Hvað sparast raunverulega ef við borgum enga vexti af Icesave?

Það var athyglisverð frétt sem birtist á Eyjunni og RÚV í dag, þar sem rætt var um þá nýju "pólitísku" lausn að Ísland mundi ekki þurfa að borga neina vexti af Icesave gegn hraðari greiðslum frá þrotabúi Landsbankans. Ef þetta næst í gegn eru þetta auðvitað mjög góðar fréttir fyrir Ísland, þar sem vextirnir eru og hafa alltaf verið langstærsta vandmálið við Icesave samningana.

Í frétt RÚV voru birtar tölur frá sérfræðingi í Seðlabankanum þar sem sagði að miðað við 90% endurheimtur spöruðust rúmlega 130 milljarðar (200 - 70 milljarðar). Eins og venjulega, voru engir útreikningar sýndir, né neinar forsendur gefnar upp.

Ég hef áður birt útreikninga, þar sem ég sýndi fram á að raunverulegir vextir væru 388 milljarðar miðað nýjustu upplýsingar um áætlað greiðslustreymi frá skilanefnd Landsbankans. Þar sem tilvísunin virkar ekki lengur í upprunalega LBI skjalið á vef Alþingis, er fylgiskjalið meðfylgjandi hér að neðan. Samkvæmt því er áætlað greiðslustreymið eftirfarandi:

    Ár Greiðslur
    2009190
    2010124
    201178
    2012182
    201355
    2014-2018535
    Samtals1164

Eins og fram hefur komið áður, eru þetta mun seinvirkari endurheimtur frá LBI en gert var ráð fyrir áður, þannig að allir fyrri útreikningar á vaxtabyrði Icesave lánanna eru því í raun úreldir. Ennfremur kemur fram í skýrslu skilanefndar Landsbankans, að vegna mögulegra lögsókna muni líklega ekki verða byrjað að greiða úr þrotabúinu fyrr en í fyrsta lagi 2011.

Mig grunar að tölurnar frá Seðlabankanum sem vísað var til í fréttunum í dag, voru einfaldlega ekki byggðar á nýjustu forsendum frá LBI.  Raunverulegur sparnaður af því að þurfa ekki að borga vexti af Icesave "lánunum", eru því 388 milljarðar, ekki 130 milljarðar.

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Samspillingin býður sömu þingmenn í næstu kosningum þá er mér brugði.  Þeir hafa svo sannarleg gert sig af fýplum í þessu IceSLAVE máli.  Fyrst samþykktu þeir samninginn ÓLESINN.  Siðan hafa þeir VARIÐ þennan skelfilega samningi TVISAR á alþingi.  Staðið saman sem einn maður að leggja "DRÁPSKLYFJAR" á íslenskt samfélag.  Allt gert til að gleðja EB, ekkert máti trufla þá aðildarumsókn.  Samspillingin er & hefur í langan tíma verið í "RuslFlokki..!" - ekki stjórntækur FLokkur - drasl.  Þeir eru stórhættulegir "land & þjóð" - farið hefur FÉ betra..!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 01:08

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Spörum nú fíflaganginn Jakob. Gott ef tekast að ná nýjum niðurstöðum í þetta margþvælda mál. Ekki veitir af því nóg er samt að borga eins og hallann á fjárlögum 2009 - ca 200 milljarða og gjaldþrot Seðlabankans - ca 300 milljarða (sem svooo margir vilja endilega gleyma)

Hólmfríður Bjarnadóttir, 12.2.2010 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband