Höfundur
Tölvunarfræðingur. Starfa við bestun á sviði aðgerðar-greiningar.
Ýmsar hugleiðingar og vangaveltur um allt það sem mér finnst skipta máli. Ég tek oft þátt í erlendum blogg umræðum, til dæmis á icenews.is og mun stundum birta hér íslenskar þýðingar á ýmsum færslum þaðan.
Nýjustu færslur
- Af hverju er Ragnar Hall ákvæðið ennþá svona mikilvægt varðan...
- Icesave 3 samningum lekið: Er Ragnar Hall ákvæðið inni eða úti?
- Heyr, heyr! Ragnar Hall ákvæðið virðist loksins hafa verið t...
- Eru útreikningar Þórólfs Matthiassonar á Icesave "réttari", e...
- Hvað sparast raunverulega ef við borgum enga vexti af Icesave?
- Vextirnir af Icesave eru 110 milljónir hvern einasta dag!
- Hvort skiptir meira máli: 200 milljarðar eða 25 milljón króna...
- Málefnalegt svar við grein Þórólfs Matthiassonar hagfræðipróf...
- Af hverju ekki bara leggja á sérstakan nefskatt, 200 þúsund á...
- Hver reiknaði Icesave greiðslurnar rétt út: Jón Daníelsson vs...
- Ef við viljum ná viðunandi Icesave samningi í þriðju umferð v...
- Vextirnir eru og hafa alltaf verið aðalvandamálið við IceSave!
- Jafnvel þó Icesave lögin verði felld, þá munu Bretar og Holle...
- Nei Steingrímur, þess vegna VERÐUM við að semja aftur við Bre...
- The Icesave Paradox: How can Iceland be against the current I...
Færsluflokkar
Bloggvinir
- marinogn
- vidhorf
- frisk
- thjalfi
- addabogga
- andrigeir
- volcanogirl
- ansigu
- arikuld
- arnorbld
- au
- axelaxelsson
- axelthor
- agbjarn
- creel
- beggita
- skinogskurir
- birgitta
- dullur
- gudmundsson
- bjornbjarnason
- doggpals
- egill
- einarbb
- ekg
- naglinn
- emilkr
- eyglohardar
- ea
- fhg
- lillo
- geirgudsteinsson
- gesturgudjonsson
- gisliivars
- neytendatalsmadur
- gudbjornj
- mosi
- bofs
- mummij
- muggi69
- hreinn23
- alit
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gthg
- vinaminni
- gbo
- gustaf
- gylfithor
- morgunblogg
- halldorjonsson
- haddi9001
- maeglika
- harhar33
- helgatho
- hildurhelgas
- snjolfur
- isleifur
- astromix
- jakobk
- kreppan
- fun
- jenfo
- jensgud
- johanneliasson
- johannesthor
- jaj
- kuriguri
- islandsfengur
- joningic
- jonl
- jonmagnusson
- jon-o-vilhjalmsson
- jonvalurjensson
- juliusbearsson
- juliusvalsson
- askja
- kristinn-karl
- kristinnp
- larahanna
- altice
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- lydurarnason
- mmh
- elvira
- mixa
- njallhardarson
- offari
- omarragnarsson
- pallvil
- raksig
- reynir
- salvor
- fullvalda
- duddi9
- sigurbjorns
- sjonsson
- sigurdurkari
- siggisig
- ziggi
- stebbifr
- svavaralfred
- sveinnt
- saemi7
- saevarh
- theodorn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- thorsaari
Á hverju lifum við?
26.9.2009 | 16:17
Vegna þeirrar heitu umræðu sem nú er í gangi um kreppuna, atvinnumál, álver og svo framvegis, er mikilvægt að kynna sér raunverulegu tölurnar sem eru þar á bak við. Margir hafa mjög ákveðnar skoðanir og slá þá fram ýmsum fullyrðingum sem ekki eru alltaf byggðar á raunverulegum forsendum.
Ísland er lítið land sem byggir velferð sína að miklu leiti á útflutningi á sjávarafurðum og iðnaðarvörum (þ.m.t. ál). Þessi útflutningur er síðan notaður til að borga fyrir okkar innflutning sem inniheldur nær allt sem við notum okkur til viðurværis, þ.m.t. neysluvörur, mat, hráefni, bíla og annað.
Á uppgangs-tímabilinu síðustu árin var vöruskiptajöfnuður Íslendinga mjög óhagstæður, það er að við vorum að lifa langt um efni fram. Núna í kreppunni hefur þetta snúist við og jöfnuðurinn er núna hagstæður sem mun líklega hafa mjög jákvæð áhrif fyrir þjóðarbúið sem heild til lengri tíma, til dæmis gengi krónunnar. Tímabundið munu samt innflutningsfyrirtæki og aðrir sem vinna í greinum sem háðar eru innflutningi óneitanlega verða fyrir miklum búsifjum.
Til að skoða hverjar raunverulegu tölurnar eru, þá birtir Hagstofa Íslands reglulega skýrslu þar sem borinn er saman vöruskiptajöfnuður Íslands á milli ára, bæði á verðlagi hvers árs og einnig á föstu gengi. Hér er tilvísun í nýjustu skýrsluna:
Hagstofa Íslands - Hagtölur - Verðmæti inn- og útflutnings 2008-2009
Hérna er úrdráttur úr töflunni, sem gerir auðveldara að bera saman heildartölurnar (allar tölur eru FOB í milljónum króna fyrir fyrstu 6 mánuði ársins, álið er sýnt aðskilið frá öðrum iðnaðarvörum):
ÚTFLUTNINGUR | H1, 2008 | H1, 2009 | Breyting | Fast gengi | Hlutfall |
Sjávarafurðir | 89248 | 113227 | 26.9% | -13.8% | 45% |
Landbúnaðarafurðir | 2747 | 4225 | 53.8% | 4.6% | 2% |
Iðnaðarvörur | 30497 | 39100 | 28.2% | -12.8% | 15% |
Ál | 90329 | 84726 | -6.2% | -36.2% | 33% |
Aðrar vörur | 28701 | 12208 | -57.5% | -71.1% | 5% |
Útflutningur alls | 241522 | 253486 | 5.0% | -28.7% | 100% |
INNFLUTNINGUR | H1, 2008 | H1, 2009 | Breyting | Fast gengi | Hlutfall |
Mat og drykkir | 21469 | 23324 | 8.6% | -26.1% | 11% |
Hrá og rekstrarvörur | 85311 | 65454 | -23.3% | -47.8% | 31% |
Eldsneyti og smurolíu | 32640 | 27391 | -16.1% | -43.0% | 13% |
Fjárfestingarvörur | 63480 | 48853 | -23.0% | -47.7% | 23% |
Flutningatæki | 48481 | 15112 | -68.8% | -78.8% | 7% |
Neysluvörur | 38437 | 33252 | -13.5% | -41.2% | 16% |
Aðrar vörur | 195 | 299 | 53.5% | 4.3% | 0% |
Innflutningur alls | 290012 | 213685 | -26.3% | -49.9% | 100% |
Þegar þessar tölur eru skoðaðar þá kemur margt athyglisvert í ljós. Á meðan útflutningur virðist aukast um 5% milli ára á verðlagi hvers árs, þá dregst hann saman um 28.7% á föstu gengi. Þetta er vegna þess að meðalverð erlends gjaldeyris er 47,1% hærra mánuðina janúarjúlí 2009 en sömu mánuði fyrra árs og það varð verðlækkun á okkar helstu útflutningsvörum.
Á sama hátt má reikna að heildar innflutningur hefur dregist saman um 49.9% á föstu gengi, þar er við flytjum inn núna helmingi minna af vörum heldur en í fyrra. Þar vegur hæst að innflutningur á bílum og öðrum flutningstækjum hefur fallið 78.8%.
Vöruskiptajöfnuðurinn sem var u.þ.b mínus 48.5 milljarðar (-20%) á fyrri helmingi 2008, er núna kominn í plús 39.8 milljarðar (15.7%) sem er ótrúlegur viðsnúningur.
Aðalniðurstaðan er nú samt að enn í dag lifir Ísland eiginlega bara á Fiski (45%) og Áli (33%) sem eru okkar aðalútflutningsvörur (sem hafa því miður lækkað mikið í verði síðasta árið), svo við getum borgað innflutninginn: Matur (11%), Hráefni (31%), Eldsneyti (13%), Fjárfestingarvörur (23%), Flutningstæki (7%, var 17%), og Neysluvörur (16%).
Raunveruleikinn er því sá að ef við hefðum ekki fiskinn og álið til að flytja út væri þetta einfaldlega búið spil.
Viljayfirlýsing ekki framlengd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Umhverfismál, Viðskipti og fjármál | Breytt 27.9.2009 kl. 16:09 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Eldri færslur
Tenglar
Mínir tenglar
- Netvibes.com
- IceNews.is Fréttasíða á ensku með líflegum athugasemdum
- Island.is
- Indefence.is (áskorun) InDefence: Áskorun til forseta Íslands
- InDefence.is (upprunaleg) Upprunalega InDefence síðan - Icelanders are not terrorists
- Hvítbók Hvítbók vefsíða
- Vald.org
Hrunið Okt 2008
- Darling-Mathiesen transcript The Darling-Mathiesen Conversation before Britain Used the Anti-Terrorism Legislation against Iceland
- BBC - Gordon Brown BBC: Brown condemns Iceland over banks - Oct 10, 2008
Ríkisstjórn Geirs Haarde
- Viðskiptaráðun. - 20. ág. 2008 Bréf frá viðskiptaráðuneyti til fjármálaráðuneytis Bretlands 20. ágúst 2009
- Viðskiptaráðun. - 5. okt. 2008 Bréf frá viðskiptaráðuneyti til fjármálaráðuneytis Bretlands 5. október 2008
- Brussel Guidelines Agreed Guidelines Reached on Deposit Guarantees - Nov 16, 2008
Ríkisstjórn Jóhönnu
- Jóhönna Sigurðardóttir Sókn til betra samfélags - 26 Sep. 2009
- Gylfi Magnússon - Júlí 2009 Greiðslur vegna Icesave eftir Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra
- Nordic loan terms Background information on Nordic loans to Iceland
- Icesave frumvarp greinagerð Greinargerð með Icesave frumvarpi
Alþingi
- Stjórnarskrá Íslands Stjórnarráð Íslands - Stjórnarskráin
- 98/1999 - Tryggingasjóður Act No 98/1999 on Deposit Guarantees and Investor- Compensation Scheme
- Alþingi - Icesave Upplýsingarefni um Icesave
- Aug 2009 - Icesave Guarantee Act on Icesave State Guarantee
- 96/2009 - Ríkisábyrgð Ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta
- Ólafur Ragnar - 5. Jan 2010 Declaration of President Ólafur Ragnar Grímsson - 5. Jan 2010
- 21/1991 - Bankruptcy Act Ministry of Justice - Act on Bankruptcy, etc. 1991, No. 21
- Rannsóknarnefnd Alþingis Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis
EFTA/EU
- EFTA (ESA) Opinion EFTA Surveillance Authority (ESA) preliminary opinion
- EFTA/EU Arbitration opinion Opinion on the obligation of Iceland under the Deposit Guarantee Directive 94/19/EC
- EC Directive 94/19/EC Directive 94/19/EC of the European Parliament and of the Council of 30 May 1994 on deposit-guarantee schemes
- Elvira Méndez Pinedo The Icesave agreements and other national measures in response of the financial crisis
- UK Anti-terror Act Anti-terrorism, Crime and Security Act 2001
- Directive 2000/12/EC Taking up and pursuit of the business of credit institutions
- Directive 2002/47/EC Financial collateral arrangements
AGS (IMF)
- Mark Flanagan - Oct 29, 2009 Transcript of a Conference Call on the Completion of the First Review of Icelands Stand-By Arrangement
- First Review - Oct 2009 Iceland: Staff Report for First Review under Stand-By Arrangement
- Interim Review - Feb 2009 Iceland: Stand-By ArrangementInterim Review Under the Emergency Financing Mechanism
- Staff Report - Dec 2008 Iceland: 2008 Article IV ConsultationStaff Report
- Request Stand-By - Nov 2008 Iceland: Request for Stand-By ArrangementStaff Report
- DV: Leyniskjalið til IMF Leyniskjalið til IMF í heild sinni - DV 17. Nóv 2008
Seðlabankinn
- Monetary Bulletin (Q4, 2009) Monetary Bulletin from Seðlabanki (Q4, 2009)
- Gengisskráning - Tímaraðir Gengisskráning - Tímaraðir í Excel
- Icesave Samningarnir Skrifleg umsögn Seðlabanka Íslands um Icesave-samningana og upplýsingar um greiðslubyrði af erlendum lánum
- Ingimundur - 6. febrúar 2009 Aðdragandi bankahrunsins í október 2008 - Ingimundur Friðriksson 6. febrúar 2009
- Minnisblað - 14. nóv. 2009 Minnisblað Seðlabankans til Fjárlaganefndar og Efnahags- og skattanefndar Alþingis 14. nóvember 2009
- Peningamál - Nóv 2009 Seðlabankinn - Efnahagshorfur - Nóv 2009
- Peningamál - Maí 2009 Seðlabankinn - Efnahagshorfur - Maí 2009
Hagstofan
- Þjóðhagsreikningar Þjóðhagsreikningar og opinber fjármál
- Utanríkisverslun - Vöruskipti Hagtölur » Utanríkisverslun » Vöruskipti
Icesave dispute
- IceSave Email - 21. Júní 2009 Lára Hanna Blog: Útifundur og óvænt heimsókn til ráðherra
- RUV: B&H - 17. feb 2010 RUV: Bresk og hollensk IceSave-sjónarmið - 17. feb 2010
Landsbanki
- Creditor Meeting Reports Reports and Presentations from Creditor Meetings
- Statement - 10. Oct. 2008 Landsbanki did not transfer funds from the UK to Iceland
- IceSave Terms & Cond. IceSave - Terms and Conditions
- MoneySavingExpert.com Icesave: how safe are your savings? Facts and myths
- Wikipedia - Icesave Wikipedia - Icesave Dispute
- Freezing Order - 8. Oct. 2008 HM Treasury: The Landsbanki Freezing Order 2008
- Iceslave.is Iceslave.is
- Slideshare: Division of Claims Slideshare: The Icesave dispute: Priorities and division of claims
- 2nd Creditors Meeting - Feb 2010 LBI Second Creditors Meeting - Feb 24, 2010
Kaupþing
- Lykiltölur Kaupþings Matthías Kristiansen - Yfirlit yfir lykiltölur úr glærupakka Kaupþings Sannleikann upp á borðið!
- Wikileaks - Kaupthing Kaupthing Confidential exposure of 205 companies - Wikileaks
- Treasury - KSF Decision HM Treasury - Kaupthing Singer & Friedlander - Decision Oct. 8, 2008
- Creditor Information Kaupthing bank - Creditor Information
- Guardian - Kaupthing leaks Confidential Kaupthing corporate loan details leaked on the internet
Hagfræðiálit
- Þorvaldur Gylfason, HÍ Þorvaldur Gylfason, Professor of Economics, University of Iceland
- Jón Steinsson, Columbia Univ. Jón Steinsson, Columbia University
- Gunnar Tómasson - Ákall Greiðslufall þjóðarbúsins verður vart umflúið
- Jón Daníelsson, LSE Jón Daníelsson, LSE - greinar og fylgiskjöl
- Kári Sigurðsson - 23. Júlí 2009 Hvað vakir fyrir Seðlabankanum?
Jón Daníelsson
- Vox - 12. Nov 2008 The first casualty of the crisis: Iceland - Vox 12. Nov 2008
- Morgunblaðið - 30. Júní 2009 Þennan samning verður að fella - Morgunblaðið - 30. Júní 2009
- Morgunblaðið - 11. Júlí 2009 Mistök íslensku samninganefndarinnar - Morgunblaðið 11. Júlí 2009
- English version - July 11, 2009 The mistakes of the Icelandic negotiating team - English version - July 11, 2009
- Morgunblaðið - 21. Júlí 2009 Er ríkisstjórnin að gera samskonar mistök og útrásarvíkingarnir? - Morgunblaðið 21. Júlí 2009
- Morgunblaðið - 15. Jan. 2010 Áhættunni af Icesave verður ekki eytt eftir á - Morgunblaðið 15. Jan. 2010
- CEPR - January 2010 The Saga of Icesave - CEPR Policy Insight No. 44 - January 2010
- FT Econ: Potential Solution? Financial Times Economists Forum - Icesave: A potential solution? - Feb 9, 2010
Erlendir hagfræðingar
- Joseph Stiglitz - Nov 2001 Joseph Stiglitz: Monetary and Exchange Rate Policy in Small Open Economies: The Case of Iceland
- James K Jackson - Nov 20, 2008 CRS Report for Congress: Iceland´s Financial Crisis - James K Jackson - Nov 20, 2008
- Anna Siebert - 13. Feb 2010 The Icesave dispute - Anna Siebert - 13. Feb 2010
Willem H. Buiter
- FT Maverecon - Oct 7, 2008 Time for Icelands authorities to pull the plug on their banks - FT Maverecon Oct 2008
- CEPR - October 2008 The Icelandic banking crisis and what to do about it - CEPR October 2008
- Vox - 30. October 2008 The collapse of Icelands banks - Vox 30. October 2008
- FT Maverecon - Nov 13, 2008 How likely is a sterling crisis or: is London really Reykjavik-on-Thames? - FT Maverecon Nov 2008
Lögfræðiálit
- Mishcon de Reya Advice in relation to the Icesave Agreement - Mishcon de Reya - Des 2009
- Peter Paul - Case C-222/02 Case C-222/02 Peter Paul and Others v Bundesrepublik Deutschland - 12 Oct. 2004
Erlendar skýrslur
- Treasury - Banking Crisis House of Commons Treasury Committee - Banking Crisis
- Kaarlo Jännäri Report The Kaarlo Jännäri Report on Banking Regulation and Supervision in Iceland
- Banque de France - 2000 Report The functions and organisation of deposit guarantee schemes: the French experience
- Bank of England - Deposit Insurance Centre for Central Banking Studies - Deposit Insurance
- UK Report April 2009 - HC 402 UK House of Commons Report April 2009 - Banking Crisis: The impact of the failure of the Icelandic banks
- UK Report June 2009 - HC 656 UK House of Commons Report June 2009 - Banking Crisis: The impact of the failure of the Icelandic banks
- Iceland: Geyser crisis Danske Bank - Iceland: Geyser crisis - March 21, 2006
Erlendar blaðagreinar
- Eva Joly - August 2009 Iceland: Lessons to be Learned from The Economic Meltdown
- Guardian - 7. Jan 2010 Failed bank's assets may pay Icesave bill
- Times - Bronwen Maddox Iceland says ´Cant pay, wont pay and it is right
- City A.M. - Allister Heath Iceland sees the first anti-bailout revolt
- SKY News - June 26, 2009 We Pay? No Way: Icelanders Turn Up Heat
- Guardian - Sept 4, 2009 The Lehman Brothers collapse: the global fallout - Guardian Sept 4, 2009
- Economist: Cracks in the crust Economist.com - Iceland: Cracks in the crust - Dec 11, 2008
- CNN Money - Dec 4, 2008 Iceland: The country that became a hedge fund - CNN Money Dec 4, 2008
- Guardian - Apr 17, 2008 Iceland first to feel the blast of global cooling - Guardian Apr 17, 2008
- Telegraph - Feb 6, 2009 Iceland: downfall of 'a foolish little nation' - Telegraph Feb 6, 2009
- Forbes - June 26, 2008 Icelandic Meltdown - Forbes June 26, 2008
- The Atlantic - May 2009 The Quiet Coup - The Atlantic May 2009
- Guardian - May 18, 2008 No wonder Iceland has the happiest people on earth - Guardian May 18, 2008
- Guardian - Feb 9, 2009 Iceland's Vikings face a long winter - Simon Bowers Guardian Feb 9, 2009
- TimesOnline - Dec 14, 2008 Iceland: frozen assets - AA Gill TimesOnline - Dec 14, 2008
Erlendar greinar Íslendinga
- Forbes - Ársæll Valfells Morally Repugnant : Britain and the Netherlands bully little Iceland.
- Indepedent Icelandic News Icesave and the collapse of EU regulations
- Iceland and EU - Jón Baldvin JIceland and the EU: the road ahead - Jón Baldvin Hannibalsson - 10 Oct. 2009
- Aftenposten.no - Þórólfur Aftenposten.no: Et nei vil koste Island dyrt - Þórólfur Matthiasson
- Interview Gunnar Tómasson Mises.org: The End of Mainstream Economics: An Interview with Gunnar Tómasson - March 25, 2009
Innlendar blaðagreinar
- MBL - Davíð Oddson MBL - Davíð Oddsson - Gerði ekki kröfu um greiðslu - 14. Júlí 2009
- MBL - Rússalán MBL: Rússalán innan seilingar - 20. Sep. 2009
- NewsFrettir - Arni Newsfrettir - Arni was on the defence - July 1, 2009
- Jón Steinsson - 5. Des 2008 Óhagkvæmni eða spilling - Jón Steinsson - 5. Des 2008
- Jón Steinsson - 27. Nóv 2008 Íslensk spilling: Viðskipti tengdra aðila - Jón Steinsson - 27. Nóv 2008
- Morgunblaðið - 2. júlí 2009 Vextir og afborganir ríkissjóðs nema hundruðum milljarða - Morgunblaðið - 2. júlí 2009
- Haraldur Haraldsson - 16 jan 2009 Örþjóð á krossgötum - Haraldur L. Hardaldsson, Vísir 16. jan 2009
- Ólafur Arnarson - 22 maí 2009 Hvernig varð Seðlabankinn gjaldþrota? - Pressuúttekt Ólafs Arnarsonar - 22 maí 2009
- Kristrún Heimisdóttir - 6. feb 2010 Góðar fréttir af Icesave - Kristrún Heimisdóttir - Fréttablaðið 6. feb 2010
Financial Times
- Fitch Ratings - Paul Rawkins Icelands external financial support has been put at risk
- Martin Wolf - Jan 2010 Economist Forum: How the Icelandic saga should end
- Richard Portes - Oct 13, 2008 The shocking errors behind Iceland's meltdown - Richard Portes FT - Oct 13, 2008
Bloomberg
- Omar Vald. - 18. Sep. 2009 Iceland Expects IMF Review This Month as Icesave Is Resolved
- Jóhanna Sig. - 29. Sep. 2009 Iceland Cant Wait for IMF Review, Funds, Sigurdardottir Says
Sjónvarpsviðtöl
- Skjár Einn - Davíð Oddsson Skjár Einn - Málefnið - Davíð Oddsson viðtal
- Fitch Ratings - Paul Rawkins Fitch's Rawkins Says Iceland's Debt Downgraded to Junk
- BBC News - Indefence Iceland petition against pay-out over Icesave
- William K. Black - Bill Moyers Interview with William K. Black by Bill Moyers - April 2009
Erlendir fyrirlesarar
- John Perkins - Reykjavik Univ. John Perkins speaking at the Reykjavik University
- William K. Black - Fyrirlestur William Black - Fyrirlestur á vegum Viðskiptadeildar HÍ - 11. maí 2009
- Joseph Stiglitz - Sep 14, 2009 Joseph Stiglitz At The University Of Iceland (VIDEO) -- Sep 14, 2009
YouTube
- Hans Farmand - Norway To The People Of Iceland - Say NO! To Icesave
- John Perkins - Silfur Egils Dreamland - Economic Hitman - Send the IMF packing!
- Money as Debt Paul Grignon's Money as Debt video
Bækur
Bækur
-
Guðni Th. Jóhannesson: Hrunið: Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar (ISBN: 978-9935-11-063-3) -
Ólafur Arnarson: Sofandi að feigðarósi (ISBN: 978-9935-11-061-9) -
Ásgeir Jónsson : Why Iceland?: How One of the World's Smallest Countries Became the Meltdown's Biggest Casualty (ISBN: 978-0071-63-284-3) -
Paul Krugman: The Return of Depression Economics and the Crisis of 2008 (ISBN: 978-0393-33-780-8) -
William Bonner, Addison Wiggin: Empire of Debt (ISBN: 978-0471-73-902-9)
Athugasemdir
Las smá grein í fréttablaðinu um daginn þar sem verið var að fara yfir svipaða hluti. Þar var í fyrsta skipti sem ég man eftir, (loksins) tekið fram að um þriðjungur þess verðmætis sem fengist fyrir álið færi til hráefniskaupa og hagnaður framleiðslunnar endaði svo hjá eigendum fyrirtækjanna - sem eru jú erlendir.
Það er því fráleitt að tala um ál og fisk í sama vettvangi eins og þú gerir því fiskinn eigum við jú sjálf (ennþá).
Hendi hér inn tengli á gamla færslu um svipað efni
http://harring.blog.is/blog/harring/entry/794029/
Haraldur Rafn Ingvason, 27.9.2009 kl. 00:56
Aðalhráefnið sem flutt er inn fyrir álframleiðsluna er súrál. Samkvæmt skýrslum hagstofunar, þá var á fyrri helmingi 2008 flutt inn súrál fyrir 17.9 milljarða (CIF), og síðan 21.4 milljarða á fyrri helmingi 2009. Þetta gerir því hlutfall hráefniskostnaðar 19.8% fyrir H1, 2008 og 25.2% fyrir H1, 2009, sem táknar að eftir verður 75-80%. Fyrir iðnaðarframleiðslu verður þetta bara að teljast nokkuð eðlilegt hlutfall.
Jafnvel fyrir fiskvinnsluna er erlendur kostnaður, til dæmis eldsneyti og kaup á togurum. Fyrir báða liðina (fisk og ál) er líka vaxtakostnaður á erlendum lánum, en þeir koma að sjálfsögðu ekki fram í þessum útreikningum, heldur í þáttatekjujöfnuði.
Hagnaður er reiknaður út frá allt öðrum forsendum, og hjá hverjum hann endar hefur náttúrulega engin áhrif á vöruskiptajöfnuðinn.
Ég hef í sjálfu sér ekkert á móti öðrum útflutningi frekar en álframleiðslu og það væri gott mál að vera ekki svona háðir einni tegund af iðnaði. En ef við ætlum að skipta yfir í einhverja aðra framleiðslu, þá verður hún að gefa af sér hreinar útflutningstekjur upp á tugi milljarða til að skipta einhverju máli. Flestar hugmyndir sem ég hef heyrt nefndar hingað til hafa ekki komist neitt nálægt því.
Bjarni Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 02:04
Sæll. Bjarni
Arðsemi af raforkusölu hefur verið ágæt hér á landi, skv. samantekt Melland Partners að beiðni Landsvirkjunar, og ef horft er til arðsemi af rekstri Nesjavallavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur. Meðalarðsemi eigin fjár Landsvirkjunar var 17,2% árin 2003 til 2007, sem er mun hærra en gerist í Bandaríkjunum og Evrópu, ef marka má nýlega áfangaskýrslu Sjónarrandar ehf. fyrir fjármálaráðuneytið. Svipað má segja ef horft er á arðsemi heildarfjármagns Nesjavallavirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur, sem er um 14%, en arðsemi bandarískra orkufyrirtækja var á þessum tíma að jafnaði um 10% og evrópskra um 13%.Útflutningsverðmæti áls mun í fyrsta sinn fara fram úr verðmæti útfluttra sjávarafurða á þessu ári samkvæmt útreikningum greiningardeildar Kaupþings . Vitna ég í Kaupþing á vef Samorku, Samtaka orku- og veitufyrirtækja. Iðnaðarráðuneytið hefur áætlað að yfir 40% af heildarveltunni verði eftir í íslensku hagkerfi úttekt sem var kynnt í fyrirspurna tíma á þingi gaf töluna 42 til 44% verði eftir af heildarveltunni verði eftir í íslensku hagkerfi.Veltan er af áliðnaði er um 190 milljarðar eftir verða í hreina gjaldeyristekjur um 75 til 82 milljarðar.
Það sem skiptir máli er sá hluti sem skilar sér i þjóðarbúi án þess að reiðtoga verð á aðföngum.
Kv. Sigurjón VigfússonRauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 08:59
Sælir Sigurjón,
Þakka gott innlegg. Eins og kom fram í blogg-færslunni, þá hefur umræðan um útflutningsiðnaðinn, þar með talin álver, ekki alltaf verið út frá raunverulegum forsendum. Fólk hefur náttúrulega ákveðnar skoðanir á álverum og virkjanagerð, sem er í sjálfu sér hið besta mál, en ef þær eru ekki byggðar á raunverulegum tölum, þá getur umræðan auðveldlega leiðst út af leið.
Það má fjalla endalaust um raforkuverð, álverð, arðsemi, hagnað, hráefnisverð, umhverfisáhrif, erlenda eigendur, aðra möguleika, o.s.frv., en það sem að lokum skiptir mestu máli fyrir Ísland, er hvort að heildar-útflutningur okkar beri af sér meiri hreinar gjaldeyristekjur, heldur en innflutningurinn. Vöruskiptajöfnuðurinn, ásamt þjónustujöfnuðinum og þáttatekjujöfnuðinum (meira um þá seinna), eru þær stærðir sem skipta þar mestu máli og það góða við þær er að það ekki auðvelt að rugla með þær.
Svo má ekki gleyma IceSave. Ef við ætlum einhvern tíman að greiða jafnvel eitthvern hluta af IceSave ábyrgðinni, þá getur það aðeins komið frá jákvæðum gjaldeyrisjöfnuði. Samkvæmt útreikningi sem ég gerði í þessari blogg-færslu hér, þá verða heildargreiðslurnar á hverju ári á bilinu 330 til 430 milljónir evra, eða sem svarar um 60 til 80 milljarða króna á ári miðað við núverandi gengi.
Bjarni Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 10:28
Sæll. Bjarni var nú búin að lesa þessa grein þína en það vanta en svar frá Gylfa til að fá endalegar niðurstöðu fannst gein góð og athyglisverð.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 27.9.2009 kl. 14:17
Sælir Sigurjón,
Þess væri óskandi að Gylfi, viðskiptaráðherra landsins, mundi alltaf birta þær forsendur sem hann notar í útreikningum sínum, sérstaklega þegar hann skrifar opinberar greinar eins og þá sem hann sendi í Morgunblaðið. Þá yrði mjög einfalt að ganga úr skugga um að allt væri rétt reiknað. Það er nú heldur ekki að svona vaxta-útreikningur eigi að vera of flókinn fyrir lærðan hagfræðing eins og Gylfa.
Þar sem það er nú frekar ólíklegt að Gylfi muni svara blogg-færslu beint á netinu, væri ég fyllilega sáttur við að einhver óháður með góða kunnáttu í vaxtaútreikningi á lánum, mundi fara yfir útreikningana hjá mér og staðfesta hvort þeir séu ekki örugglega réttir.
Bjarni Kristjánsson, 27.9.2009 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.