Færsluflokkur: Bloggar

Vantar leiðréttingu á leiðréttingunni :-)

Í frétt Morgunblaðsins um gjaldþrot DSB og greiðslur úr tryggingasjóð Hollendinga, kemur núna fram eftirfarandi leiðrétting:

"ATH - tala leiðrétt um endurgreiðslu er 100 þúsund evrur ekki 10 þúsund evru líkt og fram kom í fréttinni."

Þetta er auðvitað rétt, þar sem tryggingarupphæðin í Hollandi er 100 þúsund evrur.  Allir geta gert mistök og það er hið besta mál hef þau eru leiðrétt hratt og örugglega. 

Eini gallinn er að greinin sjálf inniheldur ennþá upphæðina 1.8 milljónir króna, sem greinilega þarf að leiðrétta líka.  Nema evran sé nú allt í einu komin niður í 18 krónur :-).

UPPFÆRSLA: Tilvísunin í 1.8 milljónir króna hefur núna verið fjarlægð úr greininni, þannig allt sem kemur þar fram núna er orðið rétt!


mbl.is DSB gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endilega ekki hætta á Mogga-blogginu út af Davíð!

Það eru núna að berast fréttir að ýmsir góðir bloggarar hafi ákveðið að hætta á Mogga-blogginu, vegna þess að Davíð Oddsson hafi nú verið ráðinn sem ritstjóri á Morgunblaðinu.  Þó það megi í sjálfu sér skilja þessa afstöðu, fyrir þeim sem vilja ekki vera á nokkurn hátt tengdir við Davíð, þá held ég að þetta séu mistök út frá ýmsum hliðum.

  • Í fyrsta lagi er færslum á blogg-inu ekki stjórnað af Morgunblaðinu, fyrir utan því að sjá til þess að sjálfsögðum almennum reglum og skilmálum sé framfylgt.
  • Í öðru lagi þá eru núna yfir 20.000 blogg á blog.is, með nýjar færslur skrifaðar á nokkurra sekúndna fresti.  Mogga-bloggið hefur náð með þessu að verða lifandi netsamfélag sem hefur raunveruleg áhrif á umræðuna í þjóðfélaginu (sjá til dæmis nýjustu tillögur um breytingar á verðtryggðum lánum).
  • Ef bloggarar hverfa af blog.is, þá munu þeir óhjákvæmilega dreifast á mörg mismunandi blogg-kerfi.  Sumir munu fara á blogg.visir.is, á meðan aðrir fara á WordPress, Blogspot, eða eitthvað annað.  Þó það sé tæknilega frekar auðvelt að tengja saman blogg á ólíkum kerfum, þá verður það einfaldlega ekki sama reynslan, eins og þegar flest allir eru tengdir beint á sama stað.
  • Það að svona stór hluti þjóðarinnar taki þátt í blogg-i er nær örugglega einsdæmi í heiminum.  Eftir tölum Hagstofunar þá er nær hvert einasta heimili á landinu með internet-tengingu og af þeim eru 15% að skrifa blogg og 65% að lesa blogg.  Þetta kemur að hluta til frá því hve auðvelt Morgunblaðið og Vísir hafa gert fyrir almenning að setja upp sínar eigin blogg-síður.
  • Tekjur Morgunblaðsins af blogg-inu eru nær örugglega litlar sem engar.  Mjög fáir taka líklega eftir banner-auglýsingunni sem birtist á hægri hliðinni, hvað þá að þeir klikki á hana.  Tekjur Morgunblaðsins koma náttúrulega aðallega frá sömu liðum eins og öðrum dagblöðum, auglýsingum og áskrift.
  • Þátttaka á Mogga-blogginu er ekki á neinn hátt hægt að túlka sem stuðning við Morgunblaðið eða ritstjórnarstefnu þess.  Eftir því sem ég hef best séð hingað til þá virðist meirihlutinn af blogg-urunum oftar vera ósammála fréttunum og skoðunum sem birtast þar, frekar en sammála, og veita því nauðsynlegt aðhald.
  • Að síðustu, eftir því sem ég hef heyrt þá notar Davíð Internet-ið mjög lítið og honum er líklega nokk sama hve margir nota Mogga-bloggið.  Ef eitthvað er, þá verður hann líklega bara ánægður ef þeir sem eru ósammála honum hverfi eitthvert annað svo færri taki eftir þeim.

Einmitt með því að halda áfram blogginu á Íslandi, þá sjáum við til þess að rödd allra í þjóðfélaginu sé örugglega heyrð hjá þeim sem með valdið fara. 

 


mbl.is Davíð: Mun nýta reynslu úr fyrri störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband