Af hverju ekki bara leggja á sérstakan nefskatt, 200 þúsund á hvern skattgreiðanda, til að borga vextina af Icesave?

Þetta er auðvitað fáranleg spurning, en ég legg hana fram hérna til að sýna hve fáranlegir vaxtabyrðarnar af Icesave skuldinni raunverulega eru. 

Útreikningarnir sjálfir eru frekar einfaldir:

    Heildarlánsupphæð:4000 milljónir evra
    Gengi evru: 180 krónur
    Lánsupphæð í krónum:720 milljarðar króna
    Icesave vextir:5.55%
    Vextir á ári:40 milljarðar króna
    Vextir á dag:110 milljónir króna
    Skattgreiðendur:200 þúsund
    Árlegur nefskattur:200 þúsund krónur
    Nefskattur í evrum:1100 evrur

Ég er reyndar ekki alveg viss hve margir skattgreiðendur eru á Íslandi, en nálægt 200 þúsund einstaklingar sem raunverulega greiða skatta ætti líklega að vera eitthvað nærri lagi.

Ef allir borguðu þennan nefskatt á hverju ári (minnkar reyndar þegar Landsbankinn fer að loksins greiða úr þrotabúinu), yrðum við í þeirri "góðu" stöðu 2016 að eiga aðeins eftir að borga þessi 10-12% (70-90 milljarða) sem innheimtist væntanlega ekki úr Landsbankanum. 

En auðvitað mundi þetta aldrei ganga upp, þar sem við eigum einfaldlega ekki fyrir þessu.  Þess vegna verður Ísland við að taka lán fyrir þessu, og síðan önnur lán til að borga þau til baka, og svo áfram koll af kolli þar til að lokum enginn vill lengur lána okkur meira.

Lausnin á Icesave deilunni er ekki að segja Nei, við viljum ekki borga, eða Já, við verðum að borga

Lausnin, er að setja saman NÝJA samninganefnd.  Finna einhverja grjótharða nagla, sem kunna raunverulega að semja, kunna vel íslensku gjaldþrotalögin, láta ekki auðveldlega ráðskast með sig,
og síðast en ekki síst, kunna að reikna út vexti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég hef velt fyrir mér, hvort við þurfum ekki að tala við þetta lið, þ.e. að leita til Parsíarklúbbsins:

Þeir sjá einmitt um endurskipulagningu skulda ríkja er lenda í vandræðum. Þetta er að sjálfsögðu engin elsku mamma samkunda, og skilyrðin eru mjög ströng. En, vart verða þau verri en Icesave.

Paris Club News

What Is the Paris Club?

Paris club to restructure debt.(HAITI)

Rich Nations Call for Haiti Debt Relief

Iraq hopes Arab nations follow Paris Club debt write-off

Nigeria settles Paris Club debt

Ég held að þetta sé þ.s. við þurfum að gera, þ.e. endurskipulagning skulda - þá eftir þörfum, lengingu lána - lægri vextir og jafnvel afslátt.

Prófessors Sweder van Wijnbergen

"Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."

Greinin hansIceland needs international debt management

Prófill Sweder van Wijnbergen

Kv.

Ef til vill, getum við fengið þennan mann til aðstoðar. Hef e-mailað og fengið svör. Hann vill þó ekki íhuga slíkt, nema eftir að við Íslendingar höfum sjálf sæst á að framkvæma e-h slíkt. Sem sagt, ekki blanda sér í pólitík.

Prófessors Sweder van Wijnbergen

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2010 kl. 00:46

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

2007  voru húsbréf 605 milljaraðar, 40% verðbólga  242 milljarða höfuðstólshækkun á fórlömbum húsbrékerfisins.

Þetta eru um 42 milljarðar í nafnvexti á ári og 20 milljarðar í afborganir. þetta skilar Icesave á 5 árum. 

Bretar og Hollendingar kunna að reikna.

Bretar kol brutu Supervision[Surveillance] hlutverk sitt á sínu yfirráðsvæði. Hafa örugglega verið af tefja málin frá 2005 til að vernda sína stóru hákarla. Við eigum að fara í skaðbótakröfur vegna þess þeir lokuðu útibúum of seint.

IMF spáir Íslandi 2014 sömu þjóðartekjum á haus og á Grikkland, helmingi lægri en í Danmörku.

Willem Buiter Professor of European Political Economy, London School of Economics and Political Science; former chief economist of the EBRD

The EBRD is owned by its member/shareholder countries, the European Communityand the European Investment Bank

Þessi kom hér eftir hrun og taldi að eylendingar eins og við ættum  gera það okkur færi best einbeita okkur einhæfum útflutningsatvinnuvegum og láta alla draum um inngöngu inn í innri samkeppni EU bíða í nokkuðu mörg ár.

Alþjóðfjárfestar fylgja 5 ára mati IMF EU niður og USA upp og auka umsvif sín en meira í Kína og Indlandi.

Júlíus Björnsson, 30.1.2010 kl. 18:18

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvers vegna ekki að viðurkenna gjaldþrot Íslendinga og taka strax pólinn út frá þeirri staðreynd í staðinn fyrir að telja sjálfum okkur og öðrum trú um að við stöndum svo sterk að geta sagt lánadrottnum okkar fyrir verkum?

Þetta er bara spurning einfeldnings sem ekki hefur tekið þátt í óskiljanlegu svika-lögfræði-hagfræði RUGLI! Maður getur um það bil orðið alvarlega pirraðaður á að lesa endalaust og botnlaust um túlkanir svika-lögfræðinga og svika-hagfræðinga.

Almættið hjálpi okkur öllum og ekki veitir af. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2010 kl. 18:05

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar EU dæmir að Íslendingar með venjulegar sanngjarnar tekjur eigi ekki að borga gróða stjórnmála og einkaframtak í nokkru landi EU, þá þurfum við ekki af hafa neina vexti hagandi yfir okkur.

Lándrottnum okkar er það liðið sem hækkað fasteignamat 50% umfram nýbyggingarkostað og bókað á tekjur í bókhaldi og borgaði sér bónusa.  

Þetta byrjaði um 1998 með um 15% hækkun umfram nýbyggingar kostnað og rauk svo upp um 2004 þegar fasteignsjóðir sameinust um endurfjármögum vegna nýrra fasteignalána á alþjóða höfuðstóls mörkuðum. Stærstur aðila í samkrullinu var íbúðalánsjóður sem sérhæfir sig í íbúðalánum almennings eingöngu, hans veð voru líka best og tryggðu heildinni besta lánshæfið.  IMF í þjóðar árskýrslu varaði við mögulegum afleiðingum.  Reiðufjárskorti. 50% álagning er talið ágætt á sælgæti.

Júlíus Björnsson, 8.2.2010 kl. 05:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband