Ekki nóg að setja athugasemdir við IceSave

Það sem ekki hefur verið mikið talað um ennþá, en verður samt mjög mikilvægt, er hvernig kynningin á okkar málstað verður haldið fram eftir að Alþingi samþykkir samninginn með fyrirvörum.  Strax sama dag verður þetta stórfrétt sem mun fara út um allan heim.  Við munum hafa í mesta lagi 1-2 daga til að koma því á framfæri af hverju þessir fyrirvarar voru nauðsynlegir.

Bretar og Hollendingar munu ekki sitja auðum höndum á meðan og munu strax halda því fram að við höfum brotið samninginn.  Við þurfum að vera viðbúin þessu fyrirfram og svara um leið í erlendum fjölmiðlum, bæði blöðum, útvarpi og sjónvarpi í öllum þeim Evrópulöndum sem á einn eða annan hátt tengjast málinu. 

Við höfum góðan málstað, en ef við látum Bretana og Hollendingana eina um hitunina, þá mun hann ekki koma fram.  Þeir munu að sjálfsögðu aðeins skýra út málið út frá sínum forsendum.

Þar sem ríkisstjórnin sjálf stóð fyrir samningnum sem ekki var samþykktur, verður það sjálfkrafa mjög erfitt fyrir hana að skýra okkar málstað út á við.  Þess vegna verður það einna helst að koma í hlut einstakra þingmanna sem stóðu að fyrirvörunum að kynna málið. 

Til dæmis væri góð hugmynd að skrifa bréf Evu-style, sem þingmenn úr öllum flokkum mundu skrifa undir og senda síðan beint til erlendra fjölmiðla.  Síðan þarf að velja nokkra þingmenn sem mundu bjóðast til að fara í viðtöl við erlendar sjónvarpsstöðvar.  Aðalmálið er að koma okkar málstað á framfæri eins fljótt og auðið er, áður en það er of seint.

Varðandi hvað gæti komið fram í bréfinu, þá eru nokkrar hugmyndir ræddar hér í eftirfarandi athugasemd á icenews.is:

http://www.icenews.is/index.php/2009/07/29/more-members-of-parliament-against-the-icesave-deal/#comment-88161


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband