Secret Settlement Agreement fyrir IceSave Lekið á Netið

Vil vekja athygli á svokölluðum "Settlement Agreement" sem er leyni-samningurinn sem Trygginastofnun gerði við FSCS í Bretlandi.  Gunnar Tómasson "lak" þessum samningi á netið um daginn.  Sjá góða greiningu á samningnum frá Gunnari og skjalið sjálft settlement_agreement.pdf á:

  http://www.vald.org/greinar/090728.html

Það er vísað í þennan samning nokkrum sinnum í hinum upprunalega breska "Loan Agreement" með tilvísuninni "Financial Documents".

Ein skrautlegasta klásúlan í "Settlement" samningnum, er 4.2(b), sem segir í stuttri þýðingu að jafnvel þótt TIF (Íslenski Tryggingasjóðurinn), fái forgang samkvæmt íslenskum lögum, þá skuli samt renna SAMA hlutfall til FSCS.  Þessu á að ná fram síðar með VIÐBÓTARGREIÐSLU á milli sjóðanna.

Þar sem lítill möguleiki er á að FSCS muni nokkurn tíma fá greitt meira hlutfallslega frá Landsbankanum, heldur en TIF, þá virkar þetta ákvæði líklega bara í hina áttina.  Það er góður möguleiki, miðað við Íslensku gjaldþrotalögin, að TIF fái greitt hærra hlutfall, þannig að þetta mun þýða að FSCS getur krafist viðbótargreiðslu seinna til jöfnunar frá TIF.

Bretarnir og Hollendingarnir hafa líklega fengið þetta atriði í gegn í samningaviðræðunum, einmitt með því að setja það upp sem "sjálfsagða" jafnræðisreglu og okkar menn fallið fyrir því, þó ég þekki það nátturulega ekki beint.

Við höfum nokkrir Íslendingar verið að rökræða þetta og önnur atriði varðandi IceSave síðustu vikur við ýmsa Breta og aðra útlendinga á Icenews.is, sjá til dæmis eftirfarandi færslu og eftirfarandi komment:

http://www.icenews.is/index.php/2009/07/29/more-members-of-parliament-against-the-icesave-deal/comment-page-2/#comment-87014


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband