Jafnvel þó fengist 100% upp í forgangskröfur, mundum við samt þurfa að borga 1.5 milljarð evra (275 milljarða króna) í vexti!

Það er alltaf kostulegt að sjá þegar fjallað er um IceSave, hve margir horfa bara á prósentuna sem fæst upp í forgangskröfur, en sleppa því að reikna með vextina sem við þurfum borga einnig af láninu.  Það er auðvitað gott mál ef tekst að fá hærri upphæð greidda frá Landsbankanum, en hvort sem prósentan verður 75%, 90%, eða jafnvel 100%, þá munu vaxtagreiðslurnar alltaf verða lang-stærsti hlutinn af því sem við verðum að borga!

Það er ekkert flókið dæmi að reikna út vextinu af IceSave láninu. Heildar-upphæðin á láninu er u.þ.b. 4 milljarðar evra, sem fyrst greiðist ákveðin prósenta (oftast áætluð á bilinu 75%-90%) upp í forgangskröfur frá Landsbankanum.  Til einföldunar gerum við ráð fyrir að þessar greiðslur upp í forgangskröfur verði jafnar yfir næstu 7 árin (bjartsýn spá ef eitthvað er).  Árið 2016 eru eftirstöðvarnar ásamt uppreiknuðum vöxtum, færðar yfir á ríkisábyrgð, sem síðan er greidd með 32 jöfnum ársfjórðungsgreiðslum allt til 2024 ásamt vöxtum.  Hérna er tafla með útlistun á heildargreiðslunum reiknað fyrir prósenturnar 75%, 90%, og 100%:

    Prósenta75%90%100%
    Eftirstöðvar10184070
    Vextir 2009-16142112991217
    Ríkisábyrgð243917061217
    Vextir 2016-24558391279
    Heildargreiðsla299720971496

Af þessu sést að jafnvel þó allt fari á besta veg og við fengjum greitt 100% upp í forgangskröfur, þá mundum við samt þurfa að borga nálægt 1.5 milljarða evra eða 275 milljarða króna í vexti. Fyrir 90%, þá verða vextirnir samtals u.þ.b. 1.7 milljarðar evra og heildargreiðslan nálægt 2.1 milljarðar evra.  Þessir háu vextir, koma til út af því að samkvæmt IceSave samningnum, þá verðum við skuldbundin til að borga fulla vexti af allri upphæðinni, 4 milljörðum evra, öll 15 árin frá 2009, jafnvel þó vextir fáist ekki greiddir frá þrotabúinu.

Nánari útlistun á hvernig þessar upphæðir eru reiknaðar út má finna í þessari færslu.


mbl.is 90% upp í forgangskröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Tíminn er peningar, svo einfalt er það.

Andri Geir Arinbjarnarson, 14.10.2009 kl. 10:21

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Bjarni hér er reiknilíka fyrir þetta.

Rauða Ljónið, 14.10.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Þetta reiknilíkan er nokkuð gott, en þar sem lánin eru upprunalega í pundum og evrum, þá tel ég mun betra að gera alla útreikninga beint í erlendri mynt. Þannig má koma í veg fyrir mikla skekkju sem verður sjálfkrafa vegna flökts upp og niður sem búast má við á gengi krónunnar á tímabilinu. Eftir að búið er að reikna raunverulegu greiðslurnar í erlendri mynt, má auðveldlega færa þær yfir í íslenskar krónur miðað við ákveðið gengi.

Bjarni Kristjánsson, 15.10.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband