Færsluflokkur: Umhverfismál

Á hverju lifum við?

Vegna þeirrar heitu umræðu sem nú er í gangi um kreppuna, atvinnumál, álver og svo framvegis, er mikilvægt að kynna sér raunverulegu tölurnar sem eru þar á bak við.  Margir hafa mjög ákveðnar skoðanir og slá þá fram ýmsum fullyrðingum sem ekki eru alltaf byggðar á raunverulegum forsendum.

Ísland er lítið land sem byggir velferð sína að miklu leiti á útflutningi á sjávarafurðum og iðnaðarvörum (þ.m.t. ál).  Þessi útflutningur er síðan notaður til að borga fyrir okkar innflutning sem inniheldur nær allt sem við notum okkur til viðurværis, þ.m.t. neysluvörur, mat, hráefni, bíla og annað. 

Á uppgangs-tímabilinu síðustu árin var vöruskiptajöfnuður Íslendinga mjög óhagstæður, það er að við vorum að lifa langt um efni fram.  Núna í kreppunni hefur þetta snúist við og jöfnuðurinn er núna hagstæður sem mun líklega hafa mjög jákvæð áhrif fyrir þjóðarbúið sem heild til lengri tíma, til dæmis gengi krónunnar.  Tímabundið munu samt innflutningsfyrirtæki og aðrir sem vinna í greinum sem háðar eru innflutningi óneitanlega verða fyrir miklum búsifjum.

Til að skoða hverjar raunverulegu tölurnar eru, þá birtir Hagstofa Íslands reglulega skýrslu þar sem borinn er saman vöruskiptajöfnuður Íslands á milli ára, bæði á verðlagi hvers árs og einnig á föstu gengi. Hér er tilvísun í nýjustu skýrsluna:

Hagstofa Íslands - Hagtölur - Verðmæti inn- og útflutnings 2008-2009

Hérna er úrdráttur úr töflunni, sem gerir auðveldara að bera saman heildartölurnar (allar tölur eru FOB í milljónum króna fyrir fyrstu 6 mánuði ársins, álið er sýnt aðskilið frá öðrum iðnaðarvörum):

ÚTFLUTNINGURH1, 2008H1, 2009Breyting Fast gengiHlutfall
Sjávarafurðir8924811322726.9%-13.8%45%
Landbúnaðarafurðir2747422553.8%4.6%2%
Iðnaðarvörur304973910028.2%-12.8%15%
Ál9032984726 -6.2%-36.2%33%
Aðrar vörur2870112208-57.5%-71.1%5%
Útflutningur alls 241522 253486 5.0% -28.7% 100%


INNFLUTNINGURH1, 2008H1, 2009BreytingFast gengiHlutfall
Mat og drykkir21469233248.6%-26.1%11%
Hrá og rekstrarvörur8531165454-23.3%-47.8%31%
Eldsneyti og smurolíu 3264027391-16.1%-43.0%13%
Fjárfestingarvörur6348048853-23.0%-47.7%23%
Flutningatæki4848115112-68.8%-78.8%7%
Neysluvörur3843733252-13.5%-41.2%16%
Aðrar vörur19529953.5%4.3%0%
Innflutningur alls290012213685-26.3%-49.9%100%


Þegar þessar tölur eru skoðaðar þá kemur margt athyglisvert í ljós.  Á meðan útflutningur virðist aukast um 5% milli ára á verðlagi hvers árs, þá dregst hann saman um 28.7% á föstu gengi.  Þetta er vegna þess að meðalverð erlends gjaldeyris er 47,1% hærra mánuðina janúar–júlí 2009 en sömu mánuði fyrra árs og það varð verðlækkun á okkar helstu útflutningsvörum. 

Á sama hátt má reikna að heildar innflutningur hefur dregist saman um 49.9% á föstu gengi, þar er við flytjum inn núna helmingi minna af vörum heldur en í fyrra.  Þar vegur hæst að innflutningur á bílum og öðrum flutningstækjum hefur fallið 78.8%. 

Vöruskiptajöfnuðurinn sem var u.þ.b mínus 48.5 milljarðar (-20%) á fyrri helmingi 2008, er núna kominn í plús 39.8 milljarðar (15.7%) sem er ótrúlegur viðsnúningur.

Aðalniðurstaðan er nú samt að enn í dag lifir Ísland eiginlega bara á Fiski (45%) og Áli (33%) sem eru okkar aðalútflutningsvörur (sem hafa því miður lækkað mikið í verði síðasta árið), svo við getum borgað innflutninginn: Matur (11%), Hráefni (31%), Eldsneyti (13%), Fjárfestingarvörur (23%), Flutningstæki (7%, var 17%), og Neysluvörur (16%).

Raunveruleikinn er því sá að ef við hefðum ekki fiskinn og álið til að flytja út væri þetta einfaldlega búið spil.


mbl.is Viljayfirlýsing ekki framlengd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband