Færsluflokkur: Kjaramál

Af hverju ekki leggja Eignarskatt á aftur?

Það er nú kannski engin undrun að margir finna eitthvað sem þeir eru ósáttir við í nýja Fjárlagafrumvarpinu.  Það er alltaf mjög auðvelt að vera á móti nýjum skattaálögum og niðurskurði á útgjöldum og þjónustu ríkisins.  Tekjuskattur, fjármagnstekjuskattur, auðlindagjöld, niðurskurður í samgöngumálum, heilbrigðiskerfinu, löggæslunni, og svo framvegis.

Málið er náttúrulega að ríkisstjórninni er bundinn mjög þraungur stakkur.  Tekjur hafa minnkað, gjöld hafa aukist, auk þess að ríkissjóður varð fyrir miklum bússifjum í bankahruninu.  Og ekki er um auðugan garð að gresja til fjármagna þennan halla, þar sem hvergi er hægt fyrir Íslendinga að fá lán lengur.

En ég held samt að ríkisstjórnin sé á ákveðnum villigötum varðandi hvar hún reynir að finna auknar skattatekjur.  Í þeirri miklu kreppu sem nú er í gangi þá verður mjög erfitt að fá auknar tekjur í ríkissjóð með tekjuskatti og fjármagnstekjuskatti.  Skattstofnarnir þar eru einfaldlega á hraðri niðurleið, þannig að jafnvel þó skattprósentan sé hækkuð, þá munu tekjurnar samt ekki hækka mikið.  Ekki er ég heldur viss um að orku, umhverfi, og auðlindagjöldin muni skila af sér miklu raunvörulega í kassann.

Einhvern tíman seinna í framtíðinni, þegar við förum loksins að komast upp úr kreppudalnum, þá mun þessar álögur mögulega geta skilað verulega meiri skatttekjum, en því miður ekki eins og efnahagsástandið er í dag.  Hvað er þá til ráða?  Hvar er hægt að finna auknar tekjur fyrir ríkissjóð sem hann svo nauðynlega þarf?

Þá kemur upp sú spurning, af hverju ekki setja eignaskatt á aftur?  Vissulega er hægt að setja margt út á eignarskattinn (eins og alla aðra skatta).  Hann er óréttláttur, það er búið að skatta tekjurnar sem mynduðu eignina, hann fellur mest á eldri borgara með húseignir sínar, o.s.frv.  En eignaskatturinn hefur samt tvo kosti í dag fram yfir flest alla aðra skatta:

  • Hann mundi skila raunverulegum tekjum af skattstofni sem minnkar ekki eins hratt í kreppunni. 
  • Hann gefur kost á að skatta þær miklu eignir sem sumir aðilar náðu að safna sér á uppgangsárunum.

Síðari kosturinn mundi mögulega jafnvel gera hann frekar vinsælan hjá þjóðinni, sem ber núna miklar byrðar og vill sjá aukið réttlæti í skattlagningu.  Það er ekki auðvelt að finna góða leið til að skatta þær miklu tekjur sem auðmennirnir fengu á síðustu árum, sem oft voru borgaðir mjög litlir skattar af (stundum t.d. aðeins 10% fjármagnstekjuskattur).  Með því að leggja eignaskattinn á aftur, má mögulega leiðrétta þetta misræmi.

P.S.  Ef einhverjir vilja skrifa athugasemdir um hve slæm hugmynd eignaskatturinn er, vinsamlegast komið þá með raunverlegar uppástungur um hvaða skatt á að leggja í staðinn.  Aðeins skattar sem geta gefið af sér að minnsta kosti tugi milljarða í auknar tekjur á ári koma til greina.  Góðar niðurskurðar-tillögur eru auðvitað alltaf líka vel þegnar. Smile


mbl.is Líst illa á fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband