar, sem byggð er á íslenskum gjaldþrotalögum. Nú er gengið hins vegar 180 krónur, þannig að samkvæmt því fær TIF ekki lengur fullar 88% af kröfunni reiknað í evrum, heldur aðeins rúm 83% (Jón fjallar um þetta nánar í greininni sinni). Eftir þessa leiðréttingu þá fékk ég loksins út nokkurn vegin sama heildarkostnaðinn og Vilhjálmur var með í grafinu sínu, 290 milljarða.
Ég er á því að Jón Daníelsson hafi rétt fyrir sér, hvað varðar seinni atriðin tvö um endurgreiðslurnar frá Landsbankanum. Síðan, hvort reikna eigi með nafnvöxtum (5.55%) eða raunvöxtum (4.0%), má hins vegar deila um.
Niðurstaðan er samt sem áður, báðir reiknuðu Icesave greiðslurnar "rétt" út, en þeir gáfu sér einfaldlega mismunandi forsendur. Lærdómurinn af þessu öllu saman er því, að forsendurnar skipta öllu máli þegar verið er að reikna út og meta stór mál eins og Icesave.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.2.2010 kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)
Ef við viljum ná viðunandi Icesave samningi í þriðju umferð verður InDefence að vera með í ráðum!
23.1.2010 | 09:20
Þó það sé auðvitað gott mál að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum við samningagerðina, er það alls ekki nóg. Bretar og Hollendingar hafa sagt að þeir eru því aðeins til í að ganga aftur til samningaviðræðna, ef við getum ábyrgst að samningarnir verði í þetta skipti örugglega samþykktir. Til að samningurinn yrði örugglega samþykktur í þriðju umferð, verður að fá óháðan aðila sem nýtur trausts hjá þeim hluta þjóðarinnar sem hefur ekki verið til í að samþykkja fyrstu tvo samningana.
Þar sem InDefence hópurinn stóð fyrir áskoruninni, sem fékk stuðning frá fjórðungi atkvæðisbærra manna, liggur beint við að hafa þá með í ráðum frá upphafi viðræðnanna, en ekki aðeins eftirá þegar allt hefur verið ákveðið og búið að skrifa undir.
Annað atriði sem við verðum að vera með á hreinu, er nákvæmlega hvað við viljum fá út úr samningunum? Ef við förum inn og heimtum allt sem við viljum, munu Bretar og Hollendingar einfaldlega neita að semja við okkur.
Ég hef verið að fjalla nokkrum sinnum í fyrri færslum, hvaða atriði eru mikilvægust fyrir okkur fjárhagslega að breyta, og hafa auk þess þann kost að það er frekar auðvelt að sannfæra erlenda aðila um réttmæti þeirra:
1. Ragnar Hall ákvæðið. Þetta ákvæði (4.2(b) í Settlement samningnum), hefði einfaldlega aldrei átt að vera samþykkt af okkar samninganefnd, þegar upprunalegi Icesave samningurinn var saminn. Ég hef átt í miklum rökræðum við erlenda aðila á ensku-mælandi vefsíðum (t.d. IceNews.is) alveg frá því upprunalegi samningurinn var gerður í Júní, og þetta er eina atriðið þar sem þeir raunverulega samþykkja að við höfum fullkomlega rétt fyrir okkur. Ég fjallaði um Ragnar Hall ákvæðið vandlega í eftirfarandi færslu þar sem ég sýndi fram á að leiðrétta þetta atriði eitt og sér getur lækkað skuldbindingu okkar um 0.5B Evra (85-90 milljarða), en ef áhrifin á vextina eru einnig talin með (þar sem greiðslurnar frá Landsbankanum munu koma inn tvöfalt hraðar til TIF), þá verður lækkunin yfir 1.1B Evra (200 milljarða)!
Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!
2. Vaxtagreiðslurnar. Þetta er tvímælalaust það atriði sem hefur mestu áhrifin á greiðslubyrðina vegna Icesave. Samkvæmt nýjustu skýrslu frá skilanefndinni, þá eru væntanlegar endurheimtur frá Landsbankanum 88%. Ef við miðum við að það sé rétt mat og að allar eignir Landsbankans innheimtist jafnt dreift fyrir 2016, þá verða ábyrgðargreiðslurnar sjálfar eitthvað nálægt 0.5B Evra (85-90 milljarðar), á meðan vextirnir verða einhvers staðar á bilinu 1.5B til 2.0B Evra (270 til 360 milljarðar). Ég skrifaði nýlega ýtarlega færslu á ensku, sem ég birti bæði hérna á moggablogginu og einnig á Martin Wolf´s Economists Forum, þar sem ég bendi á nokkrar mögulegar leiðir til að lækka vaxtabyrðina af Icesave skuldbindingunni.
Martin Wolf´s Economists Forum: How the Icelandic Saga Should End
(sjá comment númer 8)
Það er mjög mikilvægt að gera nú ekki sömu mistökin enn aftur í þriðja skiptið! Ef við einbeitum okkur aðallega að þessum tveimur atriðum, Ragnar Hall og vextirnir, þá höfum við góða möguleika á að minnka heildar-greiðslubyrði Íslendinga um eitthvað nálægt 250-300 milljarða króna, sem væri að mínu mati mjög viðunandi niðurstaða.
![]() |
Svara líklega um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vextirnir eru og hafa alltaf verið aðalvandamálið við IceSave!
16.1.2010 | 15:26
Ef við viljum leysa þetta mál með samningum, þá verðum við að einbeita okkur að því eina atriði sem skiptir mestu máli. Í þessu tilviki eru það óneitanlega vextirnir, sem verða líklega einhvers staðar á bilinu 1.5B til 2.0B Evra (270 til 360 milljarða), miðað við tiltölulega hraðar endurheimtur verða á eignabúi gamla Landsbankans.
Til samanburðar má geta að greiðslur af höfuðstólnum verða u.þ.b. 0.4B til 1.0B Evra (72 til 180 milljarða), miðað við 75-90% endurheimtur. Vextirnir skipta greinilega okkur mjög miklu máli og er það sem við eigum að einbeita okkur að, ef samningar verða teknir upp að nýju.
Eina undantekningin sem ég mundi vilja gera á þessu, er Ragnar Hall ákvæðið, einfaldlega vegna þess að það er svo mikið réttlætismál fyrir okkur, að farið verði að fullu eftir Íslenskum gjaldþrotalögum við endurgreiðslur úr Landsbankanum. Ef það yrði leiðrétt, mundum við sjálfkrafa fá full 100% upp í Icesave skuldbindinguna, þar sem mat skilanefndarinnar á eignum Landsbankans er núna 1164 milljarðar (6.4B Evrur).
Leiðrétting á Ragnar Hall ákvæðinu mundi einnig hafa mikil áhrif á vaxtagreiðslurnar, þar sem endurheimtur úr Landsbankanum greiðast þá inn tvöfalt hraðar (vegna þess að helmingur rennur ekki sjálfkrafa til UK/NL lengur). Reiknast mér til að vextirnir í þessu tilviki munu lækka niður í eitthvað nálægt 1.2B Evra (215 milljarðar).
Heildarsparnaðurinn á því að ná Ragnar Hall ákvæðinu í gegn, er því einhversstaðar nálægt helmingur að því sem annars þyrfti að greiða.
Meiri upplýsingar um útreikningana á bak við þessar tölur má finna hér í þessari færslu:
Raunveruleg lausn á Icesave deilunni!
Mæli líka með greininni frá Martin Wolf hjá Financial Times sem fjallar um stöðu Íslands hvað varðar vaxtagreiðslurnar og mögulegar lausnir:
http://blogs.ft.com/economistsforum/2010/01/how-the-icelandic-saga-should-end/
![]() |
Myndu stefna á lægri vexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jafnvel þó Icesave lögin verði felld, þá munu Bretar og Hollendingar alltaf fá greitt 6.4B Evra!
12.1.2010 | 10:53
Það má finna meiri útskýringar um þetta sérstaka atriði í eftirfarandi færslu:
Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!
Ég bætti síðan við annari mjög ítarlegri færslu, þar sem ég skýrði út okkar málstað á ensku og lagði upp nokkrar lausnir, sem auðvelt er að sannfæra erlenda aðila um, og mætti mögulega ná með frekari lítilli fyrirhöfn:
The Icesave Paradox: How can Iceland be against the current Icesave agreement, and still be absolutely committed to fulfill all its obligations?
![]() |
Quest tekur málstað Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég skrifaði nýlega nokkuð langa færslu, þar sem ég stakk upp á raunverulegum lausnum, sem má taka upp við Breta og Hollendinga:
Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!
Ég bætti síðan við annari mjög ítarlegri færslu, þar sem ég skýrði út okkar málstað á ensku og lagði upp nokkrar lausnir, sem auðvelt er að sannfæra erlenda aðila um, og mætti mögulega ná með frekari lítilli fyrirhöfn:
The Icesave Paradox: How can Iceland be against the current Icesave agreement, and still be absolutely committed to fulfill all its obligations?
Þessar lausnir byggði ég á margra mánaða rökræðum sem ég tekið mikinn þátt í, við erlenda aðila á Icenews.is vefsíðunni. Þetta eru raunverulegar lausnir, sem ég veit út frá þessari sérstöku reynslu, að virka gagnvart aðilum sem halda málstað Breta og Hollendinga stíft fram!
Eina sem þarf er jákvætt hugarfar og raunverulegan vilja til að leysa málið!
![]() |
„Ekki einhliða innanríkismál“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2010 kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
The Icesave Paradox: How can Iceland be against the current Icesave agreement, and still be absolutely committed to fulfill all its obligations?
10.1.2010 | 17:59
1. The old Landsbanki (Icesave) bankruptcy proceedings.
The old Landsbanki (LBI) winding-up board publishes regular reports on the status regarding recovery of assets and its liabilities:
http://lbi.is/creditorinformation/creditormeetings/
According to the most recent reports the key figures are:
(all amounts are converted to Euros using the current exchange rate ISK/EUR of 180.5)
Total assets of old Landsbanki: 819B ISK (4.5B Euros)
Bond from new Landsbanki (NBI): 345B ISK (1.9B Euros)
Total LBI assets available: 1164B ISK (6.4B Euros)
Total deposits (Icesave): 1319B ISK (7.3B Euros)
According to Icelandic laws, the depositors will have priority to all LBI assets during the winding-up process. If we compare the total assets available with total deposits, it is clear that there are enough assets available to cover nearly all the deposits (1164/1319 = 88%).
As nearly all the Icesave depositors have already been paid out, it is actually the deposit insurance funds in each respective country that have taken over the original claims. These are TIF in Iceland, FSCS in UK and DNB in Netherlands. Furthermore, all payments to TIF will automatically be forwarded to FSCS/DNB, to cover the Icesave loans from those two funds. So effectively ALL bankruptcy payments from the LBI will always go to FSCS/DNB in the end. This obligation has already been fully accepted by Iceland without any dispute, irrespective of the Icesave agreement, as this is in accordance with the existing Icelandic bankruptcy laws and conventions.
2. So what then is the real problem with Icesave?
The problem is the actual agreement that was negotiated between Icelandic government and UK/Netherlands. According the 94/19/EC directive (which itself has a lot of problems we will not go into here), each deposit guarantee fund is required to pay minimum of 20000 Euros per depositor. For the Icelandic deposit insurance fund (TIF) this amount is actually a little bit higher or 20887 Euros, while UK and Netherlands unilaterally decided to pay considerably more. When all the depositor claims are added up, the total liability for TIF in Iceland ends up being 2.35B GBP for UK and 1.329B Euros for the Netherlands. To simplify, we will add these two amounts together and assume the total liability is instead 4.0B Euros.
If you compare the total liability of 4.0B Euros by TIF, with the total assets available 6.4B Euros by LBI, it is clear that it is more than enough to cover its obligations. Now we come to the crux of the problem. According to the current Icesave agreement, Iceland will only receive half of the recovery payments from old Landsbanki, and is therefore forced to pay MORE than just for the Icesave deposits!
3. Distribution of old Landsbanki (LBI) assets (the Ragnar Hall issue)
As demonstrated here above, there are more than enough assets in LBI, to cover all the Icesave liabilities of TIF. The real problem lies in HOW the assets of LBI are being distributed, according to the current Icesave agreement.
Here in Iceland, a prominent part of the Icesave discussion has been about something, which most of the time is called the "Ragnar Hall" issue, named after the supreme court lawyer that first pointed it out last summer. Outside Iceland, this particular issue has received almost no publicity, but as it is one of the critical reasons behind the opposition to the current Icesave agreement in Iceland, explaining it further might be helpful for other people.
Basically, the Ragnar Hall issue involves whether each individual depositor claim should be treated as a single claim or not. Without going to into too much legal detail, according to Icelandic bankruptcy laws, each claim should ALWAYS be treated as a single claim. This has the effect, that when it comes to distributing assets recovered by the LBI, TIF should get paid first the 20K Euros, and then FSCS/DNB the rest, as they guaranteed Icesave deposits for more than the minimum of 20K Euros.
Although this issue is very clear, according to Icelandic bankruptcy laws (and most other countries also), apparently due to heavy pressure by the UK/Dutch negotiators, the Icelandic negotiation committee agreed with the demand, that each claim would be divided into two separate claims (TIF vs. FSCS/DNB), each with equal priority towards payments from LBI. Even if TIF ends up getting paid the full amount, in accordance to Icelandic bankruptcy laws, the Icesave agreement requires TIF to pay money BACK to FSCS/DNB, to ensure each fund gets equal percentage. For reference, see article 4.2(b) in the original settlement agreement:
http://www.island.is/media/eydublod/settlement-agreement.pdf
This has the unfortunate consequence, that TIF will only receive partial payment towards its original 20K claim, even if there are more than enough funds recovered by LBI to cover the full 20K. At the moment the estimate is anywhere between 75% and 90%, with the most recent report by LBI winding-up board putting it currently at 88%.
For more detailed legal reasoning on this particular issue, see for example the Mischon de Reya report, which can be found here (pages 15-24 and 78-79):
http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=138&malnr=76&dbnr=835&nefnd=fl
The Ragnar Hall issue was actually mostly resolved in the so called "amendments" that the Icelandic parliament Althingi passed into laws August 2009, but they were later watered down again to almost nothing during the subsequent negotiations this fall/winter with FSCS/DNB for the second agreement.
4. Interest payments from TIF to FSCS/DNB
The second important issue behind the opposition of the current agreement in Iceland, is the interest that is being charged while everyone waits for the winding-up boards to finish recovering the assets of LBI. According to the current agreement, Iceland is required to pay 5.55% interest on the whole 4.0B Euro guarantee, until the recovery payments start coming in from LBI. These payments can easily end up being delayed due to potential lawsuits by other creditors of LBI, that currently are estimated to receive nothing towards their own claims (as the deposits have priority).
This agreement is considered fundamentally unfair by people in Iceland, as typically in bankruptcy proceedings, no one can legally make additional claims on interest payments. This means, that any interest payments to FSCS/DNB, will always have to be paid directly by Iceland, as they cannot be recovered from the bankruptcy proceedings.
The interest payments on the Icesave guarantee, amounts alone to around 200M Euros per year. This will be accrued and added to the debt for the first 7 years and then paid down in the subsequent 8 years (2016-2024). The total interest payments are estimated to end up being somewhere between 1.5B and 2.0B Euros, which is MUCH MORE than the estimated Icesave guarantee payments by Iceland (0.5B-1.0B Euros). If these amounts are compared against the total population of Iceland (320K), we can easily compute that this equals close to 10K Euros per person in Iceland, or 40K Euros for each 4-person family.
5. What is Iceland then committed to pay for Icesave?
The people in Iceland are fully committed to pay their fair share for Icesave. As has been shown here, the question is not about whether to pay for Icesave, but rather how much more than is actually required, it should pay. The current Icesave agreement is likely to be voted down in the national referendum, now scheduled for March 2010. This is due to the fierce opposition it faces in Iceland, as the current agreement is considered to be fundamentally unfair. The question then comes up how to resolve the issue in a fair and equitable manner. There are at least three solutions available that would be relatively easy to implement.
A) The first solution would be to hand over the whole LBI bankruptcy estate over to FSCS/DNB and let them recover their claims directly. It is already clear that they will always receive everything from the bankruptcy anyway and its assets are more than enough to cover all the obligations by Iceland.
B) The second solution is to remove from the current agreement, all references related to the Ragnar Hall issue, so all payments from LBI will be done according to the existing bankruptcy laws in Iceland. This will still require Iceland to pay interest on the 4.0B Euro debt, but the interest payments would be much lower, since it would now receive recovery payments from the LBI much faster, as it would not have to share them first equally with FSCS/DNB.
C) The third solution would be to somehow lower the interest payments/rate that Iceland is required to pay on the 4.0B Euro debt. This is basically a fairness issue, as it is already very clear that Iceland is not the only one that is to blame for this mess, and it therefore it should not be the only one that pays for it. This option could be implemented in different ways, such as:
- i) Lower the 5.55% interest rate itself down to a more manageable 2-4% level
ii) Not charge interest for the first 7 years while waiting for the LBI payments
iii) Only charge interest on the actual amount that Iceland guarantees and not the LBI payments.
![]() |
Lipietz: Veikur málstaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.1.2010 kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!
9.1.2010 | 12:50
Eitt sem lítið hefur verið rætt hingað til, er hver eru raunverulegu fjárhagslegu áhrifin af Ragnar Hall ákvæðinu. Þar sem þarna er um mjög stórar upphæðir að ræða, yfir 200 milljarða, gæti þetta eina atriði mögulega verið nóg til að koma á ásættanlegri lausn fyrir Icesave deiluna.
Bakgrunnur
Ragnar Hall ákvæðið gengur út á hvort kröfur frá íslenska tryggingasjóðnum hafi ákveðinn forgang á kröfur Bresku og Hollensku sjóðanna. Ég ætla ekki að fara í langar útlistanir á lagalegu rökunum fyrir þessu, Ragnar Hall gerði það vel strax í upphafi. Í skýrslunni frá Mischon de Reya, sem mikið var tekist á um fyrir áramót, er fjallað um þetta atriði ýtarlega og nokkur góð dæmi gefin til útskýringa (bls. 15-24 og 78-79):
http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=138&malnr=76&dbnr=835&nefnd=fl
Hér ætla ég bara að vísa í eina grein á blaðsíðu 16 sem lýsir málinu mjög vel:
"The treatment of each deposit as a single undivided claim is such a basic principle in law that we can only assume it would also be applicable under Icelandic insolvency law, as the nature of the claim itself does not change towards Landsbanki, no matter what the contractual position between TIF and FSCS. Under English law, it would not be possible to create, out of one single claim against an insolvent estate, two claims (still less two claims with different levels of priority, although the two parties who thereafter "shared" the claim might agree between themselves to divide recoveries other than equally)."
Ég held að það fari ekki á milli nokkura mála að Ragnar Hall hefur haft rétt fyrir sér varðandi þetta atriði alveg frá upphafi.
Núverandi staða Landsbankans
Það eru í grundvallaratriðum þrír forgangs-kröfuhafar í gamla Landsbankann (LBI): Íslenski tryggingasjóðurinn (TIF), breski tryggingasjóðurinn (FSCS), og hollenski tryggingasjóðurinn (DNB). Allar greiðslur sem TIF fær frá LBI, verða sjálfkrafa sendar strax áfram til FSCS og DNB til niðurgreiðslu á IceSave láninu, þannig að lokum fara allar eignir sem innheimtast hjá LBI hvort sem er til þeirra beggja.
Skilanefnd LBI birtir reglulega skýrslur um hvernig innheimtan gengur og hver staðan er. Listi yfir nýjustu skýrslurnar má finna hér:
http://lbi.is/creditorinformation/creditormeetings/
Samkvæmt nýjustu skýrslunni þá er staðan núna þannig (miðað við evrugengið í dag 180.5):
Samtals eignir gamla Landsbanka: 819ma. ISK (4.5B Evrur)
Skuldabréf frá Nýja Landsbanka: 345ma. ISK (1.9B Evrur)
Samtals eignir með skuldabréfi: 1164ma. ISK (6.4B Evrur)
Á móti þessu eru skuldirnar miðað við 22. Apríl 2009:
Samtals skuldir: 3427ma. ISK (19.0B Euros)
Samtals innistæður: 1319ma. ISK (7.3B Euros)
Samkvæmt þessum upplýsingum þá munu fást um það bil 88% (1164 / 1319) upp í kröfur vegna Icesave. Til einföldunar þá geri ég ráð fyrir að allar innistæður listaðar þarna fyrir LBI séu vegna Icesave, en það eru mögulega einhverjar aðrar tegundir af innistæðum þarna inni líka.
Heildarkröfurnar fyrir Icesave (áður en byrjað er að greiða inn frá LBI) eru 2350 milljónir punda og 1329 milljónir evra, sem gera samtals um 715 milljarða (4.0B Evra). Ef við göngum út frá að matið 88% endurheimtur, sé nokkurn veginn rétt (fyrri möt hafa verið 75-90%), þá getum við núna reiknað út nokkuð nákvæmlega hvaða áhrif Ragnar Hall ákvæðið mögulega getur haft á væntanlegar ábyrgðargreiðslur íslenska ríkisins.
Útreikningur miðað við Ragnar Hall ákvæðið sé ekki virkt (nýi samningurinn)
Ef ekki er tekið tillit til Ragnar Hall ákvæðisins, þá mun TIF fá greitt um það bil 629 milljarða (3.5B Evra) frá LBI, þannig að ábyrgðargreiðslur íslenska ríkisins á eftirstöðvunum verða eitthvað í kring um 86 milljarðar (0.5B Evra). En það er auðvitað ekki stærsti hlutinn, þar sem fyrstu 7.5 árin bætast við vextir á eftirstöðvar 715 milljarðana sem verður líklega eitthvað nálægt 255 milljarðar (1.4B Evra), og síðan næstu 8 árin verða vaxtagreiðslurnar nálægt 78 milljarðar (0.4B Evra).
Þetta gerir því samtals ábyrgðargreiðslur íslenska ríkisins með vöxtum u.þ.b. 419 milljarðar (2.3B Evra). FSCS og DNB munu auk þess fá greitt samtals 1164 milljarða (6.4B Evra), sem samanstendur af 629 milljarðar (3.5B Evra) frá TIF og 534 milljarðar (3.0B Evra) beint frá Landsbankanum. Samtals heildargreiðslur til FSCS/DNB verða því 1583 milljarðar (8.8B Evra).
Útreikningur miðað við Ragnar Hall ákvæðið sé virkt (gamli samningurinn)
Ef tekið er, aftur á móti, tillit til Ragnar Hall ákvæðisins, þá mun TIF fá sjálfkrafa greitt fulla 715 milljarða (4.0B Evra) frá LBI, þannig að engar frekari beinar ábyrgðargreiðslur falla á íslenska ríkið. Samkvæmt samningnum, mun Ísland samt alltaf þurfa að greiða vexti, en þeir verða nú mun lægri þar sem LBI greiðslurnar munu koma inn tvöfalt hraðar. Fyrstu 7.5 árin bætast við vextir á eftirstöðvar 715 milljarðana sem verður líklega eitthvað nálægt 175 milljarðar (1.0B Evra), og síðan næstu 8 árin verða vaxtagreiðslurnar nálægt 40 milljarðar (0.2B Evra).
Þetta gerir því samtals ábyrgðargreiðslur íslenska ríkisins á vöxtum u.þ.b. 215 milljarðar (1.2B Evra). FSCS og DNB munu auk þess fá greitt samtals 1164 milljarða (6.4B Evra), sem samanstendur af 715 milljarðar (4.0B Evra) frá TIF og 448 milljarðar (2.4B Evra) beint frá Landsbankanum. Samtals heildargreiðslur til FSCS/DNB verða því 1378 milljarðar (7.6B Evra).
Niðurstaða
Mismunurinn á ábyrgðargreiðslum íslenska ríkisins eftir því hvort Ragnar Hall ákvæðið er virkt, er því um það bil 419 - 215 = 204 milljarðar (2.3 - 1.2 = 1.1B Evra). Það sem helst gæti breytt niðurstöðunni eitthvað, er hve hratt greiðslurnar koma inn frá LBI. Í báðum tilvikum reiknaði ég með engri greiðslu 2009, og síðan jöfnum greiðslum frá LBI næstu 6.5 árin fyrir fyrri kostinn, og næstu 3.5 árin fyrir seinni kostinn, vegna tvöfalt hraðari endurgreiðslna frá LBI til TIF í því tilviki. Ef greiðslurnar koma inn hraðar frá LBI þá lækka vextirnir, en ef þær koma inn hægar, til dæmis vegna lögsókna frá öðrum kröfuhöfum, þá hækka vextirnir. Mismunurinn á heildar ábyrgðargreiðslunum vegna Ragnar Halls ákvæðisins, helst samt nokkuð vel hlutfallslega. Allur útreikningur á vaxtagreiðslum var gerður upprunalega í Evrum þar sem lánin eru öll í erlendri mynt.
Rökræður á IceNews.is
Ég hef, ásamt nokkrum öðrum Íslendingum, núna síðustu mánuði verið í miklum rökræðum við ýmsa útlendinga á IceNews vefsíðunni (icenews.is) og að skýra út okkar málstað. Þessir erlendu aðilar eru yfirleitt mjög harðir í horn að taka og gefa alls ekkert eftir. Það er því mjög athyglisvert að sjá þarna hvaða rök hjá okkur virka og hvað virkar ekki. Til dæmis, Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar og engar refjar. Þeir eru yfirleitt mjög harðir á að greiðslur haldi áfram eftir 2024. Varðandi vextina þá eru þeir í sjálfu sér ekkert endilega fastir á prósentunni 5.55%, en þeir benda oft á að Ísland eigi litla möguleika á að fá lán á betri vöxtum annarstaðar. En það er athyglisvert að hvað varðar Ragnar Hall ákvæðið, þá hefur hingað til enginn þeirra tekið upp hanskann fyrir því og samþykkja það jafnvel að þarna höfum við líklega rétt fyrir okkur.
Möguleg lausn á Icesave deilunni
Það er greinilegt á útreikningunum hér að ofan, að Ragnar Hall ákvæðið skiptir verulegu máli fjárhagslega fyrir Ísland. Ekki bara varðandi greiðslurnar frá LBI, heldur hefur það einnig mikil áhrif á vaxtagreiðslurnar (sem eru og verða alltaf aðalvandamálið fyrir okkur). Mín tillaga að á lausn Icesave deilunnar, er því að taka nýja samninginn eins og hann er núna (þó hann hafi ennþá auðvitað ýmis önnur vandamál), og leggja megináhersluna á að fá Ragnar Hall ákvæðið aftur inn að fullu. Heildarsparnaðurinn fyrir íslenska þjóðarbúið á þessu eina atriði, yrði líklega yfir 200 milljarða!
Þessi lausn er frekar einföld í útfærslu þar sem þetta má gera með því að taka einfaldlega út allar setningarnar í samningnum sem breyta forgangi á greiðslum frá LBI. Varðandi þau rök að Ragnar Hall ákvæðið sé ennþá inn í nýja samningnum, þá bendi ég á greiningu Mischon de Reya hér að ofan og margra annarra lögfræðinga, þar á meðal Ragnari Hall sjálfum. Það er mjög mikilvægt að koma Bretum og Hollendingum í skilning um, að það er mjög ólíklegt að Icesave samningurinn verði nokkurn tíman samþykktur, nema Ragnar Hall ákvæðið verði aftur að fullu virkt.
Það besta er að það er mjög auðvelt að rökstyðja Ragnar Hall ákvæðið gagnvart erlendum aðilum réttlætislega, án þess að þurfa að fara í mikla lagakróka. Þetta er einfaldlega rétt samkvæmt öllum stöðluðum gjaldþrota venjum og hefði aldrei átt að vera sett inn í upprunalega samningnum. Bretar og Hollendingar mundu því eiga mjög auðvelt að réttlæta þessa breytingu án þess að minnka í áliti heima fyrir.
Við getum líka bitið í skjaldarrendurnar og farið með málið í hart. Sagt NEI í þjóðarathvæðagreiðslunni og heimtað að Bretar og Hollendingar setjist aftur að samningaborðinu og byrja alveg upp á nýtt. Þetta gæti tekist og við endað með mun betri samning, en líkurnar eru þó að þetta muni verða mjög erfitt og alls ekki víst um þeir séu einu sinni tilbúnir til nýrra viðræðna á þeim grundvelli. Skaðinn fyrir alla aðila, þar með talið Íslendinga, getur auðveldlega orðið mjög mikill. Rökrétt hugsun er því að leita einfaldra breytinga á núverandi samningum (þó þeir séu slæmir), sem allir aðilar geta sæst við, ÁÐUR en þjóðarathvæðagreiðslan fer fram!
![]() |
Bjarni: Eigum aðra kosti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.1.2010 kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)