Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Af hverju er Ragnar Hall ákvæðið ennþá svona mikilvægt varðandi IceSave?

Helstu fréttirnar af nýja IceSave 3 samingnum, fjalla því miður aðeins um hvaða flokkur eða stjórnmálamaður hafi gert mistök, eða um önnur atriði sem skipta tiltölulega litlu máli fyrir okkur fjárhagslega.  Með þessum nýju samningum, hefur okkur tekist að lækka vaxtaprósentuna niður í 3% sem er hið besta mál, en það virðist ennþá spursmál hvort Ragnar Hall ákvæðið sé að fullu leyst.  Hérna eru frekari útreikningar sem sýna afhverju það er ennþá svona mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands.

Samkvæmt síðustu skýrslu skilanefndar Landsbankans:

http://www.lbi.is/library/Opin-gogn/skyrslan/Q3_Financial_information_open_side.pdf

þá hafði 30. september 2010 þegar safnast inn 292.7 milljarðar íslenskra króna, þar af 134.3 milljarðar í London. Síðan gera þeir ráð fyrir að 53 milljarðar í viðbót safnist inn fyrir lok þessa árs, sem gerir samtals 346 milljarða. Miðað við evru-gengið 154.4 þennan sama dag, þá er heildarskuldin á IceSave u.þ.b. 624 milljarðar (4043 x 154.4).

Samtals hafa því safnast inn við lok ársins rétt rúmlega 55% af eignum Landsbankans miðað IceSave skuldina (346 / 624), en samkvæmt Ragnar Hall ákvæðinu rennur aðeins 51% af þeirri upphæð til greiðslu okkar á IceSave. Því hafa aðeins 28% af IceSave skuldinni safnast inn fyrir okkur (51% x 55%).

Hvaðan koma þá þessi upprunalegu 93% sem oft er vísað í?

Samkvæmt "estimated cash-flow" sem LBI gefa upp á blaðsíðu 10, þá munu aðrir 284 milljarðar safnast inn á árunum 2011 til 2013, og 201 milljarður eftir 2014. Að lokum kemur NBI skuldabréf nýja Landsbankans upp á 284 milljarða til greiðslu á árunum 2014 til 2018. Þetta gerir samtals 1138 milljarða sem skilanefndin gerir ráð fyrir að safnist inn í heildina.

Ef við tökum síðan 51% af 1138, þá fáum við út 580 milljarða sem renna til TIF, samkvæmt Ragnar Hall ákvæðinu. Að lokum tökum við hlutfallið 580 / 624 og þá fæst loksins út 93%-in sem vísað er í.

Vandamálið er að þessar 93% endurheimtur koma ekki inn að fullu fyrr en í kring um 2018-2019. Á meðan eru fullir vextir reiknaðir af eftirstöðvum IceSave skuldarinnar, sem ég reiknaði í upprunalegu færslunni 10. desember yrði vel yfir 100 milljarðar plús höfuðstólsgreiðslur eftir 2016.

Það er eitt vandamál í viðbót sem lítið hefur verið fjallað um hingað til. Allar þessar áætluðu endurheimtur eru háðar því að nýji Landsbankinn muni yfirleitt getað greitt skuldabréf sitt upp á 284 milljarða í erlendri mynt árin 2014-2018, sem ég reyndar stórefast um. Ef nýji Landsbankinn fellur og getur ekki greitt skuldabréfið, þá mun Íslenska ríkið bera ábyrgð óbeint á þessum 284 milljörðum, ef IceSave skuldin hefur ekki ennþá verið gerð upp við Breta og Hollendinga.

Ef hins vegar Ragnar Hall ákvæðið fellur út, þá getum við auðveldlega greitt upp IceSave skuldina að fullu fyrir 2014, og óbeina ábyrgðin af nýja Landsbankanum getur því ekki lengur fallið á okkur.

Nú hafa birst fréttir um að það hafi borist tilboð upp á 1.5 milljarð punda í verslunarkeðjuna Iceland sem gamli Landsbankinn á stóran hluta í.  Skilanefnd Landsbankans er örugglega með virðið á verslunarkeðjunni Iceland þegar inni í sínum útreikningum. Ef söluverðið verður að lokum hærra heldur en þeir gera ráð fyrir þá mun auðvitað meira renna til þrotabús Landsbankans. En ef Ragnar Hall ákvæðið er ennþá inni, þá munu aðeins 51% af þeirri aukningu renna til Íslands.

Icesave deilan verður því miður ekki leyst með óskhyggju einni saman, heldur aðeins með að samningar séu gerðir sem eru byggðir á raunverulegum forsendum og réttum útreikningum.

 


mbl.is Icesave-samningarnir á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave 3 samningum lekið: Er Ragnar Hall ákvæðið inni eða úti?

Ég er búinn að vera lesa í gegnum nýju IceSave 3 samningana sem lekið var núna í nótt á netinu:

http://icesave3.wordpress.com

Þetta eru langir samningar og heilmikið lögfræðitorf.  Það sem ég var sérstaklega að leita eftir, var hvort Ragnar Hall ákvæðið hefði verið tekið út eða ekki. Eins og ég reiknaði út í síðustu færslu, þá hefur það ákvæði gríðarleg áhrif á heildargreiðslur Íslendinga, jafnvel þótt búið sé að lækka vaxtaprósentuna niður í 3%.

Varðandi Breska samninginn, þá er birt svokallað "Settlement Agreement side letter" frá FSCS, sem nefnir að bæði "Original Settlement Agreement" frá 5. Júní 2009 og "Amended Settlement Agreement" frá 19. Október 2009 séu ennþá í fullu gildi, fyrir utan smávægilegar breytingar, sem ekki varða Ragnar Hall ákvæðið.

Varðandi Hollenska saminginn, þá er birtur nýr "Pari Passu Agreement" við DCB þar sem segir í 2.1(a) að kröfur DNB skuli vera jafnréttháar TIF og 2.1(b)TIF eða DNB eigi að greiða mismuninn til baka ef Landsbanki borgar meira til hins aðilans. Þetta er því upprunalega Ragnar Hall ákvæðið. Ákvæði 2.1(c) fylgir síðan á eftir. Það er nokkuð langt og flókið, en í stuttu máli segir það að:

ef (i) Íslenskur dómstóll ákveður (A) að TIF eða DNB hafi forgang og (B) þetta sé ekki andstætt úrskurði EFTA dómstóls, eða (ii) Skilanefnd Landsbankans ákveður að gefa TIF eða DNB forgang, og því er ekki mótmælt af öðrum kröfuhöfum, þá falla niður greiðslurnar frá 2.1(b).

Mér sýnist þetta vera nákvæmlega það sama og við vorum með í Icesave II samningnum, sem táknar að Ragnar Hall ákvæðið fellur því aðeins út ef EFTA dómstóllinn staðfestir Íslenskan dóm eða aðrir kröfuhafar samþykkja ákvörðun skilanefndar Landsbankans.

Eins og ég nefndi í síðustu færslu, er það nær ómögulegt stærðfræðilega að fá út aðeins 50 milljarða í vexti, ef allar endurgreiðslur frá Landsbankanum skiptast jafnt milli FSCS/DNB og TIF.  Ég er því með tvær mikilvægar spurningar:

1) Hefur eitthvað breyst þannig að við höfum tryggingu fyrir því að allar endurgreiðslur frá Landsbankanum renna fyrst til greiðslu á skuld TIF?

2) Ef Ragnar Hall ákvæðið er ennþá mögulega inni, hvernig gat samninganefnd Íslands fengið út 50 milljarða í útreikningum sínum á vöxtunum?

 


Heyr, heyr! Ragnar Hall ákvæðið virðist loksins hafa verið tekið út úr IceSave samningunum.

Eins og áður hefur komið fram, þótt vaxtaprósentan skipti auðvitað miklu máli, skiptir Ragnar Hall ákvæðið (4.2(b) í upprunalega IceSave settlement-samningnum) að mörgu leiti mun meira máli fjárhagslega. 

Þetta heimskulega ákvæði, hefði aldrei átt að samþykkja.  Það var andstætt íslenskum gjaldþrotalögum, breytti öllum forsendum varðandi greiðslur frá þrotabúi Landsbankans, og gerði upprunalegu IceSave I og II samningana algjörlega óásættanlega.

Ragnar Hall lögfræðingur á að mínu áliti skilið Fálkaorðuna, fyrir það eitt að hafa bent á þetta atriði nógu snemma í grein sinni sumarið 2009, áður en nokkur annar gerði sér grein fyrir þessum alvarlegu mistökum og IceSave samingarnir samþykktir í kyrrþey.

Í samantekt saminganefndarinnar er ekki minnst einu orði á Ragnar Hall ákvæðið og úrlausn þess.  Í stað þess eru eftirfarandi setningar um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans nefndar í greinum 7 og 12:

"Að því búnu verði greiðslur inntar af hendi jöfnum höndum eftir því sem úthlutað er úr búi Landsbankans allt til loka júnimánaðar 2016."

"Við áætlunina er byggt á mati Skilanefndar Landsbankans á heimtum á eignum þrotabúsins, horfum á greiðslum til kröfuhafa eins og þær eru metnar af slitastjórn bankans, og reikniforsendum Seðlabanka Íslands varðandi þróun á gengi gjaldmiðla."

http://www.mbl.is/media/60/2460.pdf

Síðan er gefið upp að miðað við forsendur Landsbankans og Seðlabankans, þá verði heildarkostnaður Íslenska ríkisins um það bil 50 milljarðar króna.

Til að reikna þetta út tók ég fram gamla IceSave töflureiknirinn minn sem ég gerði fyrir ári síðan og uppfærði hann miðað við þær upplýsingar sem ég gat rýnt út úr samantektinni. Ég gaf mér eftirfarandi forsendur:

  1. Bæði Bresku og Hollensku lánin eru að sömu upphæð og áður, 2350B Pund og 1329B Evrur.

  2. Samkvæmt nýja samningnum, þá eru meðalvextir 3.2% eftir Október 2009, greiddir til Breta og Hollendinga á hverju ári til 2016.

  3. Eins og áður geri ég alla útreikninga fyrst í Evrum til að taka út flökt á Íslensku krónunni, og færi síðan yfir í krónur á föstu gengi 154.4.

  4. Ennfremur eins og áður, eru allir útreiknginar gerðir á nafnvirði.  Ég vil ekki núvirða upphæðir vegna þess hversu auðvelt er þá að breyta niðurstöðunni með því einu að velja sér aðra prósentu (þetta var mikið vandamál með marga fyrri útreikninga á IceSave).

  5. Ég miða við gengin 178.3 GBP/ISK og 154.4 EUR/ISK (30 Sept. 2010) sem voru birt í síðustu skýrslu skilanefndar Landsbankans:

    http://www.lbi.is/library/Opin-gogn/skyrslan/Financial%20Information%20for%20Q3%202010.pdf

  6. Í sömu skýrslu LBI er gefin upp greiðsluáætlun (cash-flow) á innheimtum Landsbankans sem ég nota til viðmiðunar.

  7. Ég geri ráð fyrir að innheimtur hvers árs verði greiddar á miðju næsta ári þar á eftir (mesta áhættan fyrir Ísland er ennþá að þessar greiðslur annaðhvort dragist eða minnki vegna lögsókna).

  8. Til einföldunar, geri ég ráð fyrir að allar greiðslur frá þrotabúinu eftir 2013 ásamt NBI skuldabréfinu, verði samtals 508 milljarðar (201+290+17), greitt með fimm jöfnum greiðslum árlega 2014-2019, 101.6 milljarðar (þetta er þó nokkur einföldun, en breytir samt ekki mikið lokaniðurstöðunni).

  9. Eins og ég nefndi í upphafi þá er ekki gefið upp skiptingin á greiðslum frá LBI, þannig að ég reikna út fyrir bæði með Ragnar Hall ákvæðinu (51% af endurheimtum til Íslands) og án þess (100% af endurheimtum til Íslands).

Samkvæmt þessum forsendum þá verða greiðslur frá Landsbankanum til kröfuhafa eftirfarandi:

Ár LBI
Innheimt
LBI
Evrur
Greiðslur
LBI 51%
Greiðslur
LBI 100%
2009173112000
2010173112000
20119360211432241
2012138894307602
201353343456894
2014101.6658175343
2015101.6658336658
2016101.6658336658
2017101.6658336658
2018101.6658336658
201900336658
Samtals1138737037597370

Eins og sjá má þá getur það skipt gífurlega miklu máli hvort Íslenska ríkið fái 51% eða 100% af endurheimtum Landsbankans.

 

Hérna eru útreikningarnir á nýja IceSave láninu miðað við að Ragnar Hall ákvæðið er ennþá inni óbreytt í nýja samingnum og Íslenska ríkið fái 51% af greiðslunum frá þrotabúi Landsbankans:

Ár Höfuðstóll
byrjun árs
Greiðslur
LBI 51%
Höfuðstóll
lok árs
Vextir
3.2%
Vextir ÍSK
Gengi 154.4
2009404304043325.0
201040430404312920.0
201140431143290011117.2
2012290030725938813.6
2013259345621377611.7
2014213717519626610.1
201519623361626578.9
201616263361291477.2
20171291336955365.5
2018955336620253.9
2019620336284142.2
Samtals28437590682105.2

Samkvæmt þessum útreikningum miðað 51%, þá gengur mjög hægt að borga niður lánið. Höfuðstóllinn er ennþá 284M evrur í lok ársins 2019, heildar-vaxtagreiðslur 682M evra, sem gera 105 milljarða króna. Greinilega er þetta ekki rétt, því samkvæmt útreikningum í samantekt samninganefndarinnar, nefna þeir 50 milljarða í vexti og allt lánið greitt upp fyrir 2016.

 

Hérna eru síðan útreikningarnir á nýja IceSave láninu miðað við að Ragnar Hall ákvæðið hefur verið tekið út og Íslenska ríkið fái 100% af LBI greiðslunum, þar til IceSave skuldin er að fullu gerð upp:

Ár Höfuðstóll
byrjun árs
Greiðslur
LBI 100%
Höfuðstóll
lok árs
Vextir
3.2%
Vextir ÍSK
Gengi 154.4
2009404304043325.0
201040430404312920.0
20114043224118029414.4
201218026021200487.4
20131200894306243.7
2014306306050.8
Samtals04043033251.3

Samkvæmt þessum útreikningum miðað 100% LBI greiðslur, þá greiðist IceSave lánið að fullu upp á 4 árum. Höfuðstóllinn er kominn niður í núll árið 2014, heildar-vaxtagreiðslur 332M evra, sem gera um það bil 51 milljarð króna.  Þessi niðurstaða er því greinilega nokkuð nálægt þeim útreikningum sem samninganefndin gerði.  Mismunurinn er það lítill að hann getur auðveldlega skýrst vegna smá skekkju í forsendum.

Til samanburðar má geta, að í mínum fyrri útreikningum á IceSave I og II, var ég að fá um það bil 1500-2000M evra í vexti og 500-1000M evra í höfuðstólsgreiðslum að nafnvirði ofan á greiðslurnar frá Landsbankanum.  Þetta samsvaraði 300-450 milljarða króna í greiðslum frá Íslenska ríkinu miðað við Evru-gengið í dag (hærri krónu-upphæðir sem ég fékk út áður voru aðallega vegna lægra gengis gagnvart evru 180).

Það er því mín niðurstaða, að með þessum nýju samingum höfum okkur nú líklega loksins tekist að losna við Ragnar Hall ákvæðið. Það ákvæði eitt og sér, var helsta ástæðan fyrir andstöðu minni við báða fyrri IceSave samningana.

Auðvitað þurfum við að sjá raunverulegu samningana og greina þá rækilega, en ef þessi niðurstaða er rétt, þá get ég fyrir mitt leyti samþykkt þennan nýja IceSave samning.

 


mbl.is Kostnaður 50 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband