Lögfræðiálit Andra og Helgu á mannamáli

Eftir að hafa brotist í gegnum 14 síður af lögfræðigreiningunni frá Andra og Helgu, þá virðist það vera aðalspurningin hvort Íslenski tryggingasjóðurinn "yfirtaki" eða fái "framselda" upprunalegu kröfurnar, en að lokum kemst hann að því á blaðsíðu 9. að það skipti raunverulega ekki máli, þær verði alltaf jafnréttháar.

Helga skoðar síðan málið út frá því hvort Evrópuréttur hafi áhrif og hvort Íslensk lög samræmist EES samningnum, sem hún kemst að það gerir svo fremi sem Íslenski tryggingasjóðurinn fái ekki forgang.  

Það sem mér finnst samt athyglistverðast eru eftirfarandi setningar úr kafla XI:

"Kröfuhöfum er hins vegar heimilt að semja sín á milli um það hvernig þeir ráðstafa þeim fjármunum sem þeim er úthlutað úr þrotabúinu.  Tryggingasjóðirnir eiga því aðeins sama rétt gagnvart þrotabúinu og fylgdi þeim kröfum sem þeir fengu framseldar og sjóðirnir geta aðeins samið sín á milli um skiptingu á fjármunum sem þeim verður úthlutað úr þrotabúinu."

og kafla XII:

"Að lokum skal geta þess að ICESAVE samningarnir fela í sér samninga milli tiltekinna aðila um fjármögnun og greiðslu tiltekinna krafna sem þeir hafa yfirtekið.  Með þessu hafa þessir aðilar samið um hvernig þeir muni skipa á milli sín greiðslum sem þeir eiga rétt á úr þrotabúi Lansbanka Íslands hf."

Hérna er leyni-settlement-samningurinn sem Gunnar Tómasson birti (lak) um daginn:

http://www.vald.org/greinar/090728.htm

Í honum er þessi klásúla:

"4.2(b) in the event that, for any reason whatsoever (including, without limitation, any preferential status accorded to TIF under Icelandic law), following the assignment of a proportion of the Assigned Rights in respect of any given claim to TIF, either TIF or FSCS experiences a greater pro rata level of recovery, in respect of such claim, than that experienced by the other, TIF or FSCS (as appropriate) shall, as soon as practicable, make such balancing payment to the other party as is necessary to ensure that each of the Guarantee Fund's and FSCS's pro rata level of recovery of such claim is the same as the other's."

Þannig að óháð lögfæðingálitinu og hvort Íslenski tryggingasjóðurinn (TIF) fái hærra hlutfall af Icesave greiðslum úr þrotabúinu, þá mundi TIF alltaf þurfa að borga mismuninn til baka til FSCS.


mbl.is Njóta ekki sérstaks forgangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband