Færsluflokkur: Fjármál
Af hverju er Ragnar Hall ákvæðið ennþá svona mikilvægt varðandi IceSave?
14.12.2010 | 14:05
Helstu fréttirnar af nýja IceSave 3 samingnum, fjalla því miður aðeins um hvaða flokkur eða stjórnmálamaður hafi gert mistök, eða um önnur atriði sem skipta tiltölulega litlu máli fyrir okkur fjárhagslega. Með þessum nýju samningum, hefur okkur tekist að lækka vaxtaprósentuna niður í 3% sem er hið besta mál, en það virðist ennþá spursmál hvort Ragnar Hall ákvæðið sé að fullu leyst. Hérna eru frekari útreikningar sem sýna afhverju það er ennþá svona mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands.
Samkvæmt síðustu skýrslu skilanefndar Landsbankans:
http://www.lbi.is/library/Opin-gogn/skyrslan/Q3_Financial_information_open_side.pdf
þá hafði 30. september 2010 þegar safnast inn 292.7 milljarðar íslenskra króna, þar af 134.3 milljarðar í London. Síðan gera þeir ráð fyrir að 53 milljarðar í viðbót safnist inn fyrir lok þessa árs, sem gerir samtals 346 milljarða. Miðað við evru-gengið 154.4 þennan sama dag, þá er heildarskuldin á IceSave u.þ.b. 624 milljarðar (4043 x 154.4).
Samtals hafa því safnast inn við lok ársins rétt rúmlega 55% af eignum Landsbankans miðað IceSave skuldina (346 / 624), en samkvæmt Ragnar Hall ákvæðinu rennur aðeins 51% af þeirri upphæð til greiðslu okkar á IceSave. Því hafa aðeins 28% af IceSave skuldinni safnast inn fyrir okkur (51% x 55%).
Hvaðan koma þá þessi upprunalegu 93% sem oft er vísað í?
Samkvæmt "estimated cash-flow" sem LBI gefa upp á blaðsíðu 10, þá munu aðrir 284 milljarðar safnast inn á árunum 2011 til 2013, og 201 milljarður eftir 2014. Að lokum kemur NBI skuldabréf nýja Landsbankans upp á 284 milljarða til greiðslu á árunum 2014 til 2018. Þetta gerir samtals 1138 milljarða sem skilanefndin gerir ráð fyrir að safnist inn í heildina.
Ef við tökum síðan 51% af 1138, þá fáum við út 580 milljarða sem renna til TIF, samkvæmt Ragnar Hall ákvæðinu. Að lokum tökum við hlutfallið 580 / 624 og þá fæst loksins út 93%-in sem vísað er í.
Vandamálið er að þessar 93% endurheimtur koma ekki inn að fullu fyrr en í kring um 2018-2019. Á meðan eru fullir vextir reiknaðir af eftirstöðvum IceSave skuldarinnar, sem ég reiknaði í upprunalegu færslunni 10. desember yrði vel yfir 100 milljarðar plús höfuðstólsgreiðslur eftir 2016.
Það er eitt vandamál í viðbót sem lítið hefur verið fjallað um hingað til. Allar þessar áætluðu endurheimtur eru háðar því að nýji Landsbankinn muni yfirleitt getað greitt skuldabréf sitt upp á 284 milljarða í erlendri mynt árin 2014-2018, sem ég reyndar stórefast um. Ef nýji Landsbankinn fellur og getur ekki greitt skuldabréfið, þá mun Íslenska ríkið bera ábyrgð óbeint á þessum 284 milljörðum, ef IceSave skuldin hefur ekki ennþá verið gerð upp við Breta og Hollendinga.
Ef hins vegar Ragnar Hall ákvæðið fellur út, þá getum við auðveldlega greitt upp IceSave skuldina að fullu fyrir 2014, og óbeina ábyrgðin af nýja Landsbankanum getur því ekki lengur fallið á okkur.
Nú hafa birst fréttir um að það hafi borist tilboð upp á 1.5 milljarð punda í verslunarkeðjuna Iceland sem gamli Landsbankinn á stóran hluta í. Skilanefnd Landsbankans er örugglega með virðið á verslunarkeðjunni Iceland þegar inni í sínum útreikningum. Ef söluverðið verður að lokum hærra heldur en þeir gera ráð fyrir þá mun auðvitað meira renna til þrotabús Landsbankans. En ef Ragnar Hall ákvæðið er ennþá inni, þá munu aðeins 51% af þeirri aukningu renna til Íslands.
Icesave deilan verður því miður ekki leyst með óskhyggju einni saman, heldur aðeins með að samningar séu gerðir sem eru byggðir á raunverulegum forsendum og réttum útreikningum.
![]() |
Icesave-samningarnir á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Icesave 3 samningum lekið: Er Ragnar Hall ákvæðið inni eða úti?
14.12.2010 | 04:33
Ég er búinn að vera lesa í gegnum nýju IceSave 3 samningana sem lekið var núna í nótt á netinu:
Þetta eru langir samningar og heilmikið lögfræðitorf. Það sem ég var sérstaklega að leita eftir, var hvort Ragnar Hall ákvæðið hefði verið tekið út eða ekki. Eins og ég reiknaði út í síðustu færslu, þá hefur það ákvæði gríðarleg áhrif á heildargreiðslur Íslendinga, jafnvel þótt búið sé að lækka vaxtaprósentuna niður í 3%.
Varðandi Breska samninginn, þá er birt svokallað "Settlement Agreement side letter" frá FSCS, sem nefnir að bæði "Original Settlement Agreement" frá 5. Júní 2009 og "Amended Settlement Agreement" frá 19. Október 2009 séu ennþá í fullu gildi, fyrir utan smávægilegar breytingar, sem ekki varða Ragnar Hall ákvæðið.
Varðandi Hollenska saminginn, þá er birtur nýr "Pari Passu Agreement" við DCB þar sem segir í 2.1(a) að kröfur DNB skuli vera jafnréttháar TIF og 2.1(b) að TIF eða DNB eigi að greiða mismuninn til baka ef Landsbanki borgar meira til hins aðilans. Þetta er því upprunalega Ragnar Hall ákvæðið. Ákvæði 2.1(c) fylgir síðan á eftir. Það er nokkuð langt og flókið, en í stuttu máli segir það að:
ef (i) Íslenskur dómstóll ákveður (A) að TIF eða DNB hafi forgang og (B) þetta sé ekki andstætt úrskurði EFTA dómstóls, eða (ii) Skilanefnd Landsbankans ákveður að gefa TIF eða DNB forgang, og því er ekki mótmælt af öðrum kröfuhöfum, þá falla niður greiðslurnar frá 2.1(b).
Mér sýnist þetta vera nákvæmlega það sama og við vorum með í Icesave II samningnum, sem táknar að Ragnar Hall ákvæðið fellur því aðeins út ef EFTA dómstóllinn staðfestir Íslenskan dóm eða aðrir kröfuhafar samþykkja ákvörðun skilanefndar Landsbankans.
Eins og ég nefndi í síðustu færslu, er það nær ómögulegt stærðfræðilega að fá út aðeins 50 milljarða í vexti, ef allar endurgreiðslur frá Landsbankanum skiptast jafnt milli FSCS/DNB og TIF. Ég er því með tvær mikilvægar spurningar:
1) Hefur eitthvað breyst þannig að við höfum tryggingu fyrir því að allar endurgreiðslur frá Landsbankanum renna fyrst til greiðslu á skuld TIF?
2) Ef Ragnar Hall ákvæðið er ennþá mögulega inni, hvernig gat samninganefnd Íslands fengið út 50 milljarða í útreikningum sínum á vöxtunum?
Fjármál | Breytt s.d. kl. 05:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heyr, heyr! Ragnar Hall ákvæðið virðist loksins hafa verið tekið út úr IceSave samningunum.
10.12.2010 | 00:32
Eins og áður hefur komið fram, þótt vaxtaprósentan skipti auðvitað miklu máli, skiptir Ragnar Hall ákvæðið (4.2(b) í upprunalega IceSave settlement-samningnum) að mörgu leiti mun meira máli fjárhagslega.
Þetta heimskulega ákvæði, hefði aldrei átt að samþykkja. Það var andstætt íslenskum gjaldþrotalögum, breytti öllum forsendum varðandi greiðslur frá þrotabúi Landsbankans, og gerði upprunalegu IceSave I og II samningana algjörlega óásættanlega.
Ragnar Hall lögfræðingur á að mínu áliti skilið Fálkaorðuna, fyrir það eitt að hafa bent á þetta atriði nógu snemma í grein sinni sumarið 2009, áður en nokkur annar gerði sér grein fyrir þessum alvarlegu mistökum og IceSave samingarnir samþykktir í kyrrþey.
Í samantekt saminganefndarinnar er ekki minnst einu orði á Ragnar Hall ákvæðið og úrlausn þess. Í stað þess eru eftirfarandi setningar um greiðslur úr þrotabúi Landsbankans nefndar í greinum 7 og 12:
"Að því búnu verði greiðslur inntar af hendi jöfnum höndum eftir því sem úthlutað er úr búi Landsbankans allt til loka júnimánaðar 2016."
"Við áætlunina er byggt á mati Skilanefndar Landsbankans á heimtum á eignum þrotabúsins, horfum á greiðslum til kröfuhafa eins og þær eru metnar af slitastjórn bankans, og reikniforsendum Seðlabanka Íslands varðandi þróun á gengi gjaldmiðla."
http://www.mbl.is/media/60/2460.pdf
Síðan er gefið upp að miðað við forsendur Landsbankans og Seðlabankans, þá verði heildarkostnaður Íslenska ríkisins um það bil 50 milljarðar króna.
Til að reikna þetta út tók ég fram gamla IceSave töflureiknirinn minn sem ég gerði fyrir ári síðan og uppfærði hann miðað við þær upplýsingar sem ég gat rýnt út úr samantektinni. Ég gaf mér eftirfarandi forsendur:
- Bæði Bresku og Hollensku lánin eru að sömu upphæð og áður, 2350B Pund og 1329B Evrur.
- Samkvæmt nýja samningnum, þá eru meðalvextir 3.2% eftir Október 2009, greiddir til Breta og Hollendinga á hverju ári til 2016.
- Eins og áður geri ég alla útreikninga fyrst í Evrum til að taka út flökt á Íslensku krónunni, og færi síðan yfir í krónur á föstu gengi 154.4.
- Ennfremur eins og áður, eru allir útreiknginar gerðir á nafnvirði. Ég vil ekki núvirða upphæðir vegna þess hversu auðvelt er þá að breyta niðurstöðunni með því einu að velja sér aðra prósentu (þetta var mikið vandamál með marga fyrri útreikninga á IceSave).
- Ég miða við gengin 178.3 GBP/ISK og 154.4 EUR/ISK (30 Sept. 2010) sem voru birt í síðustu skýrslu skilanefndar Landsbankans:
http://www.lbi.is/library/Opin-gogn/skyrslan/Financial%20Information%20for%20Q3%202010.pdf - Í sömu skýrslu LBI er gefin upp greiðsluáætlun (cash-flow) á innheimtum Landsbankans sem ég nota til viðmiðunar.
- Ég geri ráð fyrir að innheimtur hvers árs verði greiddar á miðju næsta ári þar á eftir (mesta áhættan fyrir Ísland er ennþá að þessar greiðslur annaðhvort dragist eða minnki vegna lögsókna).
- Til einföldunar, geri ég ráð fyrir að allar greiðslur frá þrotabúinu eftir 2013 ásamt NBI skuldabréfinu, verði samtals 508 milljarðar (201+290+17), greitt með fimm jöfnum greiðslum árlega 2014-2019, 101.6 milljarðar (þetta er þó nokkur einföldun, en breytir samt ekki mikið lokaniðurstöðunni).
- Eins og ég nefndi í upphafi þá er ekki gefið upp skiptingin á greiðslum frá LBI, þannig að ég reikna út fyrir bæði með Ragnar Hall ákvæðinu (51% af endurheimtum til Íslands) og án þess (100% af endurheimtum til Íslands).
Samkvæmt þessum forsendum þá verða greiðslur frá Landsbankanum til kröfuhafa eftirfarandi:
Ár | LBI Innheimt | LBI Evrur | Greiðslur LBI 51% | Greiðslur LBI 100% |
2009 | 173 | 1120 | 0 | 0 |
2010 | 173 | 1120 | 0 | 0 |
2011 | 93 | 602 | 1143 | 2241 |
2012 | 138 | 894 | 307 | 602 |
2013 | 53 | 343 | 456 | 894 |
2014 | 101.6 | 658 | 175 | 343 |
2015 | 101.6 | 658 | 336 | 658 |
2016 | 101.6 | 658 | 336 | 658 |
2017 | 101.6 | 658 | 336 | 658 |
2018 | 101.6 | 658 | 336 | 658 |
2019 | 0 | 0 | 336 | 658 |
Samtals | 1138 | 7370 | 3759 | 7370 |
Eins og sjá má þá getur það skipt gífurlega miklu máli hvort Íslenska ríkið fái 51% eða 100% af endurheimtum Landsbankans.
Hérna eru útreikningarnir á nýja IceSave láninu miðað við að Ragnar Hall ákvæðið er ennþá inni óbreytt í nýja samingnum og Íslenska ríkið fái 51% af greiðslunum frá þrotabúi Landsbankans:
Ár | Höfuðstóll byrjun árs | Greiðslur LBI 51% | Höfuðstóll lok árs | Vextir 3.2% | Vextir ÍSK Gengi 154.4 |
2009 | 4043 | 0 | 4043 | 32 | 5.0 |
2010 | 4043 | 0 | 4043 | 129 | 20.0 |
2011 | 4043 | 1143 | 2900 | 111 | 17.2 |
2012 | 2900 | 307 | 2593 | 88 | 13.6 |
2013 | 2593 | 456 | 2137 | 76 | 11.7 |
2014 | 2137 | 175 | 1962 | 66 | 10.1 |
2015 | 1962 | 336 | 1626 | 57 | 8.9 |
2016 | 1626 | 336 | 1291 | 47 | 7.2 |
2017 | 1291 | 336 | 955 | 36 | 5.5 |
2018 | 955 | 336 | 620 | 25 | 3.9 |
2019 | 620 | 336 | 284 | 14 | 2.2 |
Samtals | 284 | 3759 | 0 | 682 | 105.2 |
Samkvæmt þessum útreikningum miðað 51%, þá gengur mjög hægt að borga niður lánið. Höfuðstóllinn er ennþá 284M evrur í lok ársins 2019, heildar-vaxtagreiðslur 682M evra, sem gera 105 milljarða króna. Greinilega er þetta ekki rétt, því samkvæmt útreikningum í samantekt samninganefndarinnar, nefna þeir 50 milljarða í vexti og allt lánið greitt upp fyrir 2016.
Hérna eru síðan útreikningarnir á nýja IceSave láninu miðað við að Ragnar Hall ákvæðið hefur verið tekið út og Íslenska ríkið fái 100% af LBI greiðslunum, þar til IceSave skuldin er að fullu gerð upp:
Ár | Höfuðstóll byrjun árs | Greiðslur LBI 100% | Höfuðstóll lok árs | Vextir 3.2% | Vextir ÍSK Gengi 154.4 |
2009 | 4043 | 0 | 4043 | 32 | 5.0 |
2010 | 4043 | 0 | 4043 | 129 | 20.0 |
2011 | 4043 | 2241 | 1802 | 94 | 14.4 |
2012 | 1802 | 602 | 1200 | 48 | 7.4 |
2013 | 1200 | 894 | 306 | 24 | 3.7 |
2014 | 306 | 306 | 0 | 5 | 0.8 |
Samtals | 0 | 4043 | 0 | 332 | 51.3 |
Samkvæmt þessum útreikningum miðað 100% LBI greiðslur, þá greiðist IceSave lánið að fullu upp á 4 árum. Höfuðstóllinn er kominn niður í núll árið 2014, heildar-vaxtagreiðslur 332M evra, sem gera um það bil 51 milljarð króna. Þessi niðurstaða er því greinilega nokkuð nálægt þeim útreikningum sem samninganefndin gerði. Mismunurinn er það lítill að hann getur auðveldlega skýrst vegna smá skekkju í forsendum.
Til samanburðar má geta, að í mínum fyrri útreikningum á IceSave I og II, var ég að fá um það bil 1500-2000M evra í vexti og 500-1000M evra í höfuðstólsgreiðslum að nafnvirði ofan á greiðslurnar frá Landsbankanum. Þetta samsvaraði 300-450 milljarða króna í greiðslum frá Íslenska ríkinu miðað við Evru-gengið í dag (hærri krónu-upphæðir sem ég fékk út áður voru aðallega vegna lægra gengis gagnvart evru 180).
Það er því mín niðurstaða, að með þessum nýju samingum höfum okkur nú líklega loksins tekist að losna við Ragnar Hall ákvæðið. Það ákvæði eitt og sér, var helsta ástæðan fyrir andstöðu minni við báða fyrri IceSave samningana.
Auðvitað þurfum við að sjá raunverulegu samningana og greina þá rækilega, en ef þessi niðurstaða er rétt, þá get ég fyrir mitt leyti samþykkt þennan nýja IceSave samning.
![]() |
Kostnaður 50 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Eru útreikningar Þórólfs Matthiassonar á Icesave "réttari", en í samanburði við Jón Daníels og Vilhjálm Þorsteins?
14.2.2010 | 08:12
Þórólfur Matthiasson birti 2. febrúar grein í Aftenposten.no þar sem hann fjallaði um Icesave, og þar staðhæfði hann meðal annars að núvirði Icesave skuldbindingarinnar væri aðeins 6-8 milljarða norskra króna (0.7-1.0B evra, 130-180 ma. króna).
Aftenposten.no: Et nei vil koste Island dyrt.
Þar sem þetta eru mun lægri upphæðir en áður hafa komið fram, þá vaknaði náttúrulega spurningin um hvernig hann reiknaði þetta út. Sem dæmi má nefna að Jón Daníelsson fékk út 507 milljarða (án núvirðingar) í sínum útreikningum, á meðan Vilhjálmur Þorsteinsson fékk út 290 milljarða núvirt miðað við 1.5% evru-verðbólgu. Ég fjallaði áður hérna um mismuninn á milli þeirra tveggja, sem að lokum skýrðist vel út miðað við þær mismunandi forsendur sem þeir gáfu sér í útreikningunum. En nú kemur Þórólfur með nýja útreikninga þar sem hann fær helmingi lægri upphæð heldur en jafnvel Vilhjálmur!
Forsendurnar á bak við grein Þórólfs
Ég fjallaði um grein Þórólfs áður hérna, þar sem ég reyndi að svara honum málefnalega, en gat ekki staðfest útreikningana þar sem allar forsendurnar vantaði. Þórólfur, sem virtur fræðimaður við Háskóla Íslands, á auðvitað að gefa upp allar forsendur og útreikninga annaðhvort með greininni sjálfri eða á vefsíðu sinni, en einhverra hluta vegna ákvað hann að gera það ekki. Hann bætti úr þessu núna fyrir helgina og birti að lokum forsendurnar sem hann hafði gefið sér. Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag birti hann grein, þar sem hann sagði meðal annars:
„Verði verðbólga að meðaltali 2,5% á ári næstu 15 ár mun eitt pund hafa tapað 30% af verðgildi sínu við lok tímabilsins. Séu opinberir reiknivextir 6% er staðgreiðsluvirði 70 pensa sem falla til greiðslu eftir 15 ár rétt innan við 30 pens. Ég vona að það falli ekki undir blekkingar að ljóstra þessu upp. Sé IceSave-skuldbindingin staðvirt og núvirt er verðmæti hennar á bilinu 120 til 180 milljarðar króna, allt eftir því hvaða ávöxtunarkrafa er gerð og hvaða forsendur eru settar fram um verðlagsþróun í Bretlandi og Hollandi.“
Á Pressunni hefur Þórólfur síðustu daga einnig verið að skylmast um upprunalegu greinina við Ögmund Jónasson og Evu Joly. Núna í dag birti hann síðan svar við áskorununni frá InDefence og þar sem eftirfarandi kemur fram:
„Forsendurnar eru þessar: Samkvæmt minnisblaði Seðlabankans til Fjárlaganefndar og Efnahags- og skattanefndar Alþingis 14. nóvember verður virði Icesave-skuldarinnar með vöxtum 285 milljarðar króna að nafnvirði í árslok 2015 verði endurheimtur 90%. Verði endurheimtur meiri verður virði skuldarinnar minna. Ég geri ráð fyrir að verðbólga í Bretlandi og Hollandi verði að meðaltali 2,5% á ári fram til 2024.
Ég geri ráð fyrir að Icesave skuldin verði greidd sem jafngreiðslulán á árabilinu 2016 til 2023 í 8 afborgunum. Þá greiðslustrauma sem þannig koma fram afvaxta ég með 6% reiknivöxtum. Ég tek mið af því að skattar eru mjög háir og að mjög erfitt er fyrir íslenska ríkið að afla lánsfjár. Annars eru 6% opinberir reiknivextir ekki mjög háir í alþjóðlegu samhengi. Þá fæst að núvirði staðvirtrar skuldbindingarinnar er 180 milljarðar króna.“
Forsendur Seðlabankans um 285 milljarða skuld
Til að skoða þessar ný-uppgefnu forsendur Þórólfs þá las ég aftur yfir minnisblað Seðlabankans frá því nóvember 2009, þar sem kemur fram að nafnvirði skuldarinnar er áætlað 285 milljarðar í lok ársins 2015, miðað við gefnar forsendur um gengi í spá Seðlabankans og 90% endurheimtur frá Landsbankanum.
Ekki kemur fram í minnisblaðinu hvernig nákvæmlega Seðlabankinn reiknaði út þessa 285 milljarða, en ef við tökum Icesave umsögn þeirra frá því í júlí 2009, má uppfæra útreikningana í Fylgiskjali 2 miðað 90% endurheimtur og nýja gengisspá (175-169 ISK/EUR). Þá fæst skuldaupphæð sem er eitthvað nálægt 1.7B evra eða um 285 milljarðar (ég notast við spá seðlabankans 169 ISK/EUR í útreikningunum hér fyrir neðan).
Það verður samt að taka fram að þessir útreikningar Seðlabankans eru nú þegar í dag orðnir úreldir. Eins og áður hefur komið fram, þá hefur skilanefnd Landsbankans tilkynnt að engar greiðslur verði ynntar af hendi til kröfuhafa fyrr en öllum málsóknum hefur verið lokið. Þetta eru mjög slæmar fréttir, þar þetta gerir það að verkum að allar fyrri áætlanir þar sem miðað var við greiðslur frá Landsbankanum árin 2009 og 2010 standast ekki, og hærri vextir leggjast á höfuðstólinn fyrir vikið.
Ennfremur, þá er í tölum Seðlabankans gert ráð fyrir að öllum greiðslum frá Landsbankanum verði lokið fyrir 2016, en þetta nú ekki lengur raunhæft þar sem skuldabréf nýja Landsbankans (NBI) upp á 1.9B evra (322 ma.) verður ekki greitt upp fyrr en á árunum 2014-2018. Þessi seinkun eykur einnig vaxtagreiðslurnar sem leggjast á ríkisábyrgð Íslands.
Í þriðja lagi þá reiknar bæði Seðlabankinn og Þórólfur með því að Icesave skuldin miðist við lok ársins 2015, en samkvæmt samningnum þá er rétt dagsetning 5. júní 2016. Þetta gerir það að verkum að næstum því hálft ár (155 dagar) bætist við fyrra tímabilið þar sem áfallnir vextir leggjast ofan á.
Samkvæmt útreikningunum sem gerðir voru í þessari færslu og tekið var tillit til þessara nýju forsenda, þá verður höfuðstóllinn árið 2015 EKKI 1.7B evra (285 ma.), heldur 2.9B evra (490 ma.). Af þessum 2.9B evra greiðast u.þ.b. 0.75B evra (127 ma.) frá Landsbankanum, en eftir standa 2.15B evra (363 ma.) sem íslenska ríkið verður að greiða.
Þannig að Þórólfur reiknar með of lágt nafnvirði á skuldinni 2015, 285 ma. í stað 490 ma., miðað þær nýjustu forsendur sem nú liggja fyrir.
Staðvirðing og Núvirðing á Icesave skuldbindingunni
Nú kemur fram í uppgefnum forsendum Þórólfs að hann vilji bæði staðvirða skuldbindinguna miðað við 2.5% verðbólgu OG síðan núvirða til viðbótar miðað við 6% reiknivexti. Þetta gerir samanlagt 8.35% núvirðingu (100% - 97.5% * 94%), sem er miklu hærri prósenta heldur en hefur verið notast við alla Icesave útreikninga hingað til. Til samanburðar má geta að Vilhjálmur notaði 1.5% evru-verðbólgu við núvirðinguna í sínum útreikningum.
Til að fara yfir útreikninga Þórólfs, tók ég fram töflureiknirinn og setti fyrst inn núvirðis-forsendurnar sem hann gaf sér:
Ár | 2.5% | 6.0% | 8.35% |
2009 | 1.00 | 1.00 | 1.00 |
2010 | 0.98 | 0.94 | 0.92 |
2011 | 0.95 | 0.88 | 0.84 |
2012 | 0.93 | 0.83 | 0.77 |
2013 | 0.90 | 0.78 | 0.71 |
2014 | 0.88 | 0.73 | 0.65 |
2015 | 0.86 | 0.69 | 0.59 |
2016 | 0.84 | 0.65 | 0.54 |
2017 | 0.82 | 0.61 | 0.50 |
2018 | 0.80 | 0.57 | 0.46 |
2019 | 0.78 | 0.54 | 0.42 |
2020 | 0.76 | 0.51 | 0.38 |
2021 | 0.74 | 0.48 | 0.35 |
2022 | 0.72 | 0.45 | 0.32 |
2023 | 0.70 | 0.42 | 0.30 |
Hérna má sjá hvernig Þórólfur reiknaði út 70 pensin og 30 pensin sem hann minntist á í greininni í Fréttablaðinu.
Ef við tökum nú skuldaupphæðina sem Þórólfur gaf sér, 285 milljarða, og reiknum út samkvæmt hans forsendum (jafngreiðslulán á árabilinu 2016 til 2023 í 8 afborgunum), þá fáum við út eftirfarandi niðurstöður (ekki alveg nákvæmlega samkvæmt Icesave samningnum, en samt nógu nálægt):
Ár | Höfuðst. | Afborg. | Vextir | Samtals | Núvirt |
2016 | 285 | 35.6 | 15.8 | 51.4 | 27.9 |
2017 | 249 | 35.6 | 13.8 | 49.5 | 24.6 |
2018 | 214 | 35.6 | 11.9 | 47.5 | 21.7 |
2019 | 178 | 35.6 | 9.9 | 45.5 | 19.0 |
2020 | 143 | 35.6 | 7.9 | 43.5 | 16.7 |
2021 | 107 | 35.6 | 5.9 | 41.6 | 14.6 |
2022 | 71 | 35.6 | 4.0 | 39.6 | 12.7 |
2023 | 36 | 35.6 | 2.0 | 37.6 | 11.1 |
Samtals | 0 | 285.0 | 71.2 | 356.2 | 148.4 |
Samkvæmt þessu þá er nafnvirði greiðslanna 356 ma. (285 + 71), á meðan núvirðið miðað við 8.35% er 148 ma. sem er á bilinu 130 - 180 ma. sem Þórólfur gaf upp í Aftenposten greininni.
Því má segja að útreikningar Þórólfs séu réttir, ef miðað við þær forsendur sem hann gaf sér, rétt eins og áður hjá Jóni Daníels og Vilhjálmi Þorsteins.
Ef við setjum inn raunverulegu skuldina 490 ma. sem greiðist 363 ma. frá ríkinu og 127 ma. frá Landsbankanum, þá fáum við út 468 ma. nafnvirði og 196 ma. núvirði miðað við 8.35%. Mismunurinn miðað við niðurstöðu Jón Daníels (507 ma.) skýrist að mestu leiti vegna hærra gengi (180 ISK/EUR) sem notað var.
Niðurstaða
Spurningin situr samt eftir, hvort þetta séu raunhæfar forsendur um núvirðingu sem Þórólfur gaf sér í greininni? Að mínu áliti er stórvarhugavert að nota núvirðingu með kröfuprósentu sem er mikið hærri, heldur en verðbólgan fyrir evrur. Það má deila um hvort Vilhjálmur með 1.5% verðbólgu eða Þórólfur með 2.5% hafi rétt fyrir sér um, en það hefur frekar lítil áhrif á lokaniðurstöðuna (305 vs. 275 ma.).
En að bæta síðan 6% reiknivexti ofan á 2.5% verðbólgu til að fá út 8.35% núvirðis-kröfu er einfaldlega út í hött. Þórólfur skýrir þetta út með að skattar séu þegar mjög háir og erfitt fyrir íslenska ríkið að afla lánsfjár, og á þar væntanlega við að kostnaður ríkisins við öflun gjaldeyris sé eitthvað nálægt 8.35%. Þetta kemur málinu raunverulega ekkert við, þar við erum alls ekki að tala um að greiða 148 milljarða fyrir Icesave skuldbindinguna í byrjun ársins 2009.
Sama hvort upphæðin er núvirt eða ekki, þá mun íslenska ríkið alltaf þurfa að greiða samkvæmt núverandi Icesave-samningi 300-400M evra að nafnvirði á hverju ári milli 2016 og 2023. Eina spurningin er hvort Ísland geti aflað nægilegra gjaldeyristekna (í nafnvirðis-evrum), til að greiða allar skuldbindingar sínar, þar með talið Icesave. Ef útflutningur eykst og verð á áli og fiski hækkar þá mun það auðvelda greiðslubyrðina, en ef hann minnkar eða verð lækkar þá mun greiðslubyrðin verða erfiðari.
Það versta við núvirðinguna er að það er bókstaflega hægt að fá út hvaða niðurstöðu sem er, allt eftir því hvaða prósenta er valin. Að núvirða Icesave með þessari háu 8.35% kröfu eins og Þórólfur vill gera, eða 5.55% eins og Seðlabankinn leggir til, eða 1.5% verðbólgu eins og hjá Vilhjálmi Þorsteins, felur einfaldlega raunveruleikann og ruglar fólk enn meira í ríminu.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Hvað sparast raunverulega ef við borgum enga vexti af Icesave?
11.2.2010 | 23:28
Það var athyglisverð frétt sem birtist á Eyjunni og RÚV í dag, þar sem rætt var um þá nýju "pólitísku" lausn að Ísland mundi ekki þurfa að borga neina vexti af Icesave gegn hraðari greiðslum frá þrotabúi Landsbankans. Ef þetta næst í gegn eru þetta auðvitað mjög góðar fréttir fyrir Ísland, þar sem vextirnir eru og hafa alltaf verið langstærsta vandmálið við Icesave samningana.
Í frétt RÚV voru birtar tölur frá sérfræðingi í Seðlabankanum þar sem sagði að miðað við 90% endurheimtur spöruðust rúmlega 130 milljarðar (200 - 70 milljarðar). Eins og venjulega, voru engir útreikningar sýndir, né neinar forsendur gefnar upp.
Ég hef áður birt útreikninga, þar sem ég sýndi fram á að raunverulegir vextir væru 388 milljarðar miðað nýjustu upplýsingar um áætlað greiðslustreymi frá skilanefnd Landsbankans. Þar sem tilvísunin virkar ekki lengur í upprunalega LBI skjalið á vef Alþingis, er fylgiskjalið meðfylgjandi hér að neðan. Samkvæmt því er áætlað greiðslustreymið eftirfarandi:
Ár | Greiðslur |
2009 | 190 |
2010 | 124 |
2011 | 78 |
2012 | 182 |
2013 | 55 |
2014-2018 | 535 |
Samtals | 1164 |
Eins og fram hefur komið áður, eru þetta mun seinvirkari endurheimtur frá LBI en gert var ráð fyrir áður, þannig að allir fyrri útreikningar á vaxtabyrði Icesave lánanna eru því í raun úreldir. Ennfremur kemur fram í skýrslu skilanefndar Landsbankans, að vegna mögulegra lögsókna muni líklega ekki verða byrjað að greiða úr þrotabúinu fyrr en í fyrsta lagi 2011.
Mig grunar að tölurnar frá Seðlabankanum sem vísað var til í fréttunum í dag, voru einfaldlega ekki byggðar á nýjustu forsendum frá LBI. Raunverulegur sparnaður af því að þurfa ekki að borga vexti af Icesave "lánunum", eru því 388 milljarðar, ekki 130 milljarðar.
Fjármál | Breytt 23.2.2010 kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vextirnir af Icesave eru 110 milljónir hvern einasta dag!
9.2.2010 | 03:32
Á sama tíma og Icesave skuldbindingin fyrir íslenska skattgreiðendur eykst um 110 milljónir hvern einasta dag vegna álagðra vaxta, þá er verið að kvarta yfir einum "litlum" 25 milljón króna lögfræðireikningi. Þetta er alveg ótrúleg skammsýni.
Það er ekki mjög flókið mál að reikna út daglegu vextina af Icesave:
Heildarlánsupphæð: | 4000 milljónir evra |
Gengi evru: | 180 krónur |
Lánsupphæð í krónum: | 720 milljarðar króna |
Icesave vextir: | 5.55% |
Vextir á ári: | 40 milljarðar króna |
Vextir á dag: | 110 milljónir króna |
Til samanburðar má geta að ef vaxtaprósentan sem samið var um hefði verið aðeins örlitlu lægri, 5.54% í stað 5.55%, þá við það eitt mundu sparast yfir 70 milljónir á ári í vexti. Ef vaxtaprósentan væri lækkuð um eitt prósent niður í 4.55% mundu sparast yfir 7 milljarðar á ári. Þetta sýnir glögglega hversu gífurlegu máli vextirnir gegna.
Þegar þetta er skrifað (9. feb 2010) eru 405 dagar síðan byrjað var að reikna vexti af Icesave lánunum, sem táknar að nú þegar hafa bæst við yfir 44 milljarðar við skuldbindingar Íslands. Þessir vextir munu halda áfram að leggjast á að fullu hvern einasta dag þar til skilanefnd Landsbankans byrjar að greiða út til kröfuhafa, sem verður (vonandi) einhvern tíman á næsta ári.
Heildarvextirnir yfir allt lánstímabilið verða nær örugglega einhvers staðar á bilinu 1.5B til 2.5B evra (270 til 450 milljarðar) eftir því hve hratt endurheimturnar úr gamla Landsbankanum koma inn og hvenær skilanefndin byrjar að greiða út. Miðað við nýjustu upplýsingar sem komu frá skilanefndinni í desember, má búast við að vextirnir verði frekar í hærri kantinum á þessu bili.
Ef farið verður í þriðju umferð samningaviðræðnana, þá er lækkun á vaxtabyrðinni það sem mun skipta mestu máli fyrir Ísland.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvort skiptir meira máli: 200 milljarðar eða 25 milljón króna reikningur frá Mishcon de Reya?
8.2.2010 | 18:14
Nú er kominn reikningur frá lögmannstofunni Mishcon de Reya og fólk er að fjargviðrast yfir upphæðinni 25 milljónir króna. Erlend lögfræðiaðstoð kostar auðvitað sitt og allir sem hafa horft á lögfræðiþætti í sjónvarpinu eiga ekki að vera neitt undrandi yfir þessar upphæð.
Reiknað yfir í bresk pund gera þetta rétt rúmlega 120 þúsund pund. Það kemur ekki fram í fréttinni hvaða "hourly rate", Mishcon de Reya er með, en 500 pund á tímann væri líklega nærri lagi miðað við hvað tíðkast í Bretlandi. Þetta eru því eitthvað nálægt 200-300 tímar til að gera 86 blaðsíðna skýrslu. Raunverulega má álykta að þetta sé frekar ódýrt, miðað við alvarleika málsins, fjárhagslega framtíð Íslands.
Spurningin á ekki að vera hvort 25 milljónir séu of mikið, heldur hvort skýrslan sem Mishcon de Reya skrifaði sé gagnleg og geti mögulega hjálpað okkur að lækka Icesave greiðslurnar.
Flestir heyrðu aðeins af þessari skýrslu, þegar hún kom út rétt fyrir jól og olli miklu uppsteiti á Alþingi. Þetta var miður þar sem skýrslan sjálf var mjög vandlega gerð og ýtarleg. Hérna er eintak af skýrslunni sem ég ráðlegg öllum sem hafa áhuga á Icesave að lesa vandlega:
http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=138&malnr=76&dbnr=835&nefnd=fl
Skýrslan var gerð að beiðni Alþingis og var ætlað að greina lögfræðilega og svara spurningum um fyrirfram ákveðin atriði:
- Lögfræðileg ráðgjöf varðandi skilmála Icesave samningsins og seinni breytingar
- Áhrif á Icesave samninginn að vera sett undir ensk einkaréttalög
- Áhrif á Icesave samninginn ef lögum og reglum ES verður breytt seinna hvað varðar innistæðutryggingar
- Ráðgjöf hvernig megi höndla áframhaldið samningslega ef Icesave samningurinn er felldur
Þar sem skýrslan er frekar löng, þá er hérna er efnisyfirlit fyrir helstu kaflana til að auðvelda yfirlestur:
Instructions | 1 |
Biographies | 3 |
Background | 4 |
Mishcon de Reya Advice | 10 |
Chapter 1 - Terms of the Icesave Agreement | 10 |
1. UK Settlement Agreement | 10 |
2. UK Loan Agreement | 27 |
3. Dutch Loan Agreement | 45 |
Chapter 2 - Jurisdictional Issues | 53 |
Chapter 3 - European Legislation | 57 |
Chapter 4 - Matters to be considered by Althingi | 66 |
Appendix 1: Advice of Matthew Collings QC | 72 |
Appendix 2: Mishcon de Reya - Terms of Advice | 80 |
Mikilvægasti kaflinn er líklega 1. UK Settlement Agreement, sem fjallar mjög ýtarlega um 4.2(b), það sem hefur verið kallað Ragnar Hall ákvæðið á Íslandi. Eitt og sér eykur þetta eina ákvæði, algjörlega að óþörfu, fjárhagslegar skuldbindingar Íslands líklega yfir 200 milljarða, eins og ég fjallaði um í þessari færslu:
Raunveruleg lausn hjá Icesave deilunni!
Ef við getum nýtt skýrslu Mishcon de Reya til að lækka okkar skuldbindingar um 200 milljarða eða jafnvel meira, þá eru þessar 25 milljónir króna vel þess virði!
![]() |
Tífalt hærri reikningur en vænst var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 9.2.2010 kl. 02:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það hefur verið kvartað yfir því að svörin við grein Þórólfs hafi verið mjög ómálefnaleg og fáir hafi gert efnislegar athugasemdir við málflutnings hans.
Aftenposten.no: Et nei vil koste Island dyrt.
Hérna er mitt málefnalega svar við grein Þórólfs:
"Kontantverdien av det islandske skattebetalere må ut med, løper fra seks til åtte milliarder kroner."
Í grein Þórólfs eru engar tilvísanir hvar hann fær út upphæðirnar 6-8 milljarðar norskra króna (0.7-1.0B evra, 130-180 milljarðar króna) sem hann metur greiðslubirði íslenskra skattborgara. Ég hef sýnt hér áður með útreikningum, að greiðslubirði Íslands verður einhverstaðar nálægt 2.8B evra að nafnvirði (500 milljarðar króna), miðað við þær forsendur sem liggja fyrir í dag um greiðslur frá Landsbankanum.
Nú eru útreikningar Þórólfs nær örugglega núvirtir, en það er samt alls ekki nóg til að skýra út afhverju hann fær niðurstöðu sem er meira en 2/3 lægri. Til að hægt sé að leggja raunverulegt mat á hvort útreikningar Þórólfs séu réttir, verður hann líka að gefa upp hvaða forsendur hann notaði.
"Den islandske økonomien har vokst med to-tre prosent pr. år over de siste årtier. Icesave-betaling betyr derfor at de islandske skattebetalere ikke får gleden av å bruke den øking i produksjonen som ville finne sted året 2016 før en gang i 2024."
Ég held að það sé mjög varhugavert að gera ráð fyrir því að vöxtur þjóðarbúsins áratugina fyrir hrun, sé á einhvern hátt hægt að nota sem mælikvarði hvaða vöxtur verður líklega árin 2016-2024.
"Videre er det blitt påstått at England og Nederland mangler lovhjemmel for sine krav."
Það er engin spurning lengur um HVORT það sé lögfræðilegt álitamál um skuldbindingar Íslands. Ég vísa til dæmis hér til ítarlegrar greinar Maria Elvira Méndez Pinedo sem hún birti nýlega á blogg-síðu sinni:
http://elvira.blog.is/blog/elvira/entry/1013839/
Einnig má lesa umsögn lögfræðistofunnar Mischon de Reya sem birt var um áramótin og mikið var rifist um á þinginu (því miður, þar sem umsögnin sjálf er mjög góð og ítarleg):
http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=138&malnr=76&dbnr=835&nefnd=fl
Spurningin er aftur á móti hvort það sé raunverulega þjóðhagslega hagkvæmt fyrir Ísland að halda fram lagalegum rökum í þessu máli, hvort sem við höfum rétt fyrir okkur eða ekki. Þórólfur hefur rétt fyrir sér að kostnaðurinn fyrir þjóðarbúið geti einfaldlega orðið of mikill, ef enduruppbyggingin á efnahaginum dregst á langinn.
"IceSave-motstanderne i Island klarte å overbevise store deler av befolkningen, pluss Eva Joly, om at Islands IceSave-gjeld kunne forsvinne over natten med enkle juridiske eller forhandlingstaktiske kunstgrep."
Ég held að nær allir á Íslandi, jafnvel þeir sem eru á móti samningnum, geri sér fulla grein fyrir því að Icesave skuldbindingarnar geti ekki einfaldlega horfið með einhverjum einföldum lagalegum aðgerðum eða einhverri samnings-taktík. Ef það væri til einhver einföld lausn á þessu máli værum við fyrir löngu búin að finna hana. Málið verður hins vegar ekki leyst nema með samningum, þar sem fullt tillit er tekið til hagsmuna íslensku þjóðarinnar.
"Det er viktig å huske at Island garanterte alle innskudd i filialer til islandske banker i Island"
Það gleymist oft í umræðunni, að trygging íslenska ríkisins á innlendum innistæðum var EKKI ótakmörkuð. Í fyrsta lagi var hún aðeins í íslenskum krónum (af gjaldeyrisreikningum var aðeins hægt að taka út í krónum). Í öðru lagi voru settar á takmarkanir hvað mátti taka mikið út, jafnvel í krónum. Í þriðja lagi voru settar á strangar hömlur á yfirfærslum í gjaldeyri sem eru enn í gildi í dag.
Ég er ansi hræddur um að Bretar og Hollendingar væru í dag enn reiðari út í okkur, ef við hefðum boðið þeim 678 milljarða króna í innistæðutryggingu, sem þeir mættu ekki taka út að fullu eða skipta yfir í gjaldeyri, og hefði verið fullkomlega sambærilegt og löglegt samkvæmt lögum 98/1999 um innistæðutryggingar (raunar kannski alls ekkert galin hugmynd ).
"Et nei betyr at Island må betjene avdragene med overskudd i utenrikshandelen. For å skaffe nok valuta må staten øke skatter ytterligere og gå til ytterligere (varige) nedskjæringer i offentlige utgifter, som sannsynligvis vil bringe BNP ned med ytterligere to til fire prosent i løpet av 2011."
Það eru engin spurning, hvort sem Icesave samningurinn verður samþykktur eða ekki, þá verður Ísland alltaf að horfast í augu við mikil vandamál: Viðhalda jákvæðum vöruskiptajöfnuði við útlönd, hækka skatta mikið og stórlega skera niður opinber útgjöld. Ef Icesave samningurinn verður samþykktur óbreyttur og við fáum að lokum restina af AGS/Norðurlandalánunum, frestast einfaldlega skuldadagarnir til 2016 og verða þá miklu verri.
Spurningin er einfaldlega ekki lengur hvort við Íslendingar ætlum að segja JÁ eða NEI við Icesave-skuldbindingunni. Jafnvel þó niðurstaðan úr þjóðarathvæðagreiðslunni verður NEI, þá skilja flestir á Íslandi að það verður að lokum alltaf að semja um málið. Þess vegna er grein Þórólfs röng!
![]() |
Gegn hagsmunum Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt 7.2.2010 kl. 07:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Af hverju ekki bara leggja á sérstakan nefskatt, 200 þúsund á hvern skattgreiðanda, til að borga vextina af Icesave?
27.1.2010 | 00:33
Þetta er auðvitað fáranleg spurning, en ég legg hana fram hérna til að sýna hve fáranlegir vaxtabyrðarnar af Icesave skuldinni raunverulega eru.
Útreikningarnir sjálfir eru frekar einfaldir:
Heildarlánsupphæð: | 4000 milljónir evra |
Gengi evru: | 180 krónur |
Lánsupphæð í krónum: | 720 milljarðar króna |
Icesave vextir: | 5.55% |
Vextir á ári: | 40 milljarðar króna |
Vextir á dag: | 110 milljónir króna |
Skattgreiðendur: | 200 þúsund |
Árlegur nefskattur: | 200 þúsund krónur |
Nefskattur í evrum: | 1100 evrur |
Ég er reyndar ekki alveg viss hve margir skattgreiðendur eru á Íslandi, en nálægt 200 þúsund einstaklingar sem raunverulega greiða skatta ætti líklega að vera eitthvað nærri lagi.
Ef allir borguðu þennan nefskatt á hverju ári (minnkar reyndar þegar Landsbankinn fer að loksins greiða úr þrotabúinu), yrðum við í þeirri "góðu" stöðu 2016 að eiga aðeins eftir að borga þessi 10-12% (70-90 milljarða) sem innheimtist væntanlega ekki úr Landsbankanum.
En auðvitað mundi þetta aldrei ganga upp, þar sem við eigum einfaldlega ekki fyrir þessu. Þess vegna verður Ísland við að taka lán fyrir þessu, og síðan önnur lán til að borga þau til baka, og svo áfram koll af kolli þar til að lokum enginn vill lengur lána okkur meira.
Lausnin á Icesave deilunni er ekki að segja Nei, við viljum ekki borga, eða Já, við verðum að borga.
Lausnin, er að setja saman NÝJA samninganefnd. Finna einhverja grjótharða nagla, sem kunna raunverulega að semja, kunna vel íslensku gjaldþrotalögin, láta ekki auðveldlega ráðskast með sig,
og síðast en ekki síst, kunna að reikna út vexti.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 05:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hver reiknaði Icesave greiðslurnar rétt út: Jón Daníelsson vs. Vilhjálmur Þorsteins?
25.1.2010 | 08:03
Það eru búnar að vera þó nokkrar umræður hérna á netinu hvaða vextir og greiðslur eru af Icesave lánunu. Sýnist sitt hverjum og mikið reiknað.
Nýlega skrifaði Jón Daníelsson grein í Morgunblaðinu, "Áhættunni af Icesave verður ekki eytt eftir á", þar sem hann kom með nýja útreikninga á vöxtunum og greiðslubyrði ríkissjóðs. Niðurstaðan hjá honum var að heildarkostnaður ríkissjóðs mundi verða nálægt 507 milljarðar króna, eða að meðaltali 63 milljarðar á ári milli 2016-2024.
Það sem var samt athyglisverðast við greinina var að mínu áliti var ekki endilega niðurstaðan sjálf, heldur skjal sem hann vísaði í frá vefsíðu Alþingis, þar sem gefið var upp áætlað "cash-flow" frá Landsbankanum (LBI) til kröfuhafa næstu árin:
http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=138&malnr=76&dbnr=842&nefnd=v
Þessar upplýsingar sem ég hafði ekki séð áður, eru mjög mikilvægar, þar sem tímasetning greiðslna frá LBI hafa gríðarlega mikil áhrif á hve mikið ríkissjóður þarf að greiða í vexti af Icesave-láninu. Í mínum fyrri útreikningum, t.d. hér og hér, hafði ég gert ráð fyrir jöfnum greiðslum frá LBI á tímabilinu 2009-2016. Þetta var náttúrlega alltaf vitað að þetta væri frekar ónákvæm forsenda, en á þeim tíma var því miður ekki aðrar upplýsingar að finna.
Ennfremur kemur fram í skýrslu skilanefndar Landsbankans að engar greiðslur verði ynntar af hendi, fyrr en öllum deiluefnum og mögulegum málsóknum er lokið (bls. 59):
http://www.lbi.is/Uploads/document/LBI_report_on_moratorium_021209.pdf
Jón gerir því ráð fyrir í sínum útreikningum, að fyrstu greiðslurnar verðiþví ekki ynntar af hendi fyrr en 2011, sem líklega verður að teljaströkrétt. Þetta er ekki góðar fréttir fyrir okkur, þar sem á meðan beðið er eftir greiðslunum frá LBI, reiknast fullir vextir á allri Icesave skuldinni.
Vilhjálmur Þorsteinsson, sem fjallar oft um skuldabyrði Íslands og Icesave lánið, birti síðan á föstudaginn blogg-færslu, þar sem hann fjallaði um "Erlendar skuldir - stóra myndin". Þar var sýnt flott graf af afborgunum og vöxtum á öllum erlendum lánum Íslands alveg til 2023.
Tölurnar á bak við voru því miður ekki gefnar upp, en ef grafið er skoðað nákvæmlega má sjá að greiðslurnar fyrir Icesave eru að meðaltali eitthvað nálægt 36 milljarðar á ári, eða samtals 290 milljarðar fyrir öll greiðslu árin (2016-2024).
Í gær birti Vilhjálmur síðan aðra blogg-færslu, "Um útreikninga Jóns Daníelssonar á Icesave", þar sem hann gerir ýmsar athugasemdir á útreikningum Jóns. Samt þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar, er alls ekki augljóst af hverju það munar svona miklu á milli þeirra.
Því má spyrja, hvernig má það vera að það skakkar svona ótrúlega miklu á milli þeirra tveggja, þar sem Jón fær nær tvöfalt hærri greiðslur heldur en Vilhjálmur? Báðir kunna nú náttúrulega vel að reikna út vaxtagreiðslur af lánum (ekki eins viss um Gylfa Magnússon), þannig að þessi munur hlýtur því að koma einhvers annars staðar frá. Liggur þá beint við að skoða hvaða forsendur þeir gefa sér í útreikningunum. Vilhjálmur gefur upp í sinni færslu að hann noti fast verðlag og gengi, 88% endurheimtur, enga núvirðingu, og raunvexti 4.0% (1.5% evru verðbólga). Jón notar að mestu leiti sömu grunnforsendur, en hann miðar við 5.55% nafnvexti, og að krafa TIF til LBI sé alltaf föst upphæð í krónum miðað við íslensk gjaldþrotalög.
Til að kanna betur hvernig þeir fengu hver út sínar niðurstöður, uppfærði ég reiknilíkanið mitt, sem ég nota mikið við minar greiningar, út frá nýjustu forsendum sem eru til reyðu í dag:
- Bresku og hollensku lánin eru samtals 3.964 milljarða evra miðað við gengi punds 1.119 evrur
- Vextirnir eru 5.55% reiknaðir af höfuðstólnum frá 1. janúar 2009
- Endurheimtur úr Landsbankanum eru 88% af Icesave innistæðum, samtals 1164 milljarðar
- Engar greiðslur eru framkvæmdar frá þrotabúi Landsbankans þar til 2011 vegna lögsókna
- TIF fær í sinn hlut 51% af endurheimtunum á tímabilinu 2011-2020, samtals 594 milljarðar
- Vextirnir eru reiknaðir eftir tveimur mismunandi aðferðum, eftir því hvort þær eru fyrir eða eftir júní 2016
- Júní 2016 tekur ríkistryggingin við á eftirstöðvunum auk áunnina vaxta
- Á tímabilinu frá júní 2016 til 2024 eru 32 ársfjórðungslegar greiðslur
- Hver greiðsla er jöfn upphæð reiknuð út frá eftirstöðvum og vöxtum 2016
- Auk þess þarf að greiða jafnóðum vexti á eftirstöðvum fyrir hvern ársfjórðung eftir júní 2016
Þessar forsendur eru allar samkvæmt upprunalegu lánasamningunum, og nýjustu upplýsingum sem liggja nú fyrir frá skilanefnd Landsbankans.
Hérna er útreikningurinn fyrir vextina fram til júní 2016. Fyrsta tímabilið er frá janúar 2009 til 5. júní 2009 þegar upprunalegi samningurinn var undirritaður. Síðan eru sex tímabil, hvert eitt ár, frá júní 2009 til júní 2016. Þetta er gert svona til að auðvelda útreikning á vöxtunum, eins og þeir eru tilgreindir í samningnum.
Ár | Höfuðstóll byrjun | LBI greiðslur | Vextir 5.55% | Safnaðir vextir | Höfuðstóll plús vextir |
2009 | 3964 | 0 | 93 | 93 | 4057 |
2009-10 | 3964 | 0 | 225 | 319 | 4282 |
2010-11 | 3964 | 890 | 238 | 556 | 3630 |
2011-12 | 3074 | 221 | 201 | 758 | 3611 |
2012-13 | 2853 | 516 | 200 | 958 | 3296 |
2013-14 | 2337 | 156 | 183 | 1141 | 3323 |
2014-15 | 2182 | 575 | 184 | 1325 | 2932 |
2015-16 | 1606 | 188 | 163 | 1488 | 2906 |
Samtals | 1418 | 2545 | 1488 |
Eins og sést af þessari töflu þá verða eftirstöðvarnar á höfuðstólnum 1418 milljónir evra og samtals uppsafnaðir vextir 1488 milljónir evra. Heildarskuldin verður samkvæmt þessu 2906 milljónir evra í júní 2016, þegar ríkisábyrgðin tekur við á Icesave láninu.
En það eru ekki aðeins reiknaðir vextir af láninu fyrstu 7 árin, heldur einnig næstu 8 árin allt til 2024. Ef við leggjum útreikninginn hér að ofan til grundvallar, þá tekur ríkistryggingin yfir 2906 milljónir evra (höfuðstóll 1418 plús 1488 uppsafnaðir vextir) í júní 2016, sem greiða þarf upp ásamt vöxtum næstu 8 árin með 32 ársfjórðungsgreiðslum. Hérna er útreikningarnir fyrir tímabilið 2016-2024:
Ár | Höfuðstóll byrjun | LBI greiðslur | Ríkissjóður greiðslur | Vextir 5.55% | Ríkissjóður samtals |
2016 | 2906 | 94 | 88 | 79 | 167 |
2017 | 2725 | 188 | 175 | 144 | 319 |
2018 | 2361 | 188 | 175 | 124 | 299 |
2019 | 1998 | 188 | 175 | 103 | 279 |
2020 | 1635 | 94 | 269 | 83 | 352 |
2021 | 1272 | 0 | 363 | 63 | 426 |
2022 | 908 | 0 | 363 | 43 | 406 |
2023 | 545 | 0 | 363 | 23 | 386 |
2024 | 182 | 0 | 182 | 4 | 185 |
Samtals | 0 | 753 | 2154 | 665 | 2819 |
Hérna fáum við út heildargreiðslur ríkissjóðs 2819 milljónir evra, þar af 665 milljónir evra í vexti fyrir tímabilið 2016 til 2024. Heildarvextirnir fyrir allt tímabilið 2009-2024 eru 2154 milljónir evra (1488 + 665), á meðan greiðslurnar af láninu sjálfu eru aðeins 665 milljónir evra (2819 - 2154).
Hérna er sami útreikningurinn, þar sem allar upphæðirnar hafa verið færðar yfir í íslenskar krónur á evru-genginu 180.
Ár | Höfuðstóll byrjun | LBI greiðslur | Vextir 5.55% | Safnaðir vextir | Höfuðstóll plús vextir |
2009 | 713 | 0 | 17 | 17 | 730 |
2009-10 | 713 | 0 | 41 | 57 | 771 |
2010-11 | 713 | 160 | 43 | 100 | 653 |
2011-12 | 553 | 40 | 36 | 136 | 650 |
2012-13 | 514 | 93 | 36 | 172 | 593 |
2013-14 | 421 | 28 | 33 | 205 | 598 |
2014-15 | 393 | 104 | 33 | 239 | 528 |
2015-16 | 289 | 34 | 29 | 268 | 523 |
Samtals | 255 | 458 | 268 |
Samkvæmt þessu, þá verða eftirstöðvarnar á höfuðstólnum 255milljarðar króna og samtals uppsafnaðir vextir 268 milljarðar. Heildarskuldin verður samkvæmt þessu 523 milljarðar í júní 2016, þegarríkisábyrgðin tekur við.
Ár | Höfuðstóll byrjun | LBI greiðslur | Ríkissjóður greiðslur | Vextir 5.55% | Ríkissjóður samtals |
2016 | 523 | 17 | 16 | 14 | 30 |
2017 | 490 | 34 | 32 | 26 | 57 |
2018 | 425 | 34 | 32 | 22 | 54 |
2019 | 360 | 34 | 32 | 19 | 50 |
2020 | 294 | 17 | 48 | 15 | 63 |
2021 | 229 | 0 | 65 | 11 | 77 |
2022 | 163 | 0 | 65 | 8 | 73 |
2023 | 98 | 0 | 65 | 4 | 69 |
2024 | 33 | 0 | 33 | 1 | 33 |
Samtals | 0 | 135 | 388 | 120 | 507 |
Hér fáum við út heildargreiðslur ríkissjóðs507 milljarðar, þar af 120 milljarðar í vexti fyrir tímabilið 2016 til2024. Heildarvextirnir fyrir allt tímabilið 2009-2024 eru 388 milljarðar (268 + 120), á meðan greiðslurnar af Icesave láninu sjálfu eru aðeins 119 milljarðar króna (507 - 388).
Ég fæ því greinilega út nákvæmlega sömu niðurstöðu í mínum útreikningum, eins og Jón Daníelsson, eða 507 milljarðar.
Af hverju var Vilhjálmur þá með aðra niðurstöðu? Til að kanna hvaða áhrif vaxtaprósentan sem Vilhjálmur notaði hafði, uppfærði ég reiknilíkanið miðað við 4% raunvexti. Við það minnkaði heildarkostnaður ríkissjóðs niður í 402 milljarða króna eða 50 milljarða að meðaltali fyrir hvert ár. Það vantaði því ennþá 110 milljarða upp á.
Ég prófaði síðan að breyta greiðslunum frá Landsbankanum, þannig að þær yrðu 7 jafnar greiðslur á tímabilinu 2010-2016, sem er sama aðferðin og ég notaði áður en "cash-flow" skjalið kom í leitirnar. Þá fékk ég út heildarkostnað upp á 350 milljarða, þannig að enn vantaði 60 milljarða upp á.
Að lokum breytti ég prósentunni sem Vilhjálmur notar við að reikna út endurheimturnar. Samkvæmt skýrslu skilanefndarinnnar, þá er viðmiðunargengið sem kröfur eru metnar á miðað við 22. apríl 2009, þegar evran var 169.20 krónur. Allar kröfur Landsbankans verður að gera upp í íslenskum krónum á því gengi samkvæmt ákvörðun skilanefndar, sem byggð er á íslenskum gjaldþrotalögum. Nú er gengið hins vegar 180 krónur, þannig að samkvæmt því fær TIF ekki lengur fullar 88% af kröfunni reiknað í evrum, heldur aðeins rúm 83% (Jón fjallar um þetta nánar í greininni sinni). Eftir þessa leiðréttingu þá fékk ég loksins út nokkurn vegin sama heildarkostnaðinn og Vilhjálmur var með í grafinu sínu, 290 milljarða.
Ég er á því að Jón Daníelsson hafi rétt fyrir sér, hvað varðar seinni atriðin tvö um endurgreiðslurnar frá Landsbankanum. Síðan, hvort reikna eigi með nafnvöxtum (5.55%) eða raunvöxtum (4.0%), má hins vegar deila um.
Niðurstaðan er samt sem áður, báðir reiknuðu Icesave greiðslurnar "rétt" út, en þeir gáfu sér einfaldlega mismunandi forsendur. Lærdómurinn af þessu öllu saman er því, að forsendurnar skipta öllu máli þegar verið er að reikna út og meta stór mál eins og Icesave.
Fjármál | Breytt 11.2.2010 kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (56)