Ef við viljum ná viðunandi Icesave samningi í þriðju umferð verður InDefence að vera með í ráðum!

Þó það sé auðvitað gott mál að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum við samningagerðina, er það alls ekki nóg.  Bretar og Hollendingar hafa sagt að þeir eru því aðeins til í að ganga aftur til samningaviðræðna, ef við getum ábyrgst að samningarnir verði í þetta skipti örugglega samþykktir.  Til að samningurinn yrði örugglega samþykktur í þriðju umferð, verður að fá óháðan aðila sem nýtur trausts hjá þeim hluta þjóðarinnar sem hefur ekki verið til í að samþykkja fyrstu tvo samningana. 

Þar sem InDefence hópurinn stóð fyrir áskoruninni, sem fékk stuðning frá fjórðungi atkvæðisbærra manna, liggur beint við að hafa þá með í ráðum frá upphafi viðræðnanna, en ekki aðeins eftirá þegar allt hefur verið ákveðið og búið að skrifa undir. 

Annað atriði sem við verðum að vera með á hreinu, er nákvæmlega hvað við viljum fá út úr samningunum?  Ef við förum inn og heimtum allt sem við viljum, munu Bretar og Hollendingar einfaldlega neita að semja við okkur. 

Ég hef verið að fjalla nokkrum sinnum í fyrri færslum, hvaða atriði eru mikilvægust fyrir okkur fjárhagslega að breyta, og hafa auk þess þann kost að það er frekar auðvelt að sannfæra erlenda aðila um réttmæti þeirra:

1. Ragnar Hall ákvæðið.  Þetta ákvæði (4.2(b) í Settlement samningnum), hefði einfaldlega aldrei átt að vera samþykkt af okkar samninganefnd, þegar upprunalegi Icesave samningurinn var saminn.  Ég hef átt í miklum rökræðum við erlenda aðila á ensku-mælandi vefsíðum (t.d. IceNews.is) alveg frá því upprunalegi samningurinn var gerður í Júní, og þetta er eina atriðið þar sem þeir raunverulega samþykkja að við höfum fullkomlega rétt fyrir okkur.  Ég fjallaði um Ragnar Hall ákvæðið vandlega í eftirfarandi færslu þar sem ég sýndi fram á að leiðrétta þetta atriði eitt og sér getur lækkað skuldbindingu okkar um 0.5B Evra (85-90 milljarða), en ef áhrifin á vextina eru einnig talin með (þar sem greiðslurnar frá Landsbankanum munu koma inn tvöfalt hraðar til TIF), þá verður lækkunin yfir 1.1B Evra (200 milljarða)!

Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!

2. Vaxtagreiðslurnar.  Þetta er tvímælalaust það atriði sem hefur mestu áhrifin á greiðslubyrðina vegna Icesave.  Samkvæmt nýjustu skýrslu frá skilanefndinni, þá eru væntanlegar endurheimtur frá Landsbankanum 88%.  Ef við miðum við að það sé rétt mat og að allar eignir Landsbankans innheimtist jafnt dreift fyrir 2016, þá verða ábyrgðargreiðslurnar sjálfar eitthvað nálægt 0.5B Evra (85-90 milljarðar), á meðan vextirnir verða einhvers staðar á bilinu 1.5B til 2.0B Evra (270 til 360 milljarðar).  Ég skrifaði nýlega ýtarlega færslu á ensku, sem ég birti bæði hérna á moggablogginu og einnig á Martin Wolf´s Economists Forum, þar sem ég bendi á nokkrar mögulegar leiðir til að lækka vaxtabyrðina af Icesave skuldbindingunni.

The Icesave Paradox: How can Iceland be against the current Icesave agreement, and still be absolutely committed to fulfill all its obligations?

Martin Wolf´s Economists Forum: How the Icelandic Saga Should End 
(sjá comment númer 8)

Það er mjög mikilvægt að gera nú ekki sömu mistökin enn aftur í þriðja skiptið!  Ef við einbeitum okkur aðallega að þessum tveimur atriðum, Ragnar Hall og vextirnir, þá höfum við góða möguleika á að minnka heildar-greiðslubyrði Íslendinga um eitthvað nálægt 250-300 milljarða króna, sem væri að mínu mati mjög viðunandi niðurstaða.


mbl.is Svara líklega um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við borgum ekki látið glæpahundana borga.

gisli (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 09:57

2 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Nú er bara að hvetja alla til að mæta á austurvöll í dag kl 15. www.nyttisland.is

Lúðvík Lúðvíksson, 23.1.2010 kl. 10:16

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Áfram látið í ykkur heyra á vellinum.

Sigurður Haraldsson, 23.1.2010 kl. 15:23

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæll Bjarni. Þú veltir málinu fyrir þér á skynsamlegu nótunum og það er gott. Er hóflega bjartsýn á samning núna, sem þó er möguleiki. Vonir mímar standa þó allar til niðurstöðu sem allra allra fyrst.

Frekar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2010 kl. 14:06

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frekar var fátt á vellinum í gær.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.1.2010 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband