Jóhanna virðist hafa misreiknað sig illilega í gær!

Eftir gærdaginn voru margir að furða sig á hvað Jóhönnu gengi til með þeim ummælum að "stjórnarflokkarnir þyrftu í vikunni að ná niðurstöðu um hvort meirihluti sé fyrir málinu með þessum athugasemdum".  Nú vitum við niðurstöðuna!

Jóhanna gaf ekki upp hver þessi " tvö til þrjú atriði" væru sem stæðu út af borðinu varðandi athugasemdirnar.  Það greinilega skiptir öllu máli hverjar þessar athugasemdir eru, en þær hafa enn ekki verið birta opinberlega.   Ég skrifaði blogg um þetta mál í gær, þar sem krafist var að allar athugasemdirnar yrðu birtar áður en Alþingi tæki þær fyrir.  Spurði um leið ýmissa spurninga, þar á meðal hvort verið væri að neyða stjórnar-þingmenn til að samþykkja athugasemdirnar án opinberrar umræðu fyrst.

Stuttu eftir það þá kom eftirfarandi blogg-færsla frá Sigurði Sigurðarsyni, þar sem hann birtir lista með eftirfarandi atriði sem Bretar og Hollendingar hafa lýst andstöðu yfir:

  1. Niðurfelling ríkisábyrgðar á eftirstöðvum sem kunna að vera til staðar eftir 5. júní 2024 skv. 1. grein laganna um ríkisábyrgðina
  2. Hámark ríkisábyrgðar sem á að vera 4% af vexti vergrar landsframleiðslu á árunum 2017 til 2023, skv. 3 gr. laganna um ríkisábyrgðina
  3. Uppgjör Landsbanka Íslands hf. eða þrotabús hans skuli fara samkvæmt íslenskum lögum, skv. 4. gr.  laganna um ríkisábyrgðina

Ef þessi listi sem er óstaðfestur er réttur, þá er greinilegt að Bretar og Hollendingar eru að hafna fyrirvörunum nær algjörlega.  Þetta skýrir líka þau hörðu viðbrögð hjá Ögmundi að segja frekar af sér heldur en að samþykkja þetta.

Núna skiptir öllu máli hvernig við bregðumst við.  Þetta má skiptir meira máli heldur en hvort ríkisstjórning haldi velli.  Þar sem greinilegt er að við getum ekki orðið við þessum athugasemdum, þá þarf að láta Bretana og Hollendingana strax vita að fyrirvararnir standi óbreyttir og láta síðan þá um að ákveða hvort þeir felli IceSave samninginn úr gildi eða ekki. 

Ef Bretar og Hollendingar fella samninginn úr gildi (sem þeir greinilega vilja ekki gera) þá verða fréttirnar af því erlendis mun jákvæðari fyrir okkur, heldur en ef það erum við sem höfnum fyrst einhverjum athugasemdum sem ekki hafa verið birtar opinberlega.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband