Gerði Gylfi reiknisvillu upp á 1 milljarð evra (180 milljarða króna)?

Ég var að skrifa síðustu blogg-færslu, þar sem kom fram að vextir af IceSave láninu yrðu samtals eitthvað nálægt 2 milljörðum evra, þegar ég mundi eftir því að Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra hafði skrifað grein í sumar, þar sem hann reiknaði út frá að vextirnir yrðu u.þ.b. 1 milljarður evra. 

Það er það mikill munur á þessum tveimur upphæðum (1 milljarður evra er 180 milljarðar króna á núverandi gengi), að hann verður ekki skýrður út svo einfaldlega með mismunandi reikniaðferðum eða forsendum.

Ég fann á vefsíðu fjármálaráðuneytisins upprunalegu grein Gylfa sem birtist í Morgunblaðinu 1. júlí 2009:

Í fimmtu málsgrein kemur fram eftirfarandi:

    "Dugi eignir Landsbankans gamla til að greiða 75% af forgangskröfum fellur því rétt um milljarður evra af höfuðstólnum á íslenska tryggingasjóðinn. Því til viðbótar koma vextir sem væru einnig rétt um milljarður evra eða samtals um tveir milljarðar evra."

Ekki er gefið upp í greininni hvernig Gylfi reiknaði út aðeins 1 milljarð evra í vöxtum.  Til að kanna betur hvor vaxta-upphæðin er rétt, setti ég upp reiknilíkan miðað við eftirfarandi forsendur:

  1. Bresku og hollensku lánin eru samtals upp á rétt rúmlega 4 milljarða evra
  2. Vextirnir eru 5.55% reiknaðir af höfuðstólnum frá 1. janúar 2009
  3. Greiðslurnar eru eftir tveimur mismunandi aðferðum eftir því hvort þær eru fyrir eða eftir júní 2016
  4. 3 milljarðar (75%) fáist greiddar beint úr Landsbankanum fram til 2016
  5. Júní 2016 tekur ríkistryggingin við á eftirstöðvunum auk áunnina vaxta
  6. Á tímabilinu frá júní 2016 til 2024 eru 32 ársfjórðungslegar greiðslur
  7. Hver greiðsla er jöfn upphæð reiknuð út frá eftirstöðvum og vöxtum 2016
  8. Auk þess þarf að greiða jafnóðum vexti á eftirstöðvum fyrir hvern ársfjórðung eftir júní 2016

Þessar forsendur eru allar samkvæmt upprunalegu lánasamningunum, þannig að Gylfi ætti að vera að nota þær sömu.

Hérna er útreikningurinn á fyrstu 7 og hálfu árunum til júní 2016.  Til einföldunar geri ég fyrst ráð fyrir að Landsbankinn greiði sömu upphæð árlega, sem er líklega frekar bjartsýn spá ef eitthvað er.

    ÁrHöfuðstóll
    byrjun árs
    Landsbanki
    greiðslur
    Vextir
    5.55%
    Ógreiddir
    vextir
    Höfuðstóll
    plús vextir
    200940724072262263891
    201036654072164423700
    201132584072056473498
    201228504071948413285
    2013244340718210243060
    2014203640717011932822
    2015162940715713502572
    201612222047114212439
    Samtals101830541421

Eins og sést af þessari töflu þá eru eftirstöðvarnar á höfuðstólnum 1018 milljónir evra og samtals áunnir ógreiddir vextir 1421 milljónir evra í júní 2016.  Jafnvel þó greiðslurnar frá Landsbankanum komi hraðar inn þá verða vextirnir nær alltaf yfir einum milljarði evra.  Eina leiðin til að koma vöxtunum niður í eitthvað nálægt einum milljarði væri ef það tækist að gera Landsbankann upp á aðeins þremur árum.  Það er, greiddar yrðu 3 milljarðar evra úr þrotabúinu fyrir lok 2011, sem er náttúrulega enginn möguleiki.

En það eru ekki aðeins greiddir vextir fyrstu 7 árin, heldur einnig næstu 8 árin allt til 2024.  Ef við leggjum útreikninginn hér að ofan til grundvallar, þá tekur ríkistryggingin yfir 2439 milljónir evra (höfuðstóll 1018 plús 1421 ógreiddir vextir) í júní 2016, sem greiða þarf upp með vöxtum næstu 8 árin með 32 ársfjórðungsgreiðslum.

    ÁrHöfuðstóll
    byrjun árs
    Ógreiddir
    vextir
    Höfuðstóll
    plús vextir
    Jafnar
    greiðslur
    Vextir
    5.55%
    201610181421243915267
    201795413332287305121
    201882711551982305104
    2019700977167730587
    2020573800137230570
    2021445622106730553
    202231844476230536
    202319126745730519
    202464891521523
    Samtals0002439558

Ég sé því ekki betur heldur en að Gylfi hafi einfaldlega gleymt að bæta við vextina upp á 558 milljónir evra fyrir árin 2016-2024.  Ef við leggjum saman vextina 1421 og 558 þá fáum við samtals 1979 eða rétt undir 2 milljarða evra.

Ef einhver getur sýnt fram á hvernig Gylfa tókst að reikna vextina niður í 1 milljarð evra eða að ég hafi gert einhver mistök, þá væri gaman að heyra af því hérna að neðan í athugasemdunum.  Annars verðum við bara að gera ráð fyrir að Gylfi hafi gert reiknisvillu í greininni upp á 180 milljarða króna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Við erum þá að tala um að greiða upphæðirnar í tveimur öftustu dálkunum til baka eða 3,048 milljarða evra, ekki satt?  Þ.e. rétt undir 500 milljarða miðað við gengi í dag.

Marinó G. Njálsson, 22.9.2009 kl. 08:32

2 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Rétt Marínó, u.þ.b. 1 milljarð í höfuðstólsgreiðslur og 2 milljarða í vaxtagreiðslur.  Það sem er athyglisverðast af mínum dómi, er að vegna hve hlutfall vaxta er hátt, að tímasetningin á endurgreiðslunum frá Landsbankanum skiptir líklega mun meira máli heldur en sjálft endurgreiðslu hlutfallið.

Ég fæ út 554 milljarða í Íslenskum krónum miðað við gengið í dag (3048x181.73).  Það er rétt að athuga, að þessar tölur hafa ekki verið núvirtar, ef bera á þær saman við efnahagstölur í dag.

Bjarni Kristjánsson, 22.9.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband