Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

63 manna samninganefnd að semja við sjálfa sig!

Það er mikilvægt að muna að þar sem frumvarpið var núna loksins samþykkt með fyrirvörum, þá er það algjörlega í höndum Breta og Hollendinga hvort þeir samþykkja þessa ríkisábyrgð.  Málinu verður tvímælalaust ekki lokið fyrr en eftir að þeir annaðhvort samþykkja fyrirvarana eða samið verður við þá upp á nýtt (allur hringurinn endurtekinn).

Eins og ég hef lýst hér áður, þá verður mjög mikilvægt, er hvernig kynningin á okkar málstað verður haldið fram erlendis.  Strax í dag verður þetta stórfrétt sem mun fara út um allan heim.  Við munum hafa í mesta lagi nokkra daga til að koma því á framfæri erlendis af hverju þessir fyrirvarar voru nauðsynlegir áður en Bretarnir og Hollendingarnir byrja að birta sínar skoðanir út frá þeirra eigin hagsmunum (sem fara alls ekkert endilega ekki saman við okkar).  Við þurfum að vera viðbúin þessu fyrirfram og svara um leið í erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu.

Til dæmis væri góð hugmynd að skrifa bréf Evu-style, sem þingmenn úr öllum flokkum mundu skrifa undir og senda síðan beint til erlendra fjölmiðla.  Síðan þarf að velja nokkra þingmenn sem mundu bjóðast til að fara í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar.  Aðalmálið er að koma okkar málstað á framfæri eins fljótt og auðið er, áður en það er of seint.

Hérna eru nokkrar hugmyndir um hvað við þurfum að láta koma fram erlendis:

1. Ísland með þessu frumvarpi er tilbúið að tryggja lágmarksgreiðsluna 21K Evrur sem tiltekin er í EEA tilskipuninni.  Fyrirvararnir voru nauðsynlegir, þar sem upprunalegi samningurinn sem var undirritaður í Júní kvað á um greiðslur YFIR þessum 21K Evrum.

2. Upprunalegi samningurinn var gerður upphaflega í leynd.  Þetta voru greinileg mistök, þar sem Alþingi og almenningur á Íslandi gat þannig ekki séð samninginn þar til eftir að skrifað hafði verið undir hann.  Það var aðeins eftir að samningurinn hafði verið birtur og greindur af ýmsum óháðum sérfræðingum (og bloggheiminum), að villurnar og mistökin í honum komu upp á yfirborðið.

3. Bresku og Hollensku samninganefndirnar notuðu þeirra sterku samningsaðstöðu til að ná fram mjög óréttlátum samningi fyrir Ísland.  Fyrirvararnir eru nauðsynlegir til að leiðrétta sum af þessum ákvæðum.

4. Það er mikilvægt að ákvæði lokasamningsins, eru ekki svo erfið, að þau geti leitt til þjóðargjaldþrots.  Ákvæðin um að heildargreiðslur fari ekki fram úr 4%/2% af VEXTI þjóðarframleiðslu á þessum árum eru nauðsynleg til að tryggja þetta.

5. Alþingi Íslendinga, sem er lýðræðislega kosin af Íslensku þjóðinni, fer með lokavald (ásamt forsetanum) samkvæmt stjórnarskránni um hvað ábyrgðir Ísland getur tekið á sig, ekki einstakir stjórnmálamenn eða ríkisstjórnin sjálf.

 

 


mbl.is Icesave-frumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögfræðiálit Andra og Helgu á mannamáli

Eftir að hafa brotist í gegnum 14 síður af lögfræðigreiningunni frá Andra og Helgu, þá virðist það vera aðalspurningin hvort Íslenski tryggingasjóðurinn "yfirtaki" eða fái "framselda" upprunalegu kröfurnar, en að lokum kemst hann að því á blaðsíðu 9. að það skipti raunverulega ekki máli, þær verði alltaf jafnréttháar.

Helga skoðar síðan málið út frá því hvort Evrópuréttur hafi áhrif og hvort Íslensk lög samræmist EES samningnum, sem hún kemst að það gerir svo fremi sem Íslenski tryggingasjóðurinn fái ekki forgang.  

Það sem mér finnst samt athyglistverðast eru eftirfarandi setningar úr kafla XI:

"Kröfuhöfum er hins vegar heimilt að semja sín á milli um það hvernig þeir ráðstafa þeim fjármunum sem þeim er úthlutað úr þrotabúinu.  Tryggingasjóðirnir eiga því aðeins sama rétt gagnvart þrotabúinu og fylgdi þeim kröfum sem þeir fengu framseldar og sjóðirnir geta aðeins samið sín á milli um skiptingu á fjármunum sem þeim verður úthlutað úr þrotabúinu."

og kafla XII:

"Að lokum skal geta þess að ICESAVE samningarnir fela í sér samninga milli tiltekinna aðila um fjármögnun og greiðslu tiltekinna krafna sem þeir hafa yfirtekið.  Með þessu hafa þessir aðilar samið um hvernig þeir muni skipa á milli sín greiðslum sem þeir eiga rétt á úr þrotabúi Lansbanka Íslands hf."

Hérna er leyni-settlement-samningurinn sem Gunnar Tómasson birti (lak) um daginn:

http://www.vald.org/greinar/090728.htm

Í honum er þessi klásúla:

"4.2(b) in the event that, for any reason whatsoever (including, without limitation, any preferential status accorded to TIF under Icelandic law), following the assignment of a proportion of the Assigned Rights in respect of any given claim to TIF, either TIF or FSCS experiences a greater pro rata level of recovery, in respect of such claim, than that experienced by the other, TIF or FSCS (as appropriate) shall, as soon as practicable, make such balancing payment to the other party as is necessary to ensure that each of the Guarantee Fund's and FSCS's pro rata level of recovery of such claim is the same as the other's."

Þannig að óháð lögfæðingálitinu og hvort Íslenski tryggingasjóðurinn (TIF) fái hærra hlutfall af Icesave greiðslum úr þrotabúinu, þá mundi TIF alltaf þurfa að borga mismuninn til baka til FSCS.


mbl.is Njóta ekki sérstaks forgangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig tókst okkur að semja svona illilega af okkur?

Ég er búinn að vera að hugsa nokkuð um það hvernig í ósköpunum Íslenska samninganefndin endaði á að samþykkja IceSave samninginn eins og hann var skrifaður, þar sem það er núna orðið nokkuð augljóst að þarna sömdum við illilega af okkur.  Ég þekki náttúrlega ekki söguna innanbúðar, en með því að lesa á milli línanna ýmsar fréttir og greinar, þá er ég kominn með eftirfarandi kenningu um hvernig þetta skeði:

Bretarnir og Hollendingarnir greinilega notuðu mjög færa og reynda sérfræðinga í samningagerð, á meðan Ísland valdi sendiherra frá Danmörku, fyrrverandi stjórnmálamann, Svavar Gestsson, til að leiða Íslensku nefndina. 

Mín kenning er sú að Bresku/Hollensku samningarmennirnir notuðu vel þekkt, en mjög snjallt samningsbragð.  Fyrst, komu þeir inn í viðræðurnar á fullum krafti og krefjast endurgreiðslu á láninu á mjög skömmum tíma með háum vöxtum.  Láta Íslendingana síðan svitna á þessu í nokkra mánuði.

Síðan gefa þeir allt í einu eftir með kröfur Íslendinga um lengri lánstíma og lægri vexti, jafnvel möguleika á að endursemja seinna ef forsendur breytast.  Þetta var það sem Steingrímur J. kallaði betri niðurstöðu heldur við höfðum mátt búast við.

Í staðinn, vildu þeir fá út frá sanngirni nokkur atriði leyst: "jafna" meðferð fyrir þeirra eigin tryggingasjóði, gjaldfellingar-klásúlur með fullum rétti til að afturkalla lánin, leynd yfir samningunum sjálfum, og síðan algjört afsal á þjóðarréttindum Íslendinga.

Mín skoðun er að þessi niðurstaða hafi verið markmið þeirra allt frá byrjun og íslenska samninganefndin með reynsluleysi sínu og óþolinmæði, einfaldlega ekki gert sér grein fyrir þessu.  Það var aðeins eftir að skrifað hafði verið undir samningana, sem voru síðan ekki birtir og greindir af óhaðum sérfræðingum fyrr en þó nokkru seinna, að vandamálin komu upp á yfirborðið, en þá var það því miður orðið of seint.


Secret Settlement Agreement fyrir IceSave Lekið á Netið

Vil vekja athygli á svokölluðum "Settlement Agreement" sem er leyni-samningurinn sem Trygginastofnun gerði við FSCS í Bretlandi.  Gunnar Tómasson "lak" þessum samningi á netið um daginn.  Sjá góða greiningu á samningnum frá Gunnari og skjalið sjálft settlement_agreement.pdf á:

  http://www.vald.org/greinar/090728.html

Það er vísað í þennan samning nokkrum sinnum í hinum upprunalega breska "Loan Agreement" með tilvísuninni "Financial Documents".

Ein skrautlegasta klásúlan í "Settlement" samningnum, er 4.2(b), sem segir í stuttri þýðingu að jafnvel þótt TIF (Íslenski Tryggingasjóðurinn), fái forgang samkvæmt íslenskum lögum, þá skuli samt renna SAMA hlutfall til FSCS.  Þessu á að ná fram síðar með VIÐBÓTARGREIÐSLU á milli sjóðanna.

Þar sem lítill möguleiki er á að FSCS muni nokkurn tíma fá greitt meira hlutfallslega frá Landsbankanum, heldur en TIF, þá virkar þetta ákvæði líklega bara í hina áttina.  Það er góður möguleiki, miðað við Íslensku gjaldþrotalögin, að TIF fái greitt hærra hlutfall, þannig að þetta mun þýða að FSCS getur krafist viðbótargreiðslu seinna til jöfnunar frá TIF.

Bretarnir og Hollendingarnir hafa líklega fengið þetta atriði í gegn í samningaviðræðunum, einmitt með því að setja það upp sem "sjálfsagða" jafnræðisreglu og okkar menn fallið fyrir því, þó ég þekki það nátturulega ekki beint.

Við höfum nokkrir Íslendingar verið að rökræða þetta og önnur atriði varðandi IceSave síðustu vikur við ýmsa Breta og aðra útlendinga á Icenews.is, sjá til dæmis eftirfarandi færslu og eftirfarandi komment:

http://www.icenews.is/index.php/2009/07/29/more-members-of-parliament-against-the-icesave-deal/comment-page-2/#comment-87014


Ekki nóg að setja athugasemdir við IceSave

Það sem ekki hefur verið mikið talað um ennþá, en verður samt mjög mikilvægt, er hvernig kynningin á okkar málstað verður haldið fram eftir að Alþingi samþykkir samninginn með fyrirvörum.  Strax sama dag verður þetta stórfrétt sem mun fara út um allan heim.  Við munum hafa í mesta lagi 1-2 daga til að koma því á framfæri af hverju þessir fyrirvarar voru nauðsynlegir.

Bretar og Hollendingar munu ekki sitja auðum höndum á meðan og munu strax halda því fram að við höfum brotið samninginn.  Við þurfum að vera viðbúin þessu fyrirfram og svara um leið í erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu. 

Við höfum góðan málstað, en ef við látum Bretana og Hollendingana eina um hitunina, þá mun hann ekki koma fram.  Þeir munu að sjálfsögðu aðeins skýra út málið út frá sínum forsendum.

Þar sem ríkisstjórnin sjálf stóð fyrir samningnum sem ekki var samþykktur, verður það sjálfkrafa mjög erfitt fyrir hana að skýra okkar málstað út á við.  Þess vegna verður það einna helst að koma í hlut einstakra þingmanna sem stóðu að fyrirvörunum að kynna málið. 

Til dæmis væri góð hugmynd að skrifa bréf Evu-style, sem þingmenn úr öllum flokkum mundu skrifa undir og senda síðan beint til erlendra fjölmiðla.  Síðan þarf að velja nokkra þingmenn sem mundu bjóðast til að fara í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar.  Aðalmálið er að koma okkar málstað á framfæri eins fljótt og auðið er, áður en það er of seint.

Varðandi hvað gæti komið fram í bréfinu, þá eru nokkrar hugmyndir ræddar hér í eftirfarandi athugasemd á icenews.is:

http://www.icenews.is/index.php/2009/07/29/more-members-of-parliament-against-the-icesave-deal/#comment-88161


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband