Það er eitthvað gruggugt við þessa útreikninga á 253 milljörðum króna fyrir Icesave

Ég var að skoða útreikningana á bak við þessa frétt, þar sem kemur fram að áætluð skuldbinding Íslendinga vegna Icesave reikninganna verði um það bil 253 milljarðar króna, ef miðað er við 89% endurheimtur úr Landsbankanum.  Í fréttinni er vísað í nýja IceSave-frumvarpið þar sem birt er eftirfarandi tafla "samkvæmt útreikningum seðlabankans" á blaðsíðu 37:

    Endurheimtur75%89%94%
    Skuld í millj. evra778.2561.3483.9
    Skuld í millj. punda1376.1992.7855.8
    Skuld í milljörðum kr.351.3253.4218.5
    Núvirði við lok240.7173.6149.7

http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/0076.pdf

Ég fæ samkvæmt mínum útreikningum nokkurn vegin sömu skuldatölur reiknað í pundum og evrum þannig að ég geri ráð fyrir að þeir séu réttir.  Það sem ég fæ alls ekki til að stemma, er yfirfærslan yfir í íslenskar krónur miðað við núverandi gengi á pundum og evrum eða jafnvel gengi síðustu mánaða. 

Hér er til dæmis útreikningur á heildarskuldinni sem miðar við meðalgengið fyrir október:

    GjaldmiðillUpphæðGengiKrónur
    EUR561.3183.483103.0
    GBP992.7199.356197.9
    Samtals  300.9

Í þeim hremmingum sem ganga nú yfir, getur gengi krónunnar óneitanlega sveiflast nokkuð mikið.  En ég varð samt að fara alveg aftur til mars 2009, þegar krónan var óvenjulega há, til að finna gengi sem gæti gefið niðurstöðu sem var eitthvað nálægt þessum 253 milljörðum evra sem nefndar voru.  Getur það verið að Seðlabanki Íslands sé að vinna útreikninga, um málefni sem er þetta mikilvægt, miðað við 6 mánaða úrelt gengi?  Ég held að það sé algjört lágmark að allir útreikningar sem vísað er í séu birtir opinberlega, þannig að hægt sé að fara yfir þá og staðfesta hvort þeir séu réttir eða ekki.

Að lokum vil ég endurtaka, það sem hefur komið fram nokkrum sinnum hjá mér áður, er að þar sem IceSave skuldbindingar eru allar í erlendum myntum og verða að lokum að borgast í þeim, þá verðum við einnig að gera alla okkar grunnútreikninga fyrst í erlendu myntunum.  Eftir á má síðan yfirfæra niðurstöðurnar yfir í íslenskar krónur, svo fremi sem gengið, sem miðað er við, sé þá einnig gefið upp.


mbl.is 253 milljarða skuldbinding
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Seðlabankinn er bara ein deild í spunaverksmiðju Samfylkingarinnar, svo það ættu allir að taka tölum þaðan með varúð. 

Þetta er annars alveg rétt hjá þér. Það er verið að miða við úrelt gengi og kokka þetta til eftir óskhyggjunni til að selja fólki ánauðina. 

Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það má svo benda á að þessi 89% endurheimt er tala, sem dregin er upp úr hatti og á sér enga fótfestu.  Það má bæta einu núlli aftan við þessa upphæð, sem við þurfum að borga, þegar upp er staðið.

Keðjuverkandi áhrifin á efnahagin eru þá ekki reiknuð inn í, en þetta mun falla hér eins og dóminó.  Menn mega svo hugleiða hvað er í þessum eignasöfnum, sem á að losa sig við.  Það yrði uppi fótur og fit, ef fólk vissi það. Sama hvaðan þessir penigar eru teknir, þá eru þeir allir af þjóðinni greiddir með tilheyrandi aukaverkunum.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.10.2009 kl. 17:13

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég tek undir skoðun Jóns Steinars, að engu er að treysta sem frá Icesave-stjórninni kemur. Við sjáum bara æfingarnar sem þeir eru að gera með Nýja/Gamla Landsbankann. Millifærsla á 350 milljörðum og glötun á 28 milljarða hlutafé:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/964244/

Loftur Altice Þorsteinsson, 22.10.2009 kl. 21:16

4 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Já þetta var mjög skrýtin tala.

Það er eitt sem ég skil ekki í þessum útreikningum. Menn reikna út kostnaðinn miðað við að eitthvað hlutfall innheimtist 50% 75% 90% o.s.frv. en menn gefa aldrei upp hvenær og hvernig þessar eignir koma í hús. Það er lykil atriði í þessu. Mér reiknast til að þó 100% kæmi inn á endanum gæti vaxtakostnaður verið allt að  560 milljarðar miðað við gengið um þessar mundir (ég reikna í pundum og evrum, breyti síðan yfir í ISK í lokin og ég geri ráð fyrir áföllnum vöxtum síðan 1. janúar 2009).

Þessar tölur sem verið er að gefa upp eru hreinar falsanir

- menn nota gengi sem hentar

- Það er ekkert nefnt hvernig þessar eignir muni skila sér

- Millifærslan úr nýja til gamla landsbanka eins og Loftur bendir á.

- Svo tala menn um þessar ágiskanir um endurheimtur eins og áræðanlegar spár. Það eru líkur á öðru hruni í fjármálaheiminum. Allar spár um vermæti eigna í dag eru hreinar  ágiskanir. 

Heildar skuldbindingin hljóðar upp á 1260 milljarða miðað við gengið núna. þetta er næstum ein landsframleiðsla. þetta ætti að vera talan sem talað um þetta er ábyrgðin sem ríkið er að taka á sig jafnvel á gengi krónunnar árið 2007 er þetta gríðarleg upphæð

Annars flott umræða hjá þér um Icesave

kv

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 23.10.2009 kl. 00:51

5 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

Benedikt,

Þar sem vextirnir eru reiknaðir af heildar-lánsupphæðinni, 4 milljarðar evra, þá mun hraðinn á endurgreiðslunum hafa mjög mikil áhrif á heildar-vextina sem við verðum að greiða. Því miður hafa einfaldlega ekki verið birtar neinar upplýsingar frá skilanefnd Landsbankans um hve hratt endurgreiðslurnar muni líklega koma inn næstu árin, þannig að aðeins er hægt að notast við ágiskanir.

Til að gæta sanngirni, hef ég í mínum útreikningum reynt að fara meðalveginn og gert ráð fyrir að endurheimturnar muni koma inn jafnt á hverju ári næstu 7 árin.  Þetta er líklega bjartsýnisspá, ef eitthvað er, þar sem til dæmis engin endurgreiðsla verður í ár 2009.  

Samkvæmt fyrri úreikningum í þessari færslu, fékk ég út samtals 1.5 milljarð evra í vexti miðað við 100% endurgreiðslu frá Landsbankanum.  Útreikningurinn gerir ráð fyrir jöfnum endurheimtum 2009-2016 á allri lánsupphæðinni, nálægt 4 milljarðar evra, og síðan jöfnum greiðslum á uppsöfnuðum vöxtum til Breta og Hollendinga 2017-2024 samkvæmt samningnum ásamt vaxtavöxtum. 

Þetta gerir um það bil 275 milljarða króna, miðað við gengið í dag 183.64, sem er mun lægri upphæð en þú færð út. Getur þú vísað á hvernig þú fékkst út 560 milljarða í vexti?  Ég er heldur ekki viss hvernig þú færð út  heildarskuldbindinguna 1260 milljarðar, sem er um 6.86 milljarðar evra miðað við sama gengi. Er þar tekið inn eitthvað meira heldur en IceSave lánið sjálft?

Bjarni Kristjánsson, 27.10.2009 kl. 04:13

6 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Bjarni

Ég held ég hafi verið helst til óskýr.

Ég fann reyndar villu í útreikningunum mínum, ég notaði evru gegnið til að breyta úr pundum yfir í íslenskar og var því með aðeins lægri upphæð í færslunni minni að ofan. hér koma því örlítið breyttar tölur.

Ef ég set inn sömu forsendur og þú. þ.e. 100% heimtur og jafnar greiðslur úr þrotabúinu 2010-2016. fæ ég 1.465 milljarð evra vexti sem gera u.þ.b. 270 milljarðar ISK. heildar lánið er c.a. 3.880 milljarðar evra. Ég er því að fá nokkurn megin sömu niðurstöðu og þú miðað við sömu forsendur. Notaði mið gegnið frá seðlabankanum 26.10.2009 183.69 kr/evr og 199.35 kr/pund.

Ef engar eignir koma inn úr þrotabúi Landsb. fyrr en eftir 2024 verður heildar vaxtakostnaður 3.2 milljarðar EUR. u.þ.b. 589 milljarðar ISK. Ríkisábyrgiðin hljóðar upp á lánið + vextir og  þar með er heildar ábyrgð ríkisins upp á c.a. 7.087 milljaraðar EUR eða um 1302 milljarðar ISK.

Málið er að það er ekkert vitað um endurheimtur alveg sama hvað menn reyna að bulla sig út úr því. þessi upphæð 1300 milljarðar gæti mögulega lent á ríkisjóði. Ábyrgðin hljóðar upp á það. Menn geta reynt að snúa sig út úr því með því að segja að líkurnar á slíku séu litlar en það breytir ekki því að ábyrgðin er næstum heil landsframleiðsla.

Ef 100% eigna koma inn fyrir næsta gjalddaga (5. júni 2010) verður heildar vaxtakostnaður c.a. 0.5 milljarðar evra eða um 96 milljarðar ISK. Þetta er besta tilfellið. 

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 27.10.2009 kl. 11:21

7 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Jón Steinar og fjöldi annara hæfra hagfræðinga hafa auðvitað fyrir löngu síðan bent á að AGS, Samspillingin, VG & Seðlabankinn eru auðvitað bara að BLEKKJA fólk með "ósmekklegum reiknikúnstum...!"  Þetta endar á þann veg sem maður óttaðist, að við sem þjóð verðum að lýsa yfir "greiðsluþroti..!" enda stóð félagi Svavar Gestsson sig eins og hetja, ef maður er breti...lol..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 30.10.2009 kl. 16:56

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að ef Seðlabanki Íslands er umsækjandi um að verða Meðlimur í Evrópska þjóða Seðlabanka kerfinu undir Evrópska Seðlabankanum  sem útfærir stefnu Umboðsins sem lýtur hæfum meirihluta Ráðs Forsætisherra Meðlimaríkjanna þá sé gengi krónunnar handstýrt þegar það fer út fyrir lögleg flöktunarmörk miðgengis.

Evrópski Seðlabanki gefur einfaldlega boð um um að kaupa eigi krónur þá fylgir EU gervi einkabankahjörðin og býður gervi einkabönkum Íslensku evrur.

Þeir verða þá að kaupa krónur af Íslenska Seðlabankanum og krónan styrkist.

Hinsvegar treysti ég ekki eins og gervi Ríkistjórnin því að öruggt sé að gengið styrkist mikið óháð innlimum eða ekki.

Hinsvegar ef gengið styrkist hækkar hagnaður af innfluttri neyslu vöru og þá gæti það leitt til aukinnar eyðslu almennings ef fyrirtækin þyrftu ekki að borga hagnaðinn í vexti og eitt er víst að lækkun til að sýna kaupmáttaraukningu hjá almenningi fer öll í að greiða niður 50% höfuðstólshækkun skulda hans minnst næstu 30 ár. 

30% ráðstöfunartekjur munu vera viðfarandi hér þótt 40 þúsund dollar á ári per haldi áfram að vera fast á mann. 10.000 Dollarar far í að greiða niður klúður gervi markaða EU. [Miðstýrðir ráðstjórnarmarkaðir].

Við verðum á svipuðu róli og Færeyingar þótt atvinnuleysi verði fast 10% minnst.

Eina ráðið til greiða niður niður skuldir í evrum er að auka tekjur eftir vaxtaskatta í evrum og  því stjórnar hæfur meirihluti í forsætisherra Ráði EU. Óháð öllum sýndar hagvexti.

Ef þjóðar tekjur á Íslending í evrum hækka um 10% hvað segja þá hinir samkeppni aðilarnir í EU? EU  er það mínu mati föst tekju skipting milli sjálfstæðra skuldfastra efnahagslögsaga grunnvöllur EU stöðuleika. Þjóðverjar efstir eiga um 30% af bönkum í Luxemburg.

Ef ég hef rétt fyrir þá sannast það eftir 10 ár að ráðmenn eru sannanlega blekkja þjóðina.

Lánið og afborganir hjá mér hafa hækkað um 50% í lok 2011 efni leyndóið gengur eftir hjá ríkistjórninni.

Hinsvegar getur gengið styrkst því nú miðar félagsmálráðherra lánið við launavísitölu sem hækkar ekki hjá þeim sem skammt sér ekki laun sjálfir eða njóta kjaradóms. Lækkar sennilega ekki heldur hjá þeim sem eru undir 500.000. 

Þetta er sennilega um 30 milljóna veðþjófnaður á vísitölufjölskylduna. Skattahækkanir í frátaldar.

Júlíus Björnsson, 3.11.2009 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband